Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Page 8

Skessuhorn - 02.11.2005, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 SB1SSUIIÖ12RI Bæjarráð Akraness hafiiar bótaskyldu vegna lóðaúthlutunar Bæjarráð Akraness hefur hafnað kröfu hjóna um bætur vegna sölu húss þeirra vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar á lóð er þau höfðu fengið úthlutað. Ekki varð af ný- byggingunni af ýmsum ástæðum og því fóru hjónin fram á bætur úr bæjarsjóði. Forsaga málsins er sú að hjónin bjuggu í Garðholti, Garðagrund 29b á Akranesi en það hús höfðu þau fest kaup á árið 1992. Nokkrum árum eftir að þau höfðu fest kaup á húsinu var gert nýtt skipulag af svæðinu sem gerði ráð fyrir fjölbýlishúsi skammt frá húsi hjónanna. I bréfi, sem þau sendu bæjarráði, segir að áætlað hafi ver- ið að byggja 3-5 hæða hús skammt frá húsi þeirra „eða um 20 metrum frá stofuglugga okkar,“ segir í bréf- inu. Hjónin ásamt nágrönnum þeirra reyndu að knýja fram breyt- ingar á skipulaginu og varð niður- staðan sú að fjölbýlishúsið var fært fjær og lækkað í 3 hæðir. Þau töldu forsendur fyrir veru sinni í Garð- holti brostnar því þau vildu ekki búa í þéttbýli. I framhaldinu óskuðu þau eftir lóð og brást bæjarfélagið skjótt við beiðni þeirra og þann 12. desem- ber 2002 var þeim úthlutað lóð við Innstavog í Vogahverfi. Eftir sam- töl við starfsmenn bæjarfélagsins, þar á meðal bæjarstjórann Gísla Gíslason, ákváðu þau að selja Garðholt í febrúar 2003 á 8,5 milljónir króna. Af ýmsum ástæð- um gat Akranesbær ekki staðið við lóðarúthlutun sína og hófst þá að nýju leit að lóð og fékkst loforð i ’ 'Xcí, ‘->4-''''| Rykmengun frá Jámblendiverksmiðjunni Rykmengun var í útblæstri frá Járnblendiverksmiðjunni á Grund- artanga síðastliðinn miðvikudag vegna viðgerða á skolloftsviftu. Viftan sér um að hreinsa poka reyksíu verksmiðjunnar og því var eitt reykhreinsivirki verksmiðj- unnar óvirkt um tíma meðan við- gerð stóð yfir eða fram undir kvöldmatarleitið. I tilkynningu frá verksmiðjunni segir að ekki hafi verið mögulegt að skipta um viftu- hjól þegar reykhreinsivirkið er í rekstri. Þá fer útblástur frá ofnin- um ósíaður um skorsteina og ryk í reyknum verður sýnilegt vegfar- endum. Kísilrykið er aukaafurð í járn- blendiframleiðslu og er selt bæði innanlands og utan. Því er meðal annars blandað í sement hérlendis til þess að vinna gegn alkalí- skemmdum. Einnig selur fyrirtæk- ið verulegt magn til Japan þar sem rykið er notað í framleiðslu á þak- plötum. Ekki eru þekkt neikvæð umhverfisáhrif af kísilryki ef frá er talin sjónmengun og óþægindi vegna þess. Þá segir í tilkynning- unni að reyklosunar megi að há- marki vera 1,5% af rekstrartíma, reiknað sem þriggja ára meðaltal, samkvæmt starfsleyfi Islenska járn- blendifélagsins ehf. Raunlosun fyrir ofn 1 hefur verið 0,2% und- anfarna 12 mánuði. Segir að það sé markmið félagsins að vera sem hingað til í fremstu röð á þessu sviði og helst að ná enn betri árangri . HJ/ Ljósm: MHH Landsbankiiin styður við umferðaröryggi Nemendur í fyrsta bekk Brekku- bæjarskóla komu í heimsókn í Landsbankann á Akranesi á þriðju- daginn í liðinni viku til að fá af- hent endurskinsvesti sem bankinn gaf þeim. Endurskinsvestin ætla krakkarnir að nota í vettvangsferð- um á vegum skólans. Allir krakk- arnir voru klæddir í vestin og síðan sungu þau fyrir bankastarfsmenn. Á myndinni eru auk krakkanna; kennarar þeirra og fulltrúar frá Landsbankanum. MM/ Ljósm: Valdís. fyrir sjávarlóð í landi Ytri-Hólms en hana fengu þau ekki afhenta fyrr en í janúar á þessu ári. „I milli- tíðinni höfum við búið í þröngu bráðabirgðahúsnæði,“ segir í bréfi þeirra til bæjarráðs. Vegna þessar- ar seinkunar telja þau sig hafa orð- ið fyrir fjárhagstjóni því Garðholt hafi £ tvígang verið selt frá því að þau seldu það og í síðara skiptið í apríl á þessu ári. Þá var söluverð hússins 12 milljónir króna. Sú hækkun er tilkomin vegna hækk- andi fasteignaverðs á Akranesi. I bréfi hjónanna segir orðrétt: „Ljóst er að við höfum orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni við að bær- inn gat ekki staðið við loforð um afhendingu lóðarinnar við Innsta- vog en hvorki hefur úthlutun lóð- arinnar verið dregin til baka né okkur gefinn kostur á annarri lóð á Akranesi.“ Telja þau sig því hafa orðið fyrir tjóni sem nemur um 3 milljónum króna. Óska þau því eftir viðræðum við bæjarfélagið hið fyrsta um málið. I bókun bæjarráðs er tekið fram að fyrirvari hafi verið gerður um hvenær umrædd lóð í Innstavogi gæti orðið byggingarhæf og ræki- lega hafi verið gerð grein fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur var ekki reiðubúin til að leggja nauðsynleg- ar lagnir vegna vatns og rafmagns sökum þess að slíkt yrði of kosm- aðarsamt á meðan ekki fleiri sóttu um lóð á umræddu svæði. Þá segir að bæjarfélagið hafi enga aðkomu haft að sölu Garðholts og geti því ekki fallist á að ákvarðanir hjón- anna í þeim efnum leiði til ábyrgð- ar bæjarins. „I ljósi framanritaðs er ekki unnt að verða við erindinu, en bæjarritara falið að láta lögmann fara yfir gögn málsins," segir í nið- urlagi bókunar ráðsins. HJ Hestavöruverslunin Knapinn flutt í Hymutorg Á föstudaginn síðastliðinn var starfsemi hestavöruverslunarinnar Knapans flutt frá fyrra húsnæði á Borgarbraut yfir í nýtt og glæsilegt húsnæði í Hyrnutorgi (þar sem úti- bú Sparisjóðsins var áður til húsa). Mikið var um að vera við opnunina á laugardaginn og voru hjónin Guffy og Elli að vonum kát á þess- um tímamótum. Þau þakka góðar móttökur á nýjum stað og segja framtíðina lofa góðu. I tdlefni flum- ingsins eru hin ýmsu tdlboð í boði auk 10% afsláttar af flestum vörum út vikuna. Mikið úrval nýrra vara er að vænta á næsm vikum svo úr mörgu er hægt að velja þegar finna skal jólagjöf hestamannsins í Knap- anum þetta árið. BG Kosið að nýju í Reykhólahreppi A laugardaginn kemur gefst íbú- um Reykhólahrepps tækifæri að nýju til þess að segja hug sinn til hugsanlegrar sameiningar sveitar- félagsins við Dalabyggð og Saur- bæjarhrepp. I kosningunum þann 8. október var umrædd sameining felld í Reykhólahreppi en þar sem íbúar hinna sveitarfélaganna sam- þykkm og meirihluti þeirra er þátt tóku í kosningunni í sveitarfélög- unum þremur skulu íbúar Reyk- hólahrepps gefa álit sitt að nýju. Kosning fer ffarn í Hótel Bjarka- lundi frá kl. 12-18. I runfjöllun á vef Reykhólahrepps em íbúar Reykhólahrepps minntir á að fjárhagsstaða Reykhólahrepps hefur verið best þessara sveitarfélaga í árslok 2004. Þá hafi aldursdreifing íbúa verið hagstæðust þar. Þá kemur ffam að samanlögð framlög úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga til sveitarfé- laganna þriggja hafi verið 76 millj- ónir en hefðu verið 85 milljónir króna ef búið hefði verið að sameina sveitarfélögin. Þá segir einnig að fjárhagur sameiginlegs sveitarfélags verði fyrir ofan meðaltal sambæri- legra sveitarfélaga. Þá hefur einnig komið fram að sveitarstjórn Dalabyggðar hefur óskað eftir sameiningu við Saur- bæjarhrepp fari svo að íbúar Reyk- hólahrepps felli aftur sameiningu sveitarfélaganna. HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.