Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2005, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 07.09.2005, Blaðsíða 7
o&U9UflÚk! MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 7 Liggja verðmæti í bílhræjum um víðan völl? Svo virðist sem töluverð verðmæti liggi um víðan völl í bílhræjum sem ekki hefur verið skilað inn til söfnunarstöðva. Með slíkum skilum fær eigandi greiddar 15 þúsund krónur, enda hafi verið greitt af bifreiðinni að minnsta kosti einu sinni úrvinnslugjald. Forsaga málsins er sú að í upphafi ársins breyttust lög um úr- vinnslugjald bifreiða á þann veg að nú skal greiða 700 krónur ár- lega í slíkt gjald. Það skal greiða í full 15 ár en bifreiðar eldri en 2 5 ára eru und- anþegnar gjaldinu. Bifreiðaeigandi sem afskráir öku- tæki sitt, sem skráð er 1980 og síð- ar, og skilar því inn til móttöku- stöðvar til endurnýtingar eða end- anlegrar förgunar, fær greiddar 15 þúsund krónur í skilagjald. Það skilyrði er þó sett að úrvinnslugjald þarf að hafa verið greitt í það minnsta einu sinni af ökutækinu. Skila skal bifreiðum til sérstakra söfhunarstöðva og þar skal ff amvísa skráningarvottorði þeirra eða skoð- unarvottorði. Með sérstakt skila- vottorð í höndtmum fer biffeiða- eigandinn til næstu skoðunarstöðv- ar eða Umferðarstofu og óskar eft- ir afskráningu bifreiðar til úr- vinnslu. Að þessu loknu getur greiðsla skilagjalds farið ffam. Sá misskilningur virðist algengur að nægilegt sé að afskrá bifreiðar til þess að fá greitt skilagjaldið. Stað- reyndin er hinsvegar sú að þrátt fyrir afskráningu bifreiðar er áffam innheimt úrvinnslugjald af henni allt þar til gjaldið hefur verið greitt í 15 ár eins og áður sagði eða farið með hana til söfnunarstöðvar. Bílhræ eru flestum þyrnir í aug- um. Því er ekki úr vegi að eigendur þeirra hugi nú að þeim því þar geta leynst óvænt verðmæti. Lista yfir söfnunarstöðvar má sjá á vef Ur- vinnslusjóðs. Þeir staðir á Vestur- landi þar sem hægt er að skila öku- OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF Til leigu á Blönduósi Til leigu er veitingahúsnæði við þjóðveg 1. Laust strax. Nánari upplýsingargefur Jón Guðmundur Ottósson, forstöðumaður Olís og ÓB-stöðva, jgo@olis.is, sími 515 1178. Sundagarðar 2,104 Reykjavík, sími 515 1000, fax 515 1010, olis@olis.is tækjum til söfnunarstöðva sveitafé- laga eða til Furu, Hringrásar og Vöku eru á Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði og í Snæfellsbæ. Einnig er hægt að ganga ffá af- skráningu ökutækis og fá greitt skilagjald hjá skoðunarstöðvum Aðalskoðunar og Frumherja eða hjá Umferðarstofu með því að skila bifreiðum til söfmmarstaða í Borg- arfjarðarsveit, Stykkishólmi, Búð- ardal og Reykhólum. HS Gestir á skólasetningunni. Heilsárskóli settur í fyrsta sinn á Bifröst Viðskiptaháskólinn á Bifföst var settur á sunnudag og hófst þar með 88. starfsár skólans. Háskólaárið sem nú er að hefjast er það fyrsta í nýju námskerfi skólans sem gefur nemendum færi á að ljúka sínu námi allt að ári fyrr en til þessa hef- ur verið hægt með því að stunda nám allt árið. Af því tilefni var nýtt skólaár hringt inn með gamalli skólabjöllu sem notuð var á tímum Samvinnuskólans þegar hann var í Reykjavík. I semingarræðu Runólfs Agústs- sonar rektors Viðskiptaháskólans kom fram að nemendur hafi aldrei verið fleiri. Skráðir nemendur þetta háskólaárið eru um 680, bæði í stað- og íjarnámi, í grunn og meist- aranámi. Nýnemar í staðnámi em 171 en alls bárust skólanum um 400 umsóknir fyrir þetta háskólaár. I setningarræðu sinni varaði rektor við of mikill Evrópuvæðingu íslenskra háskóla og sagði miðstýr- ingu, stöðlun og ríkisreksmr ein- kenna evrópska háskóla þvert á það sem þekktist í löndum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Astral- íu þar sem háskólakerfið einkennd- ist af samkeppni, krafti og fjöl- breytni. Runólfur benti á að enginn Evrópskur háskóli utan Bretlands, væri á meðal besm háskóla í heimi og vararði sérstaklega við lögfest- ingu hins svokallaða Bolognaferlis sem hann sagði að myndi skerða fullveldi þjóðarinnar yfir háskólum sínum. GE Auglýsing Akraneskaupstaður llTTl deiliskipulag á Akranesi Breyting á deiliskipulagi í ldasa 5 og 6 á Akranesi. Á fundi sveitastjórnar Akraness sem haldinn var þann 7. júlí 2005, var samþykkt deiliskipulagsbreyting vegna Innnesvegar 1. í klasa 5 og 6 á Akranesi. Breytingin felst m.a. í að byggingarreitur á lóð nr. 1 við Innnesveg, er stækkaður til norðurs sem nemur 5 metrum. Hámarksstærð byggingar verður 1058 m2 og nýtingarhlutfall 0,26. Bílastæði verða 66 talsins. Framangreind deiliskipulagsbreyting var grenndarkynnt skv. 2. mgr., 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um. Deiliskipulagsbreytingin tekur þegar gildi. Akranesi 30. dgúst 2005 ÞorvaldurVfestmann, sviðsstjóri tœkni- og umhverfissviðs LEIKSKOLAKENNARA VANTAR TIL STARFA Andabœr á Hvanneyri Leikskólakennara vantar í tvö 100% störf við leikskólann Andabæ á Hvanneyri frá og með 1. október nk. Andabær er tveggja deilda leikskóli þar sem vistuð eru börn frá 18 mánaöa aldri. Nú er verið að taka þriðju deildina í notkun. Við erum að leita að fólki með leikskólakennaramenntun eða aðra sambærilega l menntun. Fáist ekki menntaðir starfsmenn til i starfa verða ráðnir ófaglærðir starfsmenn. Upplýsingar veitir Áslaug Ella Císladóttir, leikskólastjóri í síma 437 0120. ÚTB0Ð - Jarðvinna á Hvanneyri Trésmiðjan Akur ehf. á Akranesi byggir 16 íbúðir á næstu mánuðum á Hvanneyri. Byrjaðverður á tveimur parhúsum viðSóltún 14a-14b og 16a-16b. Er óskaðeftir tilboðum í gröft, fyllingar og lóðafrágang viðþau. Hægt er aðsenda væntanlegum bjóðendum gögn frá og meðdeginum í dag, en einnig er hægt aðfá útboðsgögn send á tölvutæku formi. „ Tilboðverða opnuð föstudaginn 16. september 2005 kl. 14.00 á l skrifstofu Trésmiðjunnar Akurs ehf.r að Smiðjuvöllum 9, Akranesi. Trésmiðjan AKUR ehf. Smiðjuvöllum 9 • 300 Akranes • Sími: 430 6600 • Fax: 430 6601 Netfang: akur@akur.is • Veffang: www.akur.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.