Skessuhorn


Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 Frumkvöðla- fræði BORGARFJÖRÐUR: Verk- efriið Sóknarfæri til sveita á veg- um Bændasamtakanna og Frum- kvöðlaffæðslunnar bjóða upp á 26 tíma námskeið um viðskipta- tækifæri og hagnýtingu þeirra á Hvanneyri, dagana 10. og 11. mars og 17. og 18. mars ef næg þáttaka fæst. Námskeiðið er liugsað fyrir fólk með áhugaverð- ar hugmyndir, fólk sem er þegar í rekstri en vill auka við kurmáttu sína og/eða fólk sem langar að leita að viðskiptatækifærum. Ekki er gerð krafa um menntun eða reynslu, en áhugi og jákvætt hug- arfar er sldlyrði. -mm UT ráðstefna á föstudag GRUNDARFJÖRÐUR: Menntamálaráðuneytið stendur fyrir UT-2006 - ráðstefriu um þróun í skólastarfi, föstudaginn 3. mars og verður hún haldin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Á UT-2006 er áhersla lögð á sveigjanlega kennsluhætti. Ráðstefnugestir verða virkir þátttakendur í dag- skránni og formlegir fyrirlestrar verða í lágmarki. Skipulag ráð- stefiiunnar er með nýstárlegum hætti og gefur fólki færi á að taka þátt í áhugaverðri og spennandi uppbyggingu skólastarfs á Is- landi. -mm Slapp ómeidd úr veltu BORGARFJÖRÐUR: Ung kona slapp ómeidd er bíll hennar rann út af þjóðveginum í hálku neðan við Svignaskarð á sunnu- dagskvöld og valt. Kranabíl þurfti til að fjarlægja bifreiðina. Þá valt bíll undir Hafnarfjalli um hádegisbil sama dag. Tveir út- lendingar voru í honum og sluppu þeir án meiðsla en krana- bíl þurfti til að fjarlægja bílinn sem var stórskemmdur. Öku- maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. -kó Svipaður afli en mun meira afla- verðmæti VESTURLAND: í nóvember á liðnu ári var landað 3.625 tonn- um af sjávarfangi að verðmæti tæpar 289 milljónir króna í höfh- um á Vesturlandi. Á sama tíma árið áður var landað 3.653 tonn- um að verðmæti tæpar 189 millj- ónir króna. Aflinn í magni stend- ur því í stað en verðmæti aflans eykst um rúm 53%. Þetta kemur ffam í tölum Hagstofu Islands. Fyrstu ellefu mánuði liðins árs var landað 64.388 tonnum af sjávarfangi á Vesturlandi að verð- mæti tæpar 2.543 milljónir króna. Á sama tíma árið áður var landað 123.658 tonnum að verð- mæti tæpar 4.099 milljónir króna. Samdráttur í magrú er því tæp 48% og í verðmætum tæp 38%. -hj Jón Þorsteinsson ehf. bætir við starfsfólki Fyrirtækið Jón Þorsteinsson ehf. á Akranesi sem sýður niður þorsklifur er þessa dagana að bæta við um 10 starfsmönnum en nú er hávertíð hjá fyrirtækinu. Þessar vik- urnar er hávertíð þeirra fyrirtækja er vinna afurðir úr þorsklifur og að sögn Ásthildar Benediktsdóttur, framleiðslustjóra er nú unnið allan sólarhringinn við niðursuðu og pökkun afurða. Mikil og stöðug eft- irspurn er eftir framleiðsluvörum fyrirtækisins en auk niðusoðinnar lifrar vinnur fyrirtækið paté úr lifur og hrognum og einnig eru soðin niður svil. Ásthildur segir að starfs- menn þeir sem nú er leitað að verði ráðnir tímabundið til vors og bæt- ast í hóp á þriðja tug núverandi starfsmanna fyrirtækisins. HJ Fulltrúar styrkþega dsamt stjóm Mennmgarsjóós SPM sitjandi jjrir mióju. Uthlutað úr Menningarsjóði SPM Síðastliðinn föstudag var úthlut- að styrkjum úr Menningarsjóði Sparisjóðs Mýrasýslu, en sjóðurinn var upphaflega stofnaður til minn- ingar um Friðjón heitinn Svein- björnsson sparisjóðsstjóra. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum til 16 verkefna, samtals að upphæð 5,6 milljónir króna. Að sögn Sig- urðar Más Einarssonar, stjórnar- formanns SPM og formanns út- hlutunarnefndar Menningarsjóðs- ins bárust sjóðnum alls 29 umsókn- ir að þessu sinni, samtals að upp- hæð 17,3 m. kr. Hæsta stykinn hlaut Snorrastofa, 2,1 milljón króna. til útgáfu á fjór- um bókum. Skógræktarfélag Borg- arfjarðar fékk 750 þúsund króna styrk og Ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi hálfa milljón króna vegna samstarfsverkefnisins All Senses. Tónlistarfélag Borgar- fjarðar fékk 400 þúsund króna styrk á afmælisári félagsins. Þá fékk Mímir, ungmennahús 300 þúsund króna styrk til tækjakaupa. Aðrir styrkþegar fengu lægri upphæðir, en þeir voru: Kór eldri borgara í Borgarnesi, Kirkjukór Hellna,- Búða- og Staðarsókna, Samkór Mýramanna, Fitjakirkja, Freyjukórinn, Reykholtshátíð 10 ára, Steinsnar vegna Tónmilda Is- land, Þorgerður Gunnarsdóttir vegna ljósmyndasýningar, Kam- merkór Vesturlands og Margrét Jóhannsdóttir til ritunar munn- mælasagna af Mýrum. MM A fjórða tug manna á biðlista á Höfða Á síðasta fundi stjórnar Dvalar- heimilisins Höfða á Akranesi var upplýst að þann 7. febrúar voru 33 einstaklingar á biðlista eftir dvalar- eða hjúkrunarrými hjá heimilinu. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að íbúar heimilisins eru nú 78 talsins, 39 í þjónusturými og 39 í hjúkrunarrými. Einnig eru á lóð Höfða 27 raðhús fyrir aldraða og öryrkja. Aðstæður innan þess hóps sem bíður nú dvalar eru misjafhar og eru fimm manns í þeim hópi sem í brýnustu þörfinni er fyrir rými. Þar á eftir er nokkur hópur fólks sem er í nokkurri þörf effir dvöl. Þess má geta að nú er starfandi á Akranesi starfshópur sem ræðir um framtíðarskipan öldrunarmála á Akranesi. HJ Höfðingleg gjöf til Bókasafitis Akraness Sigrún Ástrós Sigurðardóttir, ekkja dr. Haraldar Sigurðssonar, færði Bókasafni Akraness nýlega af- steypu af verkinu „Hugsuðurinn," eftir Auguste Rodin og Islandskort greypt í kopar. Eins og flestir Skaga- menn þekkja er í Bókasafni Akraness varðveitt einstætt bókasafh Haraldar sem bæjarfélagið keypti árið 1994. Haraldur Sigurðsson (1908-1995) var Borgfirðingur, frá Krossi í Lundarreykjadal. Haraldssafh er sérsafn í Bókasafni Akraness og telur um 4.000 bindi. Þar eru mörg fágæt rit, t.d. nær öll íslensk tímarit í ffumútgáfu frá því að útgáfa þeirra hófst og ffam yfir miðja 19. öld og mjög merkt safti fomrita, m.a. gaml- ar útgáfur af Eddukvæðunum og flestar útgáfur Heimskringlu og Sturlungu. Auk þess útgáfur rit- verka einstakra rithöfunda og eru rit Halldórs Lax- ness þar merkust. Stærsta sérsaftiið í Haraldssafni er bókakostur um landafræði Islands og undirgreinar hennar. Ferða- bækur eru snar þáttur í þessari grein og fjalla þær m.a. um ferðir er- lendra manna um Island. I safhinu eru einnig nokkrar bækur úr