Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2006, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 05.04.2006, Blaðsíða 23
§S£ESSUH©BKI MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 23 Urslitarimma Skallagríms á fimmtudag gegn Keflavík Það var létt yfir Borgnesingum í rútunum þegar haldið var af stað áleiðis til Keflavíkur á fimmtudaginn var. Heldur var stemningin daufari á heimleiðinni. Ljósm. MM Skallagrímur tapaði með 50 stigum í þriðja leik sínum á móti íslands- meisturunum í Keflavík í und- anúrslitaleik liðanna í lceland Ex- press deildinni sem fram fór í Keflavík sl. fimmtudag. Jafnt var á með liðunum í fyrsta leikhluta en strax í öðr- Drífa Harðardóttir íslandsmeistari í badminton Drífa ásamt Helga i urslitum tvenndarleiks. íslandsmótið í meistaraflokki í badminton var haldið í TBR hús- unum um síðustu helgi. Þar öttu kappi 110 keppendur frá 10 fé- lögum og að vanda sendi ÍA góð- an hóp keppenda. Keppt var um íslandsmeistara í M.fl og A- og B- flokkum. í meistaraflokki keppti besta badmintonfólk landsins og i A og B flokkum ungir og efnileg- ir leikmenn í bland við eldri kemp- ur. Drífa Harðardóttir varð fs- landsmeistari í M. fl tvenndarleiks ásamt Helga Jóhannessyni TBR. Þau öttu kappi í úrslitaleiknum við systkinin Magnús og Tinnu Helgabörn úr TBR en þau eiga ættir sínar að rekja til Akraness. í A- og B- flokki var sannarlega glæsilegur árangur hjá ÍA því í A-fl. varð Hanna María Guð- bjartsdóttir tvöfaldur íslands- meistari í einliða- og tvenndarleik og Sigurður Már Harðarson hafn- aði í öðru sæti í A- flokki í einliða- leik. Þá varð Róbert Þór Henn tvöfaldur íslandsmeistari í B- flokki í einliða- og tvíliðaleik. MM Verðlaunahafar í karlaflokki. Ljósm: GÓ Þriðju vetrarleikar Hesta- mannafélagsins Faxa voru haldn- ir á Miðfossum sunnudaginn 2. apríl. Mótið tókst vel og þátttaka var ágæt. Dómari var Elísabet Jansen Úrslit urðu þessi: Barnaflokkur 1. Þórdís Fjeldsted og Jódís frá Ferjubakka 2. Ursula Hanna Karlsdottir og Fagri Blakkur frá Langárfossi 3. Sigrún Rós Helgadóttir og Gnýr frá Reykjarhólum Unglingaflokkur 1. Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Rökkvi frá Oddsstöðum 2. Heiðar Árni Baldursson og Fálki frá Múlakoti 3. Flosi Ólafsson og Bergljót frá Breiðabólsstað Kvennaflokkur 1. Heiða Dís Fjeldsted og Þruma frá Skáney 2. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Mósart frá Leysingjastöðum 3. Cecilia Inghammar og Glaður frá Miðhjáleigu 4. Guðlaug Marín Guðnadóttir og Bendill frá Haga 5. Belinda Ottósdóttir og Frekju Blesi frá Geldingaá Karlaflokkur 1. Haukur Bjarnason og Sólon frá Skáney 2. Jakob Sigurðsson og Nykur frá Hítarnesi 3. Grettir Börkur Guðmundsson og Nubbur frá Hólum 4. Jóhannes Kristleifsson og Steinar frá Litla Bergi 5. Baldur Árni Björnsson og Snædís frá Stekkum EA um leikhluta náðu Keflvíkingar af- gerandi forystu og áttu Borgnes- ingar aldrei möguleika á að kom- ast aftur inn í leikinn. Leikurinn endaði með yfirburðasigri Kefla- víkur 129 - 79 og vonbrigði Skallagrímsmanna voru mikil. Stuðningsmenn Borgnesinga höfðu miklar væntingar til sinna manna og fjölmenntu í rútum á leikinn með sérstökum stuðningi Sparisjóðsins og Sæmundar. Slæm útreið Borgnesinga í „Slát- urhúsinu" svokallaða í Keflavík. Staðan í einvíginu eftir leikinn var því 2 - 1 Keflavík í vil sem gátu með sigri í næsta leik tryggt sér sæti í úrslitunum. Hefndin var sæt! Fjórði leikur viðureignarinnar fór svo fram í Borgarnesi í fyrrakvöld og þurftu Skallagrímsmenn að sigra til að knýja fram hreinan úr- slitaleik í Keflavík um hvort liðið mætir Njarðvíkingum í úrslitum lceland Express deildarinnar. Leikurinn, sem var hörkuspenn- andi og mjög jafn framan af, end- aði með sigri Skallagríms 94 - 85. Keflvíkingar áttu marga góða spretti en með góðum varnarleik og vel útfærðum sóknarleik náðu Borgnesingar að halda sér inni í leiknum allan tímann og á endan- um var það staðfesta og hungur leikmanna í sigur sem tryggði þeim sigur á sterku liði Keflavíkur. Besti maður Skallagríms var Byrd í góðum gír. Dimitar Karadzovski með 22 stig en einnig voru Jovan Zdravevski og George Byrd að spila vel að vanda. Oddaleikurinn, sem fram fer í Keflavík á morgun, verður án efa afar spennandi og næsta víst að Ljósm: Svanur Steinarsson. stuðningsmenn Skallagríms fjöl- menna enn og aftur til Keflavíkur og hvetja sína menn til dáða. Sig- urliðið í leiknum, sem hefst kl. 19:15, leikurtil úrslita gegn Njarð- vík sem sló KR úr leik í fjórðu viðureign þeirra liða. KÓÓ Körfuboltadrengir úr Skallagrími til Svíþjóðar Körfuboltadrengirnir í 9. flokki karla (f. 1991) í Skallagrími munu eyða páskunum í Svíþjóð. í bæn- um Södertalje fer fram körfubolta- mótið Scania Cup og er þetta í 25. skipti sem mótið er haldið. Þetta er óopinbert Norðurlandamót fé- lagsliða og eru þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum ásamt tveimur liðum frá Þýskalandi. Keppt er í 6 aldursflokkum bæði í drengja- og stúlknaflokkum og verður fjöldi keppenda milli 1350 - 1400. Skráð eru 78 drengjalið og 55 stúlknalið. Á þeim 24 árum sem liðin eru frá upphafi Scania Cup mótanna, hafa lið frá íslandi unnið alls 6 sinnum í sínum aldursflokk- um og 13 sinnum hafa íslendingar átt besta leikmann/konu mótsins. Skallagrímur verður í riðli með liðum frá Svíþjóð og Danmörku. Þetta eru Táby og Helsingborg frá Svíþjóð og Hörsholm frá Dan- mörku. Þetta er sterkur riðill en Táby og Hörsholm eru ein sterk- ustu liðin í 9.fl. frá Svíþjóð og Dan- mörku og lentu bæði liðin í einu af efstu sætunum í síðustu keppni. Safnað fyrir ferðinni Frá því í janúar hafa strákarnir verið duglegir að safna fyrir ferð- inni. Gengið hefur verið í hús og seldur harðfiskur, safnað dósum og nú síðast haldið bingó. Einnig þegar eini snjór vetrarins lá yfir jörðu í Borgarnesi þá buðu strák- arnir snjómokstur gegn vægu gjaldi. Strákarnir hafa leitað til fyr- irtækja og hafa undirtektir verið al- veg frábærar. Körfuboltastrákarnir í 9. fl. Skallagríms vilja þakka öllum Borgnesingum og fyrirtækjum hér í bæ sem hafa hjálpað þeim á einn eða annan hátt til að gera þessa keppnisferða mögulega. Eftirtaldir aðilar styrktu 9. flokk drengja: Borgarnes-kjötvörur, Borgarsport, Bónus, Efnalaugin Múlakot, Ferða- þjónustan Indriðastöðum, Framköllun- arþjónustan, Geirabakarí, Golfklúbbur Borgarness, Hárgreiðslustofa Elfu, Hársnyrtistofa Dagnýjar, Hársnyrtistofa Margrétar, Hársnyrtistofan Tíkó, Hjól- barðaþjónustan, Hómópatastofan Heilsubót, Hótel Borgarnes, Húsa- smiðjan, Hyrnan, íþróttamiðstöðin Borgarnesi, JGR umboðs- og heild- verslun, KB-banki, Kiwanisklúbburinn Smyrill, Kristý, Límtré - Vírnet ehf, Loftorka Borgarnesi, Lyfja, Mótel Ven- us, Njarðtak, Olís, Samkaup, Shell- stöðin Borgarnesi, Sjóvá, Skessuhorn, Sláturfélag Suðurlands, Solo hár- snyrtistofa, Snyrtistofa Jennýjar Lind, Sparisjóður Mýrasýslu, Tölvuþjónusta Vesturlands, Vátryggingafélag íslands, Verslunin Knapinn. Með kveðju frá 9. flokki Skallagríms í körfu. Opna Borgarfjarðarmótið hefst 18. apríl Nú er um mánuður eftir af hefð- bundinni starfsemi briddsfélag- anna hér á Vesturlandi. Síðar [ þessum mánuði verður Opna Borgarfjarðarmótið haldið í tví- menningi, en þá sameina félagar í briddsfélögunum á Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði krafta sína. Fyrsta spilakvöldið verður þriðjudaginn 18. apríl (þriðja í páskum) og verður þá spilað í Logalandi í Reykholtsdal. Annað kvöldið í keppninni verður mánu- daginn 24. apríl á sama staö en lokakvöldið verður fimmtudaginn 27. apríl, en þá verður spilað á Akranesi. Ástæða er til að hvetja briddsspilara til þátttöku í þessu skemmtilega móti. Úrslit í Akranesmótinu Akranesmótinu í tvímenningi lauk í síðustu viku, en mótið tók alls 5 kvöld og var spilaður baró- meter. Úrslit urðu þau að Ingi Steinar og Ólafur Grétar unnu mótið með miklum yfirburðum, eða 79 stigum. í öðru sæti urðu þeir Magnús og Leó með 24 stig, í þriðja sæti Tryggvi og Þorgeir með 16 stig, fjórða sætinu náðu Bjarni og Karl A meö 15 stig og Alfreð A og Karl Ó. A í fimmta með 15 stig. Önnur pör enduðu með mínus, en samtals tóku 13 pör þátt í mótinu. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.