Skessuhorn - 07.09.2005, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005
^ojjaunu.-;
Vélaleiga Halldórs
gerir bílastæði
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur samþykkt verksamning við
Vélaleigu Halldórs Sigurðssonar
ehf. um ffamkvæmdir við 1. á-
fanga bflastæða á Jaðarsbökkum.
Samningfjárhæðin er tæpar 7,9
milljónir króna. Framkvæmdir
eru þegar hafnar og er áædað að
verklok verði eigi síðar en 15.
október. -hj
Langt yfir
kostnaðaráæthm
BORGARNES: Tvö tilboð bár-
ust í tengibyggingu milli Búðar-
kletts og gamla Pakkhússins í
Borgamesi. Það er Borgarbyggð
sem ætlar að byggja glerbygg-
ingu á milli húsanna sem síðan er
meiningin að leigja Landnámi Is-
lands ehf sem ætlar að opna
Landnámssetur í Pakkhúsinu
næsta vor. Kostnaðaráætlun fyrir
bygginguna hljóðaði upp á 19
milljónir króna en lægra tilboðið
var ríflega 50% hærra, eða 30,5
milljónir. Bygginganefhd á veg-
um bæjarins tekur ákvörðun um
ffamhaldið núna í vikunni. -ge
Venus eykur hlut
í HB Granda
AKRANES: Fiskveiðihlutafélag-
ið Venus keypti í síðustu viku 14
milljóna króna hlut í HB Granda,
að því er kemur ffam í tilkynn-
ingu til Kauphallar Islands. Aður
átti félagið fyrir rúmlega 44 millj-
óna króna hlut í félaginu og eykst
því hluturinn úr 2,58% í 3,41%.
Fiskveiðihlutafélagið Venus teng-
ist Ama Vilhjálmssyni og Krist-
járú Loffssyni stjómarmönnum í
HB Granda. I tilkynningunni
kemur ffam að hlutur fjárhags-
lega tengdur þessum tveimur
stjórnarmönnum sé um 760
milljónir króna eða um 44,5% af
heildarhlutafé félagsins. -hj
Bílskúrinn skilyrði
ÓLAFSVÍK: Bæjarstjóri Snæ-
fellsbæjar hefur gengið ffá samn-
ingum við Trésmiðju Guðmund-
ar Friðrikssonar í Grundarfirði
um byggingu íbúða fyrir eldri
borgara í Olafsvík. Um er að
ræða tvö parhús sem standa til
boða fyrir 60 ára og eldri en hver
íbúð verður 117 m2 með bflskúr.
„Það er þegar komin ein tunsókn
án þess að búið sé að auglýsa,"
segir Kristinn Jónasson, bæjar-
stjóri Snæfellsbæjar í samtah við
Skessuhom. „Eg hef eiginlega
frekar áhyggjur af því að um-
sóknir verði of margar en of fáar.
Þetta er hinsvegar bara fyrsta
skrefið og við munum halda á-
fram ef eftirspumin verður mik-
il.“ Við hönnun húsanna er tekið
mið af niðurstöðum úr könnun
sem gerð var meðal eldri borgara
í Ólafsvík. „Það sem kom
skemmtilega á óvart þar var að
skilyrði fyrir því að kallamir
fengjust til að fara í íbúðir sem
þessar var að það væri bflskúr og
að sjálfsögðu em þau skilyrði
uppfyllt,“ segir Kristinn.
~ge
SigurSur GuSmundsson, framkvæmdasljm Sólfells og GuSsteinn Einarsson, sljómarformaSur BK takast í hendur eftir aS samningar
höfSu veriS undirritaSir.
Tæplega 2000 fermetra
sérhæft kjötvinnsluhús
Síðastliðinn fimmtudag var
skrifað undir verksamning um
byggingu nýrrar kjötiðnaðarstöðv-
ar Borgarnes kjötvara ehf. við
Vallarás 7-9 í Borgarnesi. Þar með
hefur verið ákveðið að næsta vor
flytji starfsemi fyrirtækisins úr
Brákarey. Það er verktakafyrirtæk-
ið Sólfell ehf. sem tekur nýbygg-
inguna í alverktöku en um verður
að ræða 1900 fermetra iðnaðarhús
sérhæft fyrir kjötiðnað sem samtals
kostar um 180 milljónir króna.
