Skessuhorn


Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 Þegar lífið er loðna og loðnuhrogn Undanfarna daga hafa starfs- menn HB Granda á Akranesi unnið hörðum höndum við frystingu loðnuhrogna. Skipin hafa siglt til hafnar eitt af öðru í kapphlaupi við támaklukku náttúrunnar og með því hafa menn ffeistað þess að ná sem mestum verðmætum úr þeim litla kvóta sem til ráðstöfunar er á ver- tíðinni. Það eru fleiri en íslensk skip sem veiða loðnu hér við land því skip frá Færeyjum hafa komið til löndunar á Akranesi. Loðnuveiðar eru ávallt fyrirferð- armiklar í fréttum ár hvert enda mikið í húfi á þeim stutta tíma sem veiðarnar að jafnaði standa. Þessi htli fiskur fær þá mikla athygli al- mennings sem þrátt fyrir allt veit lítið um þetta sjávardýr. Sennilega vegna þess að fæstir leggja sér hana til munns hér á landi. Landinn var enda lengi mjög matvandur þegar að sjávarfangi kom. Loðnan er uppsjávarfiskur sem leitar til botns á grunnsævi til þess að hrygna, en að mestu leyti er hún langt norður í höfum í leit að æti. Fæða loðnunnar eru ýmis konar svifdýr svo sem krabbaflær, ljósáta, pílormar, fiskaegg og seiði. Loðnan hrygnir að mestu leyti við S og SV- strönd Islands, ffá Hornafirði og vestur á Breiðafjörð. Hrygningin hefst um mánaðamótin febrú- ar/mars og stendur ffam í apríl við S og SV-ströndina. Hrogn loðn- imnar límast við steina og skelbrot á botninum. Talið er að loðnan drepist að langmestu leyti að hrygningu lokinni, en þó mun eitt- hvað vera tun að kvenloðna hrygni tvisvar en karlloðnan er ekki tahn lifa af nema eina hrygningu. Kapphlaup við tímann Töluverðar sveiflur hafa verið í veiðum og vinnslu loðnu á undan- förnum árum og þær sveiflur hafa skilað sér á land á ýmsum stöðum í sveiflukenndum umsvifum. Um- svifin eru einfaldlega mest í ná- grenni við veiðistaðina því keppst er við að koma fiskinum sem stysta leið til hafnar og vinna þannig tíma til veiða. Þessar sveiflur hafa komið vel fram á Akranesi á hðnum árum. A þeirri vertíð sem nú stendur hefur aflakvóti verið lítill og því Síðan tekur viðflókið og afar tœknivœtt ferli þar sem hrognin eru hreinsuð. Fyrst af öllufer loðnan íflokkara þar sem hængurinn er skilinnfrá ogfer beint í brieðslu. Karlpeningurinn hefur lokið sínu hlutuerki. Kvenloðnan fer síðan íflókið vinnsluferli þar sem hrognin eru skilinfrá. Að hreinsun lokinni er hrognunum dælt á milti húsa og komið jýrir í kórum og þauflutt að skipshtið Engeyjar. fóru veiðar rólega af stað því menn vildu bíða þess að hrognainnihald loðnunnar yrði sem hæst þannig að sem mestur hluti þeirra færi í fryst- ingu. Um leið skapast mest verð- mæti fyrir afurðimar. Akranes ligg- ur vel við hrognaffystingu í venju- legu árferði og það hefur ekki farið ffam hjá íbúum bæjarins undan- farna daga. Mikið líf hefur verið við höfiiina og flaggskip íslenska fiski- skipaflotans, Engey RE 1 hefur leg- ið í höfhinni og ffyst loðnuhrogn sem skilin hafa verið ffá í vinnslu HB Granda í landi. Þar sem fæstir gera sér grein fyr- ir hversu flókin vinnsla hrogna er fékk blaðamaður Skessuhorns leyfi til þess að fylgjast dagsstund með vinnsltmni og þar kom ýmislegt á óvart, meðal annars hversu tækni- vædd vinnslan er og hversu miklar kröfur em gerðar til gæða vörunn- ar. Þegar frysting loðnuhrogna stendur yfir bætast 22-24 starfs- menn við vinnslu HB Granda í landi auk þess sem áhöfn Engeyjar vinnur um borð í skipi sínu. Má því ætla að á milli 50 til 60 starfsmenn komi að vinnslunni þá daga sem ffysting stendur. Sumir þeirra sem í landi vinna hafa um árabil komið á þessa vertíð sem loðnuffystingin er. í fullvinnslu á Skaganum Stærstu kaupendur loðnuhrogna em Japarúr og þeir em kröfuharðir kaupendur. Fulltrúar kaupenda em viðstaddir vinnsluna og fylgjast ná- kvæmlega með hverju skrefi henn- ar. En hluti hrognanna fer ekki langa leið. Stór kaupandi hrogn- anna er Vignir G. Jónsson hf. á Akranesi en það fyrirtæki rekur eina fullkomnustu fullvinnsluverksmiðju í hrognavinnslu í heiminum í dag. I gær má ætla að ffyst hafi verið á Akranesi um 850 tonn af loðnu- hrognum. Hrat kvenloðnunnar og hængurinn fara síðan til bræðslu og reikna má með að um 9.000 tonn hafi farið til bræðslu á undanförn- um dögum. A meðfylgjandi myndtun má sjá vinnsluferli við frystingu loðnu- hrognanna. HJ Og þegar frystingu lýkur eru þau ýálfkrafa losuð úr frystitœkjunum. Síðan áfieriband.... ...til pökkunar... Gamti og nýi tíminn kallast á. Engey RE-1 er stærsta og fullkomnasta skip íslenska fiskiskipaflotans. Koma þessfjölgaði tœkifœrum HB Granda til að auka verðmœti afla- kvóta fyrirtækisins. Stœrðarmunur Engeyjar og annarra skipa fyrirtœkisins sést best á þessari mynd sem tekin er af brúarvæng skipsins niður á Víking AK og Ingunni AK Seint verða þau skip þó tatin nein smásmíði. I Ijósi umræða undanfarinna mánaða vakti athygti sú staðreynd að í áhöfn Engeyjar eru 14 menn frá Akranesi og nágrenni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.