Leirárgarða- og Beiti- staðaprenti, bækur sem tilheyra þeim tíma (1795-1819 ) er öll prent- un á Islandi var í Borgarfirði. Það var systurdóttir Sigrúnar, Auður Svala Guðjónsdóttir, ásamt manni sínum Rúnari Guðjónssyni, sýslumanni í Reykjavík sem afhentu gjafimar. Á myndinni tekur Hall- dóra Jónsdóttir við gjöfinni úr hendi Auðar. HJ Meirí hraði með hækkandi sól BORGARFJÖRÐUR: í síð- ustu viku vom alls 36 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Borgar- nesi. Að sögn Theodórs Þórðar- sonar, yfirlögregluþjóns er það staðreynd að með hækkandi sól og hlýrra veðri eykst hraðinn í umferðinni og þar af leiðandi einnig líkurnar á sektum, svipt- ingu ökuréttinda eða alvarlegum slysum. -kó Aðalftindur framundan SNÆFELLSNES: Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness verður haldinn á Hótel Olafsvík sunnudaginn 5. mars og hefst kl. 16.00. Samtökin era nú orðin 15 ára og verður saga þeirra rakin á aðalfundinum. Ferðaþjónustu- aðilar, sveitarstjórnarmenn og aðrir sem vilja taka þátt í um- ræðum um ferðamál á Snæfells- nesi era hvattir til að mæta. Á dagskrá fundarins verða venju- leg aðalfundarstörf, útgáfumál, Green Globe 21 og Þjóðgarður- inn Snæfellsjökull. -mm Fíknieftii og innbrot AKRANES: Lögreglan á Akra- nesi lagði hald á amfetamín og áhöld til neyslu fíkniefna í hús- leit á Akranesi í vikunni sem leið. Upplýsingar höfðu borist lögreglu um að neysla fikniefha færi ffarn í íbúð í bænum og var tekin ákvörðun um að fram- kvæma þar húsleit. Um 1 gramm af amfetamíni fannst við leitina og gekkst húsráðandi við því að eiga efnið og sagði þau til eigin neyslu. Lögreglan á Akra- nesi naut aðstoðar lögreglu- manns og leitarhunds úr Borg- arnesi við leitina. Þá var brotist inn í heimahús á Akranesi um helgina og þaðan stolið fartölvu. Lögreglumenn fundu tölvuna í næsta nágrenni en svo virðist sem innbrotsþjóf- urinn hafi orðið lögreglunnar var og kastað henni ffá sér. Mál- ið er í rannsókn. -mm Engin gatna- gerðargjöld af reiðskemmu STYKKISHÓLMUR: Bæjar- stjóm Stykkishólms hefur sam- þykkt beiðni Hesteigendafélags- ins í Stykkishólini um að fella niður gatnagerðargjöld af vænt- anlegri reiðskemmu í Stykkis- hólmi. Félagið óskaði einnig eft- ir niðurfellingu fasteignagjalda en bæjarstjórn mun fjalla um slíkan stuðning árlega. Á fundi bæjarstjórnar var bókað að verði breyting á eignarhaldi reið- skemmunnar komi til álita að endurskoða ákvörðunina um niðurfellingu gamagerðargjalds- ins. -hj WWW.SKESSUHORN.IS Bjamarbraut 8 - Borqamesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla mibvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þribjudögum. Auglýsendum er bent á ab panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þribjudögum. Blabib er gefib út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverb er 1000 krónur meb vsk. á mánubi en krónur 900 sé greitt meb greibslukorti. Verb í lausasölu er 300 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blabamenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Gubrún Björk Fribriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.