Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 13
gSESSUHOBKI
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006
13
*m '1'
í ■
Sigvaldi Arason tekurfyrstu skóflustungu af húsi Borgarverks viS Sólbakka í Borgamesi.
Spennufíkn
Eftir árið 1986 varð vegagerðin
aftur fyrirferðarmest hjá Sigvalda
og hans mönnum. „Við höfum lagt
slitlag um allt land og höfum senni-
lega náð að fara allan hringinn í
malbikun og fræsingu. Síðan hefur
verið mikið að gera í alls konar
jarðvegsframkvæmdum, gatnagerð
og grunnum og hinu og þessu. Við
höfum farið víða, gerðum meðal
annars flugvöllinn í Grímsey fyrir
þremur árum, sem var mikið ævin-
- ■ M
tyri.
Það liggur beint við að spyrja í
framhaldi hvort langar útilegur hafi
ekki verið þreytandi til lengdar?
„Þetta gat verið þreytandi og
stundum var þetta hálfgert sjó-
mannslíf en það þýddi ekki að væla
yfir því. Maður gat ekki látið verk-
efnin koma til sín. Ef ég hefði verið
að gera við útvarpstæki eða
brauðristar þá hefði það horft
öðruvísi við. Þá hefði ég getað set-
ið á rassgatinu á sama stað en ég
valdi mér hinsvegar þennan vett-
vang og sé ekki eftdr því. Ef út í það
er farið reikna ég reyndar með að
verktakabisnessinn sé með áhættu-
samari og erfiðari rekstri sem hægt
er að finna. Það var það allavega
hér áður fyrr þegar allt átti að ger-
ast yfir sumarið. Þá var boðið út í
dag og síðan átti verkið að vinnast í
gær ef svo má segja. Fyrirvarinn á
útboðunum var alltof stuttur
þannig að maður vissi ekki fyrr en
sumarið var byrjað hvað maður
hefði að gera. Mér þótti hinsvegar
gaman að þessu að því leyti að það
fylgdi því viss spenningur að bjóða
í verk og láta þau standa undir
kostnaði. Þetta var ákveðin íþrótt
og kannski hefur blundað í manni
einhver spennufíkn, það kann að
vera.“
Sigvaldi viðurkennir það líka að
harm hafi haft mest gaman að vinn-
unni þegar lætin voru mest. „Það
myndaðist oft skemmtileg stemn-
ing. Það voru líka margir ungir og
skemmtilegir strákar í vinnuflokkn-
um þannig að það var mikið líf í
kringum þetta.“
Álfar í veginum
Sigvaldi er ttegur til að rifja upp
einhverjar uppákomur eða vesen en
eftir nokkra umhugsun kemur upp í
huga hans atvik sem reyndar hefur
áður verið gert skil á prenti og í
ljósvakamiðlum enda þótti það
jafnvel yfirnáttúrulegt. „Við vorum
að leggja fimm kílómetra vegar-
spotta norðan við Búðardal sumar-
ið 1995. I landi Ljárskóga var
stærðarinnar grjót í vegstæðinu,
þriðjungur svokallaðra Klofasteina
sem sagan segir að í árdaga hafi ver-
ið óskipt steinhella. Við ætluðum
að færa steininn til en það gekk af-
leitlega. Það var eiginlega með
ólíkindum hvernig þetta gekk fyrir
sig. Eftir að við réðumst á steininn
gekk allt á afturfómnum. Bflarnir
ultu, bræddu úr sér og vélarnar
brotnuðu. Verkið gekk akkúrat ekki
neitt af hvaða ástæðu sem það var.
Eg hef aldrei lent í öðru eins,
hvorki fyrr né síðar.“
Margir töldu að steinninn sem
var í veginum væri álfasteirm og því
hefðu íbúar hans lagt stein í götu
vegagerðarmanna. Málið gekk
meira að segja svo langt að Vega-
gerðin fékk Regínu Hallgrímsdótt-
ur, sem hafði orð á sér fyrir að sjá
það sem aðrir sáu ekki, til að semja
við álfana.
Sigvaldi vill ekki gefa út á það
hvort þarna hafi verið álfar á ferð
en allavega hafi þetta verið alveg
ótrúlegt. „Þetta var svo magnað að
sumarið eftir, þegar sjálfri vega-
gerðinni var að mestu lokið lentum
við í enn einu óhappinu þarna. Við
vorum að flytja tæki ofan af Holta-
vörðuheiði og þangað vestur til að
ljúka við slitlagið. Þegar við vorum
komnir norðtu fyrir sæluhúsið fór
valtari ofan af vagni og vagninn
losnaði aftan úr bflnum og allt út í
skurð. Allt var ónýtt og þá stóð mér
ekki á sama. Hvort þarna voru
álfarnir á ferðinni veit ég ekki en
allavega held ég þeir hafi ekki haft
afskipti af mínum verkum eftir
það.“
Gott fólk
Spurður um ástæðu þess hversu
lengi hann entist í þessu fagi segir
Sigvaldi að það hafi fyrst og fremst
verið ólæknandi bfladella sem hélt
honum við efnið. „Það að þetta
skildi lafa allt saman öll þessi ár er
hinsvegar fyrst og ffemst að þakka
góðu starfsfólki. Maður stendur
ekki einn í svona og það hefur
margur góður maðurinn unnið í
þessu með mér. Það er það sem ég
get verið þakklátastur fyrir þegar ég
horfi til baka,“ segir Sigvaldi að
lokum. __
Myndimar með viðtalinu tilheyra ljósmyndasýningu Sigvalda
sem sett verður upp í nýju ráðhúsi Borgamess sem tekið verður í
notkun á laugardag. Þar er finna fjölmargar ljósmyndir firá fimm-
tíu ára verktakaferli Sigvalda og tengjast ffamkvæmdasögu Borg-
amess. Sýningin verður opnuð laugardaginn 6. maí klukkan 15.00
og verða myndimar á veggjum Ráðhússins fram á sumar.
Jfarðvegsskipti á Borgarbraut t Borgamesi áður en gatan var malbikuð.
TOSKA
Vortónleikar 2006
Nemendur skóíans halda tónleika
á sal skólans sem hér segir
• Mánudaginn 8.maí kl.18.15
• Þriðjudaginn 9.maí kl.18.15
• Miðvikudaginn 10.maí kl.18.15
• Fimmtudaginn 11 .maí kl.18.15
• Föstudaginn 12.maí kl.20 tónleikar með tónlist eftir
W.A.Mozart í flutningi nemenda úr söng og
hljóðfæradeildum. (Ath. breytta tímasetningu)
• Mánudaginn 15.maí kl.18.15
• Þriðjudaginn 16.maí kl.18.15
| Á þessum tónleikum flytja nemendur úr öllum deildum
] skólans fjölbreytta efnisskrá. Tónleikarnir eru öllum opnir og
allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Akranesi
Þrjár kennarastöður
við Klébergsskóla
Okkur vantar kennara í þrjár stöður við Klébergsskóla.
Eina stöðu á miðstigi, 1/2 stöðu í heimilisfræðum, 1/2 stöðu
í íþróttum og eina stöðu á unglingastigi og eru kennslugreinar
m.a. íslenska, enska, náttúrufræði og sérkennsla.
Við leitum að kröftugum og dugmiklum kennurum
i í okkar ágæta starfsmannahóp.
| Klébergsskóli er í Reykjavík undir Esjuhlíðum í stórkostlegu
f umhverfi þar sem áhersla er lögð m.a. á útikennslu og
þemanám. Þetta er einsetinn grunnskóli með 195 nemendur
í 1. til 10. bekk. Við vinnum skv. starfsáætlun Reykjavíkur-
borgar um einstaklingsmiðað nám og samvinnunám.
Heimasíða skólans er klebergsskoli.is.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Jónína Ólöf Emilsdóttir
í símum 5666083 og 6648270
Netfang joninaoe@klebergsskoli.is.
Umsóknarfrestur er til 10.maí.
BORGARBYGGÐ
Ráðhús
Borgarbyggðar
Laugardaginn 6. maí nk. kl. 15.00
verður nýtt Ráöhús Borgarbyggðar að
Borgarbraut 14 vígt.
Af því tilefni er íbúum boðið að koma
og skoða húsið og þiggja veitingar
frá kl. 15.00 til kl. 17.00.
Bæjarstjórn
Borgarbyggðar