Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVTKUDAGUR 2. NOVEMBER 2005 ^áiiiMinuK. Leikskólinn Skýjaborg á Hagamel. Leikskólagjöld lægst í Skýjaborg Gjöld fyrir leikskólapláss í leik- skólum á Vesturlandi eru í flestum tilfellum mjög keimlík en þó áber- andi lægst í leikskólanum Skýja- borg sem sveitarfélög sunnan Skarðsheiðar reka saman á Haga- mel. Hæst eru gjöldin í Stykkis- hólmi þar sem greiða þarf þriðj- ungi hærra verð en í Skýjaborg. Sú ákvörðun hreppsnefndar Skilmannahrepps að bjóða íbúum gjaldfrjálsan leikskóla til 1. júní á næsta ári hefur vakið nokkra at- hygli enda eru leikskólagjöld tals- verður útgjaldaliður í heimilishaldi fjölskyldufólks. Kannanir hafa sýnt að leikskóladvöl barna er sífellt að lengjast og stór hluti barna er far- inn að dvelja allan daginn á leik- skólum. Því er ekki úr vegi að rýna í gjaldskrár leikskóla á Vesturlandi. Atta tíma leikskóladvöl er ódýrust í Skýjaborg eða 15.940 krónur á mánuði. A Akranesi kostar dvölin 18.816 krónur og í Snæfellsbæ kostar dvölin 19.685 krónur. í Dalabyggð kostar dvölin 20.332 krónur og í Borgarfjarðarsveit 20.375 krónur. Hærra verð þarf að greiða í Borgarnesi, Grundarfirði og hæst er gjaldið í Stykkishólmi 21.600 krónur. Leikskólabörn þurfa að nærast og er kostnaður við fullt fæði lægst í Skýjaborg 4.700 krónur. I Borg- arnesi kostar fæðið 5.648 krónur og í Stykkishólmi 5.900 krónur. Hæst þarf að greiða fyrir fæðið í Dalabyggð og Borgaríjarðarsveit 6.720 krónur. Leikskóladvöl eins barns í átta tíma með fullu fæði er því lægst í Skýjaborg eða 20.640 krónur. A Akranesi er kostnaður- inn 25.149 krónur og í Snæfellsbæ er gjaldið 26.130 krónur. I öðrum sveitarfélögum er kostnaðurinn rúmar 27 þúsund krónur, hæstur í Stykkishólmi 27.500 krónur. Systkinaafsláttur er nánast sá sami í öllum sveitarfélögum eða 25% með öðru barni og 50% með þriðja barni. Foreldrar sem eiga börn í leikskóla spara því á næstu mánuðum verulegar upphæðir nú þegar gjaldfrjáls leikskóli er orðinn að veruleika. Foreldrar með tvö börn á leikskólaaldri spara því á ári ríflega 800 þúsund krónur á ári eða ríflega 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði sé tekið tillit til skatta. Rétt er að taka fram að leik- skólagjöld standa aðeins undir hluta af rekstrarkostnaði leikskóla. I flestum sveitarfélögum er miðað við að gjöldin standi undir fjórð- ungi til þriðjungi af rekstrarkostn- aði. I þessum samanburði er ekkert mat lagt á starfsemi og þá þjónustu sem einstakir leikskólar veita. Þá er einnig rétt að fram komi að í sveitarfélög á Vesturlandi hafa komið vel út í samanburði leik- skólagjalda sveitarfélaga á landinu öllu. HJ Sæmundur til starfa í Búðardal Sœmundur Kristjánsson. Vegamálastjóri hef- ur skipað Sæmund Kristjánsson, oddvita Saurbæinga í stöðu yfirverkstjóra svæðis- miðstöðvar Vega- gerðarinnar í Búðar- dal. Tekur hann við starfi Sigvalda Fjeld- sted þann 1. desem- ber nk. I samtali við Skessuhorn sagðist Sæmundur reikna með því að þetta nýja starf fæli í sér nokkrar breytingar einkum er varðaði eignarhluta sinn í Fóðuriðjunni í Olafsdal. „Þar sem helstu verkefni Fóðuriðjunnar á und- anförnum misserum hafa verið fyrir Vega- gerðina þá verð ég eðli málsins sam- kvæmt að selja eignarhluta minn í fyrirtækinu. Að öðrum kosti sæti ég beggja megin borðsins og það gengur ekki.“ Sæmundur segist reikna með að búa áfram í gamla Saurbæjar- hreppnum. „Það þykir öllum sjálf- sagt og eðlilegt að nemendur úr Saurbæ sæki nám í Búðardal og því skyldi ég þá ekki, maður á besta aldri, geta keyrt þessa tæplega 40 kílómetra leið til vinnu? Maður skyldi ætla að þjónusta við veginn verði það góð að vegasamgöngur aftri því ekki að hægt sé að sækja reglulega vinnu þessa leið ekki síst eftir að nýr vegur verður kominn yfir Svínadalinn," sagði Sæmundur. Aðspurður um fyrirætlanir sínar um aðkomu að pólitík í væntanleg- um sveitarstjórnarkosninga í Döl- um sagði Sæmundur: „Afskiptum mínum að pólitík verður lokið eftir næstu kosningar og þegar samein- ing sveitarfélaganna hefur tekið gildi. Eg mun ekki gefa kost á mér á framboðslista í sameinuðu sveit- arfélagi fyrir næstu kosningar þrátt fyrir að margir hafi leitað til mín um slíkt,“ sagði Sæmundur Krist- jánsson að lokum. MM Tillaga um breytt verldag við gatnagerð Bæjarráð Akraness hefur vísað tillögu sviðsstjóra tækni- og um- hverfissviðs Akraneskaupstaðar um breytt verklag við gamaffágang til fjárhagsáætlunar ársins 2006. Eins og fram kom í Skessuhorni í liðinni viku eru vinnureglur sveitarfélaga mjög misjafnar hvað ffágang nýrra gatna varðar og í samanburði