Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 27
„•ussauhÖBM
MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 2006
27
Sveitarfélögin norðan
Hvalfjarðar móti afstöðu
sína til Sundabrautar
Þróun höfuðborgarsvæðisins
þarf að skoða í mun stærra sam-
hengi en gert hefur verið. Nú þeg-
ar ráðast skal í það stórverkefni
sem er lagning Sundabrautar er
ekki úr vegi að sveitarfélögin sem
eru í nyrðri hluta svæðisins efli
með sér samstarf og komi að
þeirri hugmyndavinnu til að há-
marka notagildi þessarar fram-
kvæmdar.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja-
vík hefur um langt skeið lagt
áherslu á að hafist verði handa við
lagningu Sundabrautar sem fyrst
og að hún verði lögð í einum
áfanga alla leið upp á Kjalarnes,
með tveimur akreinum í hvora átt.
Flokkurinn hefur einnig sagt að
það samráðsferli við íbúa sem nú
er í gangi hefði átt að hefjast mun
fyrr. Ovissa varðandi skipulags-
ferlið og undirbúning hjá Reykja-
víkurborg hafi valdið því að málið
hafi tafist úr hófi eins og fram
kom í Morgunblaðinu þann 20.
apríl sl.
Samstarf
sveitarfélaganna
I mínum huga er afar mikilvægt
að sveitarfélögin hér norðan
Hvalfjarðar myndi með sér sam-
starf. Þau þurfa að rýna til gagns
og komast þannig til botns í því
hvaða leið hentar þeim best og
koma þeirri skoðun á framfæri
með rökstuðningi. Sveitarfélögin
norðan Hvalfjarðar eiga að hafa
afgerandi skoðun á þessari miklu
framkvæmd.
Grundvallarforsenda þess að
fólk, fyrirtæki og fjármögnunarað-
ilar séu ánægð með aðstæður sínar
og umhverfi er að allir finni til ör-
yggis. Bilaeign og umferð hefur
aukist gríðarlega á síðustu árum.
Því er mikilvægt að gera ráðstaf-
anir til þess að auka umferðarör-
yggi. Hafa verður að leiðarljósi að
það er ekki einungis nóg að huga
að fjölda ökutækja, heldur einnig
fjölbreytni þeirra og þess farms er
þau flytja við íslenskar aðstæður.
Breikkun vega er til að auka afköst
og öryggi vegfarenda og því væri
rökrétt að tryggingafélög kæmu
að hönnun vegstæða og sam-
göngumannvirkj a.
Kraftur leystur
úr læðingi
Tölulegar staðreyndir hafa sýnt
hversu góð og varanleg fram-
kvæmd tvöföldun Reykjanesbraut-
ar hefur reynst. Sömuleiðis er
hægt að fullyrða um ágæti fram-
kvæmdar við Vesturlandsveg að og
um Mosfellsbæ. Vegalagning aust-
ur í Arborgarbyggð, 2+1 akrein,
mun hins vegar ekki standa undir
væntingum vegfarenda um um-
ferðaröryggi. Sú gagnrýni sem
hefur komið fram á hluta af þeirri
framkvæmd staðfestir það. Með
tilkomu Suðurstrandarvegar mun
hann styrkja þau sveitarfélög sem
honum tengjast. Nú ættum við að
vera farin að sjá hvaða kraftur hef-
ur verið leystur úr læðingi við
gerð Hvalfjarðarganga.
Á þeim hraða sem höfuðborgar-
svæðið er að þróast á er nauðsyn-
legt að horfa fram á veginn og
vanda allar ákvarðanatökur. Með
því að hanna 2+2 akreinar að
sporði Borgarfjarðarbrúar er tekin
ábyrg hagstjórnarákvörðun til
framtíðar. Það er skylda hvers
sveitastjórnarmanns að stuðla að
þeim ákvörðunum sem auka far-
sæld komandi kynslóða. Þess
vegna tekur Sjálfstæðisflokkurinn
á Akranesi undir þau orð er sögð
voru að „Sterk höfuðborg er sterk
landsbyggð.“ Við eigum samleið -
í báðar áttir!
Haraldur Helgason,
Höf. skipar 7. sati fi-amboðslista
Sjálfstæðisflokksins til bœjarstjómar-
kosninganna 21. maí nk.
Meirihlutinn vaknar
afþymirósarsvefni með
andfielum
I ævintýrinu um Þymirós var
fögnuður um gervallt kóngsríkið
þegar hún loksins vaknaði af
svefhi sínum. Full ástæða er líka
til að gleðjast yfir þeim fregnum
að Þyrnirósarsvefn meirihluta
bæjarstjórnar í launamálum
starfsmanna Akraneskaupstaður
sé loks á enda. En svo er virðist
sem meirihlutinn hafi vaknað
með andfælum. „Æ, æ, það eru að
koma kosningar!
Þeir starfsmenn bæjarins sem
lægst hafa haff launin eru vel að
þeim leiðréttingum komnir, sem
fregnir herma að meirihlutinn
ætli nú að koma á með þöglu að-
ferðinni. Það sérkennilega er aff-
ur á móti að málið hefur hvorki
verið kynnt í bæjarstjórn né bæj-
arráði. Ekki frekar en sú ákvörðun
að leggja út 240 milljónir fyrir
nýtt bókasafn fyrir nokkrum dög-
um, án heimildar í fjárhagsáætl-
un! Heldur meirihlutinn að hann
þurfi ekki að gera grein fyrir svo
veigamiklum atriðum. Heldur
hann kannski að hann greiði
kostnaðinn úr eigin vasa en ekki
af skattfé bæjarbúa?
Rétt er að benda á að þessi sami
meirihluti felldi í nóvember 2002
tillögu okkar Sjálfstæðismanna
um að fela þáverandi bæjarstjóra,
Gísla Gíslasyni, að leiðrétta kjör
lægst launuðustu starfsmanna
bæjarins sem eru starfsmenn á
Dvalarheimilinu Höfða. Þórður
Þ. Þórðarson, bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, hefur ítrekað vak-
ið máls á því að það sé bænum til
skammar að greiða undir 150 þús-
undum króna í mánaðarlaun. Síð-
ast vék hann að þessu á fundi bæj-
arstjórnar 24. janúar sl. Orð hans
hafa til þessa mætt litlum skiln-
ingi meirihlutans.
En aftur að nýjum kjarasamn-
ingum við starfsmenn bæjarins. Afi
hverju þetta pukur? Er það af því
að verið er að sniðganga launa-
nefnd sveitarfélaganna? Eg ætla
rétt að vona að svo sé ekki og að
hún sé hér með í ráðum. Annars
er hætta á því að öllum gerðum
samningum verði vísað heim í
hérað og þeir þar með í uppnámi.
Vonandi er heldur ekki verið að
fórna trúverðugleika bæjaryfir-
valda á Akranesi hjá Samtökum
sveitarfélaga á Islandi fyrir
laumuspil meirihlutans í síðbún-
um kosningaundirbúningi?
Bara eitt í lokin. Af hverju þetta
pukur og laumuspil með nýtt
bókasafn og þessa launahækkun?
Eru bæði þessi mál ekki það stór í
sniðum að sjálfsagt og eðlilegt
hefði verið að kynna þau rækilega
fyrir öllum kjörnum fulltrúum í
Bæjarstjórn Akraness? I það
minnsta að uppfylla ákvæði sveit-
arstjórnarlaga? Hvað er alltaf
verið að breiða yfir og fela?
Gunnar Sigurðsson
Höf. skipar 1. sæti
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
á Akranesi fyrir bæjarstjómar-
kosningamar 21. maí nk.
Akraneskaupstaðu r
Reykjavíkur
Síminrí
Akraneskaupstaður í samvinnu við
Orkuveitu Reykjavíkur og Landsíma íslands óskar
eftir tilboðum í verkið
Skógahverfi - 1. áfangi
Jarðvinna og lagnir
Helstu magntölur eru: Gröftur . 65.000 m3
Fyllingar . 74.000 m3
Fráveitulagnir , 5.000 m
Vatnslagnir , 3.300 m
Hitaveitulagnir , 2.100 m
Háspennustrengir 930 m
Lágspennustrengir . 6.400 m
Ljósastaurar 72 stk
Símastrengir , 22.000 m
Verklok eru 15. des. 2006.
Útboðsgögn eru til sölu hjá tækni-
og umhverfissviði Akraneskaupstaðar,
Dalbraut 8 á Akranesi og hjá Orkuveitu
Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, Reykjavík
fyrir kr. 5.000,-.
Tilboð verða opnuð að Dalbraut 8 á Akranesi,
föstudaginn 19. maí 2006, kl. 11:00.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
INGI TRYGG VASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
FASTEIGN í B0RGARNESI
BORGARBRAUT 65a, Borgarnesi
íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi fyrir
aldraða og/eða öryrkja. íbúðin
skiptist í samliggjandi stofú og
eldhús, eitt herbergi, hol,
baðherbergi og geymslu. Skápur
í holi og viðarinnrétting í
eldhúsi. Sameiginl. geymsla á
1. hæð.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Ingi Tryggvason hdl - löggiltur fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61,310 Borgarnes,
s. 437 1700, 860 2181 - fax 437 1017,
netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is
V______________________________________________________J
Til afhendingar strax.
Verð: 17.000.000
\ DONA NOBIS
- Gef oee fríð
Tónleikar í Reykholtskirkju
laugardaginn 13. maí 2006
kl. 17.00
Freyjukórinn og
Gospelsystur Reykjavíkur
j "j
Stjórnendur:
Zsuzsanna Budai og
Margrét J. Pálmadóttir