Skessuhorn - 10.05.2006, Side 2
2
MIÐVTKUDAGUR 10. MAÍ 2006
Kosið miUi
fjögurra
nafitia
Borgarbyggð, Brákarbyggð,
Egilsbyggð og Sveitarfélagið
Borgarfjörður verða að líkindum
þau nöfn sem íbúar sameinaðs
sveitarfélags í Borgarfirði munu
kjósa um við sveitarstjómarkosn-
ingamar í vor. Þá verður til nýtt
sveitarfélag við sameiningu
Borgarbyggðar, Borgarfjarðar-
sveitar, Hvítársíðuhrepps og
Kolbeinsstaðahrepps. Sérstök
nafnanefnd hefur verið að störf-
um og fyrir skömmu sendi hún
nokkrar tillögur til Ornefna-
nefndar. Hún samþykkti þrjú
þeirra; Borgarbyggð, Brákar-
byggð og Egilsbyggð. Einnig gat
hún fellt sig við nafnið Borgar-
fjörður svo fremi að það héti
Sveitarfélagið Borgarfjörður.
Kristín Thorlacius, formaður
nafnanefhdarinnar segir nefhd-
ina ekki hafa komið saman eftir
að álit Ömefnanefndar lá fyrir.
Hún telur hins vegar líklegt að
íbúar hins nýja sveitarfélags fái að
kjósa um öll þau fjögur nöfn sem
áður vom nefnd.
HJ
Til minnis
Við minnum alla tónlistaunnendur
á tónleika með Freyjukórnum og
Cospelsystrum úr Reykjavík, sem
haldnir verða í Reykholtskirkju á
laugardag kl. 17. Á söngskránni
verður trúarleg tónlist eftir ýmsa
höfunda og gospeltónlist.
Ve5fyrhorfw
Á næstu dögum er gert ráð fyrir
breytilegri átt, 3 til 10 m/s og skúr-
um sunnan- og vestanlands. Hita-
stig 0 til 10 gráður, mildast hér í
þessum landshluta - að sjálfsögðu.
Spfyrntruj vikfynnar
í síðustu viku var spurt á
skessuhorn.is: Ertu búin/n að
skipuleggja sumarfrí fjölskyldunn-
ar? Niðurstöðurnar benda til þess
að fólk sé misjafnlega tímanlega í
undirbúningi sínum því um 30%
sögðust vera löngu búnir að skipu-
leggja frfið á meðan 21 % svöruðu
nei, alls ekki. Þá voru um 12% ný-
búnir að skippuleggja sumarfrí fjöl-
skyldunnar og önnur 12% ætla
bráðlega að fara að huga að því.
Það sem kemur einna mest á óvart
var að fjórðungur eða 25% að-
spurðra ætla einhverra hluta vegna
ekki að taka sér frf í sumar og svör-
uðu því „hvaða frí?"
í næstu viku spyrjum viö:
„Ætlar þú að nýta
kosningarétt þinn í
komandi
kosningum?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
Vestlendirujwr
viMnnar
Að þessu sinni útnefnir Skessuhorn
Sigvalda Arason Vestlending vik-
unnar fyrir glæsilega Ijósmynda-
sýningu sem opnuð var á laugar-
daginn var í nýju ráðhúsinu í Borg-
arnesi. Á sýningunni er að finna
Ijósmyndir frá fimmtíu ára fram-
kvæmdasögu Borgarness og tengj-
ast margar myndanna verktaka-
starfsemi Sigvalda í hálfa öld.
Jeppi ogfólksbíll sem skullu saman á veginum við Fíflholt sl. miðvikudag.
Ljósm: ÞSK
Annasöm vika í umferðinni
AUs urðu sex umferðaróhöpp í
umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í
síðastliðinni viku. Tvö umferðarslys
urðu á Snæfellsnesvegi með stuttu
millibili upp úr hádegi, miðvikudag-
inn 3. maí. Tveir bflar, sem komu úr
gagnstæðri átt, skullu saman
skammt sunnan við bæinn Fíflholt.
