Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 21
S3Ea»Í)Uö£ií3 MIÐVIKUDAGUR 3. MAI2006 21 „ Vió eigum okkar vini t hestunum. “ Hér em þau hjón í hesthúsinu á Bergi. komst úr meðferð? „Kannski hef ég bara sleppt af honum taki og farið að hugsa um sjálfa mig. Það er erfitt að lýsa þessu. Hlutimir virka svo ein- faldir þegar þeir ganga vel. Einhvern tímann hringdi í mig maður sem var í meðferð á sama tíma og ég. Hann hafði farið oft og var fullur þegar hann hringdi. Hann fór að segja mér að ég hefði ekki þurít að fara í með- ferð og hefði bara farið fyrir Flosa. Eg benti manninum á að Flosi væri ennþá edrú en hann ekki og því ætti ég kannski að fara í meðferð fyrir hann líka. Þá felldi hann talið. Það fer enginn í meðferð fyrir aðra. Maður fer fyrir sjálfan sig.“ Nú hlýtur lífmynstrið að hafa breyst þegar áfengið var horfið úr ykkar lífi? ,Já auðvitað myndaðist ákveðið tómarúm en við vorum fljót að fylla það. Þessu nýja lífi fylgdi svo mikið firelsi til athafha. Eg hef aldrei verið mikið að velta því fyrir mér hvort maður eigi við sjúkdóm að stríða eða ekki. Ekki heldur af hverju ég drakk og hvemig. Eg velti skoð- unum annarra ekki fyrir mér. Eg taldi mig þurfa að fara þessa leið og fór hana. Eg læt skoðanir annarra ekki hafa áhrif á mitt líf. Það hef ég lært í lífi okkar Flosa.“ Gróa á Leiti og hennar þjónar Líf þjóðþekkts fólks er oft í um- ræðunni hjá almenningi. Þið hafið eflaust í gegnum tíðina fengið jkkar skammt af þeim umræðtun? „Eg hef löngu lært að leiða alla slíka umræðu hjá mér. Fyrst tók ég eftir henni og sámaði hún oft. Maður fór að reyna að vinna úr umræðunni en svo kom að því að ég áttaði mig á því að ég gat engu breytt. Það hafa líka allir frelsi til þess að hugsa og tala. Eg hef líka leyfi til þess að hugsa og tala um nágungann. Maðtur verður að gera það upp við sig hvort maður vill láta svona sögur hafa áhrif á sig eða ekki.“ Veltekið Nú er nokkuð langt um Hðið síð- an þið miðborgarbömin flytjið í Reykholtsdalinn. I þá daga var þetta ffekar sjaldgæft en nú er það komið í tísku. Var þetta ekki eins og að flytja á heimsenda í hugum borgar- búa? „Það hjálpaði að við stóðum í raun aldrei frammi fyrir raunvem- legri ákvörðun um að flytja hingað. Þetta þróaðist með tímanum og var kannski auðveldara fyrir vikið. Þetta var kúvending á okkar lífi. Við sjátun hins vegar ekki eftír því. Hér líður okkur óskaplega vel.“ I hugum fólks er oft lengra út á land en til höfuðborgarinnar. Misst- uð þið tengsl við vini ykkar eftir að þið fluttuð hingað? „Nei það var frekar öfugt. Nú kemur fólk hingað tíl þess að umgangast okkur og hvíl- ast. Það dvelur lengur. Við byggðum gestahús í hesthúsinu og það er mik- ið notað. Einhver vina okkar spurði okkur einhverju sinni hvar við hefð- um fengið þessar góðu dýnur, sem hann sagði vera í rúminu þar. Hann sagðist aldrei hafa sofið jafnvel og hvílst jafn vel. Það gerði hann ekki vegna dýnanna heldur vegna kyrrð- arinnar sem hér ríkir.“ Hvernig var ykkur tekið hér? „Okkur var tekið mjög vel og fyrir það erum við ævinlega þakklát. Hér eignuðumst við nýja vini tíl viðbótar við þá sem við þegar áttum. Hér hefur okkur liðið óskaplega vel.“ Byggðaþróun í Borgarfirði Nú hefur tíðarandinn breyst ffá þeim tíma er þið fluttuð hingað. Nú ganga jarðir hér kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir. Hvemig líst þér á þessa þróun. Þetta hlýtur að hafa breytt samfélaginu hér? ,Já búskap- ur leggst niður að stórum hluta á þessu svæði með áframhaldandi þró- un og mér finnst það ekki skemmti- leg tilhugsun. Við verðum hins veg- ar að fara varlega í að dæma þá er selja. Aldraður maður sem er að hætta búskap stendur ffammi fyrir því að selja og við getum ekki dæmt hann fyrir að taka hæsta tilboði. Hér selst allt sem er falt en sem betur fer er hér ennþá hefðbundinn