Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 18. tbl. 9. árg. 3. maí 2006 - Kr. 400 í lausasölu Borgarbyggð hluthafi í menntaskóla Bæjarráð Borgarbyggðar sam- þykkti í síðustu viku að leggja fram 10 milljónir króna í hlutafé í Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. Að auki kom fram að gert sé ráð fyrir að leggja fram frekara hluta- fé á þessu ári og því næsta. Jafri- framt var samþykkt að tilneíha Helgu Halldórsdóttur, Finnboga Rögnvaldsson og Sveinbjörn Eyj- ólfsson til setu í stjóm félagsins. Eins og fram hefur komið í ffétt- um hyggst hið nýja félag reisa og reka menntaskóla á Borgarnesi. I Skessuhorni í næstu viku verður greint nánar ffá ff amgangi menntaskólamálsins í Borgamesi, enda tíðinda að vænta í því máli af hálfu ráðuneytis menntamála í þessari viku. HJ Falsaðir seðlar íumferð Falsaðir peningar komu inn á borð gjaldkera KB banka á Akrar nesi í síðustu viku en maður nokkur kom í bankann til að leggja inn peninga úr sjóði sem hann hafði með að gera. Innan um seðlana sem maðurinn kom með reyndust vera tveir falsaðir 500 kr. seðlar. Svo virðist sem seðlamir hafi verið prentaðir úr tölvuprentara og tíltölulega auð- velt var að sjá við nánari skoðun að ýmislegt var athugavert við þá. Þrír aðrir seðlar til viðbótar komu ffam nokkm seinna. Málið er í rannsókn en ástæða er til að vara fólk við því að fleiri seðlar gætu verið í umferð. Vert er að geta þess að hér er um alvarlegt lögbrot að ræða en í 150 gr. al- mennra hegningarlaga segir; „Hver, sem falsar peninga í því skyni að koma þeim í umferð sem ósviknum gjaldeyri, svo og hver sá, sem í sama skyni aflar sér eða öðmm falsaðra peninga, skal sæta fangelsi allt að 12 árum.“ SO ATLANTSOLIA Dísel 'Faxabraut 9. Fyrsti maí var haldinn hátíðlegur um borg og bæ sl. mánudag. Hér má sjá kröfugöngu verkalýðsfélaganna á Akranesi fara af stað. Ljósm. KK Umferðaröiyggi reiknað um Teigsskóg Vegagerðin hefur fengið verk- fræðistofuna Línuhönnum til að reikna út umferðaröryggi þeirra kosta sem í boði eru við lagningu Vestfjarðavegar milli Bjarkalundar og Eyrar í Reykhólahreppi. Sem kunnugt er hafnaði Skipulags- stofnun með úrskurði tveimur þeirra leiða. Vegagerðin hefur á- samt fleirum kært þann úrskurð til umhverfisráðherra. I matsskýrslu hafði Vegagerðin metið þrjár leiðir B, C og D en sjálf valið leið B sem þá heppileg- ustu. Hún er talin vegtæknilega besti kosmrinn, hún liggur öll um láglendi og styttir núverandi veg um 6,25 km. Leið D liggur hins vegar um Odrjúgsháls og Hjalla- háls, brattan fjallveg sem fer upp í 336 metra hæð yfir sjávarmáli. Eins og áður sagði felur úr- skurður Skipulagsstofnunar í sér að leiðum B og C er hafnað en fallist er á leið D með skilyrðum. Helstu rök gegn leið B telur Skipulagsstofnun vera umtalsverð umhverfisáhrif sem vegagerð um Teigsskóg hefði í för með sér. I röksmðningi Vegagerðarinnar er meðal annars bent á að leið B sé talin öruggari fyrir umferð en leið D og með tilliti til þess séu ekki fyrir hendi nægar ástæður til að hafha henni. Þessu til áréttingar heíúr Vegagerðin nú, eins og áður sagði, fengið verkfræðistofuna Línuhönnun til að reikna umferð- aröryggi beggja kostanna og verða þeir útreikningar lagðir fram með kærunni. HJ ------7------------------ A dauða- siglingu Mikið hefur verið um hraðakst- ur í Borgarfjarðarhéraði að und- anfömu og tók lögreglan í Borg- amesi alls um 40 ökumenn fyrir of hraðan akstur í liðinni viku. Þaraf mældust nokkrir á „dauðasigl- ingu,“ eða langt yfir 100 km/klst og af þeim var einn á mótorhjóli. Það hefúr vakið athygli lögreglu að um innansveitarmenn hefur einungis verið að ræða í þessum ofsaakstri að undanfömu. Náðust umræddir ökumenn strax. Einn missti bifreið sína reyndar útaf þegar verið var að stöðva hann og er hann auk hraðakstursins grun- aður um ölvun við akstur. Að sögn Theodórs Þórðarsonar, yfir- lögregluþjóns em hraðamælingar- tæki lögreglunnar orðin mun betri en áður var og er nú hægt að mæla ökuhraða á mun lengri vegalengdum en hægt var áður. Einnig er hægt að mæla hraða ökutækja með fjölbreyttari hætti úr lögreglubifreið en áður var og svokallaðir „radarvarar“ duga ökumönnum ekki lengur til að varast hraðamælingamar. SO Veiðileyfi ákrónu Veiðifélagið Laxá býður veiði- mönnum veiðileyfi á Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi á eina krónu nk. fösmdag, laugardag og sunnu- dag. Það þykja tímamót, því lax- veiðileyfi gera lítið annað en hækka í verði þessa dagana, enda kaupa fjármálafyrirtæki veiðileyfi í stórum kippum eins og ffam hef- ur komið í fjölmiðlum. „Við ætl- um að selja leyfið á eina krónu næsm helgi,“ sagði Agúst K. Agústsson hjá Laxá í samtali við Skessuhom. Veiðivonin í lax er kannski ekki mikil á Vamasvæði Lýsu núna, en útiveran er góð. Lýsa er eitt af fáum vatnasvæðum á Islandi þar sem allar tegundir íslenskra ferskvamsfiska veiðast, þ.e. sjó- bleikja, vamableikja, urriði og lax og þar er vissulega hægt að æfa sig við fluguveiðina enda aðstæður þar góðar til slíks í lækjunum.GR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.