Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 IM. ■■ | Drottningar dagsins, keppendur í dragi. Skammhlaup í FVA Síðastliðinn föstudag var haldið árlegt skammhlaup í Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi. Langflestir nemendur skólans tóku þátt í hinum ýmsu greinum. Dagurinn hófst með skrúðgöngu að íþróttahúsinu við Vestur- götu þar sem að nemendur kepptu í íþróttum, fimess, reiptogi og fleiru. Keppnin fluttist svo yfir í skólann þar sem keppt var í bóklegum greinum. Að þeim loknum fór fram keppni í dragi, hópsöng og kappáti á sal skólans. Auk þessara keppn- isgreina spilaði hin sívinsæla hljómsveit The Teachers fyrir nemendur og kennara en að þessu sinni hafði þeim Hljómsveitin IrontKnov). borist liðsauki og kallaðist hljóm- sveitin The teachers and a student. Seinna um daginn fór fram árleg tónlistarkeppni NFFA sem að þessu sinni bar nafnið Partýrokk. Fjöldi hljómsveita hefur oft verið meiri en engu að síður voru margir ffam- bærilegir hljóðfæraleikarar sem stigu á stokk. Sigurhljómsveitin bar nafnið Something beyond og var hún skipuð ungum drengjum af Akranesi, í öðru sæti var hljóm- sveitin Ypsilon og í því þriðja The Band. Something beyond hafði einnig á að skipa besta trommuleik- aranum; Jóhanni Aðalsteini Arna- syni, besta bassaleikaranum; Birni Breiðfjörð og besta gítarleikaran- um; Sigurði Bachmann. Besta söngkonan var valin Ylfa Flosadótt- ir söngkona í hljómsveitinni Ypsilon. Einnig fékk hljómsveitin Faital Exorcism verðlaun fýrir besta sviðsframkomu og Kristján Ingi Arnarson metalnikkuleikari hljómsveitarinnar fékk verðlaun fýrir besta aukahljóðfæraleikarann. Dagurinn endaði á stórdansleik á sal skólans þar sem hljómsveitin Papar lék fyrir dansi. ÞGB Gatnagerð, slápulag og sorpmál í Grundarfirði Á fundi bæjarráðs Grundarfjarð- ar þann 26. október sl. og á fundi umhverfisnefndar viku fýrr var kynnt tillaga um gatnagerð í Fella- brekku. Um er að ræða nýjan botn- langa, sem kemur í framhaldi af nú- verandi hluta Fellabrekku. Á næstu dögum verður tillagan kynnt íbú- um í nágrenninu. Búið er að út- hluta öllum lóðum við botnlang- ann, samtals fýrir sjö hús og munu áform vera um byggingar á næsta ári. Arkitektastofan Zeppelin, Orri Árnason og félagar, munu í byrjun nóvember kynna skipulagshópi bæjarins fýrstu hugmyndir sínar og grófar tillögur, sem eru liður í vinnu þeirra við tiltekin skipulags- verkefni bæjarins. Verkefnin felast nánar tiltekið í því að endurhanna miðbæ, skipuleggja íþrótta- og skólasvæði, nýtt hverfi við vestan- verða Grundargötu og íbúðahverfi í Grafarlandi. Eins og fyrr segir er um fýrstu hugmyndir að ræða, sem lagðar verða fýrir skipulagshópinn til skoðunar og athugasemda, áður en lengra verður haldið í vinnunni. Unnið er að útboði sorpmála, þ.e. sorphirðu og rekstri og fram- kvæmdum við uppbyggingu sorp- móttökustöðvar. Grundarfjarðar- bær fékk Ríkiskaup til að annast gerð endanlegra útboðsgagna og til að sjá um útboðið og val verktaka skv. því. Samhliða fer fram verk- ffæðihönnun og gerð verklýsingar á framkvæmdum við byggingu móttökustöðvarinnar, en Teikni- stofan Eik hafði hannað svæðið. Gert er ráð fýrir að Rikiskaup verði tilbúin með gögn til útboðs í lok nóvember. Af grundarfjordur.is Ungfrú Rebekka í Arnardal Dragkeppni var njlega haldin í œskuljðsmiðstöðinni Amardal á Akranesi. Keppnina sigraði ungjrú Rebekka en það voru stóllumar Eyrún og Lilja sem umbreyttu Eggert Kára í þessa líkafríðu þokkadís. Fyrir sinn snúðfengu þau öll bíómiða frá Bíóhóllinni. Auk þessfengu sigurvegaramir boðsmiða í mat í Skútunni. Um byggða- og atvinnumál Byggðin og búsetan út til stranda og inn til dala er ein af hinum dýru auðlindum þessa lands. Hún er ein af mikilvægum forsendum fyrir fjölbreyttu mannlífi og tryggir verndun og sjálfbæra nýtingu auð- linda landsins á þjóðhagslega hag- kvæman hátt. Þarna gegnir sjávar- útvegurinn, fiskvinnslan og fjöl- þættur landbúnaður lykilhlutverki. Vöxtur og þróun sjálfbærrar nátt- úru- og menningartengdrar ferða- þjónustu byggir á blómlegu at- vinnulífi og byggð um allt land. „Nú þarf að breyta“ var yfirskrift Landsfundar Vmstrihreyfingarinn- ar græns framboðs um síðustu helgi, en þar var ályktað kröftugt um breytta stefnu í byggða- og at- vinnumálum. Efla ber íslenskan land- búnað og treysta byggð í sveitum landsins Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur áherslu á fjölskyldubúið sem grunneiningu í landbúnaði. Fréttir af stórfelldum raðuppkaupum stór- eignamanna og fjármálafýrirtækja á jörðum