Skessuhorn - 07.09.2005, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005
^kCMUIIUW
Bensíndropinn á misjöfitiu
yerði á Vesturlandi
Verð á eldsneyti hefur farið hratt
hækkandi undanfarnar vikur. I kjöl-
far fellibylsins á Mexíkóflóa hefur
verðið komist í hæstu hæðir. Ekki
er sama hvar bíleigendur stoppa til
þess að taka eldsneyti og þar getur
munað nokkrum krónum á hvern
lítra bensíns. Skessuhorn gerði
lauslega könnun á bensínverði á
Vesturlandi föstudaginn 2. septem-
ber. Ef marka má heimasíður olíu-
félaganna er lítrinn af 95 oktana
bensíni ódýrasmr hjá OB á Akra-
nesi og í Borgarnesi. Á þessum
stöðvum kostaði lítrinn 116.30
krónur. A bensínstöðvum Skeljungs
og Esso á Akranesi kostaði lítrinn
117,00 krónur. A stöðvum þessara
félaga í Borgamesi kostaði lítrinn
hinsvegar 117,70 krónur. Hjá
Skeljungi í Olafsvík kostar lítrinn
118,70 krónur og hjá Esso í Gmnd-
arfirði og hjá Skeljungi í Húsafelli
kostaði hann 120,70 krónur.
Bensínverð á landinu virðist hins
vegar lægst á stöðvum Orkunnar.
Þar kostaði lítrinn
af 95 oktana bens-
íni 116,20 krónur.
Sama verð er hjá
stöðvum þess fé-
lags um land allt,
meðal annars í
Súðavík. Hjá Atl-
antsolíu var verðið
hinsvegar 116,30
krónur á hvern
lítra. I öllum til-
fellum er miðað
við sjálfsaf-
greiðsluverð. Auk
þess má fá afslátt
af uppgefnu stað-
greiðsluverði með
notkun viðskipta-
korta félaganna og
inneignarkorta.
Nemur sá afslátmr
allt að tveimur
krónum á hvern
lítra.
HS
Eldri VLFA félagar á Snæfellsnes
Hinn árlega ferð eldri félags-
manna VLFA var farin sl. miðviku-
dag og tókst vel. Um 120 félagar
þáðu boð félagsins og hafa ekki
fleiri tekið þátt í þessari ferð áður.
Að þessu sinni var farið um Snæ-
fellsnes undir leiðsögn Björns Fin-
sen. Fyrst lá leiðin í Borgarnes þar
sem Skallagrímsgarðurinn var
skoðaður. Þvínæst var Staðarkirkja
skoðuð undir leiðsögn Sr. Guðjóns
Skarphéðinssonar og þaðan farið
að Hótel Búðum þar sem snæddur
var hádegisverður. Næsta stóra
stopp var í Bjarnarhöfn þar sem
Hildibrandur bóndi hélt fyrirlest-
ur um kirkjuna á Bjarnarhöfn,
bauð hákarl og harðfisk, kaffi,
kleintu- og annað góðmeti áður en
haldið var heim á leið á ný.
MM/ Ljósm: Afvlfa.is
Fjölhæfur Borgnesingur
í amerískri bíómynd
Victor Pémr Rodriguez keyrir
ekki bara póstbílinn í Borgarnesi
heldur stendur hann einnig vaktina
við grillið hjá Ismynd við Digranes-
veg í Borgarnesi og var þar við störf
þegar fréttaritara bar að garði. Þessi
ungi Borgnesingur læmr þó ekki
þar við sitja heldur hefur hann látið
ljós sitt skína á sviði kvikmyndalist-
ar. Að sögn hefur Victor komið
fram í nokkrum auglýsingum auk
þess sem hann leikur í kvikmynd
með hinum þekkta leikara Jason
Biggs (American Pie myndirnar).
Kvikmyndin Guy X var tekin upp
að mesm leyti hér á landi í fyrra og
mun koma til sýninga í kvikmynda-
húsum nú í september. Guy X er
gamanmynd og fjallar um hermann
í ameríska hernum, leikinn af
Biggs, sem sendur er til Grænlands
en þar lendir hann í ýmsum ógöng-
um. Victor trúði fréttaritara
Skessuhorns fyrir því að hann kæmi
ffam kviknakinn í myndinni, hlaup-
andi í snjó. Það verður gaman að sjá
hvort Victor sé eins góður leikari
og hann er póstbílstjóri og grill-
kokkur.
HSS
18 ára í fullu Ijöri
Ölafur Sigurgeirsson bóndi á
Þaravöllum í Innri Akraneshreppi
er hér að hleypa kúnum sínum úr
haganum til mjalta. Hyrnda kýrin á
meðfylgjandi mynd er merkileg
fyrir þær sakir að vera með elstu
kúm, a.m.k. á Vesturlandi, en hún
er 18 ára og enn í fullu fjöri og ber
aldurinn vel.
MM/ Ljósm: Eiríkur Kristófersson
Frá vinstri: Siguvjón á GlitstöSum, Kata, Þorkell í Fetjukoti og Brynjólfur í HlóSutúni.
Kata í Munaðamesi sjötug
Heiðurskonan Katrín Magnús- fólki í sunnudagskaffi í húsnæði
dóttir, bóndi í Munaðamesi varð BSRB í Munaðamesi þar sem með-
sjömg sl. mánudag. Af því tilefni fylgjandi myndir vom teknar.
bauð hún vinum sínum og frænd- Ljósm: ES
Kata og Halli ásamt ungum frœnda.
Salemistorg!
SalemisaSstaSa gengur stundum undir nafninu náShús, enda viljaflestir vera íþokka-
legu nœSi þegarþeir sinna athöfium sem þykja viSeigandi á slíkum stöSum. ÞaS er hins-
vegar htegt aSfinna staði sem eru meira „prívat“ heldur en hringtorgiS við vegamót
Smefellsnesvegar og Vesturlandsvegar við Borgarnes. Þar hafði samt sem áður einhverj-
um dottið í hug að kama upp vísi að snyrtingu meðglænýju „Gustavsherg. “
Samkvcemt upplýsingum frá lögreglunni í Borgamesi var saleminu komiðjyrir á þess-
um prýðilega stað aðfaranótt sunnudagsins. Lögregluþjónar gátu einnig staðfest aS húið
var að vígja postulínið. Hinsvegar hajði það verið fiarlœgt á mámideginum og hugsan-
lega komiðjýrir á rólegri stað. GE