Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006
Knattspyrnudeild Víkings í
Olafsvík hélt sitt árlega herrakvöld
sl. laugardagskvöld í Félagsheimil-
inu Klifi í Olafsvík. Jónas Gestur
Jónasson, formaður stjómar Vík-
ings bauð gesti velkomna sem voru
fjölmargir. Byrjað var á borðhaldi
og á borðum var glæsilegt fiskihlað-
borð. Leikmenn Víkings þjónuðu
til borðs eins og þeim er einum lag-
ið. Veislustjóri var Vigfús Orn
Gíslason en hann hefur verið í
stjórn Víkings sl. ár. I yfirlitsræðu
sem Jónas Gestur hélt að borðhaldi
loknu kom ma. ffam að leikmanna-
hópurinn væri nánast kominn fyrir
komandi leiktíð og undirbúningur-
inn gengi vel. Sl. ár hefúr Ejub
Purisevic þjálfað Víking og var
hann með samning út þetta ár.
Stjórnin hefur ákveðið að fram-
lengja samninginn við Ejub út
næsta ár þ.e. til ársins 2007. Mikil
ánægja var með þessa ákvörðun
meðal gesta því þjálfari og stjórn
Víkings fengu langt og mikið klapp
Stjóm Víkings ásamtjónasi Kristóferssyni (lengst til hœgri).
Samningnum við Ejub Purisevic þjálfara var framlengt út árið 2007 við mikinn
fógnuð viðstaddra. Hér er Ejub ásamt Jónasi Gesti Jónassyni formanni knattspymu-
deildar Víkings.
eftir að Jónas Gestur tilkynnti þessa
niðurstöðu. Eins og flestum er
kunnugt náði Víkingur sínum besta
árangri á sl. ári er félagið varð í 5.
sæti í 1. deildinni.
Ræðumaður kvöldsins var Guð-
mundur Smári Guðmundsson
framkv.stjóri Guðmundar Runólfs-
sonar í Grundarfirði og var ræða
hans í anda sannkallaðs herra-
kvölds. Þá voru veittar viðurkenn-
ingar bæði fyrir fjölda leikja og
markaskorun og sá leikmaður sem
flesta leiki hefúr spilað fyrir Víking
var Jónas Kristófersson, en hann
lék alls 175 leiki og skoraði 71
mark. Þá voru leikmenn Víkings
með skemmtiatriði og nokkrir tóku
til máls á léttum nótum. Mikil
ánægja er á Snæfellsnesi með gott
gengi Víkinganna og er bæði stjóm,
sem hefur staðið sig afar vel, og
leikmönnum óskað alls hins besta á
leiktíðinni. PSJ
Herrakvöld Víkings í Ólafsvík
Viskukýrin 2006 á Hvanneyri
Það var fúllt út úr dyrum í matsal
Landbúnaðarháskólans þegar
spurningakeppnin Viskukýrin fór
ffam í annað sinn. Viskukýrin er
keppni milli nemenda, kennara,
starfsfólks og heimamanna á
Hvanneyri og er það Stúdentaráð
LBHI sem stendur að henni.
Keppnin þótti takast með eindæm-
um vel og skemmti fólk sér kon-
unglega yfir misgáfulegum svömm
og spurningum um sauðfjársæðing-
ar, júróvision og dægurmál meðal
annars. Eins og nafnið gefur til
kynna er keppnin með sveitalegu
ívafi og var salurinn skreyttur með
gæram, hrútshausum, rokkum frá
Ullarselinu og ýmsum gripum í
þeim dúr. Stjórnandi keppninnar
var Logi Bergmann Eiðsson fyrmm
spyrill úr Gettu betur og fór hann á
kostum og var fljótur að komast inn
í sveitahúmorinn íklæddur lopa-
peysu úr Ullarselinu.
Oft var jafnt á með liðunum og
keppnin var æsispennandi. Sigurlið-
ið frá í fyrra, kennarar og starfsmenn
LBHI duttu út í annarri umferð fyr-
ir bændadeild II, en þessi lið áttust
einmitt við í úrslitaviðureigninni ár-
inu áður. I sjálffi úrslitaviðureign-
inni áttust við mastersnemar og
bændadeild II og voru það
mastersnemarnir sem höfðu betur
að lokum með 20 stigum gegn 16.
Var það Baldur Helgi Benjamínsson,
ffkvstj. Landssambands kúabænda
sem afhenti þeim Viskukýrina 2006.
Skemmtiatriði vora á heimsklassa
þar sem Asta Kristín Guðmunds-
dóttir söng gamansöng og Jón G.
Guðbrandsson spilaði á gítar.
Einnig var sýnt myndband úr skóla-
lífinu sem Hlynur Gauti Sigurðs-
son og Sigurður Friðgeir Friðriks-
son tóku saman þar sem meðal ann-
ars mátti sjá Agúst Sigurðsson rekt-
or LBHI leika í Dressmannauglýs-
ingu. Ohætt er að segja að
Viskukýrin verði hér effir árlegur
viðburður í skólalífinu þar sem
þetta var hin mesta skemmtun fyrir
heimamenn og nemendur.
Texti og myndir:
GuSntn Bjamadóttir.
Sigurvegarar Viskukýrinnar 2001, mastersnemamir Oðinn Gíslason,
Unnsteinn Snorri Snorrason og Eyjólfur Kristinn Ömólfsson sjást hér með
verðlaunagripinn góða, Viskukýrina, og Loga Bergmanni Eiðssyni, spyrli.
Þama jást mastersnemamir Eyjólfur Kristinn Ömólfsson, Unnsteinn Snorri
Snorrason og Óðinn Gíslason íbyggnir á svip, glíma við erfiða spumingu úr
Desperat Houswifes, tilbúnir með neftóbakið ef í harðbakkann sker.
Stigavörður var Heiða Aðalsteinsdóttir og dómari Eyjólfur Ingvi Bjama-
son. Hérfylgjast þau grannt með málum. Eyjólfur samdi einnig spuming-
amarjyrir keppnina.
Þama eigast við lið Bændadeildar II og starfsmenn og kennarar. I stað
bjölluspuminga þá þurftu keppendur að ná derhúfu og setja á hausinn
á sér til að svara. Derhúfan var staðsett ofan á gervijúgrum sem notuð
eru til kennslu.
Hluti sigurliðsins frá þvt' ífyrra, starfsmenn LBHI og kennarar bœnda-
deildar, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Dagný Sigurðardóttir og Ragn-
hildur Jónsdóttir. Eins og sjá má þá gátu keppendur gætt sér á kindabjúg-
umfrá Borgames kjötvörum og mjólk úr kvöldmjöltum í Hvanneyrarfiósi.
ur Sigurðsson. Þetta er ífyrsta sinn sem lið heimamanna tekur þátt og Eins og sjá má skemmtu menn sér konunglega yfir misgáfulegum svörum
stóðu þau sig mjóg vel. spumingum hjá spyrli og keppendum.
Kálfurinn Viska úr Hvanneyrarfiósi var bin rólegasta frammi við se'r til skelfingar að kynjahlutfóllin t skólanum eru henni ekki í hag. Jón
miðasölu þar sem gestir og gangandi klöppuðu henni á leiðinni inn. G. Guðbrandsson spilaði undir á gítar.