í búskap og söfnun fram- leiðsluréttar í landbúnaði á fárra hendur er ógn við byggðina til sveita. Slík samþjöppun er andstæð hugmyndum um sjálfbæra þróun og getur stefnt búsetu og öryggi land- búnaðarframleiðslunnar í hættu með ófýrirsjáanlegum afleiðingum fýrir neytendur. Þingmenn Vmstri grænna hafa lagt fram á Alþingi til- lögur sem miða að því að takmarka magntengdan framleiðslustuðning ríkisins við landbúnað að ákveðnu hámarki í bússtærð. Stuðningurinn fari lækkandi á framleidda einingu eftir að ákveðinni bústærð er náð uns hann fellur alveg niður. Þess í stað verði tekinn upp búsetutengd- ur grunnstuðningur þar sem al- mannahagsmunir eins og land- varsla, verndun og endurheimt landgæða og framleiðsla landbún- aðarvara á sjálfbæran og lífrænan hátt fær aukið vægi. Gleðileg ffétt var í vikunni að kjötvinnsla kaupfé- lagsins á Hvammstanga hóf vinnslu á kjöti sem framleitt er á líffænan hátt og er sérstök ástæða til að hvetja neytendur til að styðja það lofsverða ffamtak. Byggðatenging fiskveiðiheimilda og vistvænar veiðar Sjávarútvegurinn og fiskvinnslan er enn sem fýrr einn af höfuða- tvinnuvegum okkar og byggðin og búsetan meðfram ströndum lands- ins hefur byggst á nálægðinni við fiskimiðin. Sjálfbærar veiðar og vinnsla byggja einmitt á því að þannig sé staðið að málum. Bar- áttumál Vinstri - grænna er að hluti fiskveiðiheimilda sé bundinn sjáv- arbyggðunum og megi hvorki selja eða leigja burt. Stöðugt stærri hluti aflans fer óunninn í gámum úr landi. Á síðasta ári nam sá útfluto- ingur nærri 50 þús. tonnum. Þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram á þingi tillögur um að- gerðir sem hvetja til þess að allur fiskur sem ekki fer í eigin vinnslu í heimahöfn fari á markað hér á landi þannig að íslenskar fiskvinnslur geti boðið í hann til vinnslu. En fari fiskurinn í gámum beint á markaði erlendis eiga innlendar fiskvinnslur enga aðkomu að því að bjóða í þann fisk. Heildstæðar rannsóknir á lífríkinu verði forsenda veiðiráðgjafar Loðnuveiðar hófust að marki upp úr 1970 og hafa veiðarnar sum árin numið um og yfir 1 milljón tonna. Áratugum saman fýrr á síðustu öld voru einnig veidd um 500 þús tonn af þorski á Islandsmiðum, sem þá voru ekki aðeins opin íslenskum bátum heldur einnig fjölda stór- virkra erlendra fiskiskipa. Nú er þorskkvótinn einungis um 200 þús tonn og sumum þykir það ofrausn. Hver lífvera er háð annarri og það að vaða skyndilega inn í lífmassann meðfram ströndum landsins og taka þaðan allt upp í milljón tonn af loðnu hlýtur að hafa áhrif. Loðna og síli ýmiskonar eru einmitt aðalfæða þorsksins. Ef loðnan er ofveidd hvað verður þá um fæðu fýrir þorskinn? Sumir telja að hann ráðist þá á innfjarðarækj- una og þess vegna sé hún búin. Hver veit? Gríðarlega stór loðnutroll eru dregin af aflmiklum loðnubátum fram og til baka um loðnumiðin. Það getor enginn fullyrt um hver á- hrif þessi veiðaðferð hefur á lífríkið. Fiskveiðarnar verður að stunda á sjálfbærum grunni Veiðiráðgjöfin á að byggja á heildstæðum rannsóknum á líffíki hafsins og innra samspili lífveranna í hafinu og þá ekki síst áhrifum mis- munandi veiðarfæra. Það sjá allir áhrif jökulánna þar sem þær falla tdl sjávar, gríðarlegur framburður þeirra leirlitar sjóinn langt á haf út og hefur gert um þús- undir ára. Geta menn vænst þess eða fullyrt að það hafi engin áhrif á lífríki sjávarins meðfram ströndinni að stífla jökulárnar og heffa fram- burð þeirra og flóð? Ferðaþjónustan er vaxtargrein sem verður að fá aukið svigrúm Ferðaþjónustan er sá atvinnuveg- ur landsmanna sem vex hvað hrað- ast og skilar mestri aukningu gjald- eyristekna til þjóðarbúsins ár hvert, 35 milljörðum nettó á sl. ári. Þar eigum við mikla möguleika. I ár er talið að um 370 þús ferða- menn komi til landsins og búist er við að fjöldi erlendra ferðamanna geti þrefaldast á næstu 10 árum. Nú eru blikur á lofti, fjölgun ferða manna var 10% í fýrra en um 1% í ár. Tekjur af ferðamönnum minnka aðeins á milli ára. Ríkisstjórnin hef- ur skorið niður framlög til mark- aðsmála. Hömlulaus stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar með háu gengi krónunnar mun að óbreyttu kyrkja vaxtarbrodda ferðaþjónustunnar. „Ferðaþjónustan, mesta vaxtar- grein íslensks atvinnulífs undan- farna áratugi verðskuldar að njóta stuðnings og viðurkenningar í hlut- falli við mikilvægi sitt í þjóðarbú- skapnum,“ segir í stjórnmálaálykt- un Landsfúndar Vinstri - grænna. Jón Bjamason, þingmaður VG

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.