Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 03.05.2006, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. MAI2006 Einhver þarf að vera í saJnum og klappa Rætt við Lilju Margeirsdóttur afmælisbarn vikunnar um lífið og árin með Flosa Lilja Margeirsdóttir. Á laugardaginn kemur fagnar Lilja Margeirsdóttir á Bergi í Reyk- holtsdal sjötugsafmæli sínu. Þá fagn- ar hún einnig gullbrúðkaupi sínu. Lilja er ekki þjóðþekkt persóna enda hefur hún aldrei haft á því áhuga. Þegar eiginmaður hennar er nefnd- ur til sögunnar verður hún kunn- ugri. Sá er Flosi Olafssonar, sem óþarfi er að kynna frekar. Þau hjón bjuggu um áratuga skeið í hjarta höfúðborgarinnar en um margra ára skeið hafa þau búið í Reykholtsdal. Lilja er lítt fyrir sviðsljósið en það hefur bóndi hennar hins vegar verið. Alla tíð hefur hún stutt dyggilega við bakið á honum í list hans og er án efa hans betri helmingur. Á fallegum vordegi féllst hún á að ræða nokkur atriði í lífshlaupinu sínu. Fyrstu árin í Færeyjum Þrátt fyrir að hún sé í hugum flestra Reykvíkingur er hún fædd í Færeyjum og bjó þar fyrstu árin. Hvernig kom það til? „Faðir minn stjómaði fyrirtæki sem hét Helgason og Melsteð. Það var bæði í inn- og útflutningi. Eg fæddist þar árið 1936 og bjó þar fram yfir seinna stríð. Færeyjar vora hersetnar af Englend- ingum og íbúar urðu mjög varir við stríðið. Þjóðverjar gerðu nokkrar árásir á eyjamar og því var oft gripið til algjörrar myrkvunar í varnar- skyni. Stríðinu fylgdi líka vöruskort- ur og það var því ekki sami gósentíminn og hjá Islendingum. Færeyingar tala því ekld um blessað stríðið eins og við gerum. Eins og Is- lendingar sigldu þeir mikið með sinn fisk og misstu mörg skip með miklu manntjóni. Foreldrar mínir bjuggu í þrettán ár í Færeyjum. I upphafi stóð aldrei til að setjast þar að til frambúðar. Móðir mín vildi hins vegar flytja heim og það gerðum við þegar ég var níu ára gömul. Mér leið vel í Færeyjum og var sem innfædd þar. Talaði málið eins og innfædd. Þegar heim var komið fór ég í Miðbæjar- barnaskólann. Fyrsta daginn var mér mikið strítt og hópur barna hljóp á eftir mér heim. Þau kölluðu á eftir mér og báðu mig um að tala út- lensku.“ Færeyskan ennþá töm Þú hefur haldið færeyskunni vel við? ,Já það er nú svo skrítið að hún hefur verið mér mjög töm síðan og gott dæmi um það er þegar ég verð fyrir mikilli geðshræringu þá gleymi ég íslenskunni og tala bara fær- eysku.“ En þú hefur ekki bara haldið tungumálinu við. Þú hefur einnig tengsl við æskuvini þína þar? ,Já ég hef alla tíð haldið tengslum við fólk þar. Eg og besta vinkona mín þar ákváðum þegar ég flutti heim að við skyldum halda sambandi alla ævi. Við höfum staðið við það. Sum árin hefur sambandið aðeins verið skýrsla með jólakveðjunni en stundum hafa samskiptin verið mun meiri. Eg hef farið nokkrum sinnum út á þessum sextíu árum en alltof sjaldan og ég er alltaf á leiðinni þangað. Þegar ég kem til Færeyja þurrkast Island bók- staflega úr huga mínum fyrstu dag- ana og stundum man ég nánast ekk- ert hér að heiman. Efdr um viku- tíma kemur minnið afttu. Eg lít á bæði löndin sem mín heimalönd og get vart gert þar upp á mihi. Þegar ég fluttist til Islands var mikill