Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 15
^■Usvnvnl I MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 15 Stjóm SSV var endurkjörin áfundinum. Hér er hún ásamt Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og starfsmömnum SSlj þeim Ólafi Sveinssyni og Hrefnu B Jónsdóttur. efni stefnir með rekstur fjölmargra dvalar- og hjúkrunarheimila ef dag- gjöldin verða ekki leiðrétt. Svæðisútvarp Þá samþykkti fundurinn að beina því til stjómvalda að komið verði á fót svæðisútvarpi fyrir Vesturland og krefst þess að Vesturland sitji við sama borð og aðrir landshlutar þar sem starfrækt er svæðisútvarp. Svæðisútvarp starfar nú í öllum landsfjórðungum nema á Vestur- landi. Því er afar brýnt að tryggja hlut Vesturlands í umfjöllun ríkis- fjölmiðla. Menntun og málefhi fatlaðra I menntunarmálum var fagnað vel heppnuðu fyrsta starfsári Fjöl- brautaskóla Snæfelhnga og lögð á- hersla á áffamhaldandi eflingu skól- ans. Fundurinn studdi ffamkomnar hugmyndir Borgfirðinga um stofn- tm ffamhaldsskóla í Borgamesi enda væra þær hugmyndir í anda tillagna í drögum að vaxtarsamningi fyrir Vesturland. Lögð var áherslu á áffamhaldandi öflugan stuðning við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi sem sinnt hefur með sóma hlut- verki sínu sem aðalffamhaldsskóli landshlutans undanfarin ár. Sérstak- lega er mikilvægt að efla stuðning við verknám á Akranesi þannig að nemendur af Vesturlandi þurfi ekki að leita í aðra landshluta eftir þeirri þjónustu. Viðskiptaháskólanum á Bifföst var óskað tdl hamingju með Rannsóknarmiðstöð Viðskiptahá- skólans sem hóf formlega störf fyrr á þessu ári og lýst var ánægju með það samstarf sem þegar á sér stað milli SSV og RVB og væntir góðs árang- urs af því í ffamtíðinni. Fundurinn samþykkti að láta gera úttekt á stöðu á málefhum fatlaðra á Vesturlandi með það að markmiði að sveitarfélög yfirtaki málaflokkinn að fullu sem til- raunaverkefni. Atvinnu- og orkumál Varðandi atvinnuþróunarverk- efni lögðu fundarmenn áherslu á mikilvægi atvinnuþróunarstarf- seminnar og töldu hana einn af hornsteinum þess að atvinnustarf- semi á landsbyggðinni eflist. Þá var fagnað gerð vaxtarsamnings við Vesturland. Varðandi orkumál samþykkti fundurinn að skora á stjórnvöld að vinna gegn hækkun raforkuverðs í kjölfar breytinga á raforkulögum. „H®kkandi raforkukostnaður hef- ur veruleg áhrif fyrir einstaklinga og atvinnurekstur. Brýnt er að fylgjast vel með þeirri þróun sem á sér stað á raforkumarkaði og auka niðurgreiðslur til húshitunar." Þá lýsti fundurinn yfir ánægju sinni með aukna starfsemi orkufyrir- tækja sem hafa stuðlað að lækkun orkuverðs á Vesturlandi. Víða hef- ur tekist að lækka orkuverð veru- lega til heimila og atvinnulífs á undanförnum misserum. Hágengi og peningastefna Fundurinn lýsti yfir þungum áhyggjum af háu gengi íslensku krónunnar fyrir starfsemi og afkomu útflutningsatvinnuveganna, sérstak- lega sjávarútvegs og ferðaþjónustu. Mikil þensla sé í íslenska hagkerfinu, drifin áffam af stóriðjuffamkvæmd- um og stórauknum útlánum pen- ingastofnana, skortur er á vinnuafli og hátt gengi heldur uppi kaup- mættd. Mikill