Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Síða 12

Skessuhorn - 02.11.2005, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 2005 ^nujunu^i. Segir ferðamönnum sögur úr Hólminum Að heyra um sögo kaupstaðar, um fólkið bak við nöfnin, þjóðsögurnar og ömeínin gerir ferðalag oft efdr- minnilegra fyrir þá ferðalanga sem það kjósa. Um land allt em bæir að skapa sér sína sérstöðu út frá sög- unni. Dagbjört Höskuldsdóttir býr í Stykkishólmi og rekur þar versltm- ina Sjávarborg með eiginmanni sín- um Eyþóri Agústssyni. Meðffam því að reka verslun hefur Dagbjört lagt í það mikla verk að safha saman upp- lýsingum um sögu og umhverfi Stykkishólms til að segja ferða- mönnum í skipulögðum gönguferð- um. Hún hóf að ganga með ferða- menn, íslenska og erlenda, tim bæ- inn síðasta sumar, stiklaði á stóm í sögu Stykkishólms og sagði þeim ffá örnefnum, mikilsverðum persónum og mörgu fleiru. Dagbjört telur Stykkishólm hafa sérstaka sögu að færa gestum bæjarins og telur enn- ffemur að hægt sé að gera enn meira í sögutengdri ferðaþjónstu á svæðinu í kring um bæinn við eyjarnar mörgu. Gondólar og brýr á Breiðafirði Dagbjört er fædd og uppalin í Stykkishólmi og maður hennar Ey- þór er fæddur í Flatey. Hún hlýtur því að hafa haft nokkuð mikla vit- neskju um bæinn og umhverfi hans áður en hún lagðist í rannsóknar- vinnuna. „Það kom mér nú reyndar á óvart, og ég komst að því á þessum tíma, að þó að ég teldi mig nú vita þónokkuð um bæinn þá lærði ég svo margt nýtt. Eg eyddi nokkrum mán- uðum í að undirbúa þetta og afla mér upplýsinga. Þetta var óskaplega gaman að ffæðast svona um söguna og húsin í Hólminum.“ Dagbjört varrn úr heimildum sínum ákveðinn texta sem varð undir lokin mikill og stór en hún lét svo þýða hann yfir á ensku. I textanum er komið víða við. „Þar er minnst á húsin, umhverfið og stiklað á stóru í sögu bæjarins og næsta umhverfis. Auk þess er minnst á ákveðna aðila sem setja mark sitt á bæjarlífið, Sankti Franciskuregluna, atvinnuuppbyggingu í gegnum árin Dagbjört Höskuldsdóttir. Tekin á orðinu „Sagan er það sem er mjög spennandi í ferðamennskunni," segir Dagbjört. „Það eru margir staðir á landinu þar sem henni hef- ur verið gert hátt undir höfði og mér finnst það gott mál og alveg sjálfsagt. Til dæmis er komið Vest- urfarasetur á Hofsósi, Síldarminja- safn á Siglufirði og bráðum opnar Landnámssetrið í Borgarnesi. Þetta er eitthvað sem flestum finnst áhugavert og hefur gefið góða raun í ferðamennsku. Eg er líka hrifin af því sjálf þegar ég er að ferðast um ókunnar slóðir að fá leiðsögn og fá að vita meira um þá staði sem ég er að heimsækja. Svona menningar- og sögutengd ferðamennska er tvímælalaust það sem koma skal.“ Aðilar í ferða- þjónustu í Stykkishólmi halda fundi reglulega og hafa nú lengi, ásamt íbúum bæjarins, lagt metnað í þjónustu við íslenska og erlenda ferðamenn. Því hlýtur einhvers konar skipulögð sögutengd ferða- mennska að hafa verið í umræð- unni í einhvern tíma. ,Jú, jú, það er búið að tala um þetta lengi með- al ferðaþjónustuaðila hér í bænum, að það væri nauðsynlegt að bjóða ferðamönnum upp á leiðsögu um bæinn okkar. Svo datt út úr mér á fundi einn daginn að ég væri að hugsa um að fara út í þetta og ég var auðvitað bara tekin á orðinu. Þá var ekki aftur snúið.“ og svo sögur af álfum og tröllum og frásögnum úr Islendinga- og þjóð- sögum. Það er ógrynni af sögum sem tengjast nöfhum hér í bænum og ömefhum í nágrenninu.