Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 agBssimmn 'í^enmnn'-. Verkin tala Gunnar Sigurðsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi er nokkuð úrillur og pirraður þessa dagana. Hann skrifar undar- lega grein á Skessuhornsvefnum og kvartar bæði undan því sem hann kallar „Þyrnirósarsvefn" og því að meirihlutinn í bæjarstjórn Akraness sé að vinna verkin. Þetta er auðvitað í samræmi við mál- flutning Gunnars og Sjálfstæðis- flokkins allt þetta kjörtímabil. Kemur ekki neinum á óvart sem fylgst hefur með. * Attavilltur minnihluti Sennilega hefur aldrei setið neinn minnihluti í bæjarstjórn Akraness svo hugmyndasnauður, fátækur að tillögum og illa áttaður og núverandi minnihluti Sjálf- stæðisflokkins. Allt kjörtímabilið hefur hann verið að reyna að átta sig í sínum eigin stefnumálum. Þar hefur hentistefnan ein ríkt því bæj- arfulltrúar minnihlutans hafa komið illa undirbúnir og ósam- stiga til funda og foringinn verið rekinn til baka með sínar ákvarð- anir. Hjásetur hafa tíðkast í stórum stíl og engar tillögur fluttar svo mánuðum skiptir. Sennilega er nú- verandi minnihluti mesti hjásetu- hópur sem fyrirfinnst í íslenskri bæjarstjórn og líklega hefur eng- inn minnihluti flutt jafn fáar til- lögur á einu kjörtímabili. Ef til verulegs málefnaágreinings hefur komið og skorist í odda hefur minnihlutinn lyppast niður og lagst flatur. Þetta er nú allur glæsi- bragurinn. Okkar ágæti bær á betra skilið en að svoleiðis ráðleysi verði leitt til öndvegis í stjórn bæj- arins. Meirihlutinn hefur staðið vaktina Núverandi meirihluti Samfylk- ingar og Framsóknarflokks hefur verið í verkunum. Sá langi listi verkeftia sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili er öllum að- gengilegur í Skorkorti á heimasíðu bæjarins og er þar þó ekki nándar allt talið. Þar geta þeir sem hafa áhuga á kannað málin. Þeir sem tjá sig um bæjarmálin komast ekki hjá því að kynna sér þetta, ef umræðan á að fara fram af sanngirni og heið- arleika. Þar kemur fram hinn mikli aragrúi mála sem unnið hefur ver- ið að og hvernig þeim hefur fram undið. Kosningar snúast um framtíðina Þó gott sé að vitna til þess sem vel hefur tekist er það framtíðin sem skiptir mestu máli. Stefnu- málin eru mikilvæg en ekki síður það fólk sem ber þau fram. Aðalat- riðið er að þeir sem veljast til for- ystu hverju sinni gefi sig alla í þau verk sem þeim er trúað fyrir, séu staðfastir og hafi skýrar hugmynd- ir. Samfylkingin er reiðubúin að axla ýtrustu ábyrgð á stjórn bæjar- félagsins, hún hefur staðið vörð um hagsmuni Akurnesinga nú síð- ustu ár og mun gera það áfram. A framboðslistanum er unga fólkið í fyrirrúmi,. vel menntað og sigur- glatt, kynslóðin sem erfir þennan bæ. Það er því í þágu allra Skaga- manna að Samfylkingin fái góða kosningu í vor. Sveinn Kristinsson, formaður bæjarráðs A kran eskaupstaðar. 'Pmninn—, Skýr skilaboð til kjósenda í Borgarfirði í Fréttablaðinu um helgina voru viðtöl við forystumenn stjórn- málaflokkanna sem bjóða fram til bæjarstjórnar í nýju sveitafélagi í Borgarfirði. Fram kom hjá for- ystumönnum Sjálfstæðisflokks og Borgarbyggðarlista að þeir ætla sér áframhaldandi samstarf í bæjar- stjórn. Skilaboð til kjósenda eru því skýr: Ekki skiptir máli hvort Sjálf- stæðisflokki eða Borgarbyggðar- lista er greitt atkvæði í sveitar- stjórnarkosningum, niðurstaðan er sú sama; óbreytt ástand í stjórn sveitarfélagsins, ástand dugleysis og vandræðagangs. Eini