Báðir ökumenn, ásamt farþeganum í
öðrum bílnum slösuðust töluvert og
voru þau flutt beint á sjúkrahús í
Reykjavík. Báðir bílamir em taldir
ónýtir og vom þeir fluttir af vett-
vangi með kranabíl.
Þá varð árekstur nærri verk-
smiðu Loftorku sama dag og var
annar bíllinn að aka á milli verk-
smiðusvæðanna, sem eru sitt
hvoru megin við Snæfellsnesveg,
þegar áreksturinn varð. Okumenn
og farþegi voru flutt á Heislu-
gæslustöðina í Borgarnesi til skoð-
unar en meiðsli þeirra voru talin
minniháttar.
Tveir ökumenn vom teknir fyrir
meinta ölvun við akstur í vikunni í
umdæmi lögreglunnar í Borgamesi.
Annar hafði misst stjórn á bílnum
sínum sem lenti útaf og valt. Hlaut
hann minniháttar áverka og var
fluttur á Heilsugæslustöðina í Borg-
arnesi til skoðunar.
SO
Afkoma Dalabyggðar
jákvæð og skuldir lækka
Rekstur Dalabyggðar og stofn-
ana hennar var jákvæður um rúmar
1,4 milljónir króna á síðasta ári.
Það er ívið lakari niðurstaða en gert
var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Fyrri
umræða um ársreikninginn fór
fram í sveitarstjórn í síðustu viku.
Skatttekjur sveitarfélagsins voru
á síðasta ári rúmar 138 milljónir
króna en vom tæpar 135 milljónir í
áætlun. Framlög Jöfnunarsjóðs
vora tæpar 111 milljónir króna en í
áætlun var gert ráð fyrir 85 milljón-
um króna. Aðrar tekur vora tæpar
140 milljónir króna en í áætlun var
reiknað með rúmum 130 milljón-
um króna. Samtals vom tekur því
rúmar 389 milljónir króna en í fjár-
hagsáætlun var gert ráð fyrir að þær
yrðu rúmar 350 milljónir króna.
Tekjur vora því tæplega 11 % hærri
á áætlað var.
Laun og launatengd gjöld vora
tæpar 176 milljónir króna í stað
rúmra 164 milljóna króna í áætlun.
Annar rekstrarkostnaður var tæpar
177 milljónir króna í stað tæpra 150
milljóna króna í áætlun. Þá voru af-
skriftir rúmar 15 milljónir króna en
í áæltun var reiknað með að þær
yrðu rúmlega 14 milljónir króna.
Fjármagnskosmaður var rúmar 16
milljónir króna en var rúmar 14
milljónir króna í áæltun.
I árslok 2005 námu hreinar skuld-
ir Dalabyggðar og stofnana hennar
rúmum 228 milljónum króna og
höfðu þær lækkað á árinu úr tæpum
255 milljónum króna. HJ
Deilisldpulag Borgarbrautar
á byrjunarreit
Bæjarráð Borgarbyggðar sam-
þykkti á fimmmdag sl. að fela um-
hverfis- og skipulagsnefnd að vinna
nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar við
Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi.
Þessi ákvörðun er til komin vegna
athugasemda Skipulagsstofnunar
vegna deiliskipulags lóðarinnar nr.
59 og óskar eiganda hússins nr. 57
um að fá að rífa það og byggja nýtt
hús á lóðinni.
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni hefur mikil umræða
farið fram í Borgarnesi vegna hug-
mynda sem uppi hafa verið um
reisa 30 íbúða fjölbýlishús á lóðinni
nr. 59 við Borgarbraut. Meðal ann-
ars var bæjaryfirvöldum á sínum
tíma afhenmr undirskriftarlisti þar
sem 144 íbúar mótmæltu
deiliskipulagi lóðarinnar. I mars
lagði umhverfis- og skipulagsnefnd
Borgarbyggðar til að svæðið Borg-
arbraut 55, 57 og 59 yrði
deiliskipulagt í heild sinni áður en
lengra yrði haldið. A það féllst bæj-
arstjórn ekki og samþykkti fyrir-
liggjandi deiliskipulag fyrir lóðina
nr. 59. Skipulagsstofnun gerði hins
vegar nokkrar athugasemdir við
deihskipulagstillöguna og vora þær
athugasemdir til athugunar hjá
Borgarbyggð.
