Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006
.Kr-Mlih. ■.
Fjölskyldmi íjýrirrúmi
Málefni fjölsk\7ldunnar eru
mörgum hugleikin nú þegar kosn-
ingar nálgast. Við í Samfylking-
unni höfum tekið skýra afstöðu til
þess hvernig við viljum koma til
móts við þarfir fjölskyldufólks. I
okkar huga er algjört grundvallar-
atriði að skapa foreldrum gott
svigrúm til þess að vera til staðar í
lífi barna sinna og búa fjölskyldum
öruggt og ekki síður afslappað um-
hverfi. Flestir eru sammála um
mikilvægi þess að foreldrar og
börn hafi góðan tíma til samveru
enda er það svo að það veganesti
og sá lærdómur sem manneskjan
aflar sér á fyrstu æviárunum innan
fjölskyldunnar er undirstaða per-
sónuþroska og farsældar í lífinu.
Gengi hvers og eins í tilverunni
veltur að miklu leyti á því hvernig
til tekst með þá félagsmótun sem á
sér stað innan fjölskyldunnar þar
sem siðferðiskennd okkar og hæfi-
leikinn til þess að lifa í samfélagi
við aðra mótast. Við lærum ekki á
hugtök eins og réttlæti, samkennd
eða ábyrgð í tómarúmi heldur í
samskiptum við aðrar manneskjur
og þar gegnir fjölskyldan fykilhlut-
verki. Til þess læra að þekkja sjálf
okkur, möguleika okkar, ábyrgð,
takmarkanir og kröfurnar sem til
okkar eru gerðar í lífinu verðum
við að geta speglað okkur í okkar
allra nánast umhverfi og treyst því
fyrir okkur.
Ábyrgð yfirvalda
Það er að hluta til á ábyrgð bæj-
aryfirvalda að búa fjölskyldum það
umhverfi að þær geti rækt hlutverk
sitt með sóma. Við í Samfylking-
unni erum reiðubúin að axla þá
ábyrgð. Til þess að treysta undir-
stöður fjölskyldunnar viljum við
fella niður leikskólagjöld í jöfnum
áföngum á næsta kjörtímabili og
auka þjónustu við börn og foreldra
eftir að hefðbundnum skóladegi
lýkur með því að koma á fót frí-
stundaskóla fyrir yngstu bekki
grunnskólans. Auk þess viljum við
bjóða upp á foreldraráðgjöf og
bæta aðgengi að sérfræðiráðgjöf
um málefni tengd fjölskyldunni.
Gjaldfrjáls leikskóli og
frístundaskóli
Niðurfelling leikskólagjalda er
viðurkenning og staðfesting á því
að leikskólinn er fyrsta skólastigið
þar sem fram fer mikilvægt nám og
undirbúningur fyrir frekari skóla-
göngu. Það er að okkar mati eðli-
leg krafa að leikskólar njóti jafn-
ræðis á við önnur skólastig. Þar
fyrir utan hefur þetta fjárhagslegan
ávinning í för með sér fyrir for-
eldra ungra barna, sem að jafnaði
eru ungt fólk að koma undir sig
fótunum og er því tvímælalaust til
þess fallið að treysta undirstöður
fjölskyldunnar.
Eitthvert brýnasta hagsmunamál
fjölskyldunnar tel ég vera að sam-
þætta skóla, íþrótta og tómstundir
yngstu barnanna og búa þannig
um hnútana að öll fjölskyldan ljúki
vinnudegi á sama tíma. Ef tóm-
stundir og íþróttaæfingar barn-
anna fara að miklu leyti fram eftir
að hefðbundnum vinnudegi lýkur
gefst lítill tími til samveru og sam-
ræðna um það sem máli skiptir í
lífinu auk þess sem það skapar
óþarft álag á alla, börn og foreldra.
Við verðum að sjá til þess að for-
eldrar hafi nægan tíma til þess að
sinna hinu eiginlega uppeldishlut-
verki og geti verið sá spegill sem
börnin horfa í og læra af en við
þurfum líka að gæta að því að
börnin hafi tíma til þess að horfa í
þennan spegil. Og þegar börnin
nenna því ekki lengur ættu þau að
geta leikið sér frí og frjáls án þess
að hafa stöðugar áhyggjur af því að
koma of seint á íþróttaæfingu eða í
tómstundastarf, vitandi að foreldr-
ar þeirra eru til staðar ef á þarf að
halda.
Anría Lára Steindal,
skipar 3. sæti á lista
Samfylkingarinnar og óháðra.
Nýtt ljóð við
„Iádu fluguna“
Á Sigfusarhátíð sem haldin var
á Reykhólum fyrir skömmu flutti
sönghópur 13 kvenna í Reykhóla-
hreppi nýtt ljóð við lag Sigfúsar
Halldórssonar um lidu fluguna.
Sönghópurinn heitir eftir laginu
„Litlu flugurnar“. Nýja ljóðið er
efdr Eystein G. Gíslason úr Skál-
eyjum. Ljóðið er svohljóðandi:
HJ
Frjálsir tifa vorsins léttu lækir
litlarfjólur brosa sólu mót.
Ungir piltar spentir mjög og sprækir
spá í bverja íturvaxna snót.
Allir kaldir vetrarvindar þagna
vorsins gleðifer um land og sæ.
I hverjum glugga „litlar flugur“ fagna
ogfljúga út í lífsins milda blæ.
Þar skal verða kátt og sungið saman
í sumardýrð við kveðum nýjan brag.
„Litlarflugur“ auka glens og gaman
við gítarslátt og söngva hér í dag.
Þar ganga aftur vorar fomu flugur
ogfrjálsar kitla ung og gömul nef.
Þá lifnar daufur okkar æskuhugur
við endurvakin glaðra tóna stef.
Gaman er á vorsins grænu völlum
þar verma bráðutn fuglar eggin smá.
Sól og vindar bræðafónn áfföllum
ogfólkið gleytnir vetrardrunga þá.
Við skriðufótinn heilsar bláu blómi
bam að leik og þá er skapið kátt.
Því vorið er að æskumannsins dómi
svo yndislegt og gott áflestan hátt.
l/tintVw’tfiit}
Eg hætti við að hengja mig - heimurinn er svo fagur
Margir finna í sér
einhvern óróa þegar
fer að vora og ekki
síst gamlir sveita-
menn og bændur
sem hafa sest að á
mölinni. Stuttu eftir
að Höskuldur Ein-
arsson frá Vatns-
horni flutti til
Reykjavíkur varð honum að orði:
Viti gamlir veðrin á sig
veturinn hér tekst að þreyja.
En hvernig vorið virkar á mig
vil ég ekki neinum segja.
Fyrsta vorið sitt í Reykjavík var hann að
vinna í yndislegu veðri þar sem vel sást til
Skarðsheiðarinnar og varð víst tíðlitið í átt-
Einn ég skima allt í kring,
er nokkur að kalla?
Það er að grcenka lauf og lyng
í lautunum upp til fjalla.
Þura í Garði vann lengi við lystigarðinn á
Akureyri. Eitt sinn að vorlagi eða snemm-
sumars kom hún í heimsókn til aldraðs ná-
granna síns, settist hjá honum og fór að segja
honum frá högum sínurn og ástandi. Kvaðst
hún hafa verið svo lasin og lág af sér að und-
anförnu bæði andlega og líkamlega að sér
hefði fullkomlega dottið í hug að hengja sig.
Já, karlinn taldi að það gæti verið athugandi
mál og þegar hann fylgdi henni til dyra í
glaðasólskininu kvaddi hann hana með þess-
ari vísu:
Nú er fögur sólar sýn,
seinna ríkir vetur,
hengdu þig áður heillin mín,
ég held þér líði betur.
Morguninn eftir var gamli maðurinn á
gangi snemma meðfram lystigarðinum. Þar
innan við girðinguna var Þura og rakaði um
blómabeð. Hann bauð henni góðan dag og
gat þess að hún væri snemma komin til
vinnu. Þá kvað Þura:
Andánum lyfti á œðra stig,
upp er runninn dagur.
Ég hœtti við að hengja mig,
heimurínn er svo fagur.
Samt er það nú svo að ekki er heimurinn
alltaf jafnfallegur enda löngu sannað að ef
ekkert væri verra gæti heldur ekkert verið
betra. Einhverntíma í misjafnri tíð orti Hall-
dór Snæhólm:
Ekki verður á því stans,
oft er hart á baríð.
Það er eins og œvin manns
árans tíðarfarið.
Annar Húnvetningur, Bjarni Jónsson frá
Gröf í Víðidal sem síðar var lengi úrsmiður
á Akureyri hefur greinilega verið orðinn eitt-
hvað þreyttur á tíðarfarinu þegar hann kvað
að vorlagi:
Ánum má ég inni gefa,
ekki finnst mér vorið létt.
Skammtar eins og skít úr hnefa
skaparinn hvern sólskinsblett.
Stundum verður mér á að efa
að hann sé að gera rétt.
Kannske hefur það verið sama vorið sem
hann orti:
Það má oft við þessu búast
að þungbœr komi snjóavor,
ef Cuð hefur ekki í öðru að snúast
en að drepa fé úr hor.
Kannske var það ekkert undarlegt þó
menn gæfust upp fyrir erfiðleikunum eins og
vorin gátu verið og geta svosem enn, menn
eru bara betur undir það búnir nú orðið.
Allavega orti Bjarni síðar og má segja að
hann hafi verið þekktari fyrir þann tón sem
þar bregður fyrir:
Aldrei skal ég eftir plóg
oftar ganga hokinn.
Maður fær víst meira en nóg
af moldinni í lokin.
En íslensk náttúra getur líka verið dásam-
leg, hvaða skilningur sem lagður er í þau
orð. Elís Kjaran var eitt sinn staddur ásamt
fleira fólki á Dynjanda í Arnarfirði á yndis-
legu snemmstunarskvöldi eins og þau geta
fegurst orðið á Vestfjörðum. Kona í hópnum
lét hrifningu sína í ljós með þessum orðum:
„En hvað ég get skilið að það skuli hafa fæðst
18 börn á svona stöðum hér áður fyrr, þar
sem töffarnir eru svona takmarkalausir.“ Elli
svaraði að bragði:
Ástfanginn ég upp til hlíða
augum renni, kvöldsól skín.
Nú er átján barna blíða
- best að prófa Hafdís mín.
Jakob Jónsson var eitt sinn í Borgarnesferð
að vorlagi í yndislegu veðri. Þetta var á tím-
um stuttu tískunnar og útsýnið í öllum skiln-
ingi eins og best varð á kosið. Fleiri voru í
Borgarnesferð um þetta leyti og varð þetta
allt saman tilefni eftirfarandi:
Clettinn strýkur vorsins vindur glaður
vanga og hár og agnarstuttu pilsin.
jafnvel gamall, latur Mýramaður
mjakast um og virðist finna til sín.
Ekki man ég betur en það hafi verið Bjarrú
frá Gröf sem lýsti bikini sundfötum á þessa
leið:
Upp um lœrin allir sjá
og allt í kringum naflann.
En mjög er hulin meyjum hjá
margföldunartaflan.
Löngu áður en mönnum datt í hug að
nokkuð væri til sem héti fuglaflensa spókuðu
afkomendur landnámshænsnanna sig í húsa-
görðum hinna íslensku sjávarplássa og nutu
þar lífsins lystisemda að vild. Stefán Stefáns-
son ffá Móskógum gekk á effi árum um göt-
ur Sauðárkróks og sá þar hænsnahóp í garði:
Fjörið mitt er faríð brott
fátt er nú til bjargar.
Helvíti á haninn gott
að hafa þœr svona margar.
Lengi hefur það verið siður góðra manna
að smáagnúast út í nágrannasveitirnar þó
kannske sé ekki alltaf mikil alvara á bakvið.
Lárus Þórðarson mun vera höfundur þessar-
ar sveitarlýsingar:
Horfi ég í Hrútafjörð,
hvergi sér í græna jörð.
Víða skín í svartan svörð
sviðinn vítishita.
Cráa mela, móabörð,
mun hér ævin flestum hörð,
enda sveitin illa gjörð
eins og flestir vita.
Einhverra hluta vegna þótti höfundi þó
tryggara að semja bragarbót:
Horfi ég í Hrútafjörð,
höldar ganga þar um jörð.
Sólin gyllir grænan svörð,
gefur vorsins hita.
Víðar grundir, gróin börð,
geyma bóndans sauðahjörð,
sveitin er með sóma gjörð
sem að allir vita.
Látum það verða lokaorðin að sinni.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur K. Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715
dd@simnet.is