mun- ur á mannlífinu á flestum sviðum. Mér fannst mesti munurinn á því hvemig komið var fram við bömin. I Færeyjum var snemma talað við krakka eins og fullorðnar manneskj- tu en ekki í einhverjum skúffúm eins og hér heima. Hér var eiginlega búinn til sér heimur fyrir bömin. Það bar minna á þessum mun á landsbyggðinni. Ibúar þar umgeng- ust bömin sín öðmvísi en íbúar Reykjavíkur og ég hef grun um að þessi mtmur sé að einhverju leyti ennþá til staðar. Krakkar á lands- byggðinni taka meiri þátt í lífsbar- áttunni en krakkar á höfuðborgar- svæðinu. Þegar við fluttum heim keypti pabbi hús á Brávallagötunni og það hús er ennþá í eigu fjölskyld- unnar því þar býr móðir mín ennþá og í húsinu búa einnig systir mín og bróðir.“ Flosi kemur til sögunnar „Við Flosi kynnumst síðan þegar ég er sautján ára gömul. Við vorum bæði í biðröð við Sjálfstæðishúsið við Austurvöll þar sem nú er skemmtistaðurinn Nasa. Þessi mað- ur heillaði mig með því að syngja þríraddað. Það hafði ég aldrei heyrt nokkra manneskju gera áður.“ Flosi er sjö áram eldri en þú. Það er nú nokkuð mikill aldursmunur á þessu æviskeiði ekki satt? ,Jú, það er alveg rétt. Hann var líka stundum spurður að því af hverju hann væri með lidu systur sína með sér. Okkur þótti þetta hins vegar ekki mikill ald- ursmtmur. Flosi var nýkominn að norðan þar sem hann hafði verið í skóla og því þekkti ég hann ekki neitt. Flosi reyndi fyrir sér á ýmsum sviðum áður en hann fór í leiklistar- skóla. Þar var hann þegar Ólafur sonur okkar fæddist árið 1956.“ En hvemig hafðir þú skipulagt þína framtíð áður en þú hittir Flosa? „Eg hafði lokið gagnfræðaprófi sem var algengast í þá daga. Efdr það hóf ég verslunarstörf og svo kom þessi maður í spifið eins og foreldrar mín- ir sögðu. Eftir að það gerðist var mér boðið í húsmæðraskóla í Silkeborg í Danmörku." Þeim hefur sumsé ekki litist á þennan pilt? „Nei, nei þeim leist ekki vel á ráðahaginn. Hann var eldri en ég og var búinn að eignast dóttur sína Önnu, sem síðar varð sem dóttir mín. Hann var því ekki það sem kallað var heppilegasta mannsefnið. Eg var því nánast send í húsmæðraskólann sumarið efdr. Það var í góðu lagi því Flosi hafði ráðið sig í símavinnu á fjöllum þetta sum- ar. Eg var í skólanum í hálft ár og á meðan skrifuðumst við á. Það tókst því ekki að stía okkur í sundur. Skólagangan sem slík kom sér vel. Ég vann síðar við verslunar- og skrifstofustörf. Síðustu 20 árin áður en við fluttum í Borgarfjörð vann ég hjá Steinavör, sem var innflutnings- fyrirtæki." Mér er sagt að þér hafi verið margir vegir færir, bæði í listum og viðskiptum, en þú kýst að helga þig heimilinu og ekki síður Flosa og hans ferli? ,Já ég er af þessari kyn- slóð þar sem slík niðurstaða er nán- ast meðfædd. Heimilið áttum við konumar að passa. Eg hef alveg ver- ið sátt við þetta val mitt. Vinnutími Flosa hefúr alla tíð verið öðravísi en venjulegs fólks. Á sumrin hafði harm hins vegar frí og starfaði um margra ára skeið á Laugarvatni sem leið- sögumaður í hestaferðum. Eg tók mín frí á sama tíma og voram við því saman á sumrin. Við höfum líka reynt að ferðast mikið saman.“ Tíðarandinn er annar í dag og trúlega hefðir þú valið aðra leið nú? ,Já, ædi það ekki. Stramnurinn ligg- ur nú í aðra átt og sennilega myndi ég fylgja honum eins og ég gerði þá.“ Nú er það ekki ofinælt að Flosi hafi verið mjög áberandi listamaður. Hann hefur ávallt verið mikið í sviðsljósinu. Fylgdi Jiessu ekki mikið álag á ykkar líf? „Eg veit ekki hvað skal segja. Eg þekki ekki neitt annað líf og hef því engan samanburð. Hann hefúr ávallt verið mjög þekkt- ur og þannig er það enn f dag.“ Ekki í skugganum af Flosa Það má kannski orða það þannig að þú hafir staðið í skugganum af Flosa. Þig hefur aldrei langað til þess að stíga fram í sviðsljósið? „Nei alls ekki. Eg er svo lítið fyrir sviðsljósið að ég skil ekki hvers vegna ég sit hér að spjalli við þig. Einhver þarf að vera í salnum og klappa. Eg er mjög flink í því hlutverki. Mér líður vel þar og hef aldrei haft löngun til þess að sldpta um hlutverk." Þú hefur nú ekki bara verið í hlut- verki áhorfandans. Mér er sagt að þú eigir stóran þátt í mörgum af hans verkum. Til dæmis hafir þú ávallt lesið yfir öll hans skrif og hafi ekkert farið frá honum án þíns samþykkis? ,Já mér finnst mjög gaman að lesa það sem hann skrifar því hann er svo skemmtilegur penni. Stundum bendi ég á ákveðin atriði sem hugs- anlega mega betur fara en ég veit ekld hvort hann tekur mark á því. Við erum mjög náin í því sem við gerum hverju sinni og okkur finnst það gaman. Eg hef aldrei litið þannig á að ég sé í skugga hans. Eg vil ekki vera í sviðsljósinu því ég skelf á sviði og hefði því aldrei getað starf- að við það. Það getur enginn skolfið allt sitt líf.“ Hefurðu til dæmist einhvem tím- ann stoppað hann af í skrifúm sínum eða störfum? „Nei aldrei. Honum finnst gott að ég lesi yfir það sem hann skrifar en ég hef aldrei reynt og aldrei þurft að stoppa hann af í skrifum." Karlremban og jafinréttíð Þegar hann skrifar um jafúréttis- málin, sem mikil karlremba, hefur hann vakið hörð viðbrögð. Skrifin era fúll af húmor en þó læðist að manni sá grunur að hann sé oftar en ekki að skrifa um sjálfan sig. Hann sé það sem nú er kallað bölvuð karl- remba? ,Já með skrifum sínum hef- ur hann vakið marga til umhugsunar og umræðu. Það vita það kannski ekki margir en Flosi var viðstaddur þegar Rauðsokkahreyfingin var stofnuð. Með skrifum sínum er hann að hvetja konur til dáða í jafnréttis- baráttunni. Hann er hlynntari kon- um en hann lætur í veðri vaka. Auð- vitað er hann svolítið karlrembusvín og við hlægjum oft að því. Við meg- um ekki gleyma því að við Flosi eram af annarri kynslóð. Eg vil hann til dæmis ekki inn í mitt eldhús til starfa. Jafúréttisbaráttan á ekki að fara ffam í eldhúsum. Jafnréttið á að felast í því að fólk hafi verkasldpting- tma eins og hverjum hentar best. Eg styð mjög baráttuna fyrir jafúrétti og þungi þeirrar umræðu á að beinast að framtfðinni. Ekki að reyna að breyta eldri kynslóðum sem aldar era upp í allt öðrum veruleika. Jafn- réttisbaráttan má ekki vera einhver tuskuslagur á heimilum. Hvers vegna ætti ég að sækjast eftir störfum Flosa í eldhúsinu? Eg er lengur að ganga frá efitir hann en ef ég vinn verkin sjálf. Flosi getur hins vegar al- veg bjargað sér þar. Það er bara fljót- legra og einfaldara að ég sjái um eld- húsverkin. Eg stend hins vegar fyllilega með því fólki sem nú er að vaxa úr grasi. Eg dáist að því unga fólki sem með samvinnu getur gert svo mikið úr sínu lífi. Nú era bæði kynin jafnvíg til allra starfa á heimilinu og því kemur fólk svo miklu í verk. Þegar Ólafur sonur okkar var í barnavagni kom fyrir að Flosi færi með hann í vagninum milli húsa án þess að ég væri með. Flosa fannst það ekki í frásögur færandi en þá var ekki sjálfsagt að karlmaður væri einn á ferð með bam í bamavagni. Fólk rak upp stór augu. Sem betur fer hefur þetta viðhorf breyst." Hefur fólk því aldrei vorkennt þér að vera gift þessari karlrembu sem þannig skrifar og talar? „Aðeins einu sinni hefur það gerst og ég man ávallt eftir því atviki. Við voram stödd á samkomu hjá Fílharmon- íukómum og Flosi hélt tölu. Hann ræddi þá um hlutverk kynjanna eins og hann var vanur og tók dæmi úr okkar búskap. Ung stúlka sem þjón- aði til borðs kom til mín og spurði hvort ekki væri hræðilegt að búa með þessum manni. Eg sagði henni að mér fyndist hann svo skemmti- legur. Eg sá að henni var mjög létt eftir orð mín.“ Baráttan við Bakkus Flosi hefur einnig verið afar hreinskilinn í sínum skrifum um alkóhólisma og baráttuna við Bakkus. Hann var einn af þeim fyrstu sem lýsti opinberlega þeirri glímu sinni. ,Já það vora oft erfiðir tímar þegar brennivínið gekk yfir í okkar lífi. Það er ekkert feimnismál hjá mér. Við erum bæði búin að fara í áfengismeðferð. Eg fór á tmdan honum og við erum sammála um að þetta hafi verið skynsamlegasta skref sem við höfum stigið í lífinu. Við njótum afraksturs þess á hverjum degi.“ Bakkus læðist nú stundum lymsktdega að fólki. Samt hefur maður á tilfmningunni að ekki hafi farið á milli mála þegar Flosi drakk? „Öllum sem drekka finnst það sjálf- sagt mál á meðan á því stendur. Þeim finnst þeir skemmtilegir og ómótstæðilegir. Samt þarf bara einn fullan í stóram hópi til þess að skemma fyrir öllum. Það gekk á ýmsu á þessu brennivínstímabili í okkar Kfi. Við reyndum meðal ann- ars að skilja og vorum skilin í á ann- að ár. Það gekk nú ekki vel og við tókum saman aftur. Við höfum ekki áhuga á því að prófa skilnað aftur. Hér áður fyrr var ekld til staðar sú þekldng sem við höfum í dag. Það þótti bara sjálfsagt á sínum tíma að menn drykkju mikið. Þekkingin hef- ur hins vegar kennt okkur annað í dag.“ Þú fórst á undan í meðferð. Fórstu kannski í meðferð til þess að sýna honum að það væri hægt að hætta að drekka? „Eg gafst bara upp á brennivíninu. Eg taldi nú lengi vel að ég ætti ekki við neitt vandamál að stríða. Þarrnig er það um flesta. Við vorum hins vegar svo heppin að fræðslan höfðaði vel til okkar. Eg fór að vori og um haustið fór Flosi.“ Hann hefur þá sannfærst eftir að þú varst búin að fara? „Nei það held ég ekki. Ædi hann hafi ekki farið eft- ir að ég hætti að tala kínversku og fór að tala íslensku.“ Hvað áttu við? ,Aður en maður hefur öðlast þessa þekkingu þá er maður alltaf að hóta einhverju sem maður stendur svo aldrei við. Það tekur því enginn mark á manni. Ef maður hins vegar hótar minna og stendur við það þá fara menn fljót- lega að taka á því mark.“ Þá felldi hann talið.. Tókstu hann því taki þegar þú

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.