Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. MAI2006
9
...t.mihii,. ;
Vígslu íjölnota íþróttahúss
seinkar enn
Vígslu fjölnota íþróttahúss sem
er í byggingu á Jaðarsbökkum á
Akranesi hefur enn verið seinkað.
Eins og kom ffam í ffétt Skessu-
horns þann 6. apríl sl. hafði vígslu
hússins þá verið seinkað nokkuð
vegna seinkunar á afheng-
ingu efnis í gafla hússins.
Var þá stefnt að því að hús-
ið yrði vígt 12. eða 19. maí.
Nú er hins vegar ljóst að
húsið verður ekki tekið í
notkun fyrr en síðar og að
sögn Guðna Tryggvasonar,
sem sæti á í framkvæmda-
nefnd íþróttamannvirkja,
hefur vígsludagur ekki verið
endanlega ákveðinn en 17.
júní hefur verið nefindur.
Astæða seinkunarinnar nú
er sú að fyrir skömmu var
meðal annars ákveðið að
leggja hitalagnir undir
hlaupabrautir hússins til
þess að auka notagildi
þeirra. Gervigrasið er hins
vegar komið til landsins og
koma menn frá Þýskalandi um
miðjan næsta mánuð til þess að
leggja það.
Að sögn Guðna er nú áætlað að
heildarkostnaður við byggingu
hússins verði 430 milljónir króna. I
upphafi var kostnaðurinn áætlaður
375 milljónir en eins og áður sagði
hefur húsið og búnaður þess tekið
breytingum á byggingartímanum
sem hefur kallað á aukinn kostnað.
HJ
Ymur á tónleikum
Eitt afþeim vorverkum sem hœgt er að ganga að sem vísum er að kórar afýtnsu tagi Ijúka vetr-
arstarfinu með tónleikum. Margir slikir tómleikar eru þessa dagana vítt og breitt um Vesturland.
Einn afþessum kórum er kvennakórinn Ymur, en hann hélt skemmtilega tónleika fyrir skemmstu
á Akranesi og tnœttu margir til að hlýða á sönginn. Stjómandi kórsins er Sign'ður Elliðadóttir. GB
Skóflan
Bæjarráð Akraness hefur tekið
tilboði Skóflunnar hf. í 2. áfanga
gatnagerðar Ketilsflatar en verkið
var boðið út fyrir skömmu. Alls
bárust þrjú tilboð í verkið og var
tilboð Skóflunnar að fjárhæð 11
milljónir króna þeirra lægst. Mal-
bik og völtun ehf. bauð tæpar 12,3
milljónir króna og Þróttur ehf.
bauð tæpar 12,6 milljónir króna.
með lægsta tilboðið
Kostnaðaráætlun var tæpar 14,7
milljónir króna og lægsta tilboðið
því um 75% af kostnaðaráætlun.
Þegar unnið var að gerð fjárhags-
áætlunar bæjarins fyrir árið 2006
var hins vegar aðeins reiknað með
að verkið myndi kosta 7,3 milljónir
króna. I bréfi Ragnars Más Ragn-
arssonar verkefhastjóra tækni- og
umhverfissviðs Akraneskaupstaðar
til bæjarráðs kemur fram að ekki
hafi verið gert ráð fyrir götulýsingu
við Ketilsflöt við gerð fjárhagsáæd-
unar en í útboðinu hafi götulýsing
verið með. Að auki hafi orðið
hækkun á verði í malbiki. Bæjarráð
samþykkti að vísa fjármögnun við-
bótarkostnaðar til endurskoðunar
fjárhagsáætlunar.
HJ
A grænmetismarkaði sem að vísufórfram á Akranesi sl. sumar.
Gott og gómsætt
á bændamarkaði
á Hvanneyri
Á Borgfirðingahátíð í sumar, dag-
ana 9.-10. júní verður fyrsti bænda-
markaðurinn haldinn á Hvanneyri.
Það eru Búnaðarsamtök Vestur-
lands sem standa fyrir honum en
samtökin ætla að halda slíka mark-
aði þrisvar á komandi stimri undir
heitinu „Gómsætt og gott úr sveit-
inni“.
Bændamarkaðurinn verður settur
upp þannig að þeir sem ala, rækta,
tína, baka eða á einhvem hátt ffam-
leiða gæðavörar heima á býli eiga
möguleika á því að koma á markað-
inn og selja vöru sína. Þarna gefst
neytendum færi á að kynnast því
sem framleitt er í sveitum á Vestur-
landi og um leið þeirri matarmenn-
ingu sem Vestlendingar búa yfir.
Sem dæmi um vörur sem hugsan-
lega eiga heima á slíkum markaði
má nefha fisk (ferskan eða reyktan),
harðfisk, hákarl, ber, jurtir, ábrystir,
tmnar kjötvörur, grænmeti, ávexti,
grænmetisplöntur, sumarblóm, tré
og runna, bakkelsi og fleira.
Bændamarkaðir finnast víða um
heim og njóta allsstaðar vinsælda.
Þar myndast góð stemning og era
markaðirnir skemmtilegur hluti af
lífi bæði framleiðenda og neytenda.
Margir líta á mat sem hluta af
skemmmn og hefur það aukist að
ferðamenn ferðist með það í huga
að upplifa mat og matarmenningu.
MM
Dagana 4. & 5. mai verður lokað hjá okkur vegna flutninga.
Við flytjum búðina að Stillholti 16
(áður símabúð)
Opnum LAUGARDAGINN 6. mai kl. 10:00
Stillholti 16 • sími 431-1799 • akranes@litaland.is