Fyrsta skóflustungan að húsinu var
tekin í vor og búið er að skipta um
jarðveg í granni þess. Húsið á
samkvæmt samningi að afhendast
fullbúið með frysti- og kælibúnaði
1. maí 2006.1 máli Guðsteins Ein-
arssonar, stjórnarformanns BK við
undirritun verksamningsins kom
fram að samið hafi verið við
Byggðastofnun um lánsfjármögn-
un hússins en Sparisjóður Mýra-
sýslu fjármagnar það á byggingar-
tíma. „Þetta hús mun leiða til gjör-
breyttrar stöðu Borgarnes kjötvara
en þarna verður hægt að ná fram
mikilli hagkvæmni í framleiðslu og
öll aðstaða fyrir starfsfólk verður
eins og best verður á kosið,“ sagði
Guðsteinn.
MM
Snæfellsbær fær mest framlag
í tekjujöfiiun vegna lækkandi
fasteignaskatta
Snæfellsbær er það sveitarfélag á
Vesturlandi sem fær mest í sinn
hlut í framlag frá Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga vegna jöfnunar tekju-
taps sveitarfélaga í kjölfar lækkunar
tekna af fasteignaskatti á árinu
2005. Félagsmálaráðherra hefur
fallist á tillögu um úthlutun ffam-
laganna. Hlutur Snæfellsbæjar er
rúmar 43,3 milljónir króna. Akra-
neskaupstaður fær í sinn hlut tæpar
42,5 milljónir og Borgarbyggð fær
rúmar 38,6 milljónir . I hlut Stykk-
ishólmsbæjar koma tæpar 21,5
milljónir Dalabyggð fær í sinn hlut
rúmar 14,3 milljónir, Borgarfjarð-
arsveit 14,1 milljón og Grandar-
fjarðarbær rúmar 12,8 milljónir
króna.
Önnur sveitarfélög á Vesturlandi
fá mun minna í sinn hlut. Minnstur
er hlumr Helgafellssveitar rúmar
821 þúsund króna. Heildarúthlut-
un framlaga til sveitarfélaga á land-
inu er tæpar 1.758 milljónir króna.
Samtals koma í hlut sveitarfélaga á
Vesturlandi tæpar 206 milljónir
króna eða um 11,7% af heildar-
tekjujöfnun.
HJ
Lítil hreyfing komin á
framboðsmál á Akranesi
Lítil hreyfing virðist komin á
undirbúning sveitarstjómakosninga
í vor á Akranesi ef marka má svör
leiðtoga tveggja þeirra flokka er
sæti eiga nú í bæjarstjórn. Við síð-
ustu kosningar hlaut Sjálfstæðis-
flokkurinn 4 fulltrúa kjörna, Akra-
neslistinn 3 fulltrúa og listi Fram-
sóknarflokksins hlaut 2 fulltrúa.
Auk þessara lista bauð Vinstri
hreyfingin grænt framboð fram en
hlaut ekki fulltrúa kjörinn.
Gunnar Sigurðsson, oddviti
Sjálfstæðismanna í sveitarstjórn,
segir enga hreyfingu komna á fram-
boðsmál flokksins. Misjafnt er með
hvaða hætti sjálfstæðismenn hafa
stillt upp á lista sinn fyrir kosning-
ar. Síðast var notast við opið próf-
kjör þar sem Gunnar sigraði með
yfirburðum. Gunnar vildi engu spá
með hvaða hætti nú yrði stillt upp.
Aðspurður hvort hann gæfi kost á
sér til áframhaldandi setu í bæjar-
stjórn sagðist Gunnar ekki hafa
tekið um það ákvörðun.
Sveinn Kristinsson, oddviti Akra-
neslistans, sem Samfylkingin stóð
ein að í síðustu kosningum, segir
enga ákvörðun hafa verið tekna um
fyrirkomulag framboðs Samfylk-
ingarinnar í kosningunum í vor.
Hann sagði óformlegar umræður
eflaust hafnar milli einstakra félags-
manna en engin formleg umræða
hefði farið ffarn innan flokksins.
Aðspurður hvort hann teldi æski-
lega að endurvekja samstarf við
aðra vinstri menn í sveitarfélaginu
sagðist hann ávallt opinn fyrir öll-
um slíkum hugmyndum. Tíminn
vrði síðan að leiða í ljós hvort slíkar
hugmyndir nytu fylgis meðal al-
mennra félagsmanna. Aðspurður
um eigin ffamboð sagðist Sveinn
enga ákvörðtm hafa tekið um slíkt.
Guðmundur Páll Jónsson, odd-
viti Framsóknarmanna segir engar
formlegar umræður hafa átt sér
stað um tilhögun uppstillingar
flokksins fyrir komandi kosningar.
Undanfarin kjörtímabil hafi verið
kosin uppstillingarnefnd og hún
síðan gert tillögu að framboðslista
til fúlltrúaráðs. Guðmundur Páll
segist ekki hafa tekið ákvörðun um
hvort hann gefi kost á sér til áffam-
haldandi setu í bæjarstjórn, en þá á-
kvörðun muni hann taka á næstu
vikum. HSS
Óhapp á dag
BORGARFJÖRÐUR: Nokkur
tunferðaróhöpp urðu í umdæmi
Borgameslögreglu síðustu daga.
Þriggja bfla árekstur varð á Vest-
urlandsvegi við Brúartorg á
fimmtudag með þeim hætti að
bifreið á norðurleið var ekið í veg
fyrir umferð á móti og kastaðist
síðan á þá þriðju sem var kyrr-
stæð. Engin meiddist en tölu-
verðar skemmdir á ökutækjum.
A föstudag valt vörubiffeið á
Melasveitarvegi. Biffeiðin var að
koma úr malamámu og var því
fúllhlaðin. Talið er að vegkantur
hafi gefið sig.
A laugardag valt jeppi á Jarð-
langsstaðavegi upp með Langá á
Mýrum. Femt var í biffeiðinni
og sakaði engan en jeppinn var ó-
ökufær.
Biffeið hafnaði utanvegar við
bæinn Reyki í Lundarreykjadal á
sunnudag. I bifreiðinni vora er-
lendir ferðamenn og handleggs-
bromaði einn þeirra við höggið.
Loks lenti biffeið út af veginum í
Norðurárdal á mánudag þegar
ökumaður sofnaði undir stýri.
Bifreiðin skemmdist h'tið og gat
ökumaður því haldið áffam ferð
sinni eftir að hann hafði fengið
aðstoð við að koma farartækinu á
veginn á ný. -ge
Helmingi
meiri afli
GRUNDARFJÖRÐUR: Land-
aður afli í Grundarfjarðarhöfn í
ágústmánuði var 1.715 tonn,
samanborið við 1.143 tonn í á-
gúst í fyrra. Fyrstu mánuði ársins
hefúr verið landað 15.780 tonn-
um af fiski í Grundarfjarðarhöfn
en á sama tíma í fyrra vom
10.238 tonn komin þar á land.
Aflinn í ár er því ríflega helmingi
meiri en í fyrra, eða 54%. Stærsta
löndunarár síðan skráningar
hófust í Grundarfjarðarhöín var
árið 2001 en þá var landað
16.184 tonnum. Aflinn fyrstu
átta mánuðina í ár er 97,5% af
því sem var allt árið 2001 og því
er nokkuð ljóst að nýtt met verð-
ur slegið í ár.
Se
Skortur á bíla-
stæðum
AKRANES: Vegfarendur um
Vogabraut á Akranesi hafa tek-
ið eftir gríðarlegum skorti á
bílastæðum við Fjölbrautaskóla
Vesturlands. Ástæðan er sú að
þar sem áður vom bílastæði
norðan við skólann eru nú
miklar framkvæmdir vegna
stækkunar á húsnæði hans. Af-
leiðingar þessa skorts hefur
m.a. komið út þannig að ný
bílastæði hafa sprottið upp án
nokkurrar skipulagningar og
nemendur hafa meira að segja
lagt það á sig að mæta tíman-
lega í skólann til þess eins að ná
bílastæðum. Nemendur þurfa
þó ekki að kvíða því vonast er
til að framkvæmdum verði að
mestu lokið um áramót þegar
síðustu nýju stofurnar verða
teknar í gagnið.
-þgb
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqamesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla mi&vikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tfmanlega. Skitafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750
sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is
Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is
Prentun: ísafoldarprentsmiðja