Skessuhorn


Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 13
SSjESSlíHÖBí ] MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 13 Þakkir frá klúbbsystrum á Akranesi Systur í Soroptimistaklúbbi Akraness senda Akurnesingum og nærsveitungum bestu þakkir fyrir frábærar móttökur við pönnuköku- sölu á Bóndadaginn, 20. janúar síð- stliðinn. Undirtektir fóru langt fram úr okkar bestu vonum óg við fréttum að færri hefðu fengið en vildu. Þetta er í þriðja sinn sem þessi fjáröflunarleið er reynd og við fögnum því að finna þennan mikla smðning og áhuga. Hafið öll heila þökk fyrir. Til þess að gefa hugmynd um hvert söfnunarfé klúbbsins rennur finnst okkur rétt að segja frá nokkrum dæmum. Nú nýverið voru fjórar íjölskyldur langveikra barna frá Akranesi og nágrenni styrktar. Um hver jól eru sendar gjafir til sambýla fatlaðra á Akranesi. Einnig hafa ýmis samtök verið styrkt, eins og Kvennaathvarfið og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, svo eitthvað sé nefnt. Upplýsingar um starfsemi Soroptimistahreyfingarinnar á Is- landi má finna á vefsíðunni www.soroptimist.is Með einlœgum kveðjum ogþökkum frá Soroptimistaklúbbi Akraness. Fjör í íþrótta og tómstunda- búðunum á Laugum Það var opið hús í íþrótta- og tómstundabúðunum á Laugum í Sælingsdal um sl. helgi og voru margir sem nýttu sér það að kynna sér starfsemina sem þar fer fram. Helga H Agústsdóttir var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir sem sýna glöggt þá góðu stemningu sem ríkir á Laugum. Samþykkt Adalskipulag Innri-Akraneshrepps 2002-2014 Sveitarstjóm Innri-Akraneshrepps hefur samþykkt tillögu að Aðalskipulagi Innri-Akraneshrepps 2002-2014. Tillagan var auglýst og laframmi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins að Miðgarði, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjordur.is og á skrifstofu Skipulagsstofnunar frá 23. nóv. til 21. des. sl. Athugasemdarfrestur rann út þann ó.janúar sl. og bárust athugasemdir frá 4 aðilum. Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Gerðar voru óverulegar breytingar á auglýstri tillögu aðalskipulagsins ísamræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar við innsendum athugasemdum. Tillaga Aðalskipulags Innri-Akraneshrepps 2002-2014 hefur verið send Skipulagsstofnun I sem afgreiðir tillöguna til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar. | Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið \ sér til oddvita Innri-Akraneshrepps. Innri-Akraneshreppur 22. febrúar 2006 Asa Helgadóttir, oddviti SjiikramuUl Hef hafið störf við sjúkranudd á fimmtudögum og föstudögum í Iþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum, Akranesi. Nánari upplýsingar og tíma- pantanir í síma 866-5809. Bryndís Gylfadóttir Löggiítur sjúkranuddari^ Fimm brjóstahaldarar f einum KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI431 1753 & 861 1599 Akraneskaupstaður Deiliskipulag fyrir Skójgarhverfi 1. afanga kynningarfundur Skipulags- og umhverfisnefnd hefur ákveðið að efna til opins kynningarfundar um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Skógarhverfi 1. áfanga. Fundurinn verður í bæjarþingsalnum að Stillholti 16 - 18, fimmtudaginn 9. mars nk. og hefst kl. 20:00. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaður Auglýsing um lausar athafnalóðir við Smiðjuvelli og Kalmansvelli Akraneskaupstaður auglýsir hér með athafnalóðir lausar til umsóknar við Smiðjuvelli og Kalmansvelli. Lóðirnar eru auglýstar með fyrirvara um endalega staðfestingu deiliskipulags. Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2006 Umsóknir skulu berast á skrifstofur Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18, 300 Akranes, ásamt kvittun fyrir staðfestingagjaldi kr. 18.400,- Byggingarskilmála ásamt uppdráttum af svæðinu og vinnureglur við úthlutanir byggingalóða á Akranesi er að finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.