Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2005, Page 19

Skessuhorn - 07.09.2005, Page 19
SmKSSHWQiBRl MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 19 Vinnaeða fangelsi? í FANGELSI fær maður 3 frí- ar máltíðir á dag. f VINNUNNI fær maður pásu fyrir 1 máltíð-sem maður þarf að borga sjálfur. í FANGELSI fær maður að fara fyrr út fyrir góða hegðun. í VINNUNNI fær maður meiri VINNU fyrir góða hegð- un. í FANGELSI er maður sem opnar og lokar öllum hurðum fyrir mann. I VINNUNNI þarftu að gera það sjálfúr. í FANGELSI má maður horfa á sjónvarpið og leika sér í tölv- unni. í VINNUNNI þú verður rek- inn fyrir það. í FANGELSI fær maður sitt eigið klósett. í VINNUNNI þarf maður að deila með öðrum. í FANGELSI mega vinir og vandamenn koma í heimsókn. í VENNUNNI.... ekki sjéns. í FANGELSI borga skatt- greiðendur allt fyrir þig. I VINNUNNI Þarftu í fyrsta lagi að borga til að koma þér í vinnuna, og svo er tekið 40% af þér í skatt....til þess að borga fyrir fangana. Fangaklefi er að meðali 2-4 fer- metrum stærri en meðal skrif- stofa á íslandi!! Nú er bara að velja! Aðlokum Eiginmaðurinn hafði legið meira og minna í dái í nokkra mánuði fársjúkur en af og til komist til rænu. Eiginkonan var við sjúkrabeð mannsins upp á hvern einasta dag. Dag einn þegar eiginmaðurinn komst til meðvitundar um stund gaf hann konu sinni bendingu um að koma nær sér. Og þegar hún hafði sest hjá honum hvíslaði hann að henni tárvotum aug- um: Veism hvað? Nei, hvað er það væni minn? Þú hefur gengið gegnum öll erfiðleikatímabil lífs míns með mér... Þegar ég var rekinn varstu til staðar að styðja mig... Þegar atvinnureksturinn mis- heppnaðist varstu stoð mín og stytta... Þegar var skotið á mig varstu við hliðina á mér .... Þegar við töpuðum húsinu varstu á þínum stað og þegar heilsan fór að bila varstu enn við hlið mér.... Veistu hvað? „Nei hvað, kæri minn,“ sagði hún brosandi um leið og hún fann hjarta sitt fyllast hlýju. ,,Eg held þú færir mér ógæfú...“ Tuttugu skip sldptu á milli sín byggða- kvóta á Snæfellsnesi Á liðnu fiskveiðiári skiptu 20 skip og bátar á milli sín 443 tonna byggðakvóta er kom í hlut sveitar- félaga á Snæfellsnesi. Þetta kemur fram í frétt ffá Fiskistofu. Byggða- kvóta er úthlutað til þeirra sveitar- félaga er lent hafa í vanda vegna minnkandi aflaheimilda af ýmsum orsökum. Sveitarstjórnir geta sett reglur um úthlutun kvótans en geri þau það ekki deilist hann á milli allra skipa og báta í sveitarfélaginu í hlutfalli við kvótaúthluttm hvers og eins. Hámark slíkrar úthlutunar eru 15 þorskígildistonn. Setji sveit- arstjórn reglur gemr úthlutun orð- ið meiri. Mestur byggðakvóti kom í hlut Stykkishólms eða 205 þorskígildistonn, í hlut Snæfells- bæjar komu 100 tonn og í hlut Grundarfjarðar komu 138 tonn. Af einstökum skipum kom mest- ur kvóti í hlut Gullhólma SH eða tæp 96 þorskígildistonn. I hlut Þórsness II SH komu tæp 79 tonn, Farsæll SH fékk úthlutað tæpum 67 tonnum og Haukaberg fékk úthlut- að rúmum 63 tonnum. Onnur skip fengu mun minni úthlutun. Á þvf fiskveiðiári sem nú er ný- hafið koma 518 þorskígildistonn í hlut