Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2005, Page 16

Skessuhorn - 07.09.2005, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 ■.r.viiin. .. Ingjaldshóbkirkja Fundanna skært í Ijós burt leið. Blundar hér vært á beði moldar, blessaðar fært á náðir foldar, bamið þitt sært, ó beiska neyð! Þetta er fyrsta erindið í ljóði sem Jónas Hallgrímsson orti þegar hann var á ferð um Ingjaldshól 1841 og heitir „Á gömlu leiði 1841“. Ljóðið er ort um Jón Kjærnested sem lést í Olafsvík 1836 og er grafinn í Ingj- aldshólskirkjugarði. Ingjaldshóll á sér langa og merka sögu. Upphaf og nafn má rekja til Ingjaldar, sonar Alfarins Válasonar landnámsmanns sem nam land á milli Beruvíkurhratms og Ennis. Sem kirkjustaður er hann líklega einn sá elsti á Snæfellsnesi. I Sturl- ungu er getið um Halldór Oddsson prest þar um 1200. Ingjaldshóll var lengi í eigu Sturlunga en síðustu tvær aldirnar fyrir siðaskipti var staðurinn í eigu Helgafellsklaust- urs. Síðasti ábúandi flutti þaðan 1966. Um kirkju á Ingjaldshóli er fyrst getið 1262, en sóknarkirkja varð hún ekki fyrr en 1317. 13. október það ár vígði Arni biskup Helgason hana og helgaði hana Guði, Maríu mey og píslavottunum St. Cosmos og St. Demian, en þeir voru dýr- lingar ffá um 3ju öld eftir Krist, þekktir fyrir lækningar á dýnun og mönnum. Þótti það með eindæm- um að sömu kirkju væru valdir svo margir dýrlingar. Sagan segir að sumarið 1477 hafi tiginn maður komið að Rifi og haft vetursetu á Ingjaldshóli. Halda sumir því fram að þar hafi verið á ferð Kristófer Kólumbus enda hófust Ameríkuferðir frá Snæfells- nesi. Fyrsta kirkjan sem byggð var og upplýsingar eru til um var byggð af Danakonungi 1696. Kostaði hún 400 ríkisdali og var öllum kirkjum í Skálholtsbiskupsdæmi gert að leggja henni til fé. Núverandi kirkjuklukkur eru báðar úr þessari kirkju, önnur með ártalinu 1735 og hin 1743. Það var í tíð þessarar kirkju að Magnús Jónsson lögmað- ur (1642-1694) og Guðmundur Sigurðsson sýslumaður (1700- 1753) voru jarðsettir og ég kem betur að því seinna. Kirkjur á Ingj- aldshóli stóðu í suðvesturhorni nú- verandi kirkjugarðs. 1782 endurbyggði Ólafur bíld- höggvari Björnsson kirkju á Ingj- aldshóli, en hann hafði lært tré- skurð erlendis. Jakop Plum, kaup- maður í Ólafsvík, lýsir henni sem ó- venju skrautlegri og vandaðri. Varðveist hafa gripir úr þeirri kirkju effir Ólaf og eru þeir á Þjóðminja- safninu í dag. Þetta var þriðja stærsta kirkja landsins í þá tíð, að- eins kirkjurnar á Hólum og í Reykjavík voru stærri, enda var þetta fjölmenn sókn og margir ver- menn sóttu hana einnig. Núverandi kirkja var byggð 1903 og er líklegast elsta steinsteypta kirkja heims. Hörður Ágústsson komst að því að í París var kirkja steypt í fyrsta sinn um svipað leyti, en Ingjaldshólskirkja er eldri. Hún var reist eftir teikningum Jóns Sveinssonar byggingarmeistara, og var ákveðið að flytja hana úr kirkju- garðinum norðar á hólinn. 1914 var kirkjan síðan mikið endurbætt, turninn hækkaðtu-, byggt söngloft og hvelfingin gerð bogadregin og klædd með panel. Allt þetta var gert effir teikningum Rögnvaldar Ólafs- sonar, húsameistara ríkisins. Altaristaflan í kirkjunni er eftir Þórarinn B. Þorláksson og er eftir- mynd af altaristöflunni í Dómkirkj- unni. Einnig eru til tvær eldri altar- istöflur sem varðveittar eru í kirkj- unni. Önnur sýnir guðspjallamenn- ina fjóra, en þá altaristöflu gaf Pet- er Nicolai Winge kaupmaður í Rifi 1709. Hin er frumstæðari og eldri og hefur líklegast verið í kirkjunni sem var byggð 1696. Mikið er af minningarmörkum í kirkjugarðinum, en tvö eru þó merkust. Annað þeirra er legsteinn Magnúsar Jónsonar (1642-1694) lögmanns. Steinninn er líklega meitlaður í Danmörku úr sand- eða leirsteini og á honum stendur með nútímastafsetningu: „Vaknið upp af svefhi andvara- leysisins, ó þér menn sem fram hjá nú gangið. Grátið landsins hryggi- legt tilfelli að hér er til hvíldar lagð- ur sá sem allt landið má gráta, eðla vís og hágöfugur herra, hr. Magnús Jónsson lögmaður yfir norður og vestur Islandi. Fæddur anno 1642 og ffá sýslumanns embætti til lög- manns kjörinn anno 1679 hverju hann þénaði með æru og virðing í 15 ár allt þangað til hann safhaðist til sinna forfeðra anno 1694 þann 25. apríl og deyði á 52. ári síns ald- urs. Takið eftir dauðlegu menn! Hér hvílir dyggðin ásamt líkamsþunga. Ef dyggðin deyr gemr Guð dáið. Takið eftir! Hér hvílir réttur og mikil löghlýðni, hér er reglusemi. Takið eftir íbúar Túle!“ Skjaldarmerki er meitlað á hvert horn á legstein Magnúsar Jónsson- ar lögmanns. Þetta er skjaldarmerki Eggerts Hannessonar lögmanns í Saurbæ á Rauðasandi. Hinn steinninn er legsteinn Guðmundar Sigurðssonar sýslu- manns (1700-1753) en hann var móðurbróðir og tengdafaðir Egg- erts Ólafssonar. Eggert var einmitt á leið til Ingjaldshóls þegar hann drukknaði og er minnismerki um hann á staðnum. Legsteinn Guðmundar er líka líklega meitlaður í Danmörku úr hvítgráum æðótmm marmara, og á honum stendur með nútímastaf- setningu: „Undir þessum steini liggja bein Guðmundar Sigurðssonar sem hélt Snæfellssýslu og Stapaumboð 19 ár en lét af hendi með hægu andláti þegar liðin voru frá burði Krists 1753 ár. Hafði hann fylgt aldamóti. Lítið á, þér dauðlegu menn, sem hér eigið leið um hvaða búnað dyggðin lagði frá sér hér. Dyggðin lyfri sálinni en líkamanum, þegn þess dauðlega, og mannanna öfund hélt hún í skefjum. Oflætið hamdi hún og þraut hverja sigraði. Þess vegna skalt þú, sem nemur staðar yfir moldum góðs manns, feta í fót- spor hans og reyna hversu gagnleg og ljúf ástin til dyggðarinnar er.“ Áðurnefndir legsteinar voru orðnir mjög illa farnir og var steinn Guðmundar stmdurbrotínn. Forn- leifavernd ríkisins hlutaðist til um að fá erlendan forvörð sem hreins- aði og lagfærði steinana. Steinarnir hafa nú verið settir upp til sýnis og varðveislu í safnaðarheimilinu á Ingjaldshóli. Magnús A Sigurðsson, minjavörður Vesturlands og Vestfjarða. Á bæjarstjórnarfundi þann 23.á- gúst sl. var samþykkt tíllaga þar sem skiplags- og umhverfisnefnd var fahð að láta vinna rammaskipulag að íbúðarbyggð norðan þjóðvegar við Kalmansvík. Þessi tillaga er í samræmi við þær hugmyndir sem eru um byggðarþróun í endurskoð- uðu aðalskipulagi Akraneskaup- staðar. Við umræður um tillöguna á bæj- arstjómarfundinum lýsti ég þeirri skoðtm minni ég teldi að líka ætti að gera ráð fyrir íbúðum fyrir aldraða á þessu byggingarsvæði. Það er mín skoðun að á þessu svæði við Kalm- ansvík og þar fyrir innan eigi að vera næsta byggingarsvæði fyrir íbúðir fyrir þá sem em 60 ára og eldri. Nú er búið að auglýsa byggingarsvæði fyrir eldri borgara við Dvalarheimil- ið Höfða og svæðið við Kalmansvík á að koma í ffamhaldi af uppbygg- Það verður ekki mikið lengra í alla þjónustu fyrir þá sem myndu búa við Kalmansvíkina heldur en fyrir íbúana í dag ffá Dvalarheimil- inu Höfða. Á þessu byggingarsvæði í Kalmansvíkinni verður einstak- lega fallegt útsýni, góðar göngu- leiðir og stætóferðir svo eitthvað sé nefnt. Ég tel að þarna eigi að byggja a.m.k. tvö fjölbýlishús með sameiginlegri aðstöðu sem nýtist sem samkomusalur, félagsmiðstöð og þjónusturými. Þessi sameigin- lega aðstaða á að koma á milli þess- ara fjölbýlishúsa ekki ósvipað og gert er víða, t.d.í Kópavogi. Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. ingunni við Höfða. Sunnublíð;, jjölbýlishús, félagsaðstaða og þjónusturými eldri horgara í Kópavogi. Sam- bœrileg aðstaða og greinarhöfundur leggur til að byggð verði við Kalmansvík á Akranesi. Fasteignamat suniar- húsa hækkar mest í Leirár- og Melahreppi Fasteignamat ríkisins hefur lokið endurmatí á sumarbústöðum lands- manna. Endurmatið tók gildi um liðin mánaðamót. Matið er miðað við verðlag í nóvember 2004. Þann 31. desember fer síðan ffam árlegur ffamreikningur og er matið þá fært til verðlags í nóvember 2005. Til endurmats komu allir sumarbústað- ir á landinu sem standa á sumarbú- staðarlóðum. Alls voru það 8.814 bústaðir að fasteignamati rúmir 37,7 milljarðar króna. Að loknu endur- mati var verðmætið komið í rúma 47,7 milljarða króna eða um 23,8% hækkun. Á Vesturlandi voru 2.045 bú- staðir teknir til endurmats að verð- mæti tæpar 1.202 milljónir króna. Alls hækkaði matið á Vesmrlandi um 17,28% og fór því í rúmar 1.409 milljónir króna. Mjög mis- jafnt var eftir sveitarfélögum hvernig fasteignamatið breyttist. Mest varð hækkunin á Vesturlandi í Leirár- og Melahreppi. Þar hækkuðu 51 bústaður um 41,8% að meðaltali. Af öðrum sveitarfé- lögum má nefna að í Innri-Akra- neshreppi hækkuðu bústaðir að meðaltali um 37% og í Skorradals- hreppi hækkaði matið um 32,6%. Flestir bústaðir voru teknir til end- urmats í Borgarbyggð eða 727 tals- ins. Þar var hækkunin 16,4%. I Saurbæjarhreppi lækkaði fast- eignamat hins vegar um 0,4%. HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.