Skessuhorn - 05.04.2006, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006
..riiiiM...
I sundi haust og vor
Einar Hannesson vann
Kórinn á tónleikum í Reykboltskirkju.
Galakvöld
óperuunnenda
Galakvöld Óperukórs Hafnar-
fjarðar verður haldið miðvikudag-
inn 19. apríl, síðasta vetrardag í
Gullhömrum Grafarholti. Húsið
opnar með fordrykk kl. 19.00 en
dagskrá hefst kl. 20.00 Þriggja rétta
hátíðarkvöldverður verður á borð-
um og heiðursgestur verður Arni
M. Mathiesen fjármálaráðherra og
frú. Veislustjóri er Öm Amason
leikari, skemmtikraftur og söngv-
ari. Kórstjóri, einsöngvarar em úr
röðum kórfélaga og aðrir flytjend-
ur em: Elín Ósk Óskarsdóttir, Jó-
hann Friðgeir Valdimarsson, Peter
Máté, Örn Arnason, Margrét Grét-
arsdóttir, Svana Berglind Karls-
dóttir og Höm Hrafnsdóttir. Óp-
emkór Hafharfjarðar, dansarar úr
Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar og
Salonhljómsveit Sigurðar Snorra-
sonar leikur undir söng og leiðir
gesti áffam í ljúfan vínardansleik
ffam til klukkan 1.30 eftir að form-
legri dagskrá lýkur. Samkvæmis-
klæðnaður er áskilinn.
Forsala miða er í Bókasafni
Hafnarfjarðar, Bókasafni Kópa-
vogs, Tónastöðinni Skipholti og
Listhár, Listhúsinu í Laugardal.
Miðaverð er kr. 6. 000 - 5.500 fyrir
10 manns eða fleiri. Hægt er að
panta miða hjá Björgu Karitas í
Einarsnesi á: odin@simnet.is eða í
síma 437-1667.
(jréttatilkynning)
Fundur um Palestmu og
Israel í Borgamesldrkju
Mánudaginn 10. apríl næstkom-
andi klukkan 20 verður kynningar-
fundur um málefni Palestínu og
Israels í Safnaðarheimili Borgar-
neskirkju . Tveir ungir menn, Geir
Konráð Theódórsson og Guð-
mundur Björn Þorbjömsson vora
fulltrúar íslensku kirkjunnar á
stjómarfundi Lútherska heimssam-
bandsins sem fór ffam í Betlehem í
september á síðasta ári. Þeir tóku
einnig þátt í ráðstefnu ungs fólks
víða að úr heiminum, í tengslum
við stjórnarfundinn. Geir og Guð-
mundur kynntust vel því ástandi
sem ríkir nú fyrir botni Miðjarðar-
hafs. Þeir munu skýra ffá ferð sinni
í máli og myndum og svara fyrir-
spurnum.
(fréttatilk. frá
Borgarfjarðarprófastsdæmi) Geir og Guðmundur í Kapemaum.
Sundnámskeið hjá Grunnskólan-
um í Grundarfirði hófust í síðustu
viku þrátt fyrir norðan garra og
kalsa, enda hraustmenni á ferð.
Sundlaugin er hituð upp með olíu-
kath og hefur þessvegna verið lok-
að hvert ár effir stmdnámskeið að
hausti en síðan opnað á ný þegar
vorið nálgast á almanakinu.
Grundfirðingar bíða þess með
óþreyju að hægt sé að hafa sund-
laug opna allt árið en væntanleg
hitaveita á næsta ári mun gera slík-
an draum að veruleika.
Um þessar mundir vinnur VST
að þarfagreiningu vegna byggingar
nýrrar sundlaugar. Samkvæmt sam-
þykkt bæjarstjórnar frá 9. febrúar
sl. var verkffæðistofunni falið að
skoða og gera greinargerð um ýmsa
valkosti við nýja sundlaug. Þar á
meðal átti stofan að skoða mögu-
leika á úti- og innilaug sem og aðra
aðstöðu í tengslum við sundlaugina
svo sem heita potta, vaðlaugar og
rennibrautir sem og fleiri atriði
Vertu töfí: Vítnulaus!
í sfðustu viku var forvamarvika í
sveitarfélögunum Akranesi og
Borgarbyggð þar sem boðið var
upp á góða skemmtun og ffæðslu.
Dagskráin var samvinnuverkefni
margra aðila og má þar nefna Mími
ungmennahús í Borgarnesi, NFFA,
Hvíta húsið á Akranesi, Arnardal,
Iþróttamiðstöðina að Jaðarsbökk-
um og IA. I boði var dagskrá fyrir
unglinga og ungmenni m.a. til að
sýna fram á að það er leikur einn að
skemmta sér án vímuefna. 10.
bekkingum grannskólanna og verð-
andi framhaldsskólanemum næsta
haust var boðið að vera með í þess-
ari vímuefnalausu dagskrá. Auk við-
burða í dagskrá var fræðsla um hin
og þessi mál sem ungmennum eru
hugleikin. A sama tíma var Vina- og
forvarnarvika haldin í Grannskól-
anum Borgarnesi.
