Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 2005 gK!SSU(irt©BRl Aðventu- blað Skessu- homs Miðvikudaginn 23. nóvember verður gefið út sérstakt aðventu- blað Skessuhorns. Þessu tölu- blaði verður dreiít frítt inn á öll heimili og fyrirtæki á Vestur- landi í ríflega 5000 eintökum. Þema blaðsins verður aðventan, jólaundirbúningur og fjölbreytt efhi því tengt. Þetta er upplagt tækifæri fyrir t.d. verslanir sem hafa á boðstólnum jólatengda gjafavöru, föndurvörur, þjón- ustu eða hvaðeina sem tengist jólum og undirbúningi þeirra að koma sér á ffamfæri. Auglýsing í þetta sérblað er því besti mögu- legi kostur verslana og þjón- ustuaðila á Vesturlandi til að kynna vörur og þjónustu í lands- hlutanum og hvetja íbúa til að versla í heimabyggð fyrir jólin. Hafið samband tímanlega varð- andi pantanir auglýsinga og með hugmyndir um efnistök. Síminn er sem fyrr 433-5500. MM Ttl minnis Við minnum á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá Vökudaga á Akranesi sem hefst á morgun. Sjá auglýsingu hér í blaðinu á bls. 5. Veð^rhorfijr Næstu daga verður norðlæg átt með slyddu eða snjókomu á fimmtudag, en gengur í suð- austanhvassviðri með rigningu og hlýnandi vebri á föstudag. Um helgina er áfram búist við subaustlægri átt með vætu og hlýindum. Útlit fyrir breytilega átt meb úrkomu og kólnandi vebri á mánudag. Sparniruj viKffnnar Við spurðum í libinni viku á Skessuhornsvefnum: „Er karl- rembu hugsunarháttur ríkjandi á þínum vinnustað?" Svörin skipt- ust nokkuð til helminga, en 29,6% sögbu „Já, hvort þaö er" og 15% sögðu „já, frekar mikiö." 4,7% sögðust ekki vita það. „Nei, þá í mjög litlu magni," svöruðu 16% en 34,7% svöruðu „Nei, alls ekki." Knappur meiri- hluti viðmælenda telur sam- kvæmt þessu ab karlremba sé ekki viðvarandi í sínu starfsum- hverfi. Næst spyrjum vib: „Er bíllinn þinn kominn á vetrardekk?" Svarabu án undanbragba á www.skessuhorn.is VestlendiníjMr vifct^nnar Er Helga Halldórsdóttir, formað- ur stjórnar SSV, en hún hefur undanfarin misseri og ár barist kröftuglega fyrir því ab komiö verði á menningarsamningi vib Vesturland. Nú er samningurinn í höfn. Byrjað á fyrstu húsunum fyrir eldri borgara Síðastliðinn fimmtudag var tekin skóflustunga að fyrstu íbúðum sem smíðaðar eru fyrir eldri borgara í Snæ- fellsbæ. Þær standa við Engi- hlíð í Olafsvík og byggð verða tvö parhús í fyrstunni og verður hið fýrra tilbúið 1. september 2006 og hið seinna í desember sama ár. Þegar er komið fólk sem flytja mun í þessar fjórar íbúðir. Það er Guðmundur Friðriksson og menn hans í Grundarfirði sem munu smíða húsin en þau eru um 117 fm með bílskúr. Það var Ólína Kristinsdóttir bæjar- fulltrúi sem tók fyrstu skóflustunguna. PSJ Olína Kristinsdóttir, bœjarfulltrúi tók jyrstu skóflustunguna að húsunum sem rísa iní Engihltð. Bæjarstjórasldpti við hátíðlega athöfii Guðmundur Páll Jónsson tók við starfi bæjarstjóra á Akranesi við há- tíðlega athöfn síðdegis á föstudag. Þá afhenti Gísli Gíslason ffáfarandi bæjarstjóri Guðmundi Páli lykla- völdin að bæjarskrifstofunum. Gísli hefur sem kunnugt er verið bæjar- stjóri á Akranesi í 18 ár. Við athöfn- ina óskaði hann Guðmundi Páli velfarnaðar í starfi. Um leið og Guðmundur Páll tók við lyklavöld- unum þakkaði hann Gísla frábær störf í þágu sveitarfélagsins. Jafn- framt afhenti hann Hallberu Jó- hannesdóttur, eiginkonu Gísla, blómvönd með þakklæti fyrir henn- ar hlut í áralöngum störfúm Gísla fýrir samfélagið á Akranesi. Að formlegri athöfn lokinni þáðu gestir léttar veitingar. HJ Guðmundur Páll tekur við lyklavöldunum af Gísla, sem heldur á sonarsyni sínum hon- um Gísla Frey. Flateyjarbækur heim Sveitarstjórn Reykhólahrepps undirbýr nú breytingar á bókasafni sveitarfélagsins á Reykhólum og liður í því er að endurheimta marga dýrgripi er áður voru í bókasafhi Flateyjar. Einnig er í skoðun hvort hluti bókasafnsins verði hýstur í Flatey. Forsaga málsins er sú að þegar byggð lagðist nær af í Flatey var bókasafn eyjunnar, sem var í ófull- nægjandi húsnæði, fjarlægt. Hluti þess var fluttur til Reykhóla, enda tilheyrði eyjan þá orðið Reykhóla- hreppi, en mestu dýgripir safnsins um 3.000 bindi voru flutt í Þjóðar- bókhlöðuna. Bókasafnið í Flatey var um margt sérstakt og þá sér- staklega fyrir erlendan bókakost. Þykir hann sýna mikinn ffamfara- hug í íbúum Flateyjar á nítjándu öld því talsvert er af bókum um framfarir í landbúnaði og öðrum