Skessuhorn - 05.04.2006, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006
Alltaf jafin gaman að vera tíl
Rætt við Jón rakara og Brimrúnu Vilbergs
Það má með sanni segja að þau
Jón Hjartarson og Brimrún Vil-
bergs Vilbergsdóttir séu lífsglöð
og fótafim hjón með eindæmum.
Þessi síkátu og orkumiklu hjón
hafa ferðast vítt um landið, jafnt
gangandi sem á hestbaki og núna
dansa þau niður úr hverjum skón-
um á fætur öðrum þar sem þau
mæta á allar þær danssamkomuna
sem þau mögulega finna. Þau tóku
vel á móti blaðamanni Skessuhorns
og sögðu kát í bragði, en þó með
hógværð, frá áhugamálum sínum,
skoðtmum og því sem þau hafa
tekið sér fyrir hendur í gegnum
tíðina.
Var logandi hræddur
Jón er fæddur árið 1934 og upp-
alinn til 12 ára aldurs á bænum
Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi en
þá flytur fjölskyldan á Akranes. Jón
segir fyrstu upplifanir sínar eftir að
hann flutti á Akranes hafi verið
góðar. „Eg var logandi hræddur
lítill sveitastrákur að koma í þetta
kraðak í bænum en mér var alltaf
tekið vel og var aldrei tekinn fyrir,
eins og það var kallað, frekar en
nokkur annar krakki; allir voru
vinir. Þessar fyrstu minningar hafa
líklega mest með það að segja að
mér hefur alla tíð síðan þá liðið vel
á Akranesi.
Brimrún er fædd árið 1947 á
Patreksfirði, elst þar upp en fer
snemma á unglingsárum að heim-
an. Hún bjó um tíma í Borgarnesi
og svo í Reykjavík en uppúr 1975
flytur hún á Akranes með börnin
sín 2 þar sem hún fékk vinnu sem
sjúkraliði við Sjúkrahús Akraness.
Tók strax eftir henni
„Við hittumst á þorrablóti í Rein
árið 1974 þar sem Jón var dyra-
vörður,“ segir Brimrún. Aðspurður
um hvort það hafi verið læti í
henni, svarar Jón með sposkum
svip, „já, það var þess vegna sem ég
tók eftir henni.“ Þau hlæja bæði
hástöfum.
Þau voru gefin saman þann 17.
nóvember árið 1979 og ári seinna
eignast þau Vilberg Hafstein. Það
sama ár og þau giftu sig festa þau
kaup á húsinu að Kirkjubraut 30
og setur Jón upp rakarastofu í
kjallaranum. „Eg fór í læri þegar
ég var 15 ára og hef unnið sem rak-
ari síðan, í nærri 60 ár. Þetta starf
er mjög gefandi, ég hitti mikið af
fólki, kynnist mörgum og í hrein-
skilni sagt hef í aldrei farið leiður
til vinnu og það tel ég eitt það dýr-
mætasta við starfið mitt.“ Jón seg-
ist ekki vita hvað verði um starfs-
grein hans en telur að óhjákvæmi-
lega muni form starfsins breytast
þó það mtmi nú ekki hverfa alveg
af sjónarsviðinu, allavega ekki í
bráð.
Áhugamálin
gefa lífinu gildi
Þau hjónakorn sitja ekki auðum
höndum. Bæði eru þau í fullri
vinnu ásamt því að sinna áhuga-
málum sínum; dansi og ferðalög-
um, samviskusamlega. Undanfarin
ár hafa þau ferðast mikið innan-
lands. „A sumrin reynum við að
ferðast sem mest með tjaldvagn-
inn, að hrjóta í fersku lofri er mik-
ið betra," útskýrir Brimrún og
hlær dátt.
„Aldurinn er ekki það sem skipt-
ir máli, það er alltaf jafn gaman að
vera til, jafnt í dag sem fyrir 10 eða
50 árum,“ segja þau og Jón bætir
við; „það eru áhugamálin sem gefa
lífinu gildi, fólk þarf að fara í
ferðalög, vera í einhverjum félags-
skap eða gera eitthvað skemmtilegt
svo lífið verði ekki dauflegt,11 út-
skýrir hann: „Það er ekki nóg að
sjá bara húshornið heima og hvort
annað.“
Með hestabakteríuna
Jón segist alla tíð hafa verið í
kringum hesta. „Eg ólst upp við
hesta í sveitinni, faðir minn var
mikill hestamaður en ég var bara
svona áhugamaður. Fyrstu hest-
arnir sem ég var með á Akranesi
voru í útikofa á bakvið húsið á
Vesturgötu 109 sem ég og félagi
minn reistum." Eftir 1979 tekur
Jón sér ffí frá hestunum á meðan
þau hjónin voru að koma xmdir sig
fótunum. Hestabakterían blússaði
þó fljótt upp aftur og árið 1988
festi hann kaup á nokkrum klárum
norðan úr Skagafirði og húsi í
hesthúsahverfinu Æðarodda og
kemur hestvmum þar fyrir. „Þetta
var aldrei mitt hobby, það eru dans
og skautar. En ég sagði honum að
ég skildi keyra á eftir með kaffi,
skeifur og áhöld þegar hann væri í
útreiðum. Eg þorði líka að moka
og kemba, en einn daginn fór ég á
bak og fór ekki af baki aftur. Þetta
tekur smá tíma að lærast, það tók
mig um 3 ár að festast í hnakknum
eða hreinlega læra hvernig maður
Alltafkát og hress. Hér erujón og Brimrún í stofunni heima.
Hér eru Jón ásamt félaga sínum honum Prins. Þeir vinimir hafa átt góðar stundir saman. Hér eru þeir áferðalagi um Hafnarskóginn
og hafa lítiðfyrirþví að stilla sér uppfyrir Ijósmyndarann Brimrúnu.
situr þar kyrr. Mér fannst þetta al-
veg rosalega skemmtilegur tími
meðan við höfðum hestana,“ út-
skýrir Brimrún.
A dansleik með Kátufólki, í síðkjól ogsmóking, en ekki hvað! Með á myndinni er Anna Magnúsdóttir, félagi í hópnum.
Fyrsta sinn útfyrir
landssteinana
Jón segist ekkert hafa dansað
áður en þau kynntust. „Það tók
mig 13 ár að draga hann í dans,“
segir Brimrún og Jón skýtur inní:
„Eg er nú alltaf þægur við hana og
bæði feiminn og hræddur." Þau
skella bæði uppúr. „Það hefur
haldið í mér lífinu, lífsgleði hennar
og kátína,“ bætir Jón við. „Við
byrjuðum á námskeiði í gömlu-
dönsunum árið 1988. Jón var með
alls konar mótbárur til að byrja
með en efrir fyrsta sporið hefur
hann ekki stoppað," útskýrir Brim-
rún og bætir við: „Við höfum verið
félagar í félagsskap sem heitir Kátt
fólk síðan 2000. Þessi félagsskapur
var stofnaður árið 1949 og snýst
um fjögur böll á ári þar sem síð-
kjóll og smóking eru skilduklæðn-
aður. Þetta er alfarið vín- og reyk-
laus skemmtun og svo er prógram
frá klukkan 8 og fram á nótt.“
„Þetta finnst mér skemmtilegur
félagsskapur, þetta er alveg rosa-
lega gaman. Þarna snýst allt um að
dansa og skemmta sér, ég hef
hreinlega ekki misst af balli í fleiri
ár,“ segir Jón. Það er vert að nefna
að í nóvember ætla þau hjónin að
fara í skemmtisiglingu um Karab-
íska hafið í 2 vikur þar sem dansað
verður allan daginn. „Hvorugt
okkar hefur farið útfyrir lands-
steinana og þykir oklnir það nú
ekki tiltökumál, við höfum bara
ferðast þeim mun meira innan-
lands,“ segja þau.
Skemmta
sér mest og best
Þeir sem þekkja til þeirra hjóna
vita að þau hafa alltaf mætt á flest-
ar skemmtanirnar, skemmt sér