Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 4
4
aoUSUtlUik.
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006
Ein milljón frá
bænum
AKRANES: í tilefni að 80 ára
afmæli skátastarfs á Akranesi var
samþykkt á bæjarráðsfundi Akra-
neskaupstaðar sl. fimmtudag að
veita Skátafélagi Akraness eina
milljón króna til félagsstarfs og
viðhalds húsnæðis félagsins. I
fundargerð bæjarráðs segir:
„Bæjarráð vill þakka Skátafélagi
Akraness fyrir áratuga félags- og
æskulýðsstarf á Akranesi." -so
Bitin af hundi
AKRANES: Kona var illa bitin
af hvmdi á Akranesi sl. föstudag.
Að sögn sjónarvotta var konan,
sem bitin var, að klappa hundin-
um og þegar hún hætti að gæla
við hann rauk hundurinn á hana
og beit hana illa í hendina. Kon-
an leitaði strax læknisaðstoðar en
hún þurfti að gangast vmdir
skurðaðgerð á hendinni eftir bit-
ið. Hundurinn verður aflífaður.
-so
• •
Olvun og
ofsaakstur
BORGARFJ ÖRÐUR: Lög-
reglan í Borgamesi stöðvaði öku-
mann sem mældist á um 180
km/klst hraða á föstudag. Annar
ökumaður reyndi að stinga lög-
regluna af eftir að hann hafði
mælst á um 160 kílómetra hraða.
Sá haftiaði utan vegar og á yfir
höfði sé háar sektir því hann
reyndist einnig vera ölvaður. AIls
vom sjö ökumenn tekrúr fyrir of
hraðan akstur af lögreglunni á
föstudag og aðfaramótt laugar-
dags en allir vora ökumennimir
stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á
þjóðveginum frá Borgarnesi og
að Hvalfjarðargöngunum. -mm
Yngri böm
í leikskóla
GRUNDARFJÖRÐUR: Bæj-
arstjóm Grundarfjarðar sam-
þykkti samhljóða í síðustu viku
tillögu Bjargar Agústsdóttur bæj-
arstjóra um að veita leikskóla-
stjóram heimild til að taka inn 18
mánaða böm, tímabundið, eða
ffam til loka ársins „enda leyfi
staða í starfsmannamálum það,“
eins og segir í tillögunni. Til
þessa hefur verið miðað við
tveggja ára aldur. -hj
*
Ur umferðinni
AKRANES: Lögreglan á Akra-
nesi hefur haft í nógu að snúast
við löggæslu í umdæminu en til
hennar komu 113 mál í hðinni
viku. Af þeim tengdust 47 um-
ferðinni. Hraðaakstur var nokk-
uð áberandi og vora alls 19 kærð-
ir fyrir of hraðan akstur. Sá sem
hraðast ók var mældur á 133
km/klst hraða þar sem hámarks-
hraði er 90 eða 43 km yfir leyfð-
um hámarkshraða. Ökumaður
var tekinn innanbæjar fyrir of
hraðan akstur en hann var mæld-
ur á 89 km/klst hraða þar sem er
50 km hámarkshraði og var hann
því 39 km yfir hámarkshraða.
-so
Oflugustu klippur landsins
Slökkviliðið á Akranesi tók í en þær voru fyrst notaðar á æfingu
gagnið nýjar klippur á dögunum, sem slökkviliðið og Björgunarfélag
Akraness héldu saman. Á æfing-
unni sem fór fram á svæði Gámu
var sett upp slys og klippumar
fengu að sýna hvað í þeim býr.
Nýju klippurnar era þrisvar sinn-
um öflugri en þær gömlu sem
slökkviliðið hafði til umráða og
eru þær öflugustu á landinu í dag.
Þær era af gerðinni HOLMATRO
og koma frá Ólafi Gíslasyni í Eld-
varnarmiðstöðinni. Klippurnar
munu þjóna stóru og umferðar-
þungu svæði, þar sem sérstaklega
mikil þungaflutningaumferð er á
vegum Vesturlands.
SO/ Ijósm. MM
Ályktun VLFA um flæði launafólks
Aðalfundur Verkalýðsfélags
Akraness var haldinn 26. apríl sl. Á
fundinum var samþykkt ályktun þar
sem skorað er á íslensk stjórnvöld
og Alþingi Islendinga að afnema
alls ekki takmarkanir á frjálsri för
launafólks ffá hinum nýju aðildar-
ríkum EES eins og fyrirhugað er að
gera samkvæmt fyrirliggjandi fram-
varpi félagsmálaráðherra. I álykt-
uninni stendur einnig: „Aðalfund-
urinn telur það ámæfisvert að ís-
lensk stjómvöld hafi ekki látið gera
úttekt eða rannsókn á því hvaða á-
hrif erlent vinnuafl hefur haft á ís-
lenskan vinnumarkað áður en tekin
er ákvörðun um það að galopna
landið fyrir launafólki ffá nýjum
aðildarríkjum EES. Aðalfúndurinn
telur að því markaðslaunakerfi sem
viðgengist hefur á íslenskum vinnu-
markaði á liðnum árum og áratug-
um sé stórlega ógnað ef það ffum-
varp sem nú liggur fyrir Alþingi fer
í gegn óbreytt. Aðalfundur telur
það einnig óskiljanlegt af hverju
verið er að skerða eftirlitshlutverk
stéttarfélaganna með erlendu
vinnuafli eins og ffam kemur í fyr-
irliggjandi fumvarpi félagsmálaráð-
herra. Ljóst er að á stéttarfélögum
hvílir rík skylda til að tryggja að á
félagssvæði þeirra sé unnið sam-
kvæmt íslenskum lögum og kjara-
samningum og hafa stéttarfélögin
þar víðtækra hagsmuna að gæta.
Það verða kaldar kveðjur sem Al-
þingi Islendinga sendir íslenskum
launþegum á sjálfan baráttudag
launafólks 1. maí nk. ef frumvarp
félagsmálaráðherra verður sam-
þykkt óbreytt. Aðalfundur Verka-
lýðsfélags Akraness skorar á ís-
lenska launþega að fylgjast með því
hvernig þingmenn greiða fyrir-
liggjandi ffumvarpi um ffjálsa för
launafólks ffá hinum nýju aðildar-
ríkjum EES atkvæði sitt.“ MM
Sameiningarkosning verkalýðsfélaga
Samningagerð vegna fyrirhug-
aðrar sameiningar Verkalýðsfélags
Borgarness, Verkalýðsfélagsins
Harðar í Hvalfirði og Verkalýðsfé-
lagsins Vals í Dalabyggð er nú á
lokastigi. Verið er að ljúka við
laga- og reglugerðarsmíði. Kynn-
ingarbæklingur verður sendur inn
á öll heimili á félagssvæðimum þar
sem sameiningarsamningur og lög
og reglugerðir nýs verkalýðsfélags
verður kynnt. Sveinn G. Hálfdán-
arson formaður Verkalýðsfélags
Borgarness sagðist í samtali við
Skessuhorn vonast til að kynning-
arritið yrði komið í dreifingu fyrir
lok næstu viku. Aðalfúndir félag-
anna verða haldnir í ffamhaldi af
komu bæklingsins inn á heimili fé-
lagsmanna og mun kosning um
sameininguna fara ffam effir aðal-
fundina.
SO
Fyrsta hesthúsið í nýju
hverfi á Hellissandi
Hestamenn á Hellissandi hafa
lengi beðið eftir nýju deiliskipulagi
fyrir hesthúsabyggð á staðnum.
Það hefnr nú verið samþykkt og
nýlega var tekin fyrsta
skóflustungan að fyrsta nýja hús-
inu í hverfinu og gert ráð fyrir því
að þau verði fleiri. Meðfylgjandi
mynd sendi Brynja Guðmunds-
dóttir, hestamaður á Hellissandi,
Skessuhorni. MM
A myndinni má sjá Snœbjöm
Kristófersson á gröfunni og tilvonandi
húseiganda; Páll Sigurvinsson.
i iKSsi fi
rHl
Kosið milli fimm nafiia
sunnan Skarðsheiðar
Nafnanefnd sveitarfélaganna
sunnan Skarðsheiðar hefúr lagt til
við kjörstjórn að kosið verði á milli
fimm naftia á hið nýja sveitarfélag
sem verður til við sameiningu fjög-
urra sveitarfélaga sunnan Skarðs-
heiðar í vor. Nöfnin era í stafrófs-
röð: Hafnarbyggð, Heiðarbyggð,
Heiðarsveit, Hvalfjarðarbyggð og
Hvalfjarðarsveit. Auglýst var eftir
hugmyndum frá almenningi og
bárast nefndinni 43 tillögur. Til
Örnefnanefúdar vora 12 nöfn send
til umsagnar en hún gat einungis
fellt sig við þau fimm sem áður er
getið.
Sveitarfélögin sem sameinast í
vor era Hvalfjarðarstrandarhrepp-
ur, Innri-Akraneshreppur, Leirár-
og Melahreppur og Skilmanna-
hreppur.
Að sögn Jóns Allanssonar for-
manns nafnanefndarinnar er það
kjörnefúdar að ákveða hvort kosn-
ingin verður bindandi. Auk Jóns
sátu í nefndinni Anton Ottesen og
Steinunn Jóhannesdóttir. HJ
Enn er fé að
heimtast
S-HEIÐAR: Þótt svo að sá árs-
tími sé kominn að líða fer að
því að bændur fari að reka fé
sitt út í haga er enn að koma fé
af fjalli. Á sl. föstudag náðust
tvær kindur í Akrafjalli, en það
voru þeir Halldór Einarsson og
Jón Ottesen sem nálguðust þær.
Þrátt fyrir góða tíð í vetur vora
ærnar farnar að láta á sjá og
voru heimkomunni fegnar er
þeim var rétt hey. I viðtali við
Skessuhorn sagði Jón Ottesen,
að enn væra eftir fleiri kindur í
fjallinu og bíður hann fyrsta
tækifæris til að nálgast þær. -so
Dæmdur fyrir
dópvörslu
DÓMUR: Héraðsdómur Vest-
urlands hefur dæmt mann í
tveggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir vörslu kannabis-
plantna og einnig var honum
gert að greiða sakarkostnað.
Þann 4. júní 2004 fann lögregl-
an í vörslu mannsins 189
kannabisplöntur, 147 grömm af
kannabisstönglum, 16 grömm
af kannabislaufum og 66
grömm af maríhúana. Varning-
inn geymdi maðurinn í hlöðu-
viðbyggingu á sveitabæ þar sem
ræktun plantnanna fór fram.
Játaði maðurinn að eiga plönt-
urnar og einnig að hafa ræktað
þær. Maðurinn á nokkurn saka-
feril að baki meðal annars fyrir
fíkniefnabrot. Auk refsingar-
innar, sem áður er getið, var
allur búnaður til starfseminnar
gerður upptækur meðal annars
ýmsar gerðir af lömpum. -hj
Tvöfaldur
framúrakstur
HAFNARFJALL: Ökumaður
sem ætlaði að fara ffam úr hæg-
fara ökutæki undir Hafnarfjalli
sl. föstudag gætti ekki að um-
ferð fyrir aftan sig og þegar
hann hóf framúraksturinn þá
var önnur bifreið að fara fram
úr honum. Hann snarbeygði þá
til hægri til að koma í veg fyrir
árekstur en missti við það stjórn
á bíl sínum sem að fór út af og
valt. Þrennt var í bílnum og
vora allir fluttir á heilsugæslu-
stöðina í Borgarnesi. Meiðsli
fólksins munu hafa verið
minniháttar. -so
Aukin þjónusta
BORGARNES: Héraðsbóka-
safú Borgarfjarðar í Borgarnesi
verður opið laugardaginn 6.
maí kl 13 - 17. Þetta er tilraun
sem starfsfólk Safnahússins vill
gera til að koma til móts við
kröfúr lánþega um að geta nýtt
sér bókasafmð um helgar á
sumrin. Verður safúið opið á
þessum tíma, laugardaga kl
13:00 - 17:00, út ágústmánuð.
Getur fólk nýtt sér þessa opn-
unartíma til að skoða sýningar á
munum hinna fjögurra safna
Safnahússins í leiðinni.
- {'fréttatilkynning)
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqamesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulff.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhom.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is