Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 9. tbl. 9. árg. 1. mars 2006 - Kr. 300 í lausasölu
Það varfrábœr vamarleikur, skipulagdur sóknarleikur og ómetanleg reynsla úr stórleikjum sem skilaði liði Snæfells frá Stykkishólmi
sigri á Skallagrtmi í Borgamesi á sunnudagskvöldið. Sjá umjjöllun á bls. 23. Ljósm. MM
Rís Eldfjallasafh
Islands í
Stykldshólmi?
Lóðir
auglýstar í
Skógarhverfi
Akraneskaupstaður hefur aug-
lýst lausar til umsóknar lóðir
fyrir 94 íbúðir í 1. áfanga Skóg-
arhverfis. Umsóknarfrestur er
til 15. mars. Um er að ræða 61
einbýlishúsalóð, þar af eru 9
lóðir fyrir hús á tveimur hæðum,
5 parhúsalóðir fyrir hús á einni
og tveimur hæðum og þá eru 6
raðhúsalóðir.
Samkvæmt skilmálum verðtu-
lóðunum úthlutað til einstak-
linga sem eru 18 ára og eldri
sem hafa ekki fengið úthlutað
lóð á Akranesi eftír 1. janúar
2003 og verður dregið úr um-
sóknum. Par- og raðhúsalóðum
verður aðeins úthlutað til lögað-
ila og mun bæjarráð annast þá
úthlutun. Umsækjendur þurfa
að leggja ffam skriflega staðfest-
ingu frá lánastofnun um
greiðslugetu og mögulega lána-
fyrirgreiðslu að upphæð 25
milljónir króna. Aætlað er að
svæðið verði byggingarhæft í
tveimur áföngum, sá fyrri 1.
september í haust og sá síðari
15. október.
HJ
Skarstilla
áhálsi
Tvítugur piltur skarst illa á
hálsi um miðnætti aðfararnótt
sunnudags er hann var að
skemmta sér ásamt félögum sín-
urn í sumarbústað Iðju við
Svignaskarð. Pilturinn datt og
lenti á glösum sem brotnuðu
með þeim afleiðingum að hann
skarst alvarlega á hálsi. Var hann
fluttur með bráðaflutningi til
Reykjavíkur þar sem hann
gekkst undir aðgerð strax við
komuna þangað. Piltinum var
haldið sofandi til morguns en
var þá kominn úr lífshættu.
KÓÓ
ATLANTSOLIA
Dísel *Faxabraut 9.
Bæjarstjórn Stykkishólms hefur
lýst sig reiðubúna til þess að leggja
Eldfjallasafni Islands til viðeigandi
lóð undir starfsemi safhsins verði af
því að því verði valinn staður í
Stykkishólmi. Forsaga málsins er sú
að fyrir nokkru ákvað Haraldur
Sigurðsson vísindamaður í Banda-
ríkjunum að gefa íslenska ríkinu
safn sem hann hefur sett saman um
eldfjöll. Jafhframt lét hann þá ósk í
ljós að safninu yrði valinn staður í
Stykkishólmi. Safnið er mikið að
vöxtum og talið að húsnæði undir
það þurfi að vera hátt í eitt þúsund
fermetrar að stærð. íslenska ríkið
hefur ákveðið að kosta flutning
safnsins heim en ekkert hefur ann-
að verið ákveðið í málinu en fleiri
hafa lýst áhuga sínum til þess að
hýsa safnið en bæjarstjórn Stykkis-
hólms.
Haraldur er úr Stykkishólmi og
hóf þar skólagöngu sína. Hann lauk
námi frá Verslunarskóla íslands
árið 1960 og hélt þá til náms í jarð-
ffæði á Norður-Irlandi. Síðar fór
hann til ffamhaldsnáms í Durnham
háskóla í Englandi þar sem hann
lauk doktorsgráðu í bergffæði og
jarðefhafræði árið 1970. Doktors-
ritgerð hans fjallaði einmitt um
forn eldfjöll á Snæfellsnesi. Síðan
hefur starfsvettvangur Haraldar
verið erlendis að mestu. Hann bjó
um nokkurra ára skeið í Trinidad
en frá árinu 1974 hefur hann starf-
að við háskólann á Rhode Island í
Bandaríkjunum. Hann hefur eink-
un starfað við rannsóknir á jarðeld-
um víðs vegar um heiminn, bæði í
sjó og á landi. HJ
Sjálfstæðis-
menn hættir
við próflcjör
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna á Akranesi tók á mánudags-
kvöldið þá ákvörðun að hætta við
prófkjör sem halda átti vegna
framboðs flokksins við bæjar-
stjómarkosningamar í vor. Fyrir
nokkra var auglýst eftír ffamboð-
um til prófkjörsins og gáfu níu
kost á sér en síðar dró einn sig til
baka. Eins og ffam kom í ffétt
Skessuhoms á dögunum ffeistaði
kjömefiid þess að bæta við firam-
bjóðendum en það tókst ekki.
Fulltrúaráðið fól kjömefrtd því
að útbúa tillögu til ráðsins að
ffamboðslista flokksins. Benedikt
Jónmundsson formaður kjör-
nefiidar sagði það sinn vilja að
ljúka uppstillingunni sem fyrst en
vildi ekki spá frekar um hvenær
hstinn gæti verið tilbúinn. HJ
Landsmót í
Grundarfjörð?
Bæjarráð Grundarfjarðar hefur
lýst áhuga sínum á því að sótt
verði um að halda unglingalands-
mót UMFI í Grundarfirði árið
2008. Mótin eru orðin árlegur
viðburður um verslunarmanna-
helgi og hafa verið mjög fjölsótt-
ar fjölskylduhátíðir. Mótíð hefur
m.a. verið haldið í Stykkishólmi
fyrir nokkram áram og áður í
Borgarnesi. HJ
Menntaskóla
úthlutað lóð
Bæjarráð Borgarbyggðar hefur
samþykkt að úthluta væntanleg-
um Menntaskóla Borgarfjarðar
lóð undir hús skólans á núver-
andi tjaldsvæði Borgamess. Var
bæjarverkfræðingi falið að af-
marka skólanum lóð í samráði
við umhverfis- og skipulagsnefhd
og arkitekt sem vinnur að skipu-
lagi miðbæjarins í Borgarnesi.
HJ
Trippabjúgu
Samkaup ucrv/cil
Kjúklingaleggir
Magnkaup
Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvík • Egilsstaöir • Hafnarfjöröur • Húsavík • ísafjöröur • Neskaupsstaöur • Njarövík • Ólafsfjöröur • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd
Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Tilboðin gilda 2. - 5 . mars