Skessuhorn - 05.04.2006, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 14. tbl. 9. árg. 5. aprfl 2006 - Kr. 300 í lausasölu
Sinueldamir á Mýrum stóðu í t<epa 3 sólarhringa frá fimmtudegi ogfram á laugardagskvöld. Þetta eru umfangsmestu sinueldar sem heimildir eru til um að orðið hafi hér á landi, um 70 hektarar lands brunnu og eru gróður-
skemmdir því eílilega miklar. Slökkvilið og hjörgunarfólk stóð sig frábterlega við erfiðar aðstœður og tókst að forða fólki, búfénaði og mannvirkjtim frá tjóni. Sjá umfjöllun á miðopnu.
Akveðið hefur verið að flýta við-
bótarstækkun Norðuráls á Grund-
artanga en verkefnið mun auka
framleiðslugetu álversins úr
220.000 tonnum á ári í 260.000
tonn. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdum verði lokið á fjórða árs-
fjórðungi 2007. Landsvirkjun hefur
fallist á að veita umframorku tíma-
bundið til að flýta gangsetningu
stækkunarinnar og gera Norðuráli
þannig kleift að nýta þjónustu verk-
fræðifyrirtækja og verktaka sem
best. Landsvirkjun áætlar að geta
afhent orku frá því í júlí 2007 og
ffam í nóvember 2008, eða lengur,
en þá er þess vænst að orka verði
tiltæk frá Orkuveitu Reykjavíkur
samkvæmt fyrirliggjandi langtíma-
samningi Norðuráls og OR.
„Við þökkum Landsvirkjun fyrir
að virrna með okkur svo við getum
tekið þetta skref í stækkun álversins
á Grundartanga fyrr en áður var
kunngert,“ segir Logan W. Kruger,
forstjóri Century Aluminum, móð-
urfélags Norðuráls. „Þessi tilhögun
mun gera okkur kleift að einbeita
okkur fyrr en ella að fyrirhugðu
verkefni í Helguvík og ætti að auð-
velda okkur að nýta áfram krafta
hins hæfa og öfluga íslenska teymis
sem hefur staðið sig svo vel á
Grundartanga. Við höfum
gert ráð fyrir að þróa Helgu-
víkurverkefnið í áföngum og
teljum að með því móti lögum
við okkur ekki aðeins að tíma-
semingum orkuframboðs, heldur
geri það okkur einnig kleift að nýta
íslenska þekkingu og mannauð eins
vel og kostur er. Jafiiframt teljum
við að slík þrepaskipt framvinda
þjóni best hagsmunum íslensks
eftiahagslífs.“
Alver Norðuráls á Grundartanga
hafði fram á þetta ár 90.000 tonna
ffamleiðslugetu. I febrúar sl. hófst
þar viðbótarffamleiðsla á áli vegna
stækkunar sem mun auka fram-
leiðslugetu álversins í 220.000 tonn
á fjórða ársfjórðungi 2006.
MM
II III
ATLANTSOLIA
Dísel *Faxabraut 9.
Gómsætir ávextir
á girnilegu verði!
Samkaup |u.rv«L
Lambagrillsneiðar
úr framparti
þurrkryddaðar
Heill ferskur
kjúklingur
Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvik • Egilsstaðir • Hafnarfjörður • Húsavík • Isafjörður • Neskaupsstaður • Njarðvik • Olafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd
Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Tilboðin gilda 6. apríl - 9. apríl