vaxtamunur við út- lönd hefur leitt til aukins flæðis fjár- magns til landsins sem þannig hefur styrkt gengi íslensku krónunnar. Peningastefha Seðlabankans dugar ekki ein og sér tdl að ná tökum á þessum aðstæðum. Brýnt er að hið opinbera gætd aðhalds í rekstri. Stuðningur við vaxtarsvæði Aðalfundurinn fagnaði gerð Byggðaáætlunar 2006 - 2009 og á- lyktaði að tekið hafi verið tillit til flestra ábendinga frá Vestlending- um við gerð hennar. Itrekað var að eitt af meginmarkmiðum byggðaá- ætlunar verði að styðja við vaxtar- svæði á landsbyggðinni til að tryggja það að áhrif byggðaáætlun- arinnar verði sem viðtækust. Því taldi fundurinn að markmið Byggðaáætlunarinnar eigi m.a. að vera að treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni með því að efla þau byggðarlög sem hafa mest að- dráttarafl fyrir fólk og bestu möguleikana til uppbyggingar at- vinnulífs, skóla, menningarlífs og opinberrar þjónustu. Mörg samgöngumál bar á góma Varðandi samgöngumál fagnaði aðalfundurinn lækkun gjalds í Hvalfjarðargöng, ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að þétta GSM netið og fagnaði jafnffamt þeim framkvæmdum sem orðið hafa að veraleika á síðustu árum, eins og í- búar og gestir Vesturlands hafa kynnst og fundið fyrir, eins og nýj- um vegi í Húsafell, um Kolgrafar- fjörð og langþráðum framkvæmd- um um Útnesveg og Svínadal í Dölum. Varðandi ffamtíðina var lögð á- hersla á nauðsyn þess að viðhalda því vegakerfi sem nú þegar hefur verið byggt upp, nauðsyn þess að meira fjármagn verði veitt í safhvegi, tengi- vegi og styrkvegi og að hraðað verði enn ffekar uppbyggingu þjóðvegar 1 í Norðurárdal, eins og kostur er. Þá var áhersla lögð á að lagt verði fjár- magn í að ljúka uppbyggingu vegar um Fróðárheiði, lagfærinu gama- móta Varmalands og Borgarfjarðar- brautar, haldið áfram uppbyggingu á Skorradalsvegi, lögð verði aukin á- hersla á að lagt verði bundið shtlag á helstu tengivegi á Vesturlandi og að tryggt verði nægt fjármagn til áffam- haldandi lagfæringa á þjóðvegi 1 í gegnum Borgames og tál uppbygg- ingar á aðreinum að þjóðvegi 1 við Brúartorg. Einnig lögðu fundar- menn áherslu á að tryggt verði fjár- magn til girðinga meðffam öllum þjóðvegum landsins og veghaldara verði skylt að sjá um viðhald á ölltun girðingum meðfram vegum sem hafa meira en 300 SDU (Sumar- dagsumferð). Þá var gömul saga endursögð, þ.e. að virðisaukaskattur verði afnuminn af gjaldtöku um Hvalfjarðargöng. Skuggagjald verði skoðað Aðalfundurinn hvatti auk þess stjórnvöld tdl að halda áfram við endurbætur á vegi milli Vestur- og Suðurlands um Uxahryggi og Lund- arreykjadal, að hugað verði að úr- bótum vega á Skógaströnd, Fells- strönd og á Laxárdalsheiði, farið verði betur í undirbúningsranns- sóknir á vegstæði yfir Grunnafjörð, að þjóðvegi nr. 502 (Svínadalsvegur) og 504 (Leirársveitarvegur) verði endurbyggðir með bundnu slitlagi og lögð áhersla á að Vegagerðin, heimamenn og þingmenn nái sam- komulagi um forgangsröð. Þá var hvatt til að þjóðvegur milli Þverár- hlíðar og Hvítársíðu verði endur- byggður, að gert verði átak við gerð hjáreina á þjóðvegi 1 við fjölfarin gatnamót eins