Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 24
Nýtt og öflugt f fl y**l>**Pf-8*? til íbúöakaupa íbúðalán.is www.ibudalan.is Síðasti bæjarstjómarfimdur Gísla Gísli Gíslason sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra á Akranesi í 18 ár sat sinn síðasta fund í bæjarstjórn Akraness, í bili að minnsta kosti, á þriðjudag í liðinni viku. Hann hef- ur sem kunnugt er verið ráðinn hafnarstjóri Faxaflóahafna og tekur við því embætti 1. nóvember. I lok fundar í gær kvaddi Kristján Sveinsson forseti bæjarstjórnar sér hljóðs og færði hann Gísla þakkir fyrir störf hans hjá bæjarfélaginu. Gísli tók að því loknu til máls og óskaði efrirfarandi bókunar: „Það eru forréttindi að hafa verið þess heiðurs og trausts aðnjótandi að fá í liðlega 20 ár, þar af rúm 18 ár sem bæjarstjóri, að þjóna bæjarbúum á Akranesi. A þessum tíma hefur með samstilltu átaki margra tekist að efla það blómlega velferðarsamfé- lag, sem bæjarfulltrúar fyrri ára lögðu grunn að. Fyrir mig og konu mína, Hallberu Jóhannesdóttur, eru það vissulega tímamót nú þegar ég læt af störfum, en fyrir framsæk- ið og öflugt samfélag er aðeins um að ræða áfanga á langri og farsælli leið. Framundan eru fjölbreytt tækifæri fyrir samfélagið á Akra- nesi, sem bíða þess að fúsar og vilj- ugar hendur grípi þau og nýti til hagsbóta fyrir fólkið í bænum. Eg færi öllu því frábæra samstarfsfólki sem ég hef notið að starfa með, all- ar mínar hjartans þakkir um leið og ég óska bæjarstjórn Akraness, effi- manni mínum, Guðmundi Páli Jónssyni og öllu starfsfólki bæjarins farsældar og gæfu á komandi tíð.“ Gísli færði bæjarfélaginu að gjöf, frá honum og Hallberu, málverk af Akrafjalli sem Bjarni Þór Bjarnason hefur málað. Þakkaði forseti bæjar- stjórnar gjöfina. Fleiri bæjarfulltrú- ar tóku til máls og færðu Gísla þakkir fyrir mikil og farsæl störf í þágu bæjarfélagsins og óskuðu honum velfarnaðar á nýjum vett- vangi. HJ/ Ljósm: akranes.is Svandís G Stefánsdóttir og Sigrún Sigurgeirsdóttir í eldhúsinu. Þjóðlegt og gott Á þriðjudag í liðinni viku var tekið hafa slátur á hverju hausti í góður dagur hjá íbúum og starfs- áratugi. Létt var yfir mannskapn- fólki á Dvalarheimilinu Höfða á um við sláturgerðina og greinilegt Akranesi en þá var unnið í slámr- að fólk hafði gaman af þessu verk- gerð. Tekin voru 120 slátur. Mikill efrii. Fyrsta sláturmáltíðin var svo kraftur var í sláturgerðinni og fag- snædd á fimmtudag. mannleg handtök, enda margir sem MM Þærfóru fnnum fingrum um nálar ogþrád enda vafalaust komió aó sláturgerð áður þessar heiðurskonur. 9 rétta jólamatseðill 18., 25., 26. nóv, 2., 3., 9., 10., 16. og 17. des. Forrétúr: Kryddlegnar rjúpur með marineruðum gráfíkjum og peru. Bláberjagrafinn lax með hunangskexi og ristuðum furuhnetum. Jarðarberja- og mintusorbet. Verá hr. 5.500 cr mami Aðalrétúr, val um einn aðalrétt: Andabringa með hindberjagljáa, kanillegnum kartöflum og púrtvínslagðri hindberjasoðsósu. Smjörsteikt smálúða með pistasíum og rósapipar, borinfram með maker kartöflum og kampavínslagaðri saffransósu. Lambahryggjarvöðvi með rósmarin engifer, borinfram með rauðlaukssultu og kartöflu-sveppa “sauté”. Eftirréttahlaðborð: Riz a l’amande, alvöru súkkulaðiterta með hindberjasósu, berjaterta, kransakökutoppar, ávaxtafoss með vanillukremi. Efþú vilt leggja þig eftir matinnfærðu gistingu, kvöldverð og morgunverð á kr. 9.900 á mann. Borðapantanir í síma 433 6600 eða í tölvupósti hamar@icehotels. is Hótel Hamar - Borgarnesi - sími 433 6600 - h a m a r @ i c e h o t e I s . i s

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.