Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 1
Munið aðventublaðið 23. nóvember Samkaup lucrVfll Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvík • Egilsstaðir • Hafnarfjörður • Húsavík • ísafjörður • Neskaupsstaður • Njarðvík • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Tilboðin gilda 3,- 6.nóv. Norðurál greiðir mest Norðurál ehf. greiðir hæstu gjöldin á Vesturlandi samkvæmt álagningarskrá fyrir lögaðila, sem birt var á mánudaginn. Greiðir fyrirtækið rúmar 70 milljónir króna. Akraneskaup- staður er næsmr í röðinni með tæpar 57 milljónir króna, Heil- brigðisstofhun Akraness greiðir tæpar 46 milljónir, Islenska járn- blendifélagið tæpar 44 milljónir, Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði tæpar 39 milljónir, Hraðfrystihús Hellissands hf. rúmar 38 milljónir, Loftorka Borgarnesi ehf. 38 milljónir, Soffanías Cecilsson hf. rúmar 34 milljónir, Hvalur hf. tæpa 31 milljón og KG fiskverkun ehf. greiðir rúmar 28 milljónir króna. HJ Aðalfundur SSV var baldinn sl. föstudag á Hvalfjarðarströnd. Fundurinn þótti venju fremur góður en þar var m.a. landað mikilvœgu máli sem er nýr menningarsamningur milli ríkisins og sveitarfélaga á Vesturlandi. A myndinni er endurkjörm stjóm SSVásamt Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra sem staðfesti menningarsamninginn f.h. ríkisins. Sjá umfjöllun umfundinn á bls. 14-15. Bflvelta við Hvalíjarðar- göngin Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir bílslys við Hval- fjarðargöngin sunnanverð um eittleytið sl. föstudag. Sam- kvæmt upplýsingum ffá slysa- deild var fólkið ekki alvarlega slasað og fékk fljótlega að fara heim. Vegna slyssins voru Hval- fjarðargöng lokuð fram eftir degi og óku því margir fyrir fjörð í ffemur slæmu veðri og skyggni. MM/Ljósm: KS Mannvirki hverfa af Essólóðinni Umhverfis- og skipulags- nefnd Borgarbyggðar hefur samþykkt beiðni Borgarlands ehf. um að rífa öll mannvirkin á gömlu Essólóðinni að Borgar- braut 59 í Borgarnesi. Um er að ræða húsið sem lengst af hýsti gömlu Essóstöðina en nú síðast Ferðaskrifstofu Vesturlands og verslunina Knapann. A baklóð- inni er svo húsnæði Biffeiða- þjónustunnar sem rekur bæði smurstöð og dekkjaverkstæði, en sú starfsemi mun flytjast í næsta hús, við hlið efnalaugarinnar Múlakots. Eins og greint er frá í blaðinu hefur Knapinn flutt sig yfir götuna í Hymutorg með verslun sína en Ferðaskrifstofa Vesturlands hefur breytt um á- herslur og er rekin í heimahúsi. MM Vetrarlægðir hver af annam Skilti þetta lýsir betur en margt annað veðráttunni nú í vetrarbyrjun, en myndin var tekin sl. föstudag. Haustlægðir hafa gengið yfir hver af annarri og enn eru umhleypingar í spá- kortunum. Skessuhorn hvetur ökumenn og umráðamenn bif- reiða til að flýta dekkjasldptum enda hefur mildð af illa „skóuð- um“ bifreiðum verið á ferðinni í hállíunni og hvassviðrinu und- anfarna daga. Slys og óhöpp endurspegla það, þó ekki sé alltaf sumardekkjunum um að kenna. MM Bónus opnar verslim á Akranesi vorið 2007 Alcveðið hefur verið að Bónus opni nýja verslun á Akranesi vorið 2007 en fram til þessa hefur engin slík verslun verið í bæjarfélaginu. Hefur fyrirtækið fengið úthlutað lóð við Þjóðbraut undir hina nýju verslun. Jóhannes Jónsson, eigandi Bónus sagði í samtali við Skessu- horn að nú þegar hafi verið samið við verktakafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson ehf. um byggingu húss- ins. „Það eru áætlanir uppi um að gera Þjóðbraut aftur að aðalinn- keyrslunni í bæinn og verðum við því í afskaplega góðum tengslum við umferðina,“ segir Jóhannes. Hann segir að hin nýja verslun verði svipuð að stærð og verslun þeirra í Borgarnesi, eða 1100 til 1200 fermetrar að flatarmáli. Að- spurður um ástæðu þess að Bónus hafi nú ákveðið að byggja á Akra- nesi segir Jóhannes: „Það hafa dun- ið á okkur beiðnir frá fólki um að við komum með verslun á Akranes. Við höfum auk þess fengið gríðar- lega jákvæðar viðtökur með nýja og endurbætta verslun í Borgarnesi og trú manna á áframhaldandi vöxt þessa svæðis er sterk. Við erum því ekki í vafa um að okkur verði vel tekið á Akranesi sem annars staðar Jóhannes Jónsson. og fögnum því að tekin hefur verið ákvörðun,“ sagði Jóhannes Jónsson að lokum. MM Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettö alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ A VESTURLANDI 43. tbl. 8. árg. 2. nóvember 2005 - Kr. 300 í lausasölu ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.