búskapur á flestum bæjum. Mannlífið hefur ekki breyst mikið vegna sölu jarða. Mesta einstaka breytingin á mannh'fi hér varð þegar Bónus opnaði versl- un í Borgamesi. Þá fóra flestir að sækja verslun þangað og því breytt- ust verslunarhættir hér í sveitinni. Það er mesta einstaka breytingin sem átt hefur sér stað á undanföm- um árum. Langlífi í ættmni Nú búið þið hér í nágrenni við Olaf son ykkar og hans fjölskyldu? ,Já það var algjör lúxus fyrir okkur að þau skyldu flytja hingað í nágrennið. Olafur lagði fyrir sig listina. Hann er óbóleikari og kennir á blásturshljóð- færi í tónlistarskólum í Borgarfirði. Auk þess er hann mikill hestamaður eins og við. Við emm því hér í nábýh við okkar nánustu og það er afar verðmætt. Maður finnur það sérstak- lega þegar eitthvað óvænt hendir." Nálægð þeirra gerir ykkur kannski líka mögulegt að búa hér lengur en ella þegar árin færast yfir? Ertu farin að velta ellinni mikið fyrir þér? „Eg get nú tæplega sagt það. Eg á svo margt eftir. Eg hefði reyndar ekkert á móti því að flytja á elliheimili en það er langt í það. Mér finnst að hver og einn verði að eldast eftir sínum að- stæðum. Það er mikilvægt að maður sé ekki að streitast á móti. Við verð- um að finna það sjálf hvenær ellin fer að sækja á og bregðast rétt við. Því megum við ekki vera að tengja það dagatalinu. Aðstæður hvers og eins er svo misjafnar. Móðir mín er 97 ára gömul og býr ennþá í eigin húsnæði. Eg á afabróðir sem er elsti framsókn- armaður landsins. Mamma hans, sem var langamma mín, varð 107 ára og dóttir hennar varð 105 ára. Þetta er ættgengt og við breytum því ekki. Við megum því ekki taka réttindi af fólki með pennastriksaðferðum. Við eigum ekki að kvíða ellinni heldur taka einn dag í einu þegar árin færast yfir.“ I tilefni af sjömgsafmæli Lilju og gullbrúðkaupsafmæli þeirra Flosa verður efnt til vinafagnaðar á laugar- daginn kemur klukkan 15 í Félags- heimilinu Logalandi í Reykholtsdal. Þar vonast þau hjón til þess að sem flestir samgleðjist þeim á þessum tímamótum. Skessuhom óskar þeim heiðurshjónum til hamingju með áfangana. HJ LATTU OKKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ \jí\ J \< JI (J jr, c t rnj r. Efnalaiigin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 4371930 Bílstjórar BM Valld ehf. óskar eftir að rdða röska og duglega bílstjóra með meirapróf sem steypubílstjóra hjd fyrirtækinu d Akranesi. Milcil verkefni framundan og góð laun í boði. Allar ndnari upplýsingar veitir Pétur V. Hanson í síma 860 5015. BM Volló ehf. BM-VAilÁ Bíldshöfða 7 Atvinna í Borgarnesi Starfsfólk óskast í ræstingar. Kvöld-, nætur- og helgarvinna. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veittar í síma: 892-8454 og á netfanginu bontaekni@simnet.is Akraneskaupstaður Akranes - Yfirkjörstjórn Móttaka framboðslista Yfirkjörstjórn Akraness veitir móttöku framboðslista I vegna komandi bæjarstjórnarkosninga í fundarsal I bæjarstjórnar, Stillholti 16-18, 3. hæð, Akranesi, I laugard. 6. maí 2006 frá kl. 11:00-12:00. Yfirkjörstjórn Akraness L ....................JL AUGLYSING UM M0H0KU FRAMBOÐSLISTA VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA í SAMEINUÐU SVEITARFÉLAGI BORGARBYGGÐAR, BORGARFJARÐARSVEITAR, HVÍTÁRSÍÐUHREPPS 0G KOLBEINSSTAÐAHREPPS 27. MAÍ 2006 Framboðsfrestur vegna sameiginlegra sveitarstjórnarkosninga í ofangreindum sveitarféLögum 27. maí 2006 rennur út kl. 12:00 á hádegi, laugard. 6. maí 2006. Framboðslistar skulu hafa borist undirrituðum formanni yfirkjörstjómar fyrir ofangreindan tíma. | Yfirkjörstjórn verður á bæjarskrifstofunni að Borgarbraut 14, Borgarnesi laugardaginn i 06. maí 2006 frá kL. 11:00 - 12:00 og veitir þar framboðsListum viðtöku. K O Z \ F.h. yfirkjörstjórnar Hilmar Már Arason - Kjartansgötu 1-310 Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.