valkosturinn er því skýr: Ef þú kjósandi góður vilt ekki áfram- haldandi augleysi og vandræða- gang við stjórnun hins nýja sveit- arfélags þá er aðeins einn valkost- ur í stöðunni, kjósa X-B Fram- sóknarflokkinn fyrir öfluga, ferska forystu. Borgamesi, 2. maí 2006 Guðsteinn Einarsson. WWW.SKESSUHORN.IS 7^enninn~fá Refurinn og stóru vtnberin í grein sem birtist á vef Skessu- horns 29. apríl 2006 ber oddviti sjálfstæðismanna á Akranesi sig illa. Bregður hann fyrir sér þekkingu á gömlu barnaævintýri um Þyrnirós sem svaf í heila öld. Oddvitinn fer mikinn í skrifum sínum og hefur miklar áhyggjur af því að bæjar- starfsmenn á Akranesi gætu hugs- anlega fengið launaleiðréttingar í samræmi við það sem þegar hefur verið gert í Reykjavík. Einnig hefur hann áhyggjur af því að meirihluti bæjarstjórnar á Akranesi hefur ákveðið að kaupa nýtt glæsilegt húsnæði fyrir bóka- og héraðs- skjalasafn á Akranesi, öllum bæjar- búum til hagsbóta og til að efla menningarlífið í miðbænum. Þar sem undirritaður hefur líka gaman af gömlum ævintýrum, ekki síst til að nota þau sem líkingar í pólitískum skrifum, þá er rétt að rifja upp aðra gamla barnasögu sem fjallar um ref. Refurinn ráfaði um skóginn og sá á leið sinni falleg og safarík vínber hátt upp í tré. Vegna þess að refir eru ekki vel til þess fallnir að klifra í trjám, þá gat hann ekki smakkað á vínberjunum. Þegar honum varð þetta ljóst þá bjargaði hann málinu með því að ákveða að óreyndu, að vínberin væru súr. Sagan um refinn og súru berin virðist eiga vel við um sjálfstæðis- menn á yycranesi um þessar mund- ir. Flest verk meirihlutans eru tor- tryggð óháð mikilvægi þeirra fyrir bæjarfélagið og við afgreiðslu í bæj- arstjórn sitja fulltrúar minnihlutans gjarnan hjá eða greiða atkvæði á móti. Fjölmörg dæmi eru um hin súru ber sjálfstæðismanna og má nefha að á bæjarstjórnarfundi þann 13. desember 2005 sátu þeir hjá við afgreiðslu tillagna um eftirtalin verkefni sem flestir bæjarbúar hljóta að telja mikilvæg: 1. Að hafnar yrðu reglubundnar strætóferðir milli Akraness og Reykjavíkur í janúar 2006. 2. Að verja 15 milljónum f hönn- un og framkvæmdaáætlun um áfangaskiptingu á byggingum á sundlaugarsvæðinu og tengingu við nýja fjölnota íþróttahúsið á Jaðars- bökkum. 3. Að vinna að því að byggt verði nýtt húsnæði fyrir aldraða á tveim- l^cnninti— Frábært tækifieri Umræða undanfarinna daga, vikna og mánaða um það hvort Reykjavík- urflugvöllur á að vera eða fara hefur kveikt hjá mér hugmynd sem mér bara finnst betri eftir því sem ég velti henni lengur og betur fyrir mér. Hugmyndin er að fyrst allir flokkar nema Frjálslyndir í borgarstjóm vilja flugvöllinn burt og enginn hefur komið með staðsetningu sem hægt er að sættast á, þá finnst mér að Akra- gert. Nú þarf Akraneskaupstaður neskaupstaður eigi að gefa það út að bara að boða til firéttamannafundar þeir vilji hafa flugvöllinn á Akranesi. og tilkynna þar að bærinn vilji fá inn- Fyrir það fyrsta þá er þetta mörg- anlandsflugið tdl Akraness með öllu hundmð manna vinnustaður sem sem því fylgir og að bærinn sé tdlbú- myndi skila gríðarlegum tekjum inn í inn að láta landið endurgjaldslaust bæinn, í öðm lagi skapar þetta gríð- undir völlinn og að létta undir á alla arlega umferð inn í bæinn með tdl- vegu tdl þess að gera það mögulegt að heyrandi þörf fýrir aukna þjónustu fá völlinn á Akranes. Kaupstaðurinn og verslun og eins opnar þetta á ágætis land undir flugvöllinn