Skessuhorn


Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 jkissunukji Stykkis- hólmsvegur verði entlur- bættur Bæjarstjórn Stykkishólms sam- þykkti samhljóða á fundi sínum á dögunum að skora á Vegagerð ríkisins að endurgera Stykkis- hólmsveg frá afleggjara að Skóg- arströnd og niður í Stykkishólm. I samþykkt bæjarstjórnar kemur fram að þungatakmarkanir á þess- um kafla séu tíðar og það sé slæmt fyrir atvinnulífið sem byggi á miklum flutningum til og frá bænum. „Vegurinn er illa farinn og getur verið hættulegt að aka bifreiðum eftir honum. Bæjar- stjórn Stykkishólms telur afar brýnt að fara í þessa vegagerð strax í sumar,“ segir orðrétt í sam- þykktinni. Þá er einnig bent á að einnig þurfi að setja upp vegrið í Vogsbotni. HJ Húsnæðis- mál smíða- kennslu GRUNDARFJÖRÐUR: Bæjar- ráð Grundarfjarðar hafnaði á dögunum tillögum vinnuhóps um smíðakennslu. Björg Agústsdóttir bæjarstjóri lagði tillöguna fram og í henni var gert ráð fyrir að smíðakennslu yrði komið fyrir í verknámshúsi grunnskólans ásamt viðbyggingu. Tillögunni var hafnað með tveimur atkvæðum gegn einu. I kjölfarið lögðu tveir bæjarráðsmenn, þeir Gísli Olafs- son og Emil Sigurðsson, til við bæjarstjórn að valinn verði sá kostur að nýta neðri hæð áhalda- hússins að Borgarbraut 16 fyrir kennsluna. Var tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu. I bókun frá Gísla kemur fram að hann telji að tillögur vinnuhópsins feli í sér að mikið sé þrengt að skólanum og lítið svig- rúm sé til fjölgunar nemenda og bættrar aðstöðu fyrir kennara. Dóra Haraldsdóttir bæjarráðs- maður lét hins vegar bóka að hún teldi rétt að fara að álitd skóla- stjórnenda sem telja besta kostinn að hafa kennslu í smíðum í sjálfu skólahúsinu. HJ Vatnsvemd á Svínadal DALIR: Heilbrigðiseftirlit Vest- urlands hefur sett ffam ákveðin skilyrði vegna fyrirhugaðra vega- framkvæmda á Svínadal en þær framkvæmdir eru á vatnsverndar- svæði og í nálægð við vatnsból Dalabyggðar. Er þess óskað að verktaka við framkvæmdirnar verði óheimilt að nota vinnuvélar sem leka olíu, olíuskipti og áfyll- ing eldsneytis verði óheimil á svæðinu, óheimilt verði að hafa búðir eða vinnuskúra á svæðinu og geymsla hættulegra efha verði bönnuð. I bréfi sem Heilbrigðis- eftirlitið Vesturlands sendi Vega- gerðinni kemur fram að fyrir sitt leyti geri eftirlitið ekki aðrar at- hugasemdir við framkvæmdina. HJ Nýliðar vígðir í Skátafélag Akraness Nývígðir skátar ogylfingar á Akranesi. Hinn alþjóðlegi skátadagur var haldinn hátíðlegur um gjörvallan heim á miðvikudaginn var, þann 22. febrúar, en dagurinn er fæð- Vaxtalausir dagar hjá Bílási Vaxtalausir dagar verða hjá Bílási á Akranesi um næstu helgi eða dag- ana 3. til 5. mars nk. og gefst fólki að sögn þeirra Bílásmanna kostur á að gera góð bílakaup þessa daga með vaxtalausum bílalánaum. „Sem allt að 100% vaxtalaus lán, þá eru þetta án nokkurs vafa ein allra hag- stæðustu bílalánin sem eru í boði. Þar sem lántökukostnaður er enn fremur felldur niður, þá standa þessi lán einnig fyrir afar gegnsæja fjármögnun, sem sést best á því að kaupverð bílsins deilist jafnt á fjölda afborgana. Kaupandinn veit því upp á hár hver mánaðarleg af- borgun er út lánstímann og um leið heildarkaupverð bílsins," bendir Magnús Oskarsson, annar eigenda Bílás á. Bílás er umboðsaðili B&L á Akranesi og þar með einnig Bíla- lands, söludeildar B&L fyrir not- aða bíla. Þessa helgi fara vaxtalausu dagarinar ffarn samhliða hjá Bíla- landi og öllum stærstu umboðsaðil- um B&L, sem eru auk Bíláss á Akranesi, Bílasala Akureyrar, JG bílar á Egilsstöðum og SG Bílar í Reykjanesbæ. MM Þeir Vilmar, Valgeir, Valdimar, FriSrik, Sveinn Tjörvi, Sigurjón og Bjami sigruðu t knattspymukeppni milli deilda Viðskiptaháskólans á Bifröst. ingardagur stofnanda skátahreyf- ingarinnar, Baden Powell. Skátafé- lög víða um land hafa gjarnan há- tíðarfundi þennan dag og taka augnablik til að íhuga upphaf skátahreyfingarinnar og minnast hugmyndaauðgi og hugsjóna stofnanda hennar. Skátafélag Akraness hefur á þessum degi vígt nýliða og í ár var þar engin undantekning á. Þrettán 10 ára ylfingar og sex skátar frá 12 ára aldri voru vígðir við hátíðlega athöfn í Brekkubæjarskóla með til- heyrandi skemmtidagskrá og kvöldvöku. „Sum skátafélög vígja nýliða í skátaferðum en okkur finnst nauðsynlegt að hafa foreldra og aðstendendur viðstadda til að hafa þetta sem skemmtilegast og til að gera meira úr vígslunni,“ sagði Guðríður Sigurjónsdóttir, félagsforingi Skátafélags Akraness. „I dag eru um 60-70 starfandi skát- ar og ylfingar í félaginu sem verð- ur jafnframt 80 ára núna í maí. Það er mikil gróska og uppgangur í starfinu og er það að komast á beinu brautina eftir töluverða lægð. Því er óhætt að segja að hreyfingin á sama erindi til æsk- unnar í dag sem fyrr,“ segir Guð- ríður. KÓÓ Skagfirðingar í heimsólm Skagfirska söngsveitin og Kam- merkór Vesturlands halda sameig- inlega tónleika í Borgarneskirkju næsta sunnudag. Söngsveitin mætir vel æfð til leiks, þar sem tónleik- arnir eru endapunkturinn á æfinga- búðum helgarinnar, en þau munu dvelja á Laugum í Sælingsdal við æfingar. Stjórnandi Skagfirsku söngsveitarinnar er Björgvin Þ. Valdimarsson. Kammerkór Vestur- lands mun síðan vera Skagfirðing- um til halds og traust og taka nokk- ur íslensk lög undir stjórn Dagrún- ar Hjartardóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 16 sunnudaginn 5. mars og miðaverð er 1000 krónur. (fréttatilkynning) Iþróttasafhi Islands fierð gjöf Gísli Halldórsson, jýrrverandi forseti Iþróttasambands Islands, fierði um helgina Iþróttasafiii Islands að Görðum á Akranesi að gjöf bækur þœr er hann hefur gefið út. Þessi aldni íþróttahöfðingi heimsótti safnið afþessu tilefni. Hann starfaði áratugum saman á vettvangi íþróttahreyfingarinnar en einnig var hann um tíma borgmfilltrúi í Reykjavtk. Hann er arkitekt að mennt og sem slíkur teiknaði hann Iþróttahúsið við Vestugötu og einnig kom hann að hönnun Akranesvallar. HJ Lögfræðideildin best í knattspymu í síðustu viku fór fram knatt- spyrnumót milli deilda Viðskipta- háskólans á Bifföst. Mótið fór ffam á gervigrasvelli Borgnesinga. Það er skemmst ffá því að segja að lög- fræðideild skólans reyndist bera höfuð og herðar yfir aðrar, en strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki. Frumgreina- deild skólans hafnaði í öðru sæti og viðskiptadeildin í því þriðja. Mikil ánægja var með mótið og ædunin er að halda það ffamvegis einu sinni á hverri önn. SOK Knstinn í stjóm íjarskipasióðs Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur skipað Kristin Jón- asson bæjarstjóra í Snæfellsbæ tíl setu í stjórn fjarskiptasjóðs og verk- efnastjórnar í fjarskiptaáætlun. Stjórn sjóðsins hefur yfirumsjón með fjármálum fjarskiptasjóðs í samræmi við hlutverk sjóðsins. Stjórn sjóðsins er jafnframt verk- efnastjórn fjarskiptaáætlunar og skal hún skila skýrslu um starfsemi sjóðsins til samgönguráðherra sem leggur hana fyrir Alþingi til upplýs- inga. Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofhkerfa fjarskipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna, enda sé kveðið á um þau í fjar- Kristinn Jónasson. skiptaáætítm, og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðsfor- sendum. I þetta verkefni var veitt hluta þeirra fjármuna er ríkið fékk með sölu Símans á síðasta ári. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.