Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2006, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 05.04.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 Til minnU Skessuhorn vil minna alla Vest- lendinga á hreinan úrslitaleik Skallagríms og Keflavíkur í undanúrslitum lceland Express deildarinnar. Leikurinn fer fram í Keflavík á fimmtudaginn og hefst klukkan 19:15. Hvernig væri nú að allir sem geta kom- ið því við fjölmenni til Keflavík- ur og hvetji Vestlendinga til sigurs? Ve5t\rhorftfr Á fimmtudag og föstudag er gert ráð fyrir allhvössum norð- lægum áttum með einhverri ofankomu á fimmtudag. Um helgina er útlit fyrir bjart veður á köflum á vestanverðu land- inu og dregur verulega úrvindi en frost verður á bilinu 0 til 6 stig. Á mánudag er gert ráð fyrir vestlægum áttum og vætu og heldur hlýnandi veðri. Spnrnin^ v&nnnctr Við spurðum í síðustu viku á vef Skessuhorns: Styður þú rík- isstjórn íslands? Einungis 35% sögðust styðja núverandi ríkis- stjórn og 10% þeirra sem svör- uðu eru hlutlausir. 55% að- spurðra segjast ekki styðja ríki- stjórn íslands og vilja þá eflaust sjá einhverjar breytingar á stjórnarheimilinu í framtíðinni. í næstu viku spyrjum við: „Hljópst þú apríl gabb?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendiwjwr viKi\nnar Fyrir hönd fjölmargra vaskra manna og kvenna er Bjarni Þorsteinsson, slökkviiiðsstjóri í Borgarnesi fulltrúi Vestlend- inga vikunnar. PEYSUDAGAR! 20% afsláttur af peysum fimmtudag, föstudag og laugardag. SSadin VESTURGÖTU 147 • AKRANESI ^ SÍMI431 1753 & 861 1599 j ÚLPUDAGAR! 20% afsláttur af úlpum fimmtudag, föstudag og laugardag. cS^t/a éMuðm VESTURGÖTU 147 • AKRANESI SÍMI 431 1753 & 861 1599 Samkeppni um þjóðgarðsmiðstöð á Snæfellsnesi Snæfellsbær og Umhverfisstofnun hafa ákveðið að efha til samkeppni um hönnun þjónustumiðstöðvar Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á Hell- issandi og fer samkeppnin fram samkvæmt reglum Arkitektafélags Islands. Miðstöðin mun rísa á lóð við Útnesveg. Við hlið lóðarinnar er Sjómannagarðurinn þar sem gömul verbúð heíúr verið endurgerð. I Sjó- mannagarðinum er einnig annað hús í gömlum stíl sem hýsir safh sem tengist sjómennsku. Akveðið hefur verið að tjaldsvæði verði upp með hraunjaðri vestan við þjóðgarðsmið- stöðina. Svæðið í heild verður því miðstöð fyrir ferðafólk sem leggur leið sína um Hellissand. Meginmarkmið keppninnar er að skapa aðlaðandi og hentuga um- gjörð um starfsemi þjóðgarðsins. I keppnislýsingur segir að staðsetning hússins geri kröfur til aðlögunar þess að umhverfi. Innra skipulag þarf að þjóna vel mismunandi þátt- um starfseminnar tun leið og innri tengsl þurfa að vera eðlileg og greið. Æskilegt er að húsið undirstriki hlutverk þjóðgarðsins. Miðað er við að stærð hússins verði ekki meiri en 745 fermetrar og að byggingar- kostnaður verði ekki meiri en 150 milljónir króna. Veitt verða verðlaun að heildar- fjárhæð allt að kr. 3,4 milljónir króna. Stefnt er að veitingu þriggja verðlauna, 1., 2. og 3. verðlauna. 