atvinnugreinum. Nýverið var tekið í notkun nýtt íþróttahús á Reykhólum og við það losnaði húsnæði sem áður var nýtt til íþróttakennslu. Kom þá upp sú hugmynd að setja þar upp bókasafn þar sem hægt væri að koma upp sýningarskápum og gera með því kleift að sýna almenningi þær bæk- ur er fluttar voru á sínum tíma suð- ur. Forstöðumaður Þjóðarbókhlöð- mmar hefúr þegar lýst áhuga sínum fýrir því að umræddar bækur flytjist heim að nýju. Aðspurður segir Ein- ar Orn Thorlacius sveitarstjóri að einnig komi til greina að koma upp aðstöðu í Flatey þar sem einnig verði hægt að sýna hluta bókasafns- ins. HJ Fleiri nýta þjónustu Heilsugæslu- stöðvarinnar í Borgamesi Heilsugæslustöðin í Borgamesi. Heilsugæslustöðin í Borgarnesi á þrítugs afmæli í janúar nk. A þeim tíma hefúr starfsemin eflst og aukist þrátt fýrir að fjöldi starfs- manna sé í dag svipaður og hann var í upphafi í ársbyrjun 1976. Samskiptum lækna og starfsfólks við héraðsbúa og aðra skjólstæð- inga hafa aukist mjög á liðnum árum en með orðinu samskiptum er átt við vitjanir lækna, símtöl og heimsóknir sjúklinga á heilsu- gæslustöðina. A árabilinu 1989 til 1998 voru samskipti þessi í heild um 20 þúsund á ári en árin 1999 til 2004 hafa þau aukist um 20%, eru að jafnaði um 24.000 á ári og líkur eru til að þau verði enn fleiri á yf- irstandandi ári. Hlutfall sjúklinga með lögheim- ili á starfssvæðinu af heildar gesta- fjölda hefur einnig breyst mikið. A árunum 1995 - 1997 voru sjúkling- ar sem bjuggu utan póstnúmera 310, 311 og 320 um 12-14% af gestum stöðvarinnar en síðustu árin hefur sjúklingum sem búa utan þessara póstnúmera fjölgað í að vera 24-29% af heildinni. Á- stæður þessara aukningar rekja starfsmenn Heilsugæslustöðvar- innar einkum til tveggja þátta, þ.e. fjölda nemenda á Bifröst og Hvanneyri sem ekki færa lögheim- ili á svæðið á meðan á námi stend- ur og gríðarlega aukningu gesta í sumarhús í héraðinu. MM Safha fyrir Ingu Björk BORGARNES: Sjöunda bekkj- ar nemendur Grunnskólans í Borgarnesi, ásamt foreldrum þeirra, munu þessa dagana vera að hefja söfúun til styrktar Ingu Björk Bjamadóttur og fjölskyldu hennar. Seldir verða merktir pennar. Nánari upplýsingar veita: Erla Kristjánsdóttir í síma 697-6536 og Helga Björk Bjamadóttir í síma 894-3061. -mm Góð sementssala AKRANES: Sala á sementi ffá Sementsverksmiðjunni á Akra- nesi fyrsm 9 mánuði þessa árs var rúmlega 98 þúsund tonn, eða tæplega 30% meiri en á sama tíma í fýrra. Salan er tæplega 17% meiri en áætlun í ársbyrjun gerði ráð fýrir og 5% meiri en skv. endurskoðaðri áætlun ffá því í vor. -mm íslandspóstur fær úthlutað lóð STYKKISHÓLMUR: Bæjar- stjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt tillögu bæjarráðs að út- hluta Islandspósti lóð tmdir starf- semi félagsins við Aðalgöm. Ger- ir bæjarstjóm það að skilyrði fýr- ir úthlutun lóðarinnar að fyrir- tækið kaupi hús við Aðalgöm 21 og jafnframt ætlar bærinn að semja við eigendur Jaðars um flutning húss af lóðinni. Á fundi bæjarstjórnar lýsm þrír bæjarfull- trúar, Davíð Sveinsson, Guð- mtmdur Kristinsson og Hilmar Hávarðarson kosmað bæjarfé- lagsins af úthlutun lóðarinnar of mikinn. I bókun þremenning- anna kemur ffam að kosmr sé á betri lóð „með tdlliti til aðgengis og umferðar vegna rekstrarins,“ eins og segir í bókuninni. Þá telja þeir starfsemi Islandspósts ekki henta við hlið íbúðarhverfis. -hj Bræðrapartur seldur AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur tekið tilboði Ole Jakob Volden, að upphæð 2,5 milljón- ir króna, í húsið Bræðrapart sem nú stendur við Breiðargöm 4. Húsið var byggt árið 1910 og er samtals um 130 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess er tæp- ar 10 milljónir króna og brana- bótamat þess er rúmar 11,6 milljónir króna. Húsið hefur á tmdanförnum ámm verið end- urnýjað talsvert að innan en þarfúast nú viðgerða að utan. Húsið var auglýst með þeim kvöðum að það yrði flutt af nú- verandi lóð og bauð bæjarfélag- ið ffam lóð að Suðurgöm 20 þangað sem það fer. Alls bárast 6 tilboð í húsið. -hj 100% samþykki GRUNDARTANGI: Fyrir- tækjasamningur við starfsmenn Fangs ehf. var samþykkmr með öllum greiddum atkvæðum og virðist starfsmenn vera mjög á- nægðir með samninginn ef marka má kosningu um hann sem ffam fór í liðinni viku. Á kjörskrá vora 13 starfsmenn og 10 þeirra kusu eða 77%. Já sögðu 10 starfsmenn eða 100%. -mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.