Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 31
SSESSIiHÖEK MIÐVIKUDAGUR 3. MAI2006 31 Kosningaskrifstofur opnaðar á Akranesi Þaðfór vel á með þeim Guðmundi Páli ogfyrrum og núverandi heilbrigðisráðherrum; Siv og Ingihjörgu. • • • Spuming vikunnar Valdimar Ólafsson Deildarstjóri „Sjálfstæðisflokkur far 4 menn, Samfylking 4 og Frjálslyndir fá 1 mann kjörinn. “ María Sigrtchir Kjartansd. Þjónustufulltrúi Símans „Eg vil sjá uppstokkun á bcejar- stjómarstólunum og tel að það muni gerast. “ Nú eru framboðin fimm á Akra- nesi öll búin að opna skrifstofiir sínar til undirbúnings kosningun- um í vor. A föstudag opnuðu ffam- sóknarmenn skrifstofu sína við Sunnubraut og á laugardag var margt stórmenna á ferð þegar Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn opnuðu sínar skrifstofur; Vinstri grænir á Skólabraut og Sjálfstæðis- menn nokkrum metrum ofar, neðst á Kirkjubraut. í sama húsi og þeir hefúr Samfylkdngin einnig komið sér fyrir. Formenn bæði Vrnstri grænna og Sjálfstæðisflokks heimsóttu Skag- ann af þessu tilefhi. Geir Haarde ávarpaði Sjálfstæðismenn og bauð Gísla S Einarsson, bæjarstjóraefiii sérstaklega velkominn til starfa fyr- ir flokkinn. Þá var Steingrímur Sig- fússon á ferðinni og stappaði stál- inu í viðstadda á kosningaskrifstofu Vinstri grænna við Skólabraut. A föstudeginum mættu Siv Friðleifs- dóttir, heilbrigðisráðherra og Magnús Stefánsson, þingmaður þegar ffamsóknarmenn opnuðu Ráðherrar og hluti frambjóðenda Sjálfitœðisflokksins á Akranesi. sína skrifstofu formlega við Sunnu- braut en þar ræður Ingibjörg Pálmadóttir ríkjum sem kosninga- stjóri. Samfylkingin var hinsvegar fyrst til að opna og er þeirra skrifstofa eins og áður segir við Kirkjubraut 5. Síðastliðinn laugardag var þar fullt út úr dyrum þegar ffambjóð- endur og aðrir flokksmenn voru með baráttukaffi. Frjálslyndir opnuðu skrifstofu einnig fyrir skömmu en þeir eru til húsa á Kirkjubraut 8 þar sem versl- vmin Ozone var áður til húsa, en sú skrifstofa er einmitt gegnt skrifstof- um Samfylkingar og Sjálfstæðis- manna þannig að fjögur framboð hafa kosningaskrifstofur á sömu slóðum. Agæt stemning var á öllum þess- um stöðum og víst að mikill hugur er í ffamboðum allra stjómmálaafl- anna fyrir „slaginn" sem nú fer í hönd. MM Geir Haarde bauð Gísla S Einarsson velkominn til starfa fyrir flokkinn. Hér eru þeir Gtsli og Gunnar Sigurðsson, oddviti listans með formanninum. Samfylkingin á Akranesi var meðffólmennt kosningakaffi sl. laugardag. Hér er hluti frambjóðenda þeirra ásamt fulltrúum yngri kynslóðarinnar. Jón Hjartarson, Gunnlaugur Haraldsson og SteingrímurJ á tali. Steingrímur J Sigfusson, formaður VG ásamt efstu þremur frambjóðendum flokksins á Akranesi. Hluti frambjóðenda Framsóknarflokks, ásamt Siv, Magnúsi Stefánssyni og Ingibj'órgu kosningastjóra. Hjá Frjálslyndum var kosninga- og hátíðarkaffi I. maí sl. á Kirkjubrautinni. Hluti frambjóðenda var við þegar jósmyndari Skessuhoms leit við, Hér eru þcerfrá vinstri: Rannveig, Karen og Guðbjörg. Hvetju spáir þú um úrslit komandi sveitarstjómar- kosninga á Akamesi? (Spurt á Akranesi) Auður Asgeirsdóttir Afgreiðslukona „ Vil flá sem flesta inni frá Vinstri grænum, sem að ég œtla að kjósa þar sem Samfylkingin er ekki að standa sig. “ Guðrún Gunnarsdóttir Afgreiðslukona „Eina sem ég veit um þetta er að ég vil ekki <já Sjálfstœðisflokk í meirihluta með Gísla S. Einarsson í fararbroddi. “ Sigurbjöm Guðmundsson Slökkviliðsmaður „Eg er nú bara enn að btða eftir að sjá nýju einstaklingana sem eru í framboði og get því ekki gefið ákveðið svar að svo st'óddu. “

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.