1. verðlatm verða eigi lægri en 1,7 milljón króna. Auk þess er dóm- nefnd heimilt að veita tillögum við- urkenningar fyrir allt að 600 þúsund krónur. HJ Uppbyggingu Skógahverfis flýtt Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að fela skipulags- og um- hverfisnefhd að láta nú þegar hefja skipulagsvinnu við nýjan hluta Skógahverfis og verður það sá hluti hverfisins sem næstur er Garða- lundi og Safnasvæðinu að Görðum. I samþykkt ráðsins segir að lóðum í þessum hluta hverfisins verði út- hlutað á haustdögum. Það voru bæjarráðsmenn meirihluta bæjar- stjórnar, Guðni Tryggvason og Kristján Sveinsson, sem fluttu þessa tillögu í bæjarráði. Guðrún Elsa Gunnarsdóttir fulltrúi mirmihlut- ans lét bóka að hún fagni tillögunni en hefði viljað sjá stærra svæði deiliskipulagt nú þegar. Á dögunum var úthlutað fyrstu einbýlishúsalóðunum í Skóga- hverfi. Til ráðstöfunar voru 61 lóð en alls voru 194 gildar umsóknir um lóðirnar. HJ Þriggja bíla árekstur Síðdegis á föstudag varð umferð- arslys á gatnamótum Vesturgötu og Akurgerðis. Fólksbiffeið sem ekið var af Akurgerði og inn á Vestur- götu lenti í hörðum árekstri við fólksbifreið sem ekið var norður Vesturgötu en við áreksturinn skall sú biffeið á kyrrstæða biffeið er stóð í biffeiðastæði við árekstur- stað. Okumaður annarrar fólksbif- reiðarinnar var fluttur með sjúkra- bifreið á Sjúkrahús Akraness til að- hlynningar. Reyndist hann óbrot- inn en nokkuð marinn. Þurfti hann að dvelja á sjúkrahúsinu yfir nótt. Okumaður hinnar bifreiðarinnar auk þriggja farþega sluppu ómeidd- ir og má það þakka notkun öryggis- belta, að því er segir í tilkynningu ffá lögreglu á Akranesi. Mikið tjón varð á báðum bifreiðum og voru þær fluttar af vettvangi með krana- ness kom á vettvang til aðstoðar og bifreið. Tjón á kyrrstæðu biffeið- var Vesturgötu lokað fyrir umferð inni var óverulegt. Slökkvilið Akra- um tíma vegna óhappsins. HJ Eirmig sinubrunar í Borgarfirði Sinueldurinn náði langleiðina að b<Jarhúsunum í Kletti. Segja má að vaskir menn í Slökkviliði Borgarfjarðardala hafi haft í nógu að snúast síðustu viku. Auk þess að taka virkan þátt í slökkvistarfinu á Mýr- um hituðu þeir upp á fimmtudag, en þá þurftu þeir að slökkva sinuelda á tveimur stöðum þar sem sinu- brenna bænda hafði farið nokkuð úr bönd- unum vegna hvassviðr- is og óvenjulega þurrs jarðvegs. Fyrst var út- kall vegna sinubruna á Mófellsstöð- um í Skorradal um kaffileytið. Slökkvistarf þar gekk vel. Voru menn vart komnir heim úr Skorra- dalnum þegar þeir voru kallaðir út vegna sinubruna í neðanverðum Reykholtsdal þar sem eldur í sinu á bökkum Reykjadalsár færðist hratt undan vindi og var talinn ógna hús- um og skógi á bænum Kletti. Að sögn Péturs Jónssonar, slökkviliðs- stjóra gekk slökkvistarf vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður en vatni var dælt úr Reykjadalsá. Slökkvistarfi lauk um klukkan 2 um nóttina, að- fararnótt föstudags. Daginn eftir var slökkviliðið kallað á Mýrarnar þar sem það hélt til meira og minna næstu tvo sólarhringa. MM Lóðir við Grundarfj arðarhöfii lausar til umsóknar Lóðir á nýrri landfyllingu við Grundarfjarðarhöfn verða auglýst- ar lausar til umsóknar á næstu vik- um. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur dýpkun- arskipið Perlan að undanförnu dælt upp sjávarefhi undir fyrirstöðugarð vegna landfyllingar við Gundar- fjarðarhöfn. Berglín ehf. úr Stykk- ishólmi bauð lægst í byggingu garðsins og er verkið hafið. Verklok garðsins eru í lok maí og landfyll- ingar í lok júní. Þá hefur verið auglýst útboð á efniskaupum í stálþil fyrir gerð nýrrar bryggju í stað „litlu bryggju.“ Á næstu dögum auglýsir Siglingastofnun útboð verksins, það er rekstur stálþils og frágangs sem vinna á í sumar og haust. Vinna við lagnir, þekju og lýsingu fer fram á næsta ári samkvæmt gildandi hafnaáætlun. HJ Næstu blöð SKESSUHORN: Vegna páska- vikunnar sem nú fer í hönd kem- ur Skessuhom í næstu viku út degi fyrr en vant er, þ.e. þriðju- daginn 11. apríl. Þeir sem þurfa að koma efni og auglýsingum í blaðið er bent á að frestur til þess rennur út í síðasta lagi um kaffi- leytið nk. mánudag. Efdr páska kemur út blað miðvikudaginn 19. apríl og er skilaffestur efhis og auglýsinga í það tölublað þriðju- daginn 18. apríl. -mm Baldur farínn STYKKISHÓLMUR: Breiða- fjarðarferjan Baldur lagði upp í sína síðustu ferð ffá Stykkis- hólmi sl. föstudag yfir Breiða- fjörðinn. Dágóð umferð var um hafnarsvæðið þar sem ýmsir voru á ferðinni að fylgjast með gamla skipinu leggja upp í sína síðustu ferð á þessum slóðum. Nýja skipið sem tekur við er væntanlegt 12. apríl. -mm Bæjarmálafélag stofnað á Akranesi AKRANES: Á sunnudags- kvöldið var stofnað á Akranesi Bæjarmálafélag Frjálslyndra og óháðra. Á stofhfundinum var kosin fimm manna stjórn sem skipta mun með sér verkum. I stjórninni sitja Guðbjörg Ás- geirsdóttir, Kristinn Jens Krist- insson, Gunnar Hafsteinssofi, Stefán Þór Þórisson og Magnús Þór Hafsteinsson. í samtali við Skessuhorn segir Magnús Þór fundinn hafa verið þokkalega sóttan og þar hafi komið mjög skýrt fram að tími sé kominn til að hleypa nýju blóði og krafti inn í bæjarstjórnarmálin og pólitíska umræðu á Akranesi. Félagið mun bjóða fram við bæjarstjórnarkosningarnar í vor og segir Magnús Þór nú þegar liggja fyrir hverjir skipa muni efstu sæti listans, en nöfn þeirra verði ekki kynnt fyrr en síðar. -hj Leiðrétting BORGARNES: í frétt í síðasta Skessuhorni þar sem sagt var ffá styrkveitingum Menningar- málanefndar Borgarbyggðar urðu þau leiðu mistök að einn styrkþeginn var rangfeðraður. Hallgrímur Sveinn er Sævars- son en ekki Sveinsson eins og sagði í fréttinni. Hallgrímur veitt viðtöku styrk sem félagið Nykur hlaut og var einnig rit- villa í nafni félagsins. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. -hj Umferðaröryggi á Kjalamesi ALÞINGI: Birgir Ármannsson hefur lagt ffam á Alþingi fyrir- spurn til samgönguráðherra um umferðaröryggi á Kjalarnesi. Hann óskar svara við því hvaða áform séu uppi af hálfu sam- gönguyfirvalda um vegabætur í þágu umferðaröryggis á Vestur- landsvegi á Kjalarnesi. Þá spyr þingmaðurinn að því hvort sér- staklega séu fyrirhugaðar breyt- ingar á vegtengingu við þétt- býlið á Kjalarnesi og hvenær megi vænta breytinga af því tagi. -hj

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.