Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 23
■■.f-VMlh... J
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006
23
Betra liðið sigraði íVesturlandsslagnum
WrímmiiiMti
mammm
VIKU8LAOA
VesrURLANDt
N í NORDI
Hér eru Snæfellingar við það að skora í þriðja leikhluta, en þeim mínútum er best fyrir Borgnesinga að gieyma.
Bárður Eyþórsson, þjátfari Snæfells
var að vonum ánægður með sína
menn eftir leikinn.
Þaö var frábær varnarleikur,
skipulagður sóknarleikur og
ómetanleg reynsla úr stórleikjum
sem skilaði liði Snæfells frá
Stykkishólmi sigri á Skallagrími í
Borgarnesi á sunnudagskvöldið.
Eins og við var að búast var troð-
fullt í fjárhúsinu í Borgarnesi og
varla mátti sjá hvort þar væru
mættir fleiri Snæfellingar eða
Skallagrímsmenn. Jovan Zdra-
vevski var að vanda stigahæsti
leikmaður Skallagríms með 25
stig, en næstur kom George
Byrd sem skoraði 18 stig og tók
21 frákast gegn hinum stóra og
stæðilega Igor Beljanski. Belj-
anski var atkvæðamestur Snæ-
fellinga með 26 stig og 15 frá-
köst.
Ljóst var fá fyrstu mínútu hvert
stefndi, en liðin skiptust á um
forystuna og voru það Jovan
Zdravevski og hinn tröllvaxni
Igor Beljanski sem sáu um stiga-
skorið fyrstu mínúturnar. Eftir að
George Byrd varði skot Magna
Hafsteinssonar með tilþrifum
fylgdu tvær þriggja stiga körfur í
kjölfarið hjá Borgnesingum og
staðan var orðin 10-6. En Igor
Beljanski og Nate Brown drógu
vagninn fyrir Hólmara í byrjun
leiks og mikilvægar körfur frá
þeim, sem og þriggjastiga körfur
Borgnesinganna Péturs Más
Sigurðssonar og George Byrd
gerðu það að verkum að staðan
var hnífjöfn eftir 1. leikhluta, 25-
25.
Það var troðfullt á bekkjunum í„Fjárhúsinu“ í Borgarnesi og stemning á tíðum ágæt. Þó hefðu heimamenn mátt hvetja
sína menn meira en þeir gerðu.
Atli Hreinsson skoraði fyrstu
stig 2. leikhluta og er Ijóst að þar
er á ferðinni ungur og stórefni-
legur leikmaður. Eldri leikmenn
Snæfells tóku strákinn til fyrir-
myndar og setti Helgi Reynir
Guðmundsson góðan þrist sem
Igor Beljanski studdi með einni
af fjölmörgum körfum sínum úr
teignum. Skyndilega voru Snæ-
fellingar komnir með góða for-
ystu, 25-32. Á þessum tíma-
punkti voru Snæfellingar þó ekki
að gera góði hluti í sókninni, en
klaufaskapur og taugaspenna
kom í veg fyrir að Borgnesingar
qýttu sér það..Fín barátta hjá Ad-
olfi Hannessyni skilaði sér þó í
góðri körfu Axels Kárasonar og
Skallagrírn.sn?önnum hafði tekist
nis> ufiníp -
Vesturlandsliðin
í góðum gír á
fimmtudag
Heil umferð var spituð sl. fimmtudag
í lceland Express deild karla í körfu-
bolta. Vesturlandsliðin sigruðu bæði
andstæðinga sína og staðsettu sig á
nokkuð öruggum stað í deildinni.
Snæfell sigraði Njarðvík í leik þar
sem mikill og góður varnarleikur var
í hávegum hafður og lauk leiknum
með sigri Snæfells, 54:51. Á sama
tíma lagði Skallagrímur !R í Selja-
í ír: íO
skóla 95:85. Staðan í deildinni eftir
leikina var sú að Njarðvík var í efsta
sæti með 30 stig og Keflavík í öðru
með 28. Skallagrímur var síðan í 2,-
5. sæti með 24 stig og Snæfell í 6.
sæti með 22 stig. Á sunnudag náðu
Snæfellingar hinsvegar Borgnesing-
um að stigum eftir frækinn sigur í
Borgarnesi.
MM
Þakkað fyrir sig í leikslok.
að minnka muninn í 2 stig. En
flottur endasprettur Hólmara og
flautukarfa frá Árna Ásgeirssyni
gaf Snæfelli 5 stiga forystu í leik-
hléi
3. leikhluti reyndist svo vera
banamein Borgnesinga, en þar
skoruðu þeir 10 stig gegn 15
stigum Snæfellinga og þeir réðu
ekkert við Helga Reyni Guð-
mundsson sem raðaði niður
þristum í smettið á hverjum
Borgnesingnum á fætur öðrum.
Hafþór Ingi Gunnarsson skoraði
fyrstu körfu Skallagríms í 5 mín-
útur þegar 2 mínútur eru eftir að
leikhlutanum og var staðan í lok
leikhlutans 50-60 fyrir Snæfell.
Helgi Reynir hélt uppteknum
hætti í byrjun 4. leikhluta og
Magni var einnig að spila mjög
vel fyrir Snæfell. Dimitar Kara-
dzovski náði hinsvegar að
minnka muninn í 60-67 og þá var
komin góð stemning í borgfirska
áhorfendur (loksins), en skömmu
eftir það slökktu Hólmarar allar
vonir Borgnesinga og urðu loka-
tölur 64-79 fyrir Snæfell.
Úrslitin voru gríðarlega svekkj-
andi fyrir Skallagrímsmenn en
aftur á móti ákaflega góð fyrir
Snæfell, því með sigrinum eru
liðin jöfn að stigum en Snæfell-
ingar hafa unnið báðar innbyrðis
viðureignir liðanna. Eini Ijósi
punkturinn við kvöldið var að
Grindavík tapaði og þar af leið-
andi er 4. sætið ennþá raunhæf-
ur möguleiki. Margir lykilmenn
Skallagríms áttu dapran dag og
erfitt er að segja hvað fór úr-
skeiðis. Leikmenn Snæfells
höfðu einfaldlega sterkari taugar
og þoldu spennustigið betur.
GBÞ/ Ljósm: MM
Aðalfundur
Ungmennafélagsins
Skallagríms verður
haldinn
þríðjudaginn
7. mars 2006,
kl. 20:00 í
Félagsmiðstöðinni
Óðali.
Dagskrá:
1. Venjuleg
aðaifundarstörf
2. Önnur mál
i Félagsmenn eru
hvattir til að
jjölmenna á
* fundinn.
Aðalstjórn
V_________________)
Áminning!
Rautt spjald ?
Nei, við erum bara
að minna ykkur á
Herrakvöld KFÍA
föstudaginn
10. mars kl. 19:30
að Jaðarsbökkum.
Heiðurgestur
Einar Kr. Guðfinnsson
ráðherrra.
Veislustióri Gísli Einarsson
Jóhannes Kristiánsson
eftirherma skemmtir
Góður matur,
listmunauppboð,
happadrætti ofl.
Ailaf góð skemmtun
um leið og þú styrkir
knattspymuna á Skaganum
| Taktu félagana með
og gerðu gott kvöld
K.F.Í.A.
P.s. Vinsamlegast látið vita
um þátttöku í síma
431 3311
eða 862 6700
Munið rútuferð úr Reykjavik
frá Guðmundi Jónassyni
Borgartúni 34 kl.18:30
*