Skessuhorn


Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 agBssgnHfflawi Ædaði alltaf að verða bóndi Það má með sanni segja að Jak- ob Sigurðsson hafi alla sína tíð haft áhuga á hestum og hesta- mennsku. Fyrstu kynni hans af hestum voru í sveitinni hjá afa hans og nafiia þar sem hann fékk að skreppa í reiðtúra inn dalinn að loknum vinnudegi. Og snemma beygðist krókurinn. I dag hefur Jakob eignast sína eigin jörð, Steinsholt í Leirár- og Melasveit þar sem hann hefur komið upp glæsilegri aðstöðu til umhirðu og tamningu hesta. Síðastliðin ár hefur hann látið þónokkuð til sín taka í heimi hestamennskunnar og er í dag orðinn einn af ff emstu tamningamönnum á Vesturlandi. Með 34 hesta á jámum og ýmis verkefni situr Jakob ekki auðum höndum en gefur blaðamanni Skessuhoms þó góðan tíma í spjall um hesta og hestamennsku, lífið og tílveruna. Öll fjölskyldan komin í sportið Jakob er sonur þeirra hjóna Sig- urðar Guðna Sigurðssonar og Mar- grétar Jakobsdóttur ffá Samtúni í Reykholtsdal. Jakob er fæddur 31. júK 1975 og bjó flest ár bernsku sinnar á Akranesi. „Eg var öll sumur í sveitinni hjá Jakobi afa mínum í Samtúni í Reykholtsdal. Það var nú ekki gert mikið út á hesta hjá afa á þeim tíma, þetta var bara svona venjulegur sveitabær með nokkra gamla hesta. En flestir á bænum höfðu jú gaman af hestunum þó svo að hugsunarhátturinn í kringum þá hafi verið öðruvísi en hann er í dag,“ segir Jakob. Uppúr tólf ára aldri fékk Jakob að hafa hesta hjá sér yfir vetur á Akranesi. Hann fékk aðstöðu í hesthúsi sem þá var staðsett við gamla þjóðveginn, Þjóðbraut, þar sem nú rísa íbúðir og iðnaðarhús- næði. „Eg fékk að koma með tvo hesta á Skagann úr sveitinni. Oli bróðir var með mér annan veturinn en fljótlega sá pabbi sér þann einn kost vænstan að kaupa sér einn hest og hesthús í Æðarodda. Ekki löngu seinna voru báðir foreldrar mínir komin á fúllt í hestamennskuna og hafa mikið gaman af. Bæði voru þau í kringum hesta sem krakkar svo það var þeim auðvelt að ritja upp gamla takta,“ segir Jakob í léttum tóni. Líkaði vel á Hólum Eftir að grtmnskóla lauk fór Jakob í heimavistarskólann í Reykholti og var þar í tvo vetur. Hann segir það hafa verið líflegan tíma, „alltaf fjör á þeim bænum.“ Veturinn 1994 til 1995 lagði hann svo land undir fót og fór að Hólum í Hjaltadal þar sem hann lauk námi af hrossaræktar- braut. Hann segir þann tíma hafa bæði verið gagnlegan og skemmti- legan. „Eg var í afar góðtnn hópi báða vetuma, ávalt mildl og góð stemning. Eg er líka mjög sáttur við kennsluna. Námið er byggt upp stig ffá stigi þarrnig að maður lærði alltaf eitthvað nýtt. Eyjólfur Isólfsson er líka alveg ffábær reiðkennari. Hann er með mikla reynslu og er líka mik- ill kennari í sér, sem er alls ekki öll- um gefið,“ segir Jakob um tímann á Hólum. Eftir Hóla vann Jakob við tamn- ingar víða um land. Þá kláraði hann verklega hluta tamninganámsins á Ketilstöðum á Austurlandi og á Hrepphólum. Þá vann hann við tamningar á bænum Eyri í Hval- fjarðarstrandarhreppi í rúm 2 ár, var Rætt við Jakob Sigurðsson knapa og tamningamann einn vetur undir Eyjafjöllum á bæn- um Skálakoti þar sem hann leigði aðstöðu, eitt stunar var hann á Skán- ey og einn og hálfan vetur á Mið- fossum. „Eftir skóla verður hver og einn að standa á eigin fótum eins og í hverri annarri vinnu og þá tekur við það að vinna sig í áliti hjá fólki, sanna sig með því að ná árangri með þá hesta sem maður hefur verið að þjálfa.“ Jakob og stóðbesturinn Akkurfrá Brautarholti. Kröfur um aðbúnað Jakob telur hestamennskuna ekki eiga effir að vera eingöngu ríkra manna sport í ffamtíðinni þó hann sjái hlutina hafa þróast mikið í þá áttina. „Kostnaðurirm í kringum hestana er orðinn ansi mikill og kröfumar tun aðbúnað hesta miklar. Til dæmis þá er nú komin ný reglu- gerð um að bannað sé að binda hross við bás yfir veturinn, þeir eiga að vera í stíum sem eiga að vera ákveð- ið stórar. Það er náttúrulega bara gott mál, það á að hugsa vel tun skepnur,“ segir hann með ákveðni í röddinni. Aðsóknin mesta hrósið „Ég hef fengið til mín mikið af góðum hrossum sem ég er rosalega ánægður með, það er jú mesta hrós- ið að fá góða hesta og hafa nóg að gera. Það er mikill tími sem felst í þessari vinnu. Þetta er ekki bara vera um góðu hrossin og alltaf sé til einstaka tilfelli þar sem einhver býðst til að hafa hross ffítt til að fá það til síh. Persónulega segist hon- um finnast það röng aðferð hjá mönnum og gefa ranga mynd því tamningamenn verða að lifa af ein- hverju. „Ég hef eignast marga góða kunninga og vini meðal þessa hóps atvinnumanna þó svo að stundum skjóti baktal og leiðindi upp kollin- um. Þetta bara gengur svona þegar margir góðir knapar eru að berjast tnn sama hlutinn,“ útskýrir hann og bætdr við: „En enginn knapi er eins og þeir henta misjafnlega vel fyrir hrossin. Sumir eru kannski sérffæð- ingar í vissum gerðum hesta á með- an aðrir ná jafiivel til allra.