Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 19
SBéSS'UHÖBKI MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 2005 19 Samið við golfklúbbinn Leyni Bæjarstjórn Akraness hefur sam- þykkt samninga við Golfklúbbinn Leyni um rekstur Garðavallar og uppbyggingu hans. Rekstrarsamn- ingurinn gerir ráð fyrir árlegu framlagi Akraneskaupstaðar til klúbbsins að fjárhæð fimm millj- ónir króna til reksturs golfvallarins að Görðum, vegna daglegs rekst- urs fasteigna, véla, hirðingar golf- brauta og annars sem til fellur á hverjum tíma. I samningnum er einnig gert ráð fyrir að Golfklúbb- urinn annist, án endurgjalds, golf- kennslu fyrir a.m.k. einn árgang grunnskólanna á ári hverju, viku í senn. Samningurinn gildir til loka árs 2008. Minnihluti bæjarstjórnar óskaði eftir því að samningnum yrði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar en á það var ekki fallist. Minni- hlutinn telur að með samningnum sé verið að greiða upp kostnað við framkvæmdir liðinna ára og setur Frá undhritun samninganna. F.v. Brynjar Sæmundsson, Heimir Gunnlaugsson, Gtsli Gíslason og HörSur Kári Jóhannesson. spurningamerkið við þá ætlan. Þá telur minnihlutinn samninginn stefnubreytingu frá því að bæjar- ráð leysti til sín eignir Knatt- spyrnufélags IA en eru ánægðir með stefnubreytingu meirihlutans á þann veg að með samningnum sé Akraneskaupstaður „nú tilbúinn að veita meira fé til íþróttastarfsemi en áður hefur þekkst,“ eins og seg- ir orðrétt í bókun minnihlutans. HJ/ Ljósm: akranes.is Krefjast flugvallar áfiram í Reykjavík AFRAM, hagsmunasamtök íbúa í Dalvíkurbyggð, hafa nú hrundið af stað undirskriftarsöfnun til að árétta þá hagsmuni sem í húfi eru fyrir allt landsbyggðarfólk, þegar rætt er um flutning innanlandsflugs úr Vams- mýrinni. Sérstaklega er minnt á þá öryggishagsmuni sem tengjast sjúkraflugi, þar sem stærsm sjúkra- hús landsins eru aðeins steinsnar ffá Reykjavíkurflugvelli en þessi nálægð er ómetanleg þegar um bráðatilfelH er að ræða. Auk þessa mun ferðatími almennra farþega til Reykjavíkur tvöfaldast ef lenda þarf á Keflavíkur- flugvelli og má ljóst vera hvert óhag- ræði það verður fyrir alla hlutaðeig- andi, þ.e. farþega, fyrirtæki og stofii- anir. Þess utan hefur verið bent á fleiri öryggisþætti tengda flugvellin- um, bæði fyrir borgarbúa og lands- byggðina alla. Hagsmunasamtökin AFRAM óskar eftír því að félagasamtök hvar sem er á landinu, sem áhuga hafa á að beita sér fyrir þessari undirskrift- arsöfnun í sinni heimasveit eða bæ, hafi samband við okkur á afram@afram.is og munu samtökin halda skrá yfir það hverjir safna hvar. Við leggjum áherslu á að margar hendur vinna létt verk og með góðu skipulagi má vænta að vel muni til takast. Ætlunin er síðan að safna öll- um undirskriftarblöðunum á einn stað og því óskast þau send að söfn- un lokinni, eða fyrir 1. desember n.k. til: Hagsmunasamtökin AFRAM 621, Dalvíkurbyggð Þá verður fjöldi undirskrifta talinn og þær síðan afhentar samgöngu- ráðherra fyrir hönd ríkisstjómarinn- ar, sem og afrit borgarstjóranum í Reykjavík fyrir hönd borgarstjómar, í byrjun desember. Almenningi gefst kosmr á að fylgjast með fféttum af gangi mála, og e.t.v. taka þátt í um- ræðum um þau á vefsíðu okkar; affam.is. Við skorum á afrnenning, hvar sem er á landinu, að taka þátt í þessu með okkur og sýna ffam á að ekki kemur til greina að færa völlinn út fyrir borgarmörkin. (Fréttatilkynning frá