sveitarfélaga á Snæfellsnesi en sveitarstjórnir hafa ekki tekið af- stöðu til þess með hvaða hætti kvótanum verður úthlutað. HJ www.skessuhorn.is r Fylgstu með, I það borgar sig! Skessuhorn ehf. Lúsin komin á kreik Nú er komið haust og lúsar hef- ur orðið vart í Borgarfjarðarhér- aði. Viljum við undirrituð beina því til foreldra og forráðamanna allra barna í héraðinu að leita lúsa og meðhöndla hana rétt og effir viðurkenndum aðferðum. Allar upplýsingar um meðhöndlun og hvernig lús er fúndin er hægt að fá á heilsugæslustöðinni í Borgarnesi. Viðeigandi hárþvottaefni fæst í næsta apóteki. Tökum til hendinni og útrýmum lúsinni fljótt og vel. Skólahjúkrunarfræðingar, skóla- stjórar og leiksskólastjórar á svæði heilsugæslustöðvarinnar í Borgar- nesi. Þensla á vinnu- markaði I gær voru 56 manns skráðir at- vinnulausir hjá Svæðisvinnumiðl- un Vesturlands, þar af 45 konur. Á sama tíma voru skráð 68 laus stöðugildi hjá 17 fyrirtækjum á Vesturlandi. Þar af voru 32 þeirra starfa í fiskvinnslu. Rétt er að á- rétta að ekki er víst að þeir sem skráðir eru atvinnulausir hafi starf- að í sömu atvinnugreinum og laus störf eru í. HJ Gjaldskrá Höfða hækkar AKRANES: Stjórn Dvalarheimil- isins Höfða á Akranesi hefur sam- þykkt samhljóða að hækka gjald- skrá fyrir dagvist og matsölu um 12% frá 1. október. Gjaldskráin hefur verið óbreytt frá 1. október 2001 og er hækkunin nú miðuð við hækkun neysluverðsvísitölu síðustu fjögur ár. -hj ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR Límtré Vírnet ehf er öflugt og rótgróið íslenskt fyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur vörur í hæsta gæðaflokki fyrir íslenska byggingamarkaðinn. Saga þess nær allt aftur til 1956 þegar Vírnet var stofnað í Borgarnesi. Framleiðsla fyrirtækisins fer fram í þremur verksmiðjum sem eru; límtrésverksmiðja á Flúðum, völsun, saumframleiðsla, blikksmíði, járnsmíði, rafmagnsverkstæði, sala og stjórnun í Borgarnesi og Yl- og Paneleiningaframleiðsla í Reykholti í Bláskógabyggð. Fyrirtækið er með hönnunar- og ráðgjafadeild í Reykjavík og innflutnings- og söludeild í Garðabæ. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 120 manns. STARFSFÓLK ÓSKAST Vegna mjög góðrar verkefnastöðu vantar okkur hæft starfsfólk til eftirfarandi starfa. Borgarnes • Blikksmiði í blikksmiðju • Járnsmiði / vélvirkja • Rafvirkja • Verkamenn almenn blikksmiðjuvinna almenn jánsmíði ásamt vélaviðhaldi viðhald og nýlagnir almenn verksmiojustörf Fiúðir • Smiði og verkamenn til framleiðslu og uppsetninga á límtréshúsum Reykhoit Biáskögabyggð • Verkamenn til verksmiðjustarfa við framleiðslu eininga. Reykjavík • Smiði og verkamenn til uppsetninga á límtréshúsum • Tæknimenntaða starfsmenn til hönnunar og ráðgjafastarfa. Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublöðum á heimasíðu okkar limtrevirnet.is eða til Reynis Guðmundssonar, starfsmannastjóra. Skilafrestur umsókna er til 24. september. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. Borgarnesi Simi: 530 6000 • Fax: 530 6069 www.iimtrevirnei.is l*U JÉfít /

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.