Skessuhorn - 05.04.2006, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 2006
L listi Félagshyggju-
framboðs kynntur
í Stykldshólmi
Framboðslisti Félagshyggju-
framboðsins í Stykkishólmi var
kynntur fyrr í vikunni. Boðið er
fram undir listabókstafnum L.
Listann skipa:
1. Lárus Astmar Hannesson, kenn-
an.
2.
Berglind Axelsdóttir, framhalds-
skólakennari.
Davíð Sveinsson, skrifstofu-
maður / bíejaffulltrúi.
Helga Guðmundsdóttir, póst-
maður.
Hreinn Þorkelsson, kennari.
Guðmundur Kristinsson, skipa-
smíðameistari / bæjarfulltrúi.
Hrefna Frímannsdóttir, sjúkra-
pjálfari.
Jón Torfi Arason, verkamaður.
Hilmar Hallvarðsson, raf-
virkjameistari og bæjarfulltrúi.
10. Elín Guðrún Pálsdóttir, leik-
skólakennari.
11. Guðbjörg Egilsdóttir, skrifstofu-
maður.
12. Anna Sigríður Guðmundsdótt-
ir, leikskólastarfsmaður.
3.
Lárus Astmar Hannesson, skipar fyrsta
sæti listans.
13. Björgvin Olafsson, fiskverkandi.
14. Elín Sigurðardóttir, Ijósmóðir.
L - listinn hefur nú þrjá fulltrúa í
bæjarstjórn Stykkishólms; þau
Davíð Sveinsson, Hilmar Hall-
varðsson og Guðmund Kristinsson.
Sjálfstæðisflokkurinn er með hrein-
an meirihluta í bæjarstjórn og hlaut
fjóra fulltrúa kjörna í síðustu kosn-
ingum.
MM
Sveitarstjómakosningar 2006 á
www.skessuhom. is
Þau lentu í efstu sœtunum íforvali J listans.
Góð þátttaka í forvali
J - listans í SnæfeUsbæ
Forval fór ffam hjá Bæjarmála-
samtökum Snæfellsbæjar, J-listan-
um, á sunnudagskvöld. Að Bæjar-
málasamtökunum standa önnur
stjórnmálaöfl en Sjálfstæðisflokkur-
inn og í síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingum hlaut listinn þrjá menn
Mildl endumýjun hjá
Samfylkingunni á Akranesi
kjörna í bæjarstjóm Snæfellsbæjar.
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hins
vegar fjóra menn kjörna og hreinan
meirihluta.
Sautján manns gáfu kost á sér í
forvalinu á sunndagskvöldið og 125
manns greiddu atkvæði. Þeir sem
urðu í átta efstu sætum forvalsins
vinna nú í samstarfi við uppstilling-
arnefnd að uppröðtm á ffamboðs-
listann. Að sögn Drífu Skúladóttur
hefur ekki verið ákveðið hvenær
uppstillingu verður lokið. Hópur-
inn muni taka sér þann tíma sem
þarf til verksins. Hún segir mikla
ánægju með þátttökuna í forvalinu
og það gefi sterka vísbendingu um
kröfu til breytinga við stjórn Snæ-
fellsbæjar.
Þau sem efst urðu í forvalinu
vom í staffófsröð: Drífa Skúladótt-
ir, Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir,
Fríða Sveinsdóttir, Guðný Heið-
björt Jakobsdóttir, Gunnar Orn
Gunnarsson, Kristján Þórðarson,
Pétur Steinar Jóhannsson og Stein-
ey Kristín Olafsdóttir.
HJ
Á félagsfundi hjá Samfýlkingunni
á Akranesi á föstudagskvöld var
einróma samþykkt tillaga uppstill-
ingarnefndar að framboðslista
Samfylkingarinnar og óháðra fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar á Akra-
nesi í vor. Miklar mannabreytingar
em á listanum ffá síðustu kosning-
um.
1. Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi
2. Hrönn Ríkharðsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri
3. Anna Lára Steindal, siðfræðingur
4. Sigrún Osk Kristjánsdóttir, há-
skólanemi
5. Hrafnkell Proppe', garðyrkjumað-
ur
6. Bjöm Guðmundsson, húsasmiður
7. Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildar-
sýóri
8. Valgarður Lyngdal Jónsson, kenn-
ari
9. Guðmundur Valsson, mælinga-
verkfræðingur
10. Vilhjálmur Gunnarsson, jámiðn-
aðarmaður
11. Jónína Margrét Sigmundsdóttir,
háskólanemi
12. Jón Ingi Þrastarson, nemi
13. Edda Agnarsdóttir, kennari
14. Sigrún Asmundsdóttir, iðjuþjálfi
15. Hlini Eyjólfsson, sjómaður
16. Guðlaugur Ketilsson, vélfræðingur
17. Agústa Friðriksdóttir, bæjarfull-
trúi
18. Ingvar Ingvarsson, fyrrverandi
bæjarfulltrúi
í síðustu kosningum hlaut Akra-
neslistinn (S) þrjá menn kjörna í
bæjarstjórn Akraness, þau Svein
Kristinsson, Kristján Sveinsson og
Ágústu Hjördísi Friðriksdóttur.
Eins og ffam hefur komið í fféttum
Skessuhorn ákvað Ágústa fyrir
nokkm að gefa ekki kost á sér að
þessu sinni til setu í bæjarstjórn.
