Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 17
SHgSSUH©I2KI MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 2005 17 Gott viðmót og góðar aðstæður mæta nýjum presti í Olafsvík Séra Magnús Magnússon, ný- skipaður sóknarprestur í Olafsvík segist horfa björtum augum til nýja starfsins en um leið kveðji hann blómlegt starf á Skagaströnd þar sem hann hefur verið sóknarprestur síðan síðla árs 2000. Var það fýrsta brauð hans. Magnús er Húnvetningur, fædd- ur og uppalinn á Staðarbakka í Miðfirði. Þar var löngum prestsset- ur og þar var Guðbrandur biskup Þorláksson fæddur og uppalinn. Eins og Guðbrandur gekk Magnús menntaveginn og útskrifaðist úr guðfræðideild Háskóla Islands árið 1999. Séra Magnús er kvæntur Berglindi Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú böm, tvær dætur og einn son, á aldrinum 1-9 ára. Berglind á ættir að rekja til Hrútsholts í Eyja- hreppi en er fædd og uppalin í Kópavogi. Séra Magnús segir skiptmartíma presta vera fimm ár og því hafi þau hjón ákveðið að kanna möguleika á nýju brauði. Eftir að hafa kynnt sér aðstæður í Olafsvík hafi hann ákveðið að sækja um. „I Olafsvík er góð kirkja, gott safnaðarheimili og ekki síst mætti okkar þar gott og elskulegt viðmót. Því var það mjög gleðilegt að fá köllun þangað. Aðspurður segist séra Magnús skipaður frá 1. desember og inn- setningarmessan verði 18. desem- ber. Því verði messur um jól fyrstu eiginlegu embættisverkin og það sé ekki slæmur tími til að hefja störf í nýrri sókn. Fjölskyldan sé afar spennt fyrir flumingnum vestur en um leið sé erfitt að kveðja skemmti- legt og blómlegt starf á Skaga- strönd. HJ ------7----------------------------- Karl Omar ráðinn að nýju til Leynis Heimir Fannar Gunnlaugsson formaSur Leynis og Karl Ómar Karlsson. Golfklúbburinn Leynir hefur gert samning við Karl Omar Karlsson PGA golfkennara til 3ja ára. Karl Omar verður yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Leynis og jafnframt golfkennari klúbbsins. Hann er menntaður íþróttakenn- ari og hefur starfað sem slíkur í 12 ár. Hann lauk HGTU golfkenn- aranámi í Svíþjóð árið 2003 og hefur sótt ýmis námskeið á vegum norska- og sænska golfsambands- ins. Karl Omar tók fýrst þátt í golf- kennslu í unglingastarfi GR árið 1985 og hefur verið við golf- kennslu meira og minna síðan þá og meðal annars tekið þátt í ýms- um verkefnum hjá Golfsambandi Islands. Hann var golfkennari í barna- og unglingastarfi Leynis á árunum 1998-2000 með góðum árangri en fluttist síðan til Noregs þar sem hann hefur verið golf- kennari undanfarin ár. í frétt frá klúbbnum segir að það sé ásetningur stjórnar Leynis að útvíkka starf golfkennara klúbbsins í barna- og unglingastarfinu með ráðningu Karls Omars og gera það markvissara, faglegra og árangurs- ríkara þannig að fleiri börn og ungmenni taki þátt í íþróttinni með góðum árangir á golfvellin- um. HJ Hvannir seldar Borgarlandi Sveitarstjórn Borgarfjarðarsveit- ar hefur samþykkt að selja einka- hlutafélagið Hvannir ehf. og hefur falið stjórn félagsins að ganga ffá samningum þar að lútandi. Félagið var stofriað til að byggja og reka skrifstofuhús á Hvanneyri og eru nokkrar þjónustustofnanir og einkafýrirtæki þar til húsa. Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri segir að tap hafi verið af rekstri félagsins og því hafi hann verið betur kom- inn í höndum einkaaðila. Linda Björk sagði að kaupandinn væri Borgarland ehf. sem m.a. á nokkrar fasteignir í Borgarnesi. Söluverð er ekki gefið upp að svo stöddu enda hefur enn ekki verið endanlega gengið frá samningum. Sagði Linda stefnt að því að ganga frá söl- unni fyrir vikulokin. Þegar skrifstofuhúsið var byggt á sínum tíma var gert ráð fyrir að bætt yrði við bygginguna síðar og er þjónusturými fýrir stærri bygg- ingu þegar til staðar. HJ Kaffisala 5.nóvember í leikskólanum Vallarseli á Akranesi Kaffisalan hefst kl. 15:00 og stendur til 17:00. Aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna. Fritt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Allur ágóði rennur til barnanna á Vallarseli. Allir hjartanlega velkomnir. Foreldrafélagið á Vallarseli r, Borgarfjarðarsveit Atvinna Laust starf í Andabæ Leikskólinn Andabær á Hvanneyri auglýsir eftir aðstoðarmanni í eldhús. Um er að ræða 50% starf og þarf viðkomandi að geta byrjað sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember. i Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ella I Císladóttir leikskólastjóri ísíma 437 0120 Hárgreidslustofa til leigu Rekstraraðili óskast að hárgreiðslustofu Dvalarheimilisins Höfðafrá næstu áramótum. Upplýsingar gefur framkvæmáastjóri Höfða í síma 433 4302. Á Höfða btía 78 íbtíar, bœði aldraðir og öryrkjar, þar af41 í hjtíkrunarrými og 37 íþjónusturýmum. A heimilinu er aukþess rekin félags- og þjónustumiðstöð, m.a. eru 20 rýmifyrir dagdeild aldraðra, veitt er heimsending á mat og rekinferðaþjónusta fyrir fatlaða. 31 sjálfseignaríbúð fyrir aldraða er á lóð heimilisins. Þar verður einnig reist 12 íbúða fjölbýlishús á nœstunni. Starfsmenn eru 88 i 63 stöðugildum. Stjórn Dvalarheimilisins Höfða, Akranesi. DvaíarfieimiCið Höfði Akranesi Basar verður íDvalarheimilinu Höfða laugardaginn 5. nóv. kl. 14-16. Fjölbreytt úrval góðra muna. Komið og gerið góð kaup. Molasopi fyrir þá sem staldra við. Sýning Blaðaljósmyndarafe'lags Islands Jq verður á Höfða næstu daga. Verið velkomin. — ' Ath. tökum ekki greiðslukort Dvaiarfieimiíið Höfði Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.