Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 15
skessiíhqee
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006
15
--------T
Japanir eru kröfuharðir enjafnframt tryggir kaupendur. Fyrirtœkið Maruha hefur um 12 ára skeið verið einn stærsti kaupandi loðnu-
hrogna afHB Granda. Hér erfulltrúi þess Jyrirtækis Naoharu Ogiya ásamtjóni Helgasyni sölustjóra HB Granda. Þráttfyrir miklar
vökur þar sem kaupandi og seljandi hafa tekist á geta menn sem beturfer ennþá brosað.
Ekki er lífið minna hjá þeim sem vakta flokkarana.
Hrogn hífð um horð til frystingar.
Eldur var felldur
„Ég sá það strax þegar ég sá hannfyrst að í augum hans bjó eldur sem illtyrði að eiga
við,“ sagði Guðni Agústsson m.a. í Kastljósi Sjónvarps á fóstudagþegar hin válegu tíð-
indi bárust honum um að íslenska þarfanautið værifallið. Þetta var einmitt augnablikið
sem Guðni vitnar til.
Kálfurinn Hróður Guttormsson daginn sem Eldur var settur í embœtti sitt 4. nóvember
sl. A honum var hálfgerður „hundshaus“ þennan dag enda freklega framhjá honum
gengið. Nú hefur Hróður hinsvegar fengið uppreisn œru því ákveðið hefur verið að hann
verði þráttfyrir allt arftaki fóður síns, enda er hann talinn hafaflesta kosti Guttorms
heitins; gott skap og líklegur til að verða betur lynntur en Eldur.
Óhætt er að segja að fráfall Elds
sé áfall fyrir alla þá sem láta sig ís-
lenskan landbúnað einhverju varða.
Ékki eru nema fáeinir mánuðir síð-
an Eldur baðaði sig í frægðarljóma
og kastljós fjölmiðlanna beindist að
honuin í orðsins fyllstu merkingu.
Þá tók Kastljós og Húsdýragarður-
inn höndum saman og starfsfólk
þessara stofnana lagði allt í sölurn-
ar til að finna hið eina og sanna ís-
lenska þarfanaut til að feta í klauf-
för Guttorms heitins hins geðprúða
sem hafði árum saman verið fram-
vörður Húsdýragarðsins í Laugar-
dal, sómi hans sverð og skjöldur.
Eldur var valinn úr hópi umsækj-
enda til að keppa um þennan titil.
Reyndar má segja að hann hafi
komið bakdyramegin inn í úrslita-
keppnina því hann fór inn sem
fyrsti varaboli eftir að Þorri var
dæmdur úr leik fyrir brot á reglum
keppninnar. Eldur kom sá og sigr-
aði á úrslitastundu og var krýndur
Þarfanaut Islands við hátíðlega at-
höfn eins og áhorfendur Kastljóss
urðu vitni að þann fjórða nóvember
síðastliðinn.
Því miður verður að segja eins og
er að þrátt fyrir að færustu sérffæð-
ingar hafi komið að vali Þarfanauts-
ins þá reyndist Eldur ekki traustsins
verður. I honum brann einhver eld-
ur sem gerði það að verkum að
hann var ekki við alþýðuskap. I ljós
kom að geðslag hans var þannig að
gestum Húsdýragarðsins stafaði sí-
fellt meiri hætta af nautinu eftir að
styrkur þess jókst. Því var ekki um
annað að ræða en fella þetta firæg-
asta naut síðari tíma.
Það er óhætt að segja að þetta er
skýrt dæmi um hvað ffægðin getur
verið fallvölt og þá ekki síður ffami
í fegurðarsamkeppnum. Ekki er
langt síðan sigurvegarinn í fegurð-
arsamkeppninni herra Island var
felldur ef svo má að orði komast og
nú er röðin komin að hinu íslenska
þarfanauti.
Þess má geta að nú þegar hefur
verið ákveðið að sonur Guttorms
heitins taki við embætti þarfanauts
húsdýragarðsins. Kálfurinn, sem er
25. afkvæmi Guttorms er borinn
23. september á síðasta ári en þrátt
fyrir ungan aldur er hann talinn
valda þessu ábyrgðarhlutverki.
Hann þykir minna um margt á föð-
ur sinn, geðslagið er gott og litur-
inn rauðskjöldóttur og þá er hann
stórgerður eins og hann á kyn til en
í dag er hann 230 kíló.
Eldur sem nú hefur verið felldur
var í heiminn borinn að Laugabóli í
Þingeyjasýslu þann 11. janúar 2004
og náði hann því rétt ríflega tveggja
vetra aldri. Hann var sonur Sprota
og Glóðar sem þekkt voru fyrir geð-
prýði í hvívetna en því miður erfði
Eldur ekki skaplyndi foreldra sinna.
Gísli Einarsson/ Ijósm: MM
Bílstjórar
BM Vallá ehf. óskar eftir að ráða röska og
duglega bílstjóra með meirapróf sem
steypubílstjóra hjá fyrirtækinu á Akranesi.
Mikil verkefni framundan og góð laun í boði.
Allar nánari upplýsingar
veitir Pétur V. Hanson í síma 860 5015.
BM Vallá ehf.
BM-VAIIÁ Bíldshöfða 7
www.skessuhorn.is
ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR
www.limtrevirnet.is
Starfsmenn óskast
Vegna mikilla verkefna óskum við hjá Límtré Vírnet
ehf eftir að ráða fólk til starfa í verksmiðju okkar f
Borgarnesi. Bæði er um að ræða framtíðarstörf og
sumarafleysingar í
• Blikksmiðju
• Járnsmiðju
• Rafvirkjun
• Völsun
Við leitum að duglegu og traustu fólki og æskilegt að
viðkomandi séu eldri en 18 ára.
i Hægt er að sækja um á heimasíðu okkar,
www.limtrevirnet.is eða senda tölvupóst á
1 reynir@Iimtrevirnet.is
; Allar nánari upplýsingar gefa Reynir Guðmundsson
s.: 530-6073 og Aðalsteinn Símonarson s.: 530-6046
Starfsfólk óskast!
Umsjón í kjötborði - starf 1
Vinnutími 8-14
Starfið felst í umsjón með kjötborði, pantanir, afgreiðslu og þrif.
Viðkomandi þarf að vera vanur/vön eldamennsku og hafa þekkingu
og áhuga á matargerð og kjötvinnslu.
Umsjón í kjötborði - starf 2
Vinnutími 14-19
Starfið felst í umsjón með kjötborði seinnipart dags, pantanir, afgreiðsla og
þrif. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og áhuga á matargerð og kjötvinnslu.
Umsjón í sérvörudeild - starf 3
Vinnutími 14-19
Starfið felst í aðstoð við viðskiptavini og umsjón í sérvörudeild seinnipart dags.
Skilyrði að umsækjendur hafi áhuga á fatnaði og hannyrðum.