Skessuhorn


Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 01.03.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 g££í)íi»IÍii&£H Dalabyggð styrkir íþróttafélög DALIR: Byggðaráð Dalabyggðar hefur samþykkt að veita 500 þús- und krónum til að styrkja starfsemi sex íþróttafélaga í sveitarfélaginu vegna starfsemi þeirra á síðasta ári. Hestamannafélagið Glaður, Ung- mennafélagið Olafur Pái, Ung- mennafélagið Æskan og Glímufé- lag Dalamann fá 100 þúsund krón- ur í styrk hvert félag og Ung- mennafélagið Dögun og Golf- klúbburinn fá 50 þúsund krónur hvort félag. -hj Dagsektir lagðar á ffamkvæmdir AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu bygging- arfulltrúa bæjarins um að lagðar verði dagsektir á lóðarhafa lóð- anna nr. 9 við Holtsflöt og nr. 7 við Hagaflöt vegna seinagangs við að tryggja öryggi í kringum lóð- irnar með girðingum og dælingu úr grunnum þeirra. Dagsektirnar eru 3.600 krónur á dag fyrir hvora lóð. Jafnframt mun byggingafull- trúi láta innheimta þann kostnað sem stofnað hefur verið til vegna aðgerða byggingarfulltrúa til þess að tryggja öryggi við ofangreind- ar lóðir, sem fólust í dælingu úr grunnunum og girðingu við þá. -hj Stútar og réttindaleysi AKRANES: Galsi virðist hafa hlaupið í allnokkra ökumenn á Akranesi í góðviðrinu í liðinni viku. Ovenju mikið var um hraða- akstur, en alls voru 34 kærðir fyr- ir að aka of hratt. Mældur hraði var á bilinu 112 - 130 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 og 93 - 100 í Hvalfjarðargöngum þar sem hámarkshraði er 70. Einn þeirra ökumanna sem kærðir var reynd- ist að auki réttindalaus og hafði aldrei haft ökuréttindi. Þá voru fjórir aðrir kærðir fyrir akstur án ökuréttinda. Um helgina voru tveir ökumenn handteknir grun- aðir um ölvun við akstur. Annar þeirra reyndist að auki vera öku- réttindalaus. -mnt Sparisjóðurinn Akranesi er teldnn til starfa ásamt umboði TM Fyrsti viðskiptavinurinn afgreiddur. Guðmundur Jóhannsson var mœttur snemma sl. fimmtudagsmorgun. Fyrstu starfsmenn Sparisjóðsins Akranesi, þau Þorkell Logi Steinsson ogAsta Valdimars- dóttir. I afgreiðslunni er Guðríður Sigfúsdóttir, en hún nuetir úr Borgamesi fyrstu dag- ana eða þar til mannað hefur verið í öll störf í nýja sparisjóðnum á Akranesi. Síðastliðinn fimmtudag hóf Sparisjóðurinn Akranesi starfsemi sína við Stillholt 18. Sparisjóðurinn er í eigu Sparisjóðs Mýrasýslu en rekin sem sjálfstæð eining og með eigið bankanúmer (1104) og kenni- tölu. Samhliða almennri sparisjóðs- starfsemi er umboð Tryggingamið- stöðvarinnar einnig á sama stað. Utibússstjóri er Þorkell Logi Steins- son en auk hans er gert ráð fyrir að 2-3 öðrum starfsmönnum þegar mannað verður í allar stöður. Síðast- liðinn fimmtudag voru þær Asta Valdimarsdóttir og Guðríður Sig- fúsdóttir að störfum ásamt Þorkeli. „Við muntun leggja áherslu á per- sónuleg tengsl og góða þjónustu við viðskiptavini okkar. Samkvæmt könnunum mörg ár í röð hafa Spari- sjóðimir þá ímynd á sér í huga al- mennings í landinu að ánægðustu viðskiptavinimir em hjá þeim. Boð- leiðir era óneitanlega styttri en í bönkunum þar sem þeir em stærri fyrirtæki. Okkar áhersla verður á þjónustu við einstaklinga og lítdl og meðalstór fyrirtæki,“ sagði Þorkell. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið rekinn sparisjóður á Akranesi síðan á 7. áratug síðustu aldar en þá hafi Sparisjóður Akraness verið keyptur upp af Landsbankanum. Sagði hann jafhframt að Sparisjóður Mýrasýslu hafi ekki verið með útibú á Akranesi fyrr, þrátt fyrir að margir Skagamenn væra þar í viðskiptum. „Við em staðráðin í að gera góða hluti héma á Akranesi og mín til- finning er sú að margir muni koma í viðskipti til okkar. Ef allt gengur upp mun því störfum hjá okkur fjölga og að öllum líkindum þurfrun við fljót- lega að færa starfsemina í stærra húsnæði. Sparisjóðurinn Akranesi er í það minnsta kominn til að vera, því get ég lofað,“ sagði Þorkell Steins- son, útbússtjóri á Akranesi í samtali við Skessuhom. MM -------------*------ Vatnsveður í Olafsvík Mikið suðaustan vatnsveður gekk yfir Vesturland allt sl. mið- vikudag og klukkan 13:00 mældist vindhraðinn við Olafsvíkurhöfn 24-36 metrar á sekúndu. Mikil rigning fylgdi rokinu og leysing úr fjöllum og náðu niðurföll í bænum ekki að anna vatnsflaumnum. Þessa mynd tók Alfons Finnsson, ljósmyndari af gilinu, en fleiri myndir hans