Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 Brotabrot úr ævistarfi fjölhæfs listamanns Minningartónleikar um Karl Sighvatsson í Bíóhöllinni á Akranesi á sunnudaginn Karl Sighvatsson á tónleikum. Ljósm: Frióþjófur Helgason. Það hefur sennilega verið árið 1970 sem ég stóð við sviðið í Húsafelli. Eg hafði ásamt eldri bróður mínum vélað foreldra mína, um verslunarmannahelgi, í ferðalag um Snæfellsnes. Þegar á Nesið var komið hófum við um- ræður um að ekki væri nú lengi verið að aka í Húsafell. Það kom okkur mikið á óvart þegar kall fað- ir minn féllst á að bruna þangað og þar yrði einum degi og einni nótt varið innan um þúsundir unglinga. Það sem meira var, aðaltónleikarn- ir voru eftir. Trúbrot átti eftir að stíga á svið. Þrátt fyrir að vera inn- an við fermingu hafði ég fylgst vandlega með tónlist og tónlistar- mönnum. Eg var Hljómamaður. Varð hissa þegar Trúbrot var stofnað og skyldi ekki í upphafi til- gang þess er meistari Gunnar fékk til liðs við sig unga menn úr Flowers. En þær efasemdir voru löngu horfnar þennan dag í Húsa- felli. Eg hafði fjárfest í veifu með myndum af hljómveitarmönnun- um og hafði nælt henni í jakkann minn. Þarna komu goðin. I fyrsta skipti stóð ég andspænis átrúnað- argoðum mínum úr Keflavík. Þeg- ar hljómsveitarmennirnir gengu framhjá dregur einn þeirra sig útúr hópnum og gengur að mér. Hann hafði rekið augun í veifuna og spurði kurteislega hvort hann mætti skoða myndina af sér. Fliss- aði og sagði hana góða. Síðan var Karl Sighvatsson minn maður. Hafði ekki aldur til að spila á böllum Þann 6. nóvember efnir Lions- klúbburinn Eðna til minningar- tónleika um Karl í Bíóhöllinni. Allur ágóði ef tónleikunum mun renna til Tónlistarskóla Akraness. I haust voru liðin 5 5 ár frá fæðinu Karls Jóhanns Sighvatssonar, eins og hann hét fullu nafni. Karl ólst upp á Akranesi og ekki var hann hár í loftinu, né gamall að árum, þegar flestum sveitungum hans voru ljósir hæfileikar hans á tón- listarsviðinu. Hann hóf ferilinn opinberlega sem trommuleikari í Lúðrasveit Barnaskóla Akraness. Þar stóð hann sína pligt við stóru trommuna með kjuða í hendi. Það spillti ekkert fyrir þó hann næði varla trommunni í hæð. Hann var að líkindum ekki nema tíu ára þeg- ar hann var farinn að spila á barna- stúkuböllum í Stúkuhúsinu með þeim Ragnari Sigurjónssyni og Reyni Gunnarssyni. Þessir þre- menningar áttu eftir að skilja eftir sig dýpri spor í tónlistarlífi lands- manna en margir aðrir síðar. Hljóðfæraskipanin var hálft trommusett, klarinett og harmon- ika. Leiðir Ragnars og Reynis lágu síðar í Dúmbó og Steina en þar sem Karl var tveimur árum yngri varð hann að bíða eftir sínum tíma til þess að geta spilað á böllum fyr- -\ afsldttur af ndttfatnaði (iMúðin KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI V SÍMI431 1753 & 861 1599 J ir fullorðna. í Háskólabíói 1964 A þessum tíma var Karl þegar orðinn fjölhæfur tónlistarmaður og stundaði nám hjá Hauki Guð- laugssyni. Fyrst á píanó og síðar á orgel. Allir alvöru tónlistarkennar- ar á þessum árum töldu hag nem- enda sinna best borgið með því að þeir spiluðu eingöngu klassíska tónlist. Haukur mun því að líkind- um hafa reynt að fá Karl til þess að helga sig klassíkinni en það var of seint. Karl hafði þá þegar heillast af mörgum tónlistarstefnum. Þrátt fyrir að Karl væri of ungur til þess að taka sæti í Dúmbó var hann sjaldan langt undan þegar mikið var um að vera hjá sveitinni. Má þar nefna að í október 1964 kom hann ffam með sveitinni í Há- skólabíói. Þá kom hann fram í Reykjavík í fyrsta skipti. I það skiptið lék hann á píanó. A þessum tíma hafði hann þó í höndum Höfner einn mikinn af bassakyni og lék á hann í hljómsveit með Smára Hannessyni, Bjarna Þór Bjarnasyni og Pétri Péturssyni. Með Jónasi í s j óræningj agervi Atlavíkurhátíðirnar á sjöunda áratugnum voru öllum eftirminni- legar sem þær sóttu. Arið 1965 var Dúmbó og Steina boðið að spila. Tveir sveitarmanna urðu seinir fyrir og ekki geymir maður giggið. Við sviðið var þá mættur farand- verkamaðurinn Karl, sem þá var við störf á Norðfirði. Hann settist við orgelið með bros á vör eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Gigginu var bjargað. Veturinn á eftir kom fjölhæfni Karls vel í ljós. Jónas nokkur Arna- son sem þar kenndi hafði þá gert texta við írsk lög. Hann fékk Karl til þess að leika undir söng sínum á harmoníku. I sjóræningjagervi lék Karl við hvurn sinn fingur. Jónas söng kannski ekki eins og engill, en þessi flutningur þeirra félaga varð öllum ógleymanlegur er á hlýddu. Síðar áttu þessi lög og kvæði eftir að hitta þjóðina í hjartastað í flutningi tríósins „Þrjú á palli“. Bannfærður fyrir rokkútfærslu Pílagrímakórsins Flowers varð fyrsta landsþekkta alvörusveitin sem Karl tók sæti í. Reyndar er ekki sanngjarnt að nefna það sem einhver tímamót í alvöru hjá Karli því allt sem hann gerði í tónlist var frá upphafi gert af fullri alvöru. Hann hafði áður verið til dæmis í Dátum. A bassann í Flowers lék Sigurjón, bróðir Karls, sem áður hafði meðal ann- ars leikið í hljómsveitinni Mods. Allir sem komnir eru til vits og ára muna vinsældir Flowers og enn þann dag í dag hljómar „Slappaðu af‘ og „Glugginn" í hljómtækjum landsmanna. Karl fór sjaldnast troðnar slóðir í tónlist sinni. Hann sá enga ástæðu til þess að virða gömul landamæri milli tónlistarstefna. Hann er einn þeirra sem afrekaði það að verða bannfærður að hluta í útvarpi landsmanna. Hann vann sér það til óhelgis að útsetja Pílagrímakór Wagners fyrir rokkhljómsveit. Það var á Flowersárunum og þá útsetn- ingu flutti hljómsveitin á tónleik- um í Austurbæjarbíói. Trúbrot - útrás og útsetningar Metnaður Karls var það mikill að hann hlaut að taka tilboði Gunnars Þórðarsonar um setu í nýrri hljómsveit sem mynduð var úr Hljómum og Flowers þegar honum bauðst það. Stofnun þeirr- ar hljómsveitar vakti mikil við- brögð á sínum tíma. Hugmynd Gunnars gekk upp. Ur varð afar metnaðarfull hljómsveit sem tókst á við verkefni sem ekki áður hafði verið lagt í hér á landi. Gefnar voru út hljómplötur sem án efa eru með því besta sem hér á landi hafa komið út allt til þessa dags. Vera Karls í Trúbroti varð skrykkjótt. Hann hætti fyrirvaralaust þegar honum þótti vinnubrögðin ekki nægilega metnaðarfull. Hann kom líka aftur þegar honum þótti Eyjólfur hressast. En Karl var alltaf leitandi. Hann hélt síðar í framhaldsnám erlendis og þegar heim var komið réð hann sig sem kórstjórnanda og kirkju- organista í nokkrum sóknum fyrir austan fjall. Samhliða því gerðist hann afkastamikill útsetjari og kom að upptökum á fjölda hljóm- platna. Þar á meðal kom hann að útsetningu plötu sem Dúmbó og Steini gerðu árið 1977. Enn einu sinni hafði leið hans og þeirrar hljómsveitar legið saman. Árið 1980 var haldið hátíðlegt 100 ára afmæli barnaskólahalds á Akranesi. Hann svaraði kalli af Skaga og skipulagði skemmtun í Iþróttahúsinu. Þá hóaði hann sam- an mörgum gömlum stjörnum og skemmtunin varð öllum ógleym- anleg, bæði spilurum og áheyrend- um. * A leið heim af afmælishátíð Eins og áður sagði var Karl org- anisti og kórstjórnandi í nokkrum sóknum fyrir austan fjall. A sjó- mannadaginn 1991 stjórnaði hann Söngfélagi Þorlákshafnar á hátíð- ardagskrá í tilefni af 40 ára afmæli byggðar í Þorlákshöfn. A leið sinni frá þeirri athöfn lést hann í bílslysi. I september var haldin minningar- hátíð um hann þar eystra og með- al annars var afhjúpaður minnis- varði um hann skammt frá Eyrar- bakka. Minnisvarðinn er aðallega úr grjóti sem höggvið er út af þýska listamanninum Johannes Matthissen. A þeirri minningarhá- tíð léku meðal annars vinir Karls erlendis frá sem sýnir hversu gott hann átti með að vinna með fólki og öðlast virðingu þess. Til styrktar tónlistarmönnum framtíðarinnar Nú er komið að sveitungum Karls að minnast hans og afla um leið fjár til styrktar Tónlistarskóla Akraness. A minningartónleikun- um kemur fram mikill fjöldi lista- manna og þar verður reynt að bregða ljósi á feril þessa fjölhæfa og sérstæða listamanns allt frá því að hann spilaði á harmoníku í Reykholti til þess er hann var einn hinna landsþekktu Þursa. Sumarið 1971 var það ...lifun sem kom út. Trúbrot fór um land- ið til þess að kynna þetta magnaða tónverk. Það var nokkuð stór hóp- ur ungmenna sem beið fyrir utan Sjallann á Isafirði skömmu eftir hádegi á sunnudegi. Nú átti að fá ...lifun í æð. Þegar hljómsveitin hóf leik sinn fór kliður um salinn. Minn mann vantaði. Karl hafði öllum á óvart hætt og haldið úr landi. Fæstir höfðu skilning á þess- ari ákvörðun hans. Nú hefði hann endanlega spilað sitt síðasta. Kalli var ennþá minn maður. Hann hlaut að hafa góðar og gildar ástæður til þess að yfirgefa súpergrúbbuna enn á ný. Hann kæmi örugglega aftur til með að spila. Það gerði hann svo sannar- lega svo um munaði. Hann skildi eftir sig djúp spor í tónlistarlífinu og því eru minningartónleikarnir í Bíóhöllinni mikið fagnaðarefni. Ekki er verra að þeim er einnig ætlað að styrkja starf Tónlistar- skólans þar sem margir tónlistar- menn framtíðarinnar eru að stíga sín fyrstu skref. Islandsbanki hefur styrkt Lions- klúbbinn Eðnu myndarlega vegna tónleikanna auk fleiri styrktaraðila. Fyrir þetta vilja Eðnukonur koma á framfæri bestu þökkum um leið og þær hvetja fólk til að fylla Bíó- höllina nk. sunnudag. Skráð af Halldóri Jónssyni. Auk eigin minninga var stuðst við minn- ingarbrot Jóns Trausta Hervarssonar samtíðarmanns Karls.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.