Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 9
^aiðaunuiL 9 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 Þingmenn í kjördæma- heimsóknum Síðastliðinn mánudag voru 9 af 10 þingmönnum NV kjördæmis á ferð í Borgarnesi og hittu þar m.a. fulltrúa sveitarstjóma á Vesturlandi. „Á fundinum bar margt á góma, eins og gefur að skilja, bæði sem lýt- ur að landshlutanum öllum og þrengri hagsmunamál svæða innan hans eða einstakra sveitarfélaga,“ sagði Hrefna B Jónsdóttir, ffam- kvæmdastjóri SSV í samtali við Skessuhom. Sagði Hrefna að mikið hafi verið rætt um framhaldsskóla- mál, jafnt hugmyndina sem verið er að vinna að á Borgarfjarðarsvæðinu og snýr að menntaskóla sem og nýj- an ffamhaldsskóla í Grundarfirði. Einnig var lögð áhersla á að ffam- boð iðnnáms við Fjölbrautaskólann á Akranesi myndi ekki skerðast, því ef iðnnámsffamboð er ekki í lagi, þá fara nemendur að leita annað. „Það barst í tal á fundinum sá kostnaður Forvamastarf í FVA AKRANES: A þessari námsönn við Fjölbrautaskólann á Akranesi er forvarnarstarf við skólann með svipuðu sniði og undanfarin misseri, segir í ffétt á vef skólans. Forystu í þessu starfi hafa for- varnafulltrúi skólans og for- vamahópur nemenda. A önninni hefur hópurinn gengist fyrir tveimur fyrirlestrum á sal skól- ans. Sá fyrri var um sjálfsmat og sjálfsmynd og sá seinni um kyn- ferðislegt ofbeldi og forvarnir gegn því. Forvamahópurinn hef- ur einnig skipulagt spennandi vélsleðaferð á Langjökul sem far- in verður á morgun, 3. nóvember og er hugsuð sem val fýrir nem- endur að gera eitthvað skemmti- legt án vímuefna. I gangi em þrír stuðningshópar eða sjálfshjálpar- hópar fyrir nemendur með ýmis vandamál. Einn sérstaklega fyrir stráka, einn stelpuhópur og loks hópur fyrir þolendur kynferðis- legs ofbeldis. -mm sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi em að taka á sig vegna aksturs nem- enda á Nesinu en sveitarfélögin skiptu á milli sín tæplega fjögurra milljóna króna halla eftir fyrsta starfsár skólans. Þetta er nokkuð sem Snæfellingar biðja um að verði skoðað.“ Hrefna sagði miklar umræður hafa verið um Landbúnaðarháskóla Islands og var þar lagt upp með að þegar stoftianir era sameinaðar, eins og LBHÍ, að þeim sé tryggt að lagt sé upp í slíka starfsemi án skuldahala fyrri stofhana. Einnig var rætt um samfélagið á Hvanneyri m.t.t. þeirra tækifæra sem þar liggja og snúa að útvíkkun starfseminnar og jafnvel frekari flutningum stofnana til Hvanneyrar til að nýta betur rann- sóknarþáttinn o.fl. Þá segir Hrefna að Anna Kristín Gunnarsdóttir, al- þingismaður hafi rætt um flutning opinberra stofnana út á landsbyggð- ina. „Sagði þingmaðurinn nokkuð áberandi að þegar stofnanir væm fluttar út á land, þá lægju þær oft undir neikvæðu umtali um að þær stæðu sig ekki í sínu fagi. Vísaði Anna Kristín í Byggðastofhun og Landmælingar íslands á Akranesi í því sambandi. Þetta er athyglisverð- ur punktur og ég er sammála því að ráðamenn verða að halda vöku sinni til að verja þessar stofhanir gagnvart neikvæðri og oft á tíðum ómaklegri umfjöllun,“ sagði Hrefha. Ymis fleiri mál bar á góma á þing- mannafundinum með sveitarstjórn- armönnum. Meðal annars var rætt um að peninga skorti til að byggja af reisn upp starfsemi við þjóðgarðinn Snæfellsjökul eins og vonast var eft- ir. „Það er ljóst að þjóðgarðurinn færir okkur á Vesturlandi heilmikil tækifæri ef vel verður staðið að upp- byggingu og skipulagningu hans og nægir að nefha tækifæri sem snerta Green Globe verkefhið í því sam- hengi. Einnig var rætt á fundinum um samgöngumál og vísað til ályktana sem samþykktar vom á aðalfundi SSV fyrir liðna helgi. MM rtÚTUNGASAQ * Bráðsmellinn ** gamanleikur í flutningi þriggja ungmennafélaga ur Flóanum Laugardagskvöldið 5. nóvember kl. 21:00 í Brautartungu, Lundarreykjadal Leikstjóri er Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Miðapantanir í síma 892-8202. Umf. Baldur, Samhygð og Vaka BUREKSTRARDEILD BORCASKSSI Sólbakka 8-310 Borgarnesil Afgreiðsla sími 430 5620 - Fax 430 5621 sansiei"-* aWönöui KO-WW slfJJ5nauW*W' ctouiart ueswmjn J Nemendafélag Grundaskóla kynnir: eftir Flosa Einarsson, Einar Viðarsson, og Gunnar Sturlu Hervarsson Frumsýning: Laugardaginn 5. nóvsmber kL 16:00 2. sýning: Mánudaginn 7. nóvember kl. 20:00 3. sýning: Þriðjudaginn 0. nóvember kL 20:00 4. sýning: Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 20:00 5. sýning: Fösiudaginn 11. nóvember kl. 20:00 6. sýning: Laugardaginn 12. nóvember kl. 17:00 Sýnt verður í sal Grundaskóla Miðasala hefst í Grundaskóla tveimur tímum fyrir hverja sýningu. Einnig er hægt að panta miða í síma 433-1400 á skólatíma. Miðaverð 1000 kr. Höfundar: Flosi Einarsson, Einar Viðarsson og Gunnar Sturla Hervarsson Leikstjóri: Einar Viðarssan Tónlistarstjóri: Flosi Einarsson Danshöfundar: Karen Lind Ólaísdóttir og Tinna Kristinsdóttir Verkefnisstjóri: Sigurður Arnar Sigurðsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.