Skessuhorn


Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 Ásdts Sigtryggsdóttir, Villimey Sigurbjömsdóttir og Stefán Jóhann SigurSarson fara meS hlutuerk djöflabamanna í Vegas. Frumsýning á Vegas í Bíóhöllinni Laugardaginn 4. mars nk. mun leiklistarklúbbur NFFA frumsýna leikritið Vegas í Bíóhöllinni á Akra- nesi. Leikstjóri er Olafur Sk. Þor- valdz og er hann jafhframt einn höfunda verksins. Leikritið fjallar í stórum dráttum um Djöfulinn, sem er orðinn mjög þreytmr á börnunum sínum þrem- ur. Þau gera varla annað en að eyði- leggja hluti og áætlanir fyrir honum svo að hann ákveður að senda þau uppá jörðina, þar sem að hann set- ur þeim fyrir það verkefni að eyði- leggja samband tveggja skemmti- krafta í Vegas (Marilyn Monroe og Elvis). Inn í það tvinnast svo ástar- þríhyrningur í anda Phanthom of the Opera. Yfir 40 manns taka þátt í leik og dansi í sýningunni ásamt 5 manna hljómsveit. Tónlistin sem notuð er í verkinu er eftir ekki minni stjörn- ur en Rolling Stones, Creedence Clearwater Revival, Deep Purple, Kostnaður við aðgengismál DALIR: Byggðaráð Dalabyggð- ar hefur falið sveitarstjóra að meta hvað það muni kosta að bæta aðgengi fadaðra að húsnæði í eigu sveitarfélagsins svo og upp- setningu hljóðkerfis vegna sveit- arstjómarfunda og útvarp þeirra. -hj Geirmundur tekur við Kvía- bryggju GRUNDARFJORÐUR: Bjöm Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað Geirmund Vil- hjálmsson fangavörð við fangels- ið á Kvíabryggju til þess að gegna embætti forstöðumanns fangels- isins frá og með 1. apríl. Geir- mundur var einn þriggja um- sækjenda um stöðuna. Hann tek- ur við stöðunni af föður sínum, Vilhjálmi Péturssyni, sem gegnt hefur henni um aldarfjórðungs skeið. Vð fangelsið em 8 starfs- menn og þar era 14 fangaklefar. -hj Veiðikofar við Toppholtsfljót BORGARBYGGÐ: Bæjarráð Borgarbyggðar hefur veitt Hans Egilssyni stöðuleyfi til tveggja ára fyrir veiðikofa við Tbppholts- fljót í landi Valbjarnarvalla í Borgarbyggð. -hj Queen og fleiri ffæga. Dansarnir í leikritinu era eftir Astu Bærings, einn af fremstu dönsurum Islands. Olafur SK Þorvaldz lærði leiklist við Arts Educatíonal í London og hefur starfað í Bretlandi bæði sem leikari og leikstjóri. Hér á landi hefur hann m.a. farið með hlutverk í sýningum hjá Borgarleikhúsinu og hjá leikhópnum Kláusi. MM Þriðju bekldr skólanna hittast Góðir gestir tóku þátt í morgun- stund í Brekkubæjarskóla á Akra- nesi þann 22. febrúar sl., en þar vora mættir jafnaldrar krakkanna úr Grundaskóla. Eftir morgun- stundina buðu nemendur og kenn- arar úr 3. bekk Brekkubæjarskóla gestunum í ávexti og djús og áttu ffábæra stund saman. Samstarf hef- ur verið með þessum bekkjum og eiga nemendur í Brekkubæjarskóla von á því að verða boðnir í heim- sókn til 3. bekkja Grandaskóla með vorinu. Þessi mynd er tekin við þetta tækifæri og sýnir um 90 börn úr 3. bekkjum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla saman. SÞ Badmintonfélag Akraness 30 ára í tilefni af 30 ára afmæli Bad- mintonfélags Akraness verður haldið Islandsmót tmglinga í bad- minton á Akranesi dagana 3. til 5 mars nk. A mótinu, sem haldið verður í íþróttahúsinu við Vestur- götu, verða um 250 keppendur ffá öllu landinu á aldrinum 9 til 19 ára en þetta er í fyrsta sinn sem ung- menni undir 11 ára aldri fá að taka þátt í þessu móti. Þá verða um 70 keppendur frá Badmintonfélagi Akraness. Félagið var formlega stofnað í nóvember 1976 en íþróttin hefur verið stunduð ffá því að íþróttahús- ið við Laugarbraut var tekið í notk- un árið 1946. Síðan þá hefur bad- minton á Akranesi eflst og dafhað og fjölmargir Islandsmeistaratitlar unnist í gegnum tíðina. Laufey Sigurðardóttir, formaður félagsins segir 10 ár síðan félagið stóð fyrir Islandsmóti unglinga eða á 20. afmælisári þess og því hefði verið tilvalið að fá að halda keppn- ina aftur núna. „Þetta verður mjög gaman, um 500 leikir verða spilað- ir um helgina og því er von á miklu fjöri. Félagið er að gefa út afmælis- Laufey SigurSardóttir, formaSur bad- mintonfélags IA. rit sem verður dreift út til allra á Akranesi á næstu dögum og þar verður að finna ýmsar fféttir og gögn um félagið, viðtal við þjálfar- ann okkar, Dipu Gosh og margt fleira. Svo verður haldin formleg affnælishátíð í nóvember á þessu ári með pompi og pragt,“ segir Laufey. Badmintonfélag IA geymir nokkra bestu og efnilegustu bad- mintonspilara landsins og þess má geta að fjórir landsliðsmenn í ung- lingalandsliði 17 ára og yngri og tveir í U19 eru í röðum félagsins og því er óhætt að segja að hér sé efni- legt íþróttafólk á ferð. KÓÓ Grundfirðingar senda fulltrúa til Paimpol Bæjarráð Grundarfjarðar hefur samþykkt að senda fulltrúa á veg- um bæjarins til að vera viðstaddur brottfararhátíð siglingakeppninnar í Paimpol í Frakklandi þann 24. júní. Jafnframt var bæjarstjóra falið að finna aðila til að sjá um undir- búning að móttöku þeirra gesta sem koma til Grundarfjarðar í tengslum við keppnina. I þessari siglingakeppni keppa skútur. Þaðan er siglt 1.210 sjómílna leið til Reykjavíkur þangað sem reiknað er með að skúturnar komi 4. júlí. Frá Reykjavík er síðan sigld 105 sjó- mílna heiðurssigling til Grundar- fjarðar og þar dvelja skúturnar og áhafnir þeirra til 12. júlí þegar ræst verður í lokakafla keppninnar 1.300 sjómílna leið til Paimpol. Þangað er reiknað með að skúturn- ar komi 21. júlí. I dag hafa 25 skút- ur verið skráðar í keppnina þar af ein frá Islandi. Það er skútan Besta sem sigla mun undir stjórn Bald- vins Björgvinssonar. Nánari upp- lýsingar um keppnina má sjá á heimasíðu hennar: http://perso- .wanadoo.fr/cnpl.paimpol/Skipp- erlslande/ HJ Hafnarsjóður kaupir í fiystihóteli GRUNDARFJÖRÐUR: Hafhar- Grundarfirði. Einnig leggur hafnar- stjórn Grandarfjarðar hefur sam- sjóður fram umtalsverða fjármuni þykkt að leggja þrjár milljónir króna vegna landvinninga undir hafn- í nýstofhað hlutafélag um byggingu sækna starfsemi við Norðurgarð en og rekstur ffystihótels við höfhina í þar mun frystihótelið rísa. -hj Kvóti í áframeldi GRUND ARFJ ÖRÐUR: Guð- mundur Runólfeson hf. í Grundar- firði hefur fengið úthlutað 30 tonna aflaheimildum til áframeldis á þorski á yfirstandandi fiskveiðiári. Sjávarútvegsráðherra hefur sam- þykkt tillögur stjórnar AVS rann- sóknasjóðs og er þetta í fimmta sinn sem kvóta er úthlutað með þessum hætti. Alls sóttu nú þrettán fyrirtæki um 800 tonna kvóta en til ráðstöf- unar vora 500 tonn sem úthlutað var til átta fyrirtækja. -hj Tungnamenn héraðs- meistarar í brids Á mánudag lauk aðalsveita- keppni Bridsfélags Borgarfjarðar. Keppnin tók 6 kvöld og voru spil- aðar 2 umferðir milli sveita, alls 18 umferðir. Tíu sveitir tóku þátt í mótinu. Framan af keppni virtist sem sveit Borgnesinga myndi sigra mótið, en undir lokin sló sveit Flemmings skólastjóra og félaga veralega í gráu merina og þeysti ffam úr Borgnesingum á glæsileg- um endaspretti og alls 300 stigum í hús. Sveitina skipuðu Flemming Jessen, Guðmundur Þorsteinsson, Kristján Axelsson og Anna Einars- dóttir. Borgnesingar urðu í öðra sæti með 291 stig, en sveitina skip- uðu Sigurður Már Einarsson, Stef- án Kalmansson, Rúnar Ragnars- son, Jón H Einarsson og Dóra Ax- elsdóttir. I þriðja sæti tirðu kemp- urnar Eyjólfur Sigurjónsson, Jó- hann Oddsson, Jón Pétursson og Eyjólfur Ömólfsson með 273 stig. Sveit Baldurs í Múlakoti varð fjórða með 245 stig, Systkinasveitin varð í fimmta sæti með 225 stig og ungliðamir í hópnum þau Fjölnir og Lára náðu sjötta sæti með 202 stig en þeim til aðstoðar voru Sveinbjörn og Lárus. MM Heimabyggðin mín á þemadögum í Grundarfirði Dagana 20. - 23. febrúar voru þemadagar í Grunnskóla Grand- arfjarðar. Dagarnir báru yfirskrift- ina „Heimabyggðin mín“ og lauk þeim með sýningu í íþróttahúsinu þangað sem öllum bæjarbúum var boðið. Ljósm. Sverrir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.