af óveðrinu er að finna á vef Snæfellsbæjar. MM Kaupsamningum fyrir 482 milljónir AKRANES: I janúarmánuði var þinglýst 25 kaupsamningum að verðmæti 482 milljónir króna á Akranesi. I fjölbýli vom samning- amir 20 talsins að verðmæti 372 milljónir króna. Meðalverð á íbúð var því 18,6 milljónir króna. I sér- býfi vora samningarnir 3 að tölu og verðmætið 56 milljónir króna. Meðalverðið er því nánast það sama og í fjölbýli eða 18,6 milljón- ir króna. Þá vora 2 samningum um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði þinglýst að verðmæti 53 milljónir króna. Þessar upplýsingar koma ffarn hjá Fasteignamatd ríkisins. -hj Kennurum fækkar VESTURLND: Starfsfólki við kennslu í grunnskólum á Vestur- landi fer heldur fækkandi ef marka má nýjar tölur ffá Hagstofu Is- lands. I haust vom starfsmennimir 294 talsins og hafði fækkað úr 298 árið á undan. Nokkrar sveiflur hafa verið í fjölda undanfarin ár því árið 2000 voru starfsmennirnir 275 talsins en árið 2003 vora þeir 315 að tölu. Hlutfall kennara með rétt- indi er aftur að hækka eftir nokkra lækkun á undanfömum árum. I haust vom 78,6% kennara með kennsluréttindi en árið 2001 var það hlutfall 72,8%. Þá hefiir hlut- fall kvenna við kennslustörf einnig hækkað og var það 74,8% í haust. -hj Samningur um ffamkvæmdir við safnahús DALER: Byggðaráð Dalabyggðar hefur lagt tdl við sveitarstjóm að hún samþykki samning sem gerð- ur hefur verið milli Dalabyggðar og menntamálaráðuneytisins um framkvæmdir við Safnahúsið í Búðardal. I samningnum skuld- bindur ráðuneytið sig til þess að veita 10 milljónum króna árlega á árunum 2006-2010 til byggingar- irmar eða samtals 50 milljónum króna. -hj PISTILL GISLA Minning um naut Eg geri mér fulla grein íyr- ir að Morgunblaðið er vin- sælli vettvangur fyrir minn- ingargreinar en Skessuhorn þótt ég hafhi því að sjálf- sögðu að það annars ágæta blað hafi yfirburði yfir mitt heimarit á öðrum sviðum. Þessvegna nýti ég mér að sjálfsögðu miðil í mínu heimahéraði til að rita fáein minningarorð um Vestlend- ing sem nú er fallinn frá. Hann var að vísu fæddur í Þingaeyjasýslum norður en uppalinn hér syðra, nánar tiltekið á Hvanneyri í Borg- arfirði. Við Eldur Sprotason, þarfanaut, kynntumst fyrst á haustdögum við undirbún- ing fegurðarsamkepnninnar Þarfanaut Islands sem ég stýrði á vegum Kastljóssins. Vel fór á með okkur og þótt ég hafi eldað grátt silfur við ýmsa aðra keppendur þá brunnu engir eldar okkar á milli. Eldur sýndi heiðarlega framkomu og hvergi bar skugga á framgöngu hans í keppninni enda var hann laus við bolabrögð og tudda- skap. Eldur var óvæntur sigur- vegari í keppninni enda kom hann inn bakdyramegin eftir að Þorri varð uppvís að kyn- ferðisbroti sem kostaði hann sæti í úrslitakeppninni. Eld- ur nýtti tækifærið út í yrstu æsar og heillaði dómnefhd- ina upp úr skónum með prúðnautslegri framkomu og tígulegum limaburði. Seinna kom síðan í ljós að þar fór fól undir fagurrauðu skinni, eða hvað? Eldi var gefið að sök að vera eins og naut í flagi og án þess að hann fengi form- lega áminningu eins og stjórnsýslulög kveða á um varðandi opinbera starfs- menn og væntanlega opin- ber starfsnaut einnig, var hann felldur á bak við hús. Eg trúi því hinsvegar að ekki séu öll kurl komin til grafar og neyta að viðurkenna það sem tilviljun að Eldur skuli felldur á nákvæmlega sama tíma og matarhátíðin Food and fun (Fóður og fjör) stendur sem hæst. Þar að auki er það á allra vitorði að það er nautakjötsskortur í landinu. Sjálfsagt verður það seint fullsannað að um samsæri sé að ræða þótt minni skoðun verði ekki haggað. Hitt stendur þó eftir að það fór ekki á milli mála að Eldur spilltist á mölinni. Hann fór úr sveitinni sem ómeirnað ungnaut og glaptis af glysi og glaum stórborgarinnar. Ekki ætla ég að fullyrða að hann hafi verið kominn í neyslu en það var allavega Ijóst að frægðin steig honum til höfuðs og síðustu vikurn- ar var orðinn hrokafullur og lét eins og hann vissi ekki af okkur sem studdum hann þegar enginn vissi hver hann var. Ég vona að lokum að örlög Elds verði þeim víti til varn- aðar sem telja að grasið sé ávallt grænna hinum 'megin Elliðaánna. j Heima er best. Gísli Einarsson, nautabani.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (01.03.2006)
https://timarit.is/issue/404095

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (01.03.2006)

Aðgerðir: