Skessuhorn - 05.04.2006, Blaðsíða 13
■■nviiin.,.
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006
13
di á Mýrum:
rgað í mesta sinubruna sögunnar
og hinsvegar var mikil áhersla lögð
á að bleyta í vegum og vegköntum
til að freista þess að hindra að eld-
amir næðu yfir þá.
Margs konar slökkvitæki; hefð-
bxmdin sem óhefðbundin voru nýtt
við slökkvistarfið allt frá svokölluð-
um klöppum sem barið er á glóð og
eld til stórvirkra vatnsflumings-
tækja. Stórar haugsugur dregnar af
öflugum dráttarvélum voru í raun
einu tækin sem hægt var að aka með
um mýrar og holt enda tækin á
stórum og flotmikfum dekkjum.
Tankar þeirra höfðu flutningsgetu
upp í 15 tonn af vatni. Þá voru
dælu- og tankbílar slökkviliðanna
nýttir til hins ítrasta, aðrir vatns-
flutningabílar, jarðýtu var beitt við
að flekkja land og drepa í eldjöðrum
og jafnvel þyrla var kölluð til í
tvígang en hún dreifði vami úr um
2 þúsund lítra vamspoka yfir eldana
þar sem önnur tæki komust ekki að
af landi. Björgunarsveitarmenn,
lögregla, nágrannar og ýmsir fleiri
hjálpsamir aðilar lögðu auk þess
hönd á plóg við ýmis verk sem
fylgja svo umfangsmiklu og mann-
freku slökkvistarfi sem þessu.
Mannvirki varin og
vamarlínur settar upp
I þessum mesm sinueldum í
manna minnum varð ekki tjón á
mannvirkjum, mönnum eða búfén-
aði og verður það að teljast blessun-
arlega vel sloppið. Slökkvistjórinn í
Borgarnesi; Bjarni Þorsteinsson
stóð vakt á Mýrunum allt frá
fimmtudagsmorgni og fram á
mánudag með litlum hléum. Hann
var að vonum þreytmr á mánudag
þegar Skessuhorn hafði samband
við hann: „Við lögðum áherslu á að
enginn skaðaðist í þessum hamför-
um; fólk eða fénaður, vörðum
mannvirki og byggðum upp varnar-
línur til að hefta enn frekari út-
breiðslu eldsins. Eg tel að okkur
hafi tekist það vel; það eru allir heil-
ir, mannvirki voru varin og skepnur
sluppu. Það ræður enginn mann-
legur máttur við svona hamfarir
þegar eldurinn flæmist áfram á
ógnarhraða og eldsmaturinn er
mikill. Því held ég að litið í baksýn-
isspegilinn eigum við og allir sem
að þessu komu á einhvern hátt að
vera bæði þakklát og stolt yfir að
ekki fór verr,“ sagði Bjarni.
Lærum af þessu
Aðspurður um þá gagnrýni sem
fallið hefur á hann og stjórnun
slökkvistarfs sagði Bjarni: „Eg held
að við hefðum ekki getað gert
margt öðruvísi en við gerðum mið-
að við allar aðstæður og undir því
álagi sem mannskapurinn var undir.
Að sjálfsögðu á það við að lengi lær-
ir sem lifir og á það við okkur öll.
Auðvitað hefði mátt gera eitthvað
öðruvísi en gert var, en árangurinn
þegar upp er staðið er góður því
menn og skepnur og mannvirki
sluppu án skaða og okkur tókst að
forða því að eldurinn næði enn
meiri útbreiðslu, t.d. suður í Álfta-
neshreppinn. Sú gagnrýni sem sett
var ffarn sl. sunnudag á störf okkar
er eðlileg í ljósi aðstæðna og þreytt-
ur maður sem setur hana ffam. Eg
held að búið verði að flokka hana
sem einhvers konar áfallastreitu.
Þessa gagnrýni tek ég ekki alvarlega
en að sjálfsögðu munum við reyna
að læra af því hvemig til tókst. Af
reynslunni læra menn eirmi saman í
tilvikum sem þessum og menn
mega ekki gleyma því að þetta vora
stærstu sinueldar Islandssögunnar.
Þrátt fýrir að við höfum fengið á
okkur gagnrýni fyrir eitthvað sem
menn telja að við höfum gert rangt,
þá eru miklu fleiri sem hafa haff
samband og þakkað okkur einmitt
fyrir að hafa gert allt sem hægt var í
baráttunni við eldinn,“ sagði Bjarni
að lokum. Viðbragðsaðilar muni
koma saman á næstu dögum og
meta brunann í heild sinni, við-
brögð slökkviliðsmanna og annarra
björgunaraðila.
MM/ Ljósm. MM,
nema þegar annað er tekið fram.
Fréttatilkynning frá bæjarstjóm Borgarbyggðar
Þaldár til allra þeirra sem
aðstoðuðu við slökkvistarf á
Mýrum í Borgarbyggð
Sinueldamir á Mýrum í Borgar-
byggð 30. mars til 1. apríl síðastlið-
inn eru með mestu hamförum sinn-
ar tegundar á landinu í áratugi.
Með öflugri ffamgöngu og góðu
samstarfi slökkviliða, lögreglu, ým-
issa aðila sem buðu fram aðstoð
sína og ekki síst íbúa í héraðinu
tókst að ráða niðurlögum eldsins.
Tíminn leiðir í ljós hvaða áhrif
sinubruninn hefur á h'ffíki á svæð-
inu en mikilvægt er að hefja rann-
sóknir í þeim efhum sem fyrst.
Hins vegar er það mikið lán að eng-
inn hlaut skaða í átökunum við
eldana og sem bemr fer tókst að
halda eignatjóni í lágmarki. Lands-
menn eru dýrkeyptri reynslu ríkari
og skynja væntanlega betur en áðtir
mögulegar afleiðingar þess að sinu-
eldur verði laus við hhðstæðar að-
stæður og þarna sköpuðust.
Bæjarstjórn Borgarbyggðar
þakkar öllum þeim sem komu að
slökkvistarfi á Mýrum fýrir ósér-
hlífni og ómetanlega ffamgöngu.
Frost og rok höföu slœm áhrif á ýmsar vatnsckelur og stútana á haugsugunum því vatnið
náði oft að frjósa þegar frost herti á laugardag. Tankbtll var því fenginn á staðinn með
heitt vatn og dalumar voru þýddar jafnharðan.
Tóm tjöm eftir að bœndur höjðu dœlt úr
henni öllu vatni.
Klappað, sprautað, farið ogjyllt tankinn og síðan haldið áfram án afláts.
Eldsmaturinn var gríðarmikill mda beitarálag víða lítið á Mýrunum í dag.
nmtudaginn og hefta útbreiðslu eldsins sem þá var
jnn eftir mátti sjá að eldurinn hafði slokknað við
Ttvíreett gildi sitt.
Þama við þjóðveginn hófstþetta allt. Greinilega mátti já hvar eldsupptökin voru.
Þetta gœti eins verið gömul mynd af Kröflugosi, en tekin á Mýrum á fóstudagskvöldið
síðastliðið. Ljósm. Eva Svmarliðadóttir.
Sviðin jörð, lyng og mosi í sambland við
sinu. Talið er að sumar gróðurtegutidir
verði mörg ár að ná sér á strik eftir eld-
Þessi mynd er tekin áfóstudag á sama stað og Unnsteinn í Laxárholti dreifði mykjumii
daginn áður. Eldurinn náði ekki í gegnum mykjuröndina.
A þessari mynd sem tekin var á fimmtudag við bœinn Voga sést hversu gríðarlega þéttur
og dökkur reykurinn var þegar eldurinn óðyfir land á 4-6 metra hraða á sekúndu. Eld-
tungumar náðu þá 3-4 metra upp í loftið.
I