Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 2005 Tengivagn á bíl MELASVEIT: Tengivagn valt í Skorholtsbrekkunni í Leirár- og Melasveit snemma sl. mánudags- kvöld og lenti á kyrrstæðri fólks- bifreið sem þar var í vegarkanti. Við það festist ökumaður fólks- bifreiðarinnar, sem var ung kona, inni í bílnum. Kallaðir voru til tækjabílar frá slökkviliðtmum á Akranesi og í Borgarnesi til að- stoðar við að losa konuna úr bílnum. Hún var flutt á sjúkra- húsið á Akranesi til aðhlynningar en meiðsl hennar voru ekki al- varleg og taldi vakthafandi lækn- ir á SHA það ganga kraftaverki næst hversu vel konan slapp og undir það tóku slökkviliðs- og sjúkraflutngamenn sem Skessu- horn ræddi við. Morgun sama dags fóru tveir bílar út af Vestur- landsvegi í námunda við Skor- holt. Engin slys urðu á fólki. Minniháttar skemmdir á öðrum bílnum. -mm Móti samræmd- um prófum LANDIÐ: Vinstrihreyfingin - grænt ffamboð leggst gegn sam- ræmdum stúdentsprófúm í fram- haldsskólum. I tilkynningu frá VG segir m.a: „Eins og orðalagið gefúr til kynna gera samræmd próf nám- ið í framhaldsskólunum einsleitara auk þess sem aðeins er prófað í fáum greinum sem fá þá aukið vægi á kostnað annarra." Þá vilja Vmstri grænir meina að samræmd próf muni njörva skólana niður í sama far og reynslan sýni að brátt gæti kennslan farið að snúast um prófin en ekki um námið sem slíkt. „Vinstri grænir krefiast þess að horfið verði af braut miðstýringar og samræmingaráráttu sem ein- kennt hefur menntastefnu núver- andi ríkisstjórnar,“ segir loks í tillkynningu frá hreyfingunni. -mm Sögunemar í ferðalag AKRANES: í byrjun október lögðu 13 nemendur ásamt kenn- urum við Fjölbrautaskólann á Akranesi upp í söguferð tdl Dan- merkur og Svíþjóðar. Ferð þessi var hluti af námsskrá söguáfang- ans Norðurlandasaga. Fyrst var haldið til Kaupmannahafnar þar sem danska Þjóðminjasafnið var skoðað. Þaðan var svo ferðinni heitið til Svíðþjóðar og háskóla- bærinn Lundur heimsóttur ásamt framhaldsskólanum í Almhult. Ferðinni lauk með viðkomu í Kal- mar í Svíþjóð þar sem m.a. Kal- markastali var skoðaður. -bg Geðorðin tíu SKILMANNAHREPPUR: Hreppnefnd Skilmannahrepps samþykkti fyrir skömmu að panta 50 eintök af bæklingnum Geð- orðin 10 og dreifa þeim á öll heimili í hreppnum. Lýðheilsu- stöð gaf bæklinginn út og mæltist til þess við sveitarfélögin í landinu að honum yrði dreift á öll heimili. -bj Vilja ekld öryggisnet fyúr nýjan bæjarstjóra Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórn Akraness treysta sér ekki til þess að samþykkja ráðn- ingarsamning Guðmundar Páls Jónssonar verðandi bæjarstjóra á Akranesi vegna ákvæða um bið- laun. Sem kunnugt er lætur Gísli Gíslason af störfum bæjarstjóra á Akranesi um næstu mánaðamót. I hans stað var Guðmundur Páll Jónsson forseti bæjarstjórnar og starfsmannastjóri HB-Granda hf. ráðinn bæjarstjóri til vors. I viðtali við Skessuhorn fyrir nokkru sagði Guðmundur Páll að hann hefði fengið leyfi frá störfum sínum í HB-Granda og ætti því afturkvæmt í það starf. A bæjarráðsfundi 20. október var lagður fram ráðningar- samningur við Guðmund Pál frá 1. nóvember 2005 til 30. júní. Bæjar- -------------7»----------------------- ráð, sem í þetta skipti var eingöngu skipað varamönnum, samþykkti samninginn með atkvæðum Krist- jáns Sveinssonar og Magnúsar Guðmundssonar fulltrúa meiri- hluta bæjarstjórnar. Guðrún Elsa Gunnarsdóttir fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar sat hins vegar hjá við atkvæðagreiðsluna. A fundi bæjarstjómar 25. októ- ber kom ráðningarsamningurinn til staðfestingar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Sig- urðsson, Guðrún Elsa Gunnars- dóttir, Sæmundur Víglundsson og Þórður Þ. Þórðarson lögðu fram svohljóðandi bókun: „I ráðningar- samningi Guðmundar Páls Jóns- sonar sem bæjarstjóra Akranes- kaupstaðar er ákvæði um þriggja mánaða biðlaun eftir að ráðningar- tíma hans lýkur þann 30. júní 2006. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi geta ekki samþykkt þennan ráðningarsamning vegna þess að Guðmundur Páll Jónsson fékk launalaust leyfi ffá starfi sínu hjá HB-Granda hf. til að gegna starfi bæjarstjóra Akraneskaupstað- ar og getur því gengið beint inn í fyrra starf sitt að loknum ráðning- artíma sem bæjarstjóri. Vegna þess er ástæðulaust að Guðmundur Páll Jónsson hafi öryggisnet af hálfu Akraneskaupstaðar." Ráðningasamningur Guðmund- ar Páls var síðan borinn upp í bæj- arstjóm og greiddu fiórir bæjar- fulltrúar honum atkvæði en Guð- mundur Páll bókaði að hann tæki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni vegna vanhæfis. HJ Uthlutunarreglur byggðakvóta í Hólminum Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt samhljóða með hvaða hætti byggðakvóta þeim er í hlut sveitarfélagsins kom fyrir skömmu verður úthlutað. Sem kunnugt er komu 210 tonn í hlut bæjarins. I reglunum segir að út- hluta skuli kvótanum milli þeirra útgerða sem áttu aflahlutdeild í hörpudiski þann 1. september 2005 og stunduðu skelveiðar í Breiða- firði á síðustu tveimur skelvertíð- um. Þá verða bátarnir að hafa verið skráðir í Stykkishólmi 31. október 2005 og skiptist kvótinn á gmnd- velli aflahlutdeildar í hörpudiski fiskveiðiárið 2005/2006. Byggðakvótann þarf að veiða á bátum skráðum í sveitarfélaginu, landað þar og þar skal aflinn unn- inn. Þá er útgerðum skylt að leggja til aflaheimildir að lágmarki til jafns við úthlutaðan byggðakvóta, sem einnig verði unnin í fiskvinnslu í bæjarfélaginu. I ágústlok 2006 skulu útgerðir þeirra skipa er fá út- hlutun skila inn upplýsingum til Stykkishólmsbæjar, um nýtingu hans. HJ Niðurstöður búreikninga liggja fyrir Árleg skýrsla Hagþjónustu land- búnaðarins um uppgjör búreikn- inga í hefðbundnum greinum land- búnaðar fyrir árið 2004 er komin út. I heild bámst bókhaldsgögn frá 381 búi víðsvegar að af landinu en til uppgjörs nýttust gögn frá 346 búum. Búin í uppgjörinu fram- leiddu 28,3% mjólkur sem lögð var inn í afurðastöðvar á landinu á ár- inu 2004 og 13,2% kindakjöts. Skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu Hagþjónustunnar á vef- slóðinni: www.hag.is Samkvæmt samanburði sömu búa (135 bú) vora heildartekjur á sérhæfðum kúabúum að meðaltali 15.190.000 krónur 2004 sem er 8,3% aukning ffá fyrra ári. Hagn- aður fyrir laun eigenda nam að meðaltali 1.929.000 krónum sem er 3,3% aukning milli ára. Innlegg mjólkur í afurðastöð nam 150.334 lítrum sem er 5,4% aukning frá fyrra ári. Meðalbúið var með 33,8 mjólkurkýr að meðaltali sem er nánast óbreyttur bústofn saman- borið við fyrra ár, er fiöldi mjókur- kúa var 33,7. Samkvæmt samanburði sömu búa (53 bú) vom heildartekjur á sérhæfðum sauðfiárbúum að með- altali 4.158.000 krónur 2004 sem er 5,6% aukning frá fyrra ári. Hagn- aður fyrir laun eigenda nam að meðaltali 996.000 krónum sem er 3,8% aukning milli ára. Innlegg kindakjöts í afúrðastöð nam 6.461 kílóum sem er 12,3% aukning frá fyrra ári. Meðalbúið var með 312,1 vetrarfóðraða kind sem er nánast ó- breyttur bústofn samanborið við fyrra ár, er fiöldi vetrarfóðraðra kinda var 311,7. MM Með riffil á rjúpnaveiðum „Við vorum vestur í Dölum nú um helgina og fengum góða veiði, samt var maður bara með riffil á veiðunum, það er svo miklu skemmtilegra núna,“ sagði Þórarinn Sigþórsson, veiðimaður og