Kristján Sveinsson, forseti bæjar-
stjórnar gaf kost á sér til setu á list-
anum en ekki var gerð tillaga um
hann. Guðlaugur Ketilsson for-
Sveinn Kristinsson, skipar fyrsta sæti lista
Samfylkingar og óbáðra á Akranesi.
maður uppstillingarnefndar segir
Kristján Sveinsson, sem nú er for-
seti bæjarstjórnar Akraness, hafa
gefið kost á sér til áffamhaldandi
setu á listanum. Það hafi einnig
gert fjöldi mikils hæfileikafólks. Því
hafi uppstíllingamefnd ákveðið að
hlýða kalli um endurnýjun um leið
og byggt yrði á þeim mikla árangri
sem bæjarfulltrúar flokksins hafi
náð í störfum á undanförnum
ámm. Á listanum nú séu einungis
þrír sem sátu á listanum við síðustu
kosningar. Einróma stuðningur við
tillögu uppstillingarneftidar sé gott
veganesti fyrir það kraftmikla fólk
Leggja til breytingar
á fasteignaskatti
Sigríður Finsen leiðir D
- listann í Grundarfirði
-----------i-----------------------
Sigríður Finsen leiðir listann.
Á fundi Sjálfstæðisflokksins í
Gmndarfirði á dögunum var sam-
þykkt tillaga uppstillingameftidar
að framboðslista flokksins, D-lista,
við bæjarstjórnarkosningarnar í
vor. Listínn er þannig skipaður:
1. Sigríður Finsen, hagfiæðingur
2. Þórey Jónsdóttir, skrifstofústjóri
3. Asgeir Valdimarsson, fram-
kvæmdarstjóri
4. Rósa Guðmundsdóttir, viðskipta-
fræðingur
5. Þórður Magnússon, fram-
kvæmdastjóri
6. Elvar Alfreðsson, fótboltaþjálfari
7. Dagbjartur Harðarson, bygginga-
meistari
8. Unnur Bima Þórhallsdóttir,
kennari
9. Guðmundur Jónsson, smiður
10. Þorsteinn Friðfinnsson, trésmiður
11. Þórdts Guðmundsdóttir, sjúkra-
liði
12. Kristmundur Harðarson, raf-
virkjameistari
13. Hrólfur Hraundal, vélvirki
14. Dóra Haraldsdóttir, afgreiðslu-
stjóri
Við síðustu kosningar hlaut listi
Sjálfstæðismanna þrjá menn kjörna
í bæjarstjórn, þau Ásgeir Valdi-
marsson, Dóm Haraldsdóttur og
Sigríði Finsen. Flokkurinn hefur
myndað meirihluta í bæjarstjórn
með Framsóknarflokknum.
Ræða stöðu iðngreina í
Fjölbrautaskóla Vesturlands
Þingmenn Frjálslynda flokksins,
þeir Guðjón Arnar Kristjánsson,
Magnús Þór Hafsteinsson og Sig-
urjón Þórðarson hafa lagt ffam á
Alþingi ffumvarp tíl breytinga á
lögum um tekjustofna sveitarfé-
laga. I ffumvarpinu segir að við
hækkun fasteignamats verði
óheimilt að hækka fasteignaskatt
meira en nemur breytíngu á launa-
vísitölu. Þá er einnig lagt til að hafi
útihús í sveitum ekki verið nýtt í
tvö ár skuli enginn fasteignaskattur
á þau lögð. Skattlagning hefjist að
nýju ef útihúsin em tekin í notkun
á ný sem gripahús.
I greinargerð með fmmvarpinu
segir að fasteignaskattur sé ein af
meginstoðum í tekjuöflun sveitar-
félaga ásamt útsvarstekjum. Fast-
eignagjöld taki ekki mið af tekjum
fólks eins og útsvarið gerir og því
tengist þau ekki greiðslugetu þegn-
anna. Að því leyti séu fasteigna-
skattar ekki réttlátir þar sem álögur
geti hækkað meira milli ára en laun
þeirra sem greiða eiga. Þá segir að
fmmvarpið kunni að minnka tekjur
sumra sveitarfélaga og því telja
flutningsmenn að mjög tímabært sé
orðið að sveitarfélög fái hlut í
tekjustofnum sem færa þeim tekjur
af neyslusköttum eins og til dæmis
virðisaukaskatti. HJ
Aðsókn í bygginga-, rafiðna- og
málmiðnagreinum í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands hefur minnkað
nokkuð að undanförnu og til þess
að ræða þá stöðu boðaði Hörður
Helgason skólameistari til fundar
með fulltrúum fyrirtækja og stétt-
arfélaga í þessum greinum. Einnig
var fulltrúum stéttarfélaga í þessum
greinum boðið til fundarins auk
fulltrúa frá Félagi iðn- og tækni-
greina. Síðastliðið haust byrjaði
einfaldur hópur í gmnnnámi í þess-
um deildum og var það annað árið í
röð sem gmnndeild rafiðna hefur
einfaldan byrjendahóp. Einfaldan
hóp skipa tólf nemendur. Til þessa
hafa að jafnaði byrjað tveir hópar
eða um 24 nemendur í hvorri þess-
ara deilda. I byggingagreinum hef-
ur hins vegar oftast verið einföld
granndeild og aðsókn í hana hefur
heldur aukist undanfarin ár.
Að því er fram kemur á heima-
síðu Fjölbrautaskólans skiptust
fundarmenn á skoðunum og ræddu
stöðu iðngreina við skólann. I lok
fundar vom fjórir fulltrúar atvinnu-
lífsins valdir í starfshóp sem mun
verða skólanum til ráðuneytis um
kynningu á iðnnámi og leiðir til að
auka aðsókn að því.
HJ