og t.d. við minni Hvalfjarðaganga og Borgarfjarðar- braut við Seleyri og að áfram verði unnið að átaki við fækkun einbreiðra brúa, en jafhffamt er bent á nauðsyn þess að endurbyggja þær brýr sem ekki þola núverandi umferðarþunga. Aðalfundurinn fagnaði ákvörðun líkisstjórnarinnar að verja hluta af söluandvirði Símans til að byggja Sundabraut og þeirri ákvörðtm að leggja Sundabraut í einu lagi alla leið upp á Kjalames í einkaffamkvæmd enda verði farin leið skuggagjalds. Með skuggagjöldum er átt við leið í einkaffamkvæmd sem er vel þekkt erlendis, en hefur ekki verði notuð hér á landi, þar sem eina einkaffam- kvæmdarverkefnið í samgöngumál- um (Hvalfjarðargöngin) var unnið með leið notendagjalda. Með skuggagjöldum er átt við að ríkið greiði þeim sem byggir og rekur mannvirkið ákveðið gjald sem ræðst af notkun þess. I tilviki Sundabraut- ar gæti skuggagjald til að mynda falist í ákveðinni greiðslu ríkisins fyrir hvem bíl sem æki um veginn. Umferðarmiðstöð í Borgames Varðandi almenningssamgöngur skoraði fundurinn á stjórnvöld að tryggja öflugar almenningssam- göngur um Vesturland og benti á mikilvægi þess að komið verði á umferðarmiðstöð í Borgarnesi sem stuðlað geti að samræmdum áætl- anaferðum sem leiddu til bættra al- menningssamgangna innan Vest- urlands sem og við aðra lands- hluta. Með góðu aðgengi að miðlægri umferðarmiðstöð í Borgarnesi og góðu skipulagi hópferðaáætlana þar um, má bæta aðgengi ferða- manna að Vesturlandi og íbúa svæðisins að því að nýta möguleika almenningssamgangna. Til þess að almenningssamgöngur verði áhugaverður valkostur þarf að tryggja tíðni ferða og ferðahraða. MM SÍXIXG - BASAR - KAFFISALA Hinn árlegi basar Dvalarheimilinsins verður haldinn laugardaginn 5. nóvember 2005 kl. 16.30. Munimir verða til sýnis kl. 15.00 - 16.30. Kaffisala verður á staðnum kl. 15.00 - 17.30. Sala á basar hefst kl. 16.30 * Agóði afkaffisölu rennur íferðasjóð heimilisfólks. Allir hjartanlega velkomnir. Dvalarheimili aldraðra - Borgarnesi ,&vl\\starskólinn á Akra(,e 50 ara í tilefni þessara tímamóta verða nemendur og kennarar skólans með ýmsar uppákomur í vetur. Við byrjum veisluna á afmælisdaginn 4. nóvember með því að nemendur, kennarar og velgjörðarmenn skólans safnast saman í sal skólans kl. 14 þar sem boðið verður upp á afmælisköku. Aðrir viðburðir tengdir skólanum í nóvember: • 4. nóvember - Vökudagar hefjast. • 6. nóvember kl 20:30 í Bíóhötlinni minningartónleikar um Karl J. Sighvatsson. • Dagana 7. til 11. nóvember verða nemendur að leika tónlist á ýmsum stöðum í bænum. • 10. nóvember kl 20:30 í Bíóhöllinni tónleikar Þjóðlagasveitar og Stebba og Eyfa • 11. nóvember óperettan "Gestur - síðasta máltíðin" eftir Gaut G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson sem eru fyrrverandi nemendur skólans. • 14. nóvember "Þrír gítarar" á sat skólans kl.20. Jón Páll Bjarnason glímir við tvo gítarleikara af yngri kynslóðinnj þá Eðvarð R. Lárusson (Edda Lár) og Ásgeir Ásgeirsson. Fleiri atburðir verða auglýstir síðar. Fylgist með á nýrri heimasíðu skólans www.toska.is ISKOLINN Á AKRANESI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.