A dögunum gerist það hins vegar
að eigandi lóðarinnar að Borgar-
braut 57 sendi inn erindi til sveitar-
félagsins þar sem óskað var leyfis til
þess að rífa hús það sem á lóðinni er
og hýsti á sínum tíma verslun Bón-
uss. Jafhframt var óskað leyfis til að
byggja á lóðinni fjölbýlishús. I ljósi
þessarar beiðni ákvað bæjarráð því í
morgun að svæðið sem nær yfir
lóðirnar þrjár yrði deiliskipulagt í
heild sinni.
Páll Brynjarsson bæjarstjóri
Borgarbyggðar segir að ósk eiganda
hugmyndir eiganda lóðarinnar nr.
57 og athugasemdir Skipulags-
stofiumar hafi óhjákvæmilega kall-
að á þá ákvörðun að skoða málið í
heild sinni. Með þessari ákvörðun
bæjarráðs er ljóst að byggingar-
ffamkvæmdir á lóðinni nr. 59 tefj-
ast. Páll vildi ekki spá um hvað
deiliskipulagsvinnan tæki langan
tíma. HJ
Hækkun launa hjá
Vinnuskóla Akraness
Bæjarráð Akraness hefur sam-
þykkt tillögu Einars Skúlasonar
æskulýðsfulltrúa um hækkun launa
unglinga sem starfa munu hjá
Vinnuskóla Akraness í sumar. Taka
launin mið af launum í Vinnuskóla
Reykjavíkur. Nýverið hækkaði
Reykjavíkurborg laun allra árganga
í vinnskólanum um rúm 12% ffá
árinu 2005.
Eftir samþykkt bæjarráðs verða
laun unglinga, sem fæddir eru árið
1992, 339 krónur á klukkustund,
laun unglinga sem fæddir era árið
1991 verða 381 króna á klukku-
stund og laun unglinga sem fæddir
eru árið 1990 verða 507 krónur á
klukkustund. I fjárhagsáætlun var
gert ráð fyrir 3% hækkun launa og
gerir æskulýðsfulltrúi ráð fyrir að
kostnaðarauki vegna hækkunar-
innar nú verði eitthvað á aðra
milljón króna.
Þá ákvað bæjarráð einnig að
laun 17 ára unglinga sem starfa
munu við Átaksvinnu Akranes-
kaupstaðar og Vinnuskóla Akra-
ness verði 702 krónur.
HJ
Lengd aðsendra
greina
SKESSUHORN: í aðdrag-
anda kosninga, næstu tvær vik-
ur eða svo, má búast við að
margir frambjóðendur til sveit-
arstjórnakosninga vilji koma
boðskap sínum á framfæri hér í
blaðinu með pennagreinum.
Til að Skessuhorn geti tekið allt
þetta efni til birtingar hefur
verið ákveðið að hámarkslengd
aðsendra greina í tölublöð 20
og 21 verði hálf síða A4, miðað
við 12 punkta letur og venjulegt
línubil. Blaðið getur ekki
ábyrgst að lengri greinar verði
birtar. Mikill fjöldi frétta af
ýmsu tagi býður nú birtingar í
blaðinu og er ástæðan sú að
fyrrnefndar greinar hafa á und-
anförnum vikum verið lámar
ganga fyrir ýmsu öðra efni. Því
sjáum við okkur tilneydd að
biðja greinahöfunda að stytta
mál sitt.
-ritstj.
Óbundin
kosning
SKORRADALUR: Kosning
verður óbundin til hrepps-
nefndar Skorradalshrepps í vor
þar sem enginn framboðslisti
barst kjörstjórn. Við síðustu
kosningar var einnig óbundin
kosning og þá voru Davíð Pét-
ursson, Pétur Davíðsson, Bjarni
Vilmundarson, Steinunn Fjóla
Benediktsdóttir og Ágúst Árna-
son kjörin í hreppsnefnd.
-hj
Ekkert íramboð
HELGAFELLSSVEIT