sem gerður var á milli nokkurra sveitar- félaga kom í ljós að endanlegur frá- gangur á gömm í nýjum hverfum á Akranesi og í Borgarnesi er mun seinni en víða annarsstaðar. I bréfi sem Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs sendi bæjarráði Akraness kemur fram að hann hafi kannað með hvaða hætti nokkur af stærri sveit- arfélögum landsins haga fram- kvæmdum við frágang og lagningu bundins slidags. Kemur fram í bréf- inu að rætt hafi verið við starfs- menn hjá Reykjavíkurborg, Kópa- vogsbæ, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Akureyri til að fá samanburð. I ljós kom að í Reykjavík og Hafharfirði er sá hátmr hafður á að allar gömr eru malbikaðar áður en lóðir eru afhentar til byggingar. Kantsteinar og gangstéttir eru hins- vegar gerðar þegar lóðaffágangi er að mestu lokið. Þá segir að Garða- bær leggi hinsvegar slidag á tengi- brautir og safngömr áður en um- ferð er hleypt á slíkar gömr. Segir í bréfi Þorvaldar að samkvæmt um- sögn sé lítið um alvarlegar skemmdir á slitiagsyfirborði og kosmaður við viðgerðir sé óveru- legur. Þá segir að Hafnfirðingar telji að umgengni um gömr á bygg- ingartíma hafi bamað effir að þetta verklag var tekið upp. Þorvaldur segir í bréfi sínu að í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Akureyri sé mat manna að áníðsla og skemmdir á slidagi sem verða á byggingartíma séu ekki ásættanleg- ar og of mikill kosmaður af við- gerðum. „Kópavogur mun hafa gert tilraun með að leggja slitiag áður en lóðum er úthlutað en hafa horfið ffá því fyrirkomulagi,“ segir orðrétt í bréfinu. Þá segir í bréfi Þorvaldar: „Ljóst er af þessum upp- lýsingum að mismtmandi sjónarmið eru uppi og hugsanlegt er að um- gengni verktaka sé misjöfn eftir sveitarfélögum þótt það verði að teljast frekar ólíklegt. Því er ef til vill rétt að gerð verði tilraun með breytt verklag og endanleg ákvörð- un tekin í ljósi niðurstöðunnar. Rétt er einnig að benda á að ef árangur slíkrar tilraunar verður góður þá má reikna með að af því hljótist nokkur peningalegur spamaður sem liggur í kosmaði við jöfhunarlag undir malbikið sem í raun er tvíunnið miðað við núverandi ffágang.“ Eins og áður sagði var hugmynd- um Þorvaldar vísað til gerðar fjár- hagsáætlunar næsta árs. HJ PISTILL GISLA Af umburðarlyndi Það má kannski segja að Is- lendingar séu fullyndir upp til hópa, ég held þó ekki því margir þeirra eru nokkuð glaðlyndir þótt vissulega séu allmargir hérlendir býsna mislyndir. íslenskar stúlkur eru sagðar léttlyndar, kannski bara frjálslyndar en ég læt mér það vel lynda ef satt er. Hins- vegar er ég búinn að komast að því að íslendingar eru fyrst og fremst umburðarlyndir. íslensk stjórnvöld hafa til- dæmis ekki kippt sér upp við það sérstaklega þótt land að nafni írak væri nánast lagt í rúst í þeirra nafni og með þeirra blessun, þarlendir inn- byggjarar pyntaðir og svo fram eftir götunum. Vissulega var tilgangurinn opinberlega sá að frelsa íraska þjóð undan grimmlyndum einræðisherra en það afsakar kannski ekki umburðarlyndi gagnvart grimmlyndum frelsurum ef svo má að orði komast. Hinn almenni viðskiptavin- ur íslenskra bankastofnana leggur inn ómælt magn af umburðarlyndi á háum vöxt- um gagnvart íslenskum bankastjórum sem græða hundruðir milljarða yfir há- degi á viðskiptum með hluta- bréf bankanna sem þeir stjórna. I sumum löndum væri þetta ekki löglegt en hérna er þetta kannski kallað siðlaust við eldhúsborðið í síðdegis- kaffinu en síðan er það gleymt daginn effir. Ekki skortir heldur um- burðarlyndið gagnvart er- lendum starfsmannaleigum sem flytja inn erlenda verka- menn í gámum og meðhöndla þá af sömu virðingu og búskussi búsmala sinn. Að vísu kynni málið að horfa öðruvísi við ef Islendinga vantaði eitthvað að gera. Svo er ekki heldur vantar ein- hverja til að gera það og svo lengi sem verkið er unnið virðist það ekki skipta öllu hvernig verkamaðurinn hefur það. Ef menn hafa áhuga á sagn- fræði þá er hér reyndar komin enn ein sönnunin á því að sag- an endurtekur sig. Fyrir ell- efuhundruð árum notuðum við írska þræla í allt sem ekki var okkur bjóðandi. I dag not- um við pólska, litháíska eða lettneska þræla í öll þau störf sem okkur eru ekki samboðin. Við sýnum þeim að vísu ekk- ert umburðarlyndi en hins- vegar erum við ekki að æsa okkur yfir því þótt starfs- mannaleigurnar hýrudragi þræla sína sem mest þeir mega. Þannig mætti alllengi telja en þar sem ég hef ómælt um- burðarlyndi gagnvart um- burðarljmdi landa minna þá læt ég hér staðar numið. Gtsli Einarsson, umburðarlyndur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.