inn á möguleika á hótelrekstri, fleiri og flóanum fyrir innan þjóðveg og inn fjölbreyttari veitingahúsum og svona að Berjadalsá. Þetta svæði hefúr ver- rnættd lengi telja upp þá kosti sem em ið teldð út af flugmálastjóm og fékk fylgjand því að hafa völlin hér. ágætis einkunn sem flugvallarstæði. Þá kann einhver að spyrja; hver Sama hvemig á það er litið þá er myndi vilja fara alla leið á Skagann ef þetta tækifæri sem á með öllum ráð- hægt er að flytja hann til Keflavíkur? um að reyna að grípa því að þetta er Jú, þegar Sundabrautdn verður kom- mun stærri vinnustaður en álver eða in þá verða bara 37-38 km frá miðbæ járnblendiverksmiðja og sama hvem- Akraness til miðborgar Reykjavíkur ig allt þetta þras um flugvöllinn fer og tekur töluvert innan við 1/2 tíma þá er öll umræða um bæinn okkar á að keyra þegar vegurinn og göngin landsvísu af hinu góða og ómetanlegt verða orðin tvöföld. Tala nú ekki um fyrir bæinn að fá mikla og góða aug- ef að Vegagerðin lagar líka veginn ffá lýsingu á bænum í formi frétta og göngum að Akranesi. En það tekur umfjöllunar um máhð. fiillar 40 mínútur að keyra frá mið- Brettum nú upp ermarnar og flytj- borginni til Keflavíkurflugvallar, sem um störf frá Reykjavík til Akraness. em rúmlega 50 km. Það er ekki sama hvemig svona er Ketill Már Bjómsson Rekstur Borgarfjarðar- sveitar betri en áætlað var Rekstur Borgarfjarðarsveitar og stofnana hennar var neikvæður um rúmar 12,8 milljónir króna á síðasta ári. Það er talsvert betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Arsreikningur sveitarfélagsins var samþykktur í sveitarstjórn fyrir skömmu. Skatttekjur sveitarfélagsins vom á síðasta ári tæpar 154 milljónir króna en vora tæpar 145 milljónir í áætl- un. Framlög Jöfnunarsjóðs voru rúmar 113 milljónir króna en í áætl- tm var gert ráð fyrir 106 milljónir króna. Aðrar tekjur vom tæpar 89 milljónir króna en í áætlun var reiknað með tæpum 77 milljónum króna. Samtals vom tekjur því rúm- ar 356 milljónir króna en í fjárhags- áætltrn var gert ráð fyrir að þær yrðu ur stöðum í bænum og að því verk- efni verði flýtt sem kostur er. 4. Að hámarkshraði verði lækk- aður niður í 3 5 km á klukkustund í völdum íbúðagötum og við skóla á næstu tveimur árum og þannig stuðlað að bættu umferðaröryggi á Akranesi. 5. Að vinna að hönnun og endu- gerð Akratorgs í miðbæ Akraness. Þessi verkefni eru aðeins örfá dæmi um hin súra ber sjálfstæðis- manna hér á Akranesi. Kjósendur á Akranesi ættu að velta því fyrir sér hver það var í raun sem svaf í heila öld, meirihluti bæjarstjórnar sem hefur látið verkin tala, eða þeir sem sátu hjá. rúmar 327 milljónir króna. Tekjur vom því tæplega 9% hærri en áætl- að var. Latm og launatengd gjöld vora rúmar 168 milljónir króna í stað 161 milljón króna í áætlun. Annar rekstrarkosmaður var tæpar 180 milljónir króna í stað tæpra 168 milljóna króna í áætlun. Þá vom af- skriftir tæpar 12 milljónir króna en í áæltun var reiknað með að þær yrðu rúmlega 13 milljónir króna. Fjár- magnskostnaður var rúmar 9 millj- ónir króna en var rúmar 18 milljón- ir króna í áæltun. I árslok 2005 námu hreinar skuld- ir Borgarfjarðarsveitar og stofnana hennar tæpum 60 milljónum króna og höfðu þær lækkað á árinu úr rúmum 185 milljónum króna. HJ Magnús Guðmundsson bæjarfulltrúi, skipar 2. sæti á lista Framáknar- flokksins vegna kosninga til bæjar- stjómar á Akranesi 21. maí 2006.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.