tann- læknir í samtali við blaðamann nú í vikubyrjun. Aðrir veiðimenn sem vom á svipuðum slóðrnn í Dölunum fengu 12 fugla og höfðu á orði að fughnn hafi verið styggur. Fregnir bárast af Jóhannesi Kristjánssyni sem var á veiðislóðum á Snæfellsnesi og fékk 10 rjúpur eftir daginn. Tveir veiðimenn vom á Bröttubrekku og fengu 15 fúgla. Veiðimenn hafa víða fengið ágæta rjúpnaveiði og aflatölur em nokkuð góðar víða í landshlutanum. Asókn- in er því greinilega mikil efdr langt veiðibann. Fróðir menn telja að nú sé a.m.k. búið að skjóta á milli 5 og 6 þúsund fúgla það sem af er veiði- tímabilsins. GB Tóta timn fmnst skemmtilegast aó veiða rjúpuna með riffli. Spuming hvort þaS se' þá rjúpnagúllash í matinn hjá honum ájólunum! Enn er einn sem hand- mjólkar LANDIÐ: Landssamband kúa- bænda hefur tekið saman gögn um þróun í fiósbyggingum síð- ustu tvö ár, en sambærileg könnun var gerð haustið 2003. Fram kemur í niðurstöðum að fiósum hefur fækkað um 111 á þessum tveimur áram, úr 873 í 762 og lækkar hlutfall básafiósa úr 86% í 77%. Hlutfall legu- básafiósa með mjaltaþjónum hefur hækkað gríðarlega mikið, eða úr 1,3% af heild haustið 2003 í 5,4% nú í október 2005 og er með því hæsta sem gerist í heiminum. Þá vekur verð- skuldaða athygli að enn er einn kúabóndi hér á landi sem hand- mjólkar kýr sínar og 16 til við- bótar eru með fötukerfi við mjaltir. -mm Embla í menntaskóla- nefiid BORGARFJÖRÐUR: Hrepps- nefnd Borgarfiarðarsveitar hef- ur tilnefnt Þórvöm Emblu Guðmundsdóttur til að vinna fyrir hönd hreppsins með starfshópi þeim er undirbýr stofnun menntaskóla í Borgar- nesi. Hópinn skipa fulltrúar frá Borgarbyggð, Viðskiptaháskól- anum á Bifröst og Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri. I bókun hreppsnefndar kemur fram að nefndin treysti því „að við skipulag skólans, bæði hið ytra og innra, verði við það miðað að hann sinni vel ung- lingum svæðisins," eins og seg- ir orðrétt í bókun nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn em Agúst Sigurðsson, rektor LBHI, Run- ólfur Agústsson rektor Við- skiptaháskólans og Helga Hall- dórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar. -hj Forsetaembætt- ið til Samfylk- ingarinnar AKRANES: Kristján Sveins- son, bæjarfulltrúi Samfylking- arinnar var í síðustu viku kos- inn forseti bæjarstjórnar Akra- ness með átta samhljóða at- kvæðum. Tekur hann við for- setaembættinu af Guðmundi Páli Jónssyni sem ráðinn hefur verið bæjarstjóri. Hefur emb- ætti forseta því færst frá Fram- sóknarflokknum við ráðningu nýs bæjarstjóra. Þá var Agústa Friðriksdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar kjörin vara- forseti. Magnús Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins var kjörinn í bæjarráð í stað Guðmundar Páls. -hj mm SKESSUHÖ WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miövikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þribjudögum. Auglýsendum er bent á a& panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þribjudögum. Blabið er gefiö út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og f lausasölu. Áskriftarver& er 1000 krónur meb vsk. á mánubi en krónur 900 sé greitt meb greibslukorti. Verb í lausasölu er 300 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 alla virka daca Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blabamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritarar: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Ófeigur Gestsson 892 4383 sf@simnet.is Augl. og dreifing: Iris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Gubrún Björk Fribriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.