“ Að- spurðtn- um hvaða hestgerð honum gangi best að vinna með segist hann ná sambandi við flestar hestgerðir, „í keppni hef ég náð mjög góðum ár- angri með klárhesta en það hefúr einnig gengið vel með alhliða hross- Ætiaði að verða bóndi Jakob segir að vinna við tamning- ar sé líkamlega og oft á tíðum and- lega mjög erfið. „Pressan er oft mik- il, þá sérstaklega þegar kemur að mótum. Líkamlega séð þá er alltaf möguleiki að kenna meira ef iíkam- inn gefur sig, en mér finnst tamn- ingamar mikið skemmtilegri svo ég held þeim áfram eins lengi og ég mögulega get.“ Aðspurður hvort hann hafi alltaf ætlað að verða tamningamaður er Jakob eklá lengi að svara. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi, held ég hafi alltaf sagt það þegar ég var lítdll. Ég gæti varla komist nær því en með því að gera það sem ég er að gera í dag. Get alveg hugsað mér að verða bóndi enn í dag en hestarnir em orðnir það stór þáttur af lífi mínu að ég sé mig ekki alveg sem kúabónda,“ segir Jakob og brosir. þegar þeir era gengir, þ.e. ekki klár- gengir. Skemmtilegustu klárhrossin era alhliða hross sem eftir mikla þjálfún er ekki hægt að sýna skeið á. Þá eru góðir náttúratöltarar sem búa ekki yfir neinu skeiði, en eru samt með þetta eðal góða tölt, alltaf rosa- lega skemmtilegir. Ég hef líka mjög gaman að alhliða hrossum sem eru með mikinn gang, mikið vökur og mjögviljug.“ Landsmót framundan Sumrin eru tími sýninga og móta hjá tamninga- og hesta- mönnum. Jakob segir markmið sumarsins hjá sér vera að gera eitt- hvað gott úr því sem harm er með og bætir við: „Ég hef fulla trú á því að það eigi eftir að ganga. Keppn- in er orðin hörð, samkeppnin er mikil bæði í gæðingakeppninni og svo meðal kynbótahrossa. Það er A Fjóriiungsmóti þar sem bann sýndi m.a. stóóhestmn Sólonfrá Skáney, en saman náSu þeir fi'ábterum árangri á mótinu. Vökur og viljug Jakob segist ekki geta gert upp á milli þeirra hesta sem í umsjá hans eru núna og sagt hver þeirra sé í uppáhaldi. Hann segir að það væri ekki alveg marktækt mat svona á miðjum vetri á meðan enn sé verið að byggja hrossin upp og hann ekki enn búinn að gera sér grein fyrir fullri getu hvers og eins. „Þetta eru allt mjög skemmtilegir hestar. En hestar finnst mér skemmtilegastir til hellingur af góðum hrossum. Því þarf maður að standa sig vel og undirbúa sig vel til að eiga ein- hverja möguleika," útskýrir hann. „Það er vissulega draumur að vinna einhvern stóran titdl eins og landsmót eða heimsmeistaramót en þá þarf bara allt að ganga upp. Markmiðið er að ná því einhvern daginn," segir þessi ungi og efni- legi knapi að lokum. BG Jakob í nýuppgeróu hesthúsi stnu í Steinsbolti. vinnan heldur er þetta líka áhuga- máhð og þar af leiðandi er allur metnaðurinn lagður í þetta. Þú kemst ekkert áfram nema hafa metnað og það er ekld einu sinni nóg, þú verður að fá góð hross í hendurnar.11 Jakob segir töluverða samkeppni Að ná tengingu við hestinn Þegar Jakob er spurður hvað hann telji góðan knapa þurfa að bera til að ná langt svarar hann; „það þarf að læra að lesa hrossin en þó skiptir mestu að hafa tilfinningu eða teng- ingu við hestinn sem er alls ekki öll- um gefið, það er bara þannig. Þó að hægt sé að læra helling þá er alltaf viss hluti hjá einstaklingnum sjálfúm sem ræður því hvemig knapi hann verður. Það er einmitt þessi geta til að tengjast hestinum sem gerir þetta einna mest að íþrótt. Þessi hæfileiki er ekki eitthvað sem hægt er að kaupa með peningum, leggja í það smá vinnu og þá er maður orðinn jafú góður og hinir, heldur eru það þessir hæfileikar einstaklingsins sem verða að vera til staðar í góðum knapa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.