Dagskráin hófs þriðjudaginn 28.
mars með kaffihúsakvöldi og kyn-
fræðslu. Gestir komu í heimsókn
frá Astráði, félagi læknanema, og
Ungmenni í Borgamesi sýndu Avaxtakörfuna m.a. í vinavihmni.
fóra á kostum í kynfræðslumálum keppni ffam í Hvíta húsinu á Akra-
fýrir ungmennin. Þá var Halli
Reynis trúbador með tónleika í
Mími. Sama kvöld fór trúbador-
nesi. Á miðvikudeginum lögðu svo-
kallaðar bílskúrshljómsveitir frá
Akranesi og Borgarnesi undir sig
Bíóhöllina á Akranesi. Þar var trú-
bador 2006 kynntur en sigurvegar-
inn varð Bergur Líndal Guðnason
og fékk hann að spreyta sig. Þá
mætti kvennahljómsveit frá Fljóts-
dalshéraði og spilaði fyrir gesti.
Á föstudeginum kynntust ung-
mennin svokölluðum Boot Camp
æfingum sem njóta vinsælda um
Ljósm. IJ
þessar mundir. Farið var í fjörugar
heræfingar út um koppagrandir og
slakað á í heita pottinum á eftir.
Sama dag stóð Nemendafélag Fjöl-
brautaskólans fyrir íþróttadegi í
íþróttahúsinu Jaðarsbökkum. I
framhaldi var svo sundlaugarpartý í
sundlauginni að Jaðarsbökkum um
kvöldið. Semsagt fjörug og góð
dagskrá, - sannarlega gott ffamtak
og þarft.
MM
Lacoste mótaröðina
Þrátt fyrir að golfíþróttin sé
„sumaríþrótt" eru margir kylfingar
duglegir að stunda sportið og úti-
veruna yfir vetrarmánuðina þegar
jörð er meira og minna auð. Á-
hugasamir kylfingar í Golfklúbbn-
um Leyni hafa verið duglegir að
mæta í Lacoste mótaröðina sem
staðið hefur yfir frá 25. febrúar.
Leiknar hafa verið 9 holur á laugar-
dagsmorgnum og María Nolan,
sem sér um veitingasölu í golfskál-
anum hefur séð um að hafa heitt
kaffi og kökur tilbúnar handa
kylfingum eftir hringinn. Alls voru
haldin fimm mót og töldu þrjú
bestu skor til úrslita. Þrjátíu ein-
staklingar tóku þátt í mótaröðinni
en um fimmtán mættu á þrjú mót
eða fleiri. Keppnin var jöfn og
spennandi eins og sjá má á úrslit-
um efstu keppendanna:
Einar Hannesson, 93 högg
Guðjón V. Guðjónsson, 105 högg
Karl Svanhólm Þórðarson, 106högg
Reynir Þorsteinsson, 107högg
Alfreð Viktorsson, 107 högg
Hægt er að sjá öll úrslit á heima-
síðu Leynis www.golf.is/gl. Versl-
unin Bjarg á Akranesi gaf verðlaun
í mótið í vörumerkinu Lacoste. BS
Asdís L Pétursdóttir íþróttakennari var
vel dúðuð á bakkanum við að segja nem-
endum 6. bekkjar til.
sem tengjast gætu væntanlegri
sundmiðstöð. Jaínframt skal stað-
setning slíkrar miðstöðvar skoðuð.
Að sögn Bjöms Steinars Pálmason-
ar, skrifstofustjóra hjá Grundar-
fjarðarbæ mun niðurstöðu og
greinagerðar að vænta nú í apríl
mánuði. GK
Aftari röð frá vinstri: Reynir Þorsteinsson, Karl S. Þórðarson, Einar Hannesson,
Alfreð Viktorsson. Jóhann Þór Sigurðsson fremstur. Guðjón V. Guðjónsson vant-
ar á myndina.
Finnbogi f HK
Knattspyrnumaðurinn Finnbogi Ll-
orens, sem leystur var fyrir
skömmu undan samningi við ÍA,
hefur gert samning við HK til
næstu tveggja ára. Hafa HK og ÍA
náð samkomuiagi um vistaskiptin.
Finnbogi óskaði eftir að losna und-
an samningi vegna búsetu sinnar
og náms í Reykjavík því hann taldi
sig ekki geta sinnt íþrótt sinni sem
skyidi hjá ÍA. HJ
Stefnt að
vfgslu 19. maf
Bygging fjölnota íþróttahússins á
Jaðarsbökkum, sem í daglegu tali
manna er nefnt knattspyrnuhúsið,
hefur seinkað um nokkra daga
vegna seinkunar á afhendingu
efnis í gafla hússins. Að sögn
Guðna Tryggvasonar, sem sæti á í
framkvæmdanefnd íþróttamann-
virkja, var stefnt að því að vígsla
hússins færi fram 12. maí en nú
þykir Ijóst að vígslan mun ekki fara
fram fyrr en 19. maí. Byrjað er að
slétta gólf hússins og er gerfigras-
ið sem lagt verður á gólfið væntan-
legt til tandsins um miðjan apríl.
Einnig verða lagðar hlaupabrautir
úr tartanefni í húsinu. HJ