Skessuhorn - 05.04.2006, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006
Bruninn mil
Við Sauraveg um miíjan dag áfóstudag.
Ljósm: Theresa Vilstrup Olesen
Bjami Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri
BBON.
og stórvirkar haugsugur. Þá var
fjöldi björgunarsveitamanna að
störfum og sjálfboðaliðar sem allir
unnu ffábært verk. Björgunarstarfi
var þannig stýrt að áhersla var ann-
arsvegar lögð á að verja mannvirki á
jörðtmum þegar eldarnir nálguðust
Tryggvi Sæmundsson slókkviliðsmaður wr
Borgarftrði mundar hér slönguna.
Pe'tur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Borgarfirði
og hans menn höfðu í nógu að snúast. Hér
er hann á vaktinni seint á laugardagskvóld
þegar slökkt var í síðustu glœðunum.
Guðrún Kristjánsdóttir stóð eldhúsvaktina
í Lyngbrekku og var auk þess manni sín-
um, Bjama slökkviliðsstjóra til aðstoðar.
Miðnœturmatur hjá þreyttum bœndum og slökkviliðsmónnum í Lyngbrekku á laugar-
dagskvöldið.
Afóstudag voru um 20 bœndur með haugsugur sínar í stöðugru keyrslu á vatni. Hér er
fyllt á t tjöm.
Einu umfangsmesta slökkvistarfi
sem um getur í sinubrunum hér á
landi lauk seint á laugardagskvöldið
þegar endanlega tókst að slökkva
síðustu eldana sem logað höfðu ffá
því á fimmtudagsmorgun í Hraun-
hreppi á Mýrum. A fimmtudag og
ffam á laugardagskvöld loguðu eld-
amir alla jafhan á stómm svæðum
oft á mörgum stöðum samtímis og
gerði það slökkvistarf enn erfiðara.
Neikvæðar hliðar fækkandi búpen-
ings í sveitum landsins endurspegl-
uðust e.t.v. betur en áður í þessum
miklu eldum því fullyrða má að
sinueldar sem þessir hefðu aldrei
orðið að þessu gríðarmikla báh ef
beitarálag væri meira en það er í
dag á þessum slóðum. Astæða er til
að hafa áhyggjur af að sinueldar
verði í framtíðinni stærri og erfiðari
viðfangs af þessum sökum.
Ræst út í tvígang
Seint aðfararnótt laugardags
töldu menn að tekist hefði að
slökkva alla elda, en fyrirvaralaust
blossuðu þeir upp að nýju um kaffi-
leytið sama dag og þá á nokkrum
stöðum. Þá var á ný kallað út allt
tiltækt lið og tókst að slökkva síð-
ustu eldana um klukkan 23 um
kvöldið. Efdr það var stöðug vakt á
svæðinu og slökkt í öllum smáglæð-
um sem gerðu vart við sig. Síðustu
eftirlitsferðina fóru menn svo
snemma á mánudagsmorgun, en þá
sást hvergi glóð og var starfi manna
á svæðinu því formlega lokið. Síðar
á mánudag fór að væta í veðri og
gátu menn þá fyrst andað léttar.
Vel á annað hundrað manns kom
með einum eða öðrum hætti að
slökkvistarfinu í Hraunhreppi sem
samtals stóð þannig í fjóra sólar-
hringa og víst að þar var mikið
þrekvirki unnið við að bjarga
mannvirkjum og forða tjóni á fólki
og búfénaði. Samkvæmt mælingum
Náttúrufræðistofnunar Islands
brunnu um 70 hektarar lands í eld-
unum og ljóst að bruninn mun fela
í sér breytingar á gróðurfari á svæð-
inu næstu árin.
Blaðamaður Skessuhorns var á
ferðinni á Mýrum alla dagana sem
eldar loguðu og getur vitnað að
menn lögðu sig í líma við slökkvi-
og björgunarstörf. Þrotlaus vinna
og fórnfýsi varð til þess að eldarnir
urðu ekki víðfeðmari en raun ber
vitni; nóg samt. Talið er fullvíst að
eldurinn, sem átti upptök sín við
Snæfellsnesveg, hafi kviknað út frá
glóð á sígarettu sem hent var út úr
bíl. Astæða er til að benda reykinga-
mönnum sérstaklega á að ösku-
bakkar eru til þess ætlaðir að drepa
í stubbunum og eru í öllum bflum!
Margs konar
slökkvitæki
Mikill fjöldi slökkviliðsmanna úr
amk. fimm slökkviliðum; Borgar-
nesi, Borgarfirði, Búðardal, Akra-
nesi og Reykjavík börðust við
eldana ásamt bændum af Vestur-
landi, nágrenninu, Borgarfirði og
Dölum sem komu með dráttarvélar
Magnús t Asgarði í Reykholtsdal á dráttarvél sinni og 1S tonna haugsugu vökvar hér
veginn skammtfrá bœnum Laxárholti.
Guðjón í Skíðsholtum og Karl á Hrafnkelsstöðum gátu andað léttar á laugardagskvöldið en
bœir þeirra beggja voru t hættu þegar eldamir náðu sér á strik á nýjan leik á laugardag.
Guðni Agústsson, landbúnaðarráðhetra heimsótti Mýramar sl. mánudag og kynnti sér
aðstteður. Með honum ífór var Magnús Stefánssm, alþingismaður. Hér eru þeirjói á
Kálfalœk og Finnbogi í Hítardal aðfrceða
gestina um þau ósköp sem gengu á t stðustu
viku.
Ljósm: GE
Unnsteinn t Laxárholti er hér að dreifa mykju á
í um ktlómeters fjarLegð móts við bæinn Voga. Dt
mykjuróndina og sannaði þessi aðgerð bóndans þv