stjóm hags- munasamtakanna AFRAM) Yfirlýsing Þegar gengið var til kosninga í sveitarstjórn Dalabyggðar 2002, var tvísýnt um það hvort ffamboð- ið myndi ná meirihluta í hrepps- nefnd. Það var því gleðilegt þegar niðurstöður lágu fyrir og það ffam- boð sem við undirritaðir vomm umboðsmenn fyrir, L-listinn, listi samstöðu, hafði náð meirihluta, fjórir gegn þremur. Við voram ánægðir með verk okkar og glaðir, tilbúnir að leggja okkar að mörkum við að taka þátt í að bæta samfélagið. En svo bregðast krosstré sem önnur. Oþarfi er að tíunda hvern- ing fór, það veit alþjóð. Við umboðsmenn L-listans, lýs- um því yfir að við hörmum hvern- ing mál hafa þróast í Dalabyggð, þetta kjörtímabil, undir forystu L- listans. Framkoma sveitarstjórnar- manna í garð íbúa, með mála- rekstri, svikum og málatilbúnaði er nóg til að lýsa vanþóknun okkar á vinnubrögðum forystumanna L- listans og er mjög leitt til þess að vita hverning orku og fjármagni sveitarfélagsins hefur verið sólund- að í þeim málum. Stór hluti þeirra sem stóðu að L-Hstanum hefur á engan hátt stutt þessar aðgerðir, heldur reynt eftír megni að stuðla að bót og betrun, án árangurs. Við styðjum ekki lengur L-list- ann og það sem hann hefur verið að boða undanfarið! I fréttatilkynningu ffá Snæbjörgu R. Bjartmarsdóttur og Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur, í síðasta tölu- blaði Skessuhorns, kemur frarn að þær ásamt fleyrum af L-lista hafi sagt sig ffá listanum, og er greint ffá því í sömu setningu að við und- irritaðir höfum einnig sagt skilið við L-listann. Það er rétt. Hér er um tvo algerlega óskylda gjörninga að ræða og ber alls ekki að skylja sem svo að við höfum gengið af L-listanum til að mynda með þeim nýtt afl. Við gerðum grein fyrir okkar af- stöðu á fundi 19. október að stuðn- ingi okkar við L-listann væri form- legalokið. I kjölfar þess á fundi 23. október, greindu þær frá sinni ákvörðun í sínum stuðningsmanna- hópi. Við viljum undirstrika að við hörmum hvernig L-listinn hefur unnið sl. misseri og erum andvígir þannig vinnubrögðum, hver svo sem á í hlut! Þorgrímur Einar Gubbjartsson og Eyþórjón Gíslason Eldri borgarar á Snæfellsnesi Um liðna helgi gerðu eldri borgarar á þéttbýlisstöðunum á Snæfellsnesi sér glaðan dag og komu saman í Grundarfirði, snœddu saman og stigu síðan dans fram eftir nóttu. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar samkomugestir lyftu glósum í tilefni hátíðarinnar. Ljósm: Sverrir Karlsson HvítársíÖuhreppur Aðalskipulag Almennur fundur, samanber 1. málsgrein 17. gr. skipulags- og byggingarlaga um tillögu að aðalskipulagi Hvítársíðuhrepps 2003-2015 verður haldinn íBrúarási fimmtudaginn lO.nóvember 2005 kl. 20:00. Allir velkomnir Hreppsnefnd Hvítársíðuhrepps Allíaf á fimmfudögum frá kl. 18:00. 7; é' h TL few * Hfrttakskaaá • Ftœtskar kartefiw • Iratiðsjanpr • RjBmetíojai súpa • Broxí Sate • Témefor • Gwkur • Papriko • Sveppkr • Ananas • Metósmr • Egg • Tánfeksir Móskom • Wriber • ÓSfur • teStóukur • ItfsterpWaup • Bnxtórtongæésa * Támafsósa Rukfeitsásœ • Oregano krydá • Ctt kryéi • Swrtirr jxpor • Parroesœr ostur • Hwftauksoiia Verð: Kr. 1.150, — á monn yngrt en 10 áro kr. 575, - (fistfi 00 vútingastaðw við tt 437 2345 * motel@emax.is ipstituf á msgu wtnði Kynning á nýju vetrartískunni frá OROBLU á laugardaginn, 5. nóv. kl. 12-16 íLitlu Búðinni ewKnMasrs.MKKKa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.