“ Við grúsk sitt notaði Dagbjört bækur sem gefnar hafa verið út og hún gekk einnig manna á milli í bænum til að fá tilfinningu fyrir bæj- arlífinu í gamla daga. „Það hefur heilmikið verið skráð, til dæmis Stykkishólmsbók og Saga Stykkis- hólms. Svo gaf Guðmundur Eggerz út endurminningabók árið 1955, en hann var sýslumaður hér ffá 1905.1 bókinni, sem er mjög skemmtileg af- lestrar, er meðal annars að finna hans framtíðarsýn á bæinn þar sem hann sér fyrir sér brýr á milli eyjanna og rómantískar gondólasiglingar. Það er greinilegt að Guðmtmdur hefur fulla trú á bænum, þó það vissulega sé „íronía“ í þessu hjá hon- um. Varðandi viðtölin, þá var Ing- veldur Sigurðardóttir, að öllum öðr- um ólöstuðum, mér algjör gullnáma. Hún var lengi kennari hér. Hún er hafsjór af ffóðleik og minnug og mundi eftir bæjarlífinu frá því snemma á tuttugustu öldinni.“ Húsin í bænum Hvað æth það sé fyrst og ffemst sem Dagbjörtu finnst hún verða að segja gestum Stykkishólms frá í gönguferðunum? „Húsin hér eru mörg merkileg og hafa áhugaverða sögu að segja. Hólmurinn er nokkuð einstakur því hér höfum við all heil- Hœgt er aó segja margar sögur afhtísumim í Hólminum. steypta mynd af gömlum bæ. Sum húsanna eru mjög gömul, eða ffá fyrri hluta 19. aldarinnar og eru mörg þeirra byggð fyrir aldamót tuttugusm aldarinnar. Venjulega er ekki svona mikið af það gömlum húsum í einum og sama kaupstaðn- um.“ Eitt er það sem kom á óvart, en það var að þegar þorpið var að byggjast voru það greinilega á- kveðnir menn sem réðu því hverjir byggðu hér þurrabúðir og kot. Þess- ir menn voru kaupmenn og embætt- ismenn og höfðu umboð fyrir kon- ungsjarðir. Hér bjó því tiltöluleg stöndugt fólk og síðan komu hingað læknar og aðrir vel stæðir einstak- lingar, þó að vissulega hafi fátæktin aukist þegar ffam liðu stundir,“ seg- ir Dagbjört. „Það er mjög skemmtilegt að lesa tun þessa uppbyggingartíma hér í Stykkishólmi. Það eru til myndir af fólki í garðveislum með sérrí og fin- erí og maður trúir því varla að þetta séu íslendingar. Um aldamót nítj- ándu og mtmgusm aldarinnar var til dæmis haldin mikil og fin veisla þar sem dansað var til klukkan sjö tun morguninn. Það er til saga ungrar stúlku sem fór í veisluna og dansaði svo mikið að skórnir hennar eyddust upp. Þannig að það var ekki mikil eymd hér í bænum, eins og því mið- ur var svo landlæg, enda var gott að búa hér og alltaf hægt að sækja sér björg í sjóinn og eyjamar.“ Húsin í bænum eru því að mati Dagbjartar fjársjóður bæjarbúa. Þau geyma sögu bæjarins og fólksins sem í honum bjó. „Þau heita mörg nöfnum efdr þeim sveitabæjum sem fólkið yfirgaf þegar það flutti hingað í kaupstað- inn. Hér er Narfeyri, Staðarfell, Amarbæli, Hnúkur og mörg, mörg fleiri. Þetta er auðvitað ekki erfitt að skilja, að fólk hafi viljað halda í eitt- hvað frá heimahögunum." Helgafellssveitin er gullnáma Saga Stykkishólms tengist þó ekki aðeins þessum gömlu og fallegu hús- um heldur er hún mótuð af um- hverfinu. „Það er auðvitað hafið sem skapar söguna okkar hér, eins og á mörgum stöðum á Islandi. Við eig- um ótal sögur af svaðilförum sjó- manna, ömefhi sem þeim tengjast og í flestum fjölskyldum er einhver harmur tengdur hafinu því margir skipsskaðar urðu fyrr og síðar þar sem margir sjómenn týndu lífi sínu.“ Það em sennilega ekki margir sem andmæla Dagbjörtu þegar hún segir bæjarstæðið fallegt. Htín segir það mótast af andstæðum. ,Já, mér finnst það sérstakt. Við höfum sjóinn og svo þessar háu klettaborgir með dölum inn á milli. Svo segi ég ferða- mönnum alltaf frá sólarlaginu hér. Þegar sólin rétt tyllir sér á hafsbrún- ina og sest á bakvið fjöllin fyrir vest- an og allur Breiðafjörðurinn logar, þá er það er fegursta sólarlag sem ég hef séð og er ég ekki ein um þá skoð- un.“ Ferðaþjónusmaðilar hafa eins og áður sagði lagt mikla áherslu á að byggja greirúna upp í Stykkishólmi og þar er margt í boði fyrir gesti. Dagbjört segir auk þess margt hægt að gera í sögutengdri ferðaþjónustu á þessum slóðum. „Við sitjum nú á gullnámu hér sem er Helgafells- sveitin. Hér eigum við sögu klaust- ursins alveg aftur í fomöld. Þetta svæði hefur verið sorglega lítið rannsakað af fornleifaffæðingum og öðram ffæðimönnum. Ef einhver vildi nú bara taka sér tak og gera svipað á þeim slóðum og gert hefúr verið á Njáluslóðum og er nú í far- veginum í Borgamesi þá væri hægt að gera góða hluti. Sögusvið Eyr- byggju er jú hér um slóðir og Eyr- byggja er miklu skemmtilegri en Eg- ils saga,“ segir Dagbjört kankvís. Ædar að ganga áfram Gönguferðimar um bæinn em að sögn Dagbjartar nokkuð fastar í sniðum þó að hún lagi þær nokkuð að því hvernig hópurinn er samsett- ur. „Offast legg ég af stað ffá höfh- inni, geng í gegnum bæinn og enda uppi á Þinghúshöfða þar sem bóka- safnið er. Yfirleitt tekur gönguferðin svona 45 mínútur til eina klukku- stund. Frá Þinghúshöfðanum er ó- viðjafnanlegt útsýni yfir Breiðafjörð- inn og Stykkishólm og þar er hægt að segja margar sögur og ég skil hópana yfirleitt efrir þar.“ Það er á- kveðinn munur á því sem landanum finnst skemmtilegt að heyra og svo hvað erlendum ferðamönnum finnst spennandi. ,Já, ég reyni að finna út hvað fólki finnst gaman að fá að vita. Islendingimum segi ég frá sögu bæj- arins, karakterum úr bæjarlífinu og sögu húsanna á meðan údendingun- um finnst mjög spennandi að heyra þjóðsögur; álfa- og tröllasögur. Eg segi þeim ffá flóði og fjöru og hvemig eyjamar fengu nöfn sín. Hér era straumar sem heita Knarrar- brjótur og Mannsbani svo dæmi séu tekin. Þeir em að sjálfsögðu forvitn- ir að heyra um þessi skrýtnu nöfn og hvemig þau em tilkomin. Einnig segi ég ferðamönnum ffá því hvað er að gerast í bænum í dag því þetta er Hfandi bær.“ Hópamir sem Dagbjört fer með um bæinn em ffá því að vera fimm eða sex manna og upp í það að vera farþegar úr heilu rútunum. Hún segist hafa ánægju af sögu- göngunum og segist æda að ganga á- ffam. „Þetta var mjög skemmtilegt, að hitta fólk og tala við það og ég stefhi að því að halda þessu áffam. Það gæti orðið meira úr þessu hjá mér ef mér tekst að kynna þetta bet- ur. Eg fór nú af stað með þetta án þess að auglýsa mikið þannig að þetta er enn óuppgötvað ef svo má segja. Þó að það hafi ekkert verið mjög mikið að gera í þessu í sumar þá var þetta mjög skemmtilegt og fólkið virtist kunna að meta ferðim- ar.“ Verslunarmiðstöðin Sjávarborg Sjávarborg, versltm Dagbjartar er að hennar sögn fyrst og fr emst bóka- búð. Hún segist sjálf vera mikill bókaormur og grúskari. Eftir alla heimildavinnuna þá er spumingin bara hvort hún vilji ekki skrifa bók og gefa út? „Nei, ég held ég fari nú ekki út í það. Mér finnst meira gam- an að lesa bækurnar og svo er gaman að rölta um með fólkinu og ég reyni að standa mig ágædega í því. Núna er jólabókaflóðið að heijast og þá er ég í essinu mínu. Eg hef verið smá- vegis með bókakynningar hér í bæn- um og það er eitthvað sem mér finnst líka mjög gaman, en því mið- ur er tíminn af skomum skannnti." Þau hjónin hafa rekið Sjávarborg síðan 1994, Eyþór er auk þess sjó- maður. I versluninni, sem er byggð á gömlum gmnni, er margt á boðstólnum. „Eg vil nú bara kalla verslunina svona „Afini-Mall“, því þar er hægt að finna allt milli himins og jarðar. Til dæmis finnst fólki úr Reykjavík hún mjög forvitnileg og skemmtileg því það er erfitt að finna svona búðir þar í dag. Eg sel handa- vinnuvörur, garn, gjafavöm, leik- föng, tölvuvöru og er komin með umboð fyrir síma. En ég vil samt fyrst og fremst hafa Sjávarborg bóka- og ritfangaverslun.“ Veit einhver um álagablettinn? Efrir alla þessa heimildavinnu, er eitthvað um Stykkishólm og nánasta umhverfi bæjarins sem Dagbjört veit ekki? ,Jú margt og mikið, en það er eitt sem mig langar mjög að vita meira um og hef ekki enn getað fundið útskýringu á. Það er álaga- blettur í landi Ness, sem er utanvert hér í bænum, en ég ólst upp rétt þar hjá. Þetta er h'til þúfa og núna er búið að girða blettinn og það hefúr enginn getað sagt mér frá þessu. Guðmundur Finnsson bóndi í Nesi lét aldrei slá þennan blett og við máttum ekki leika okkur þar sem börn. Eg lýsi hér með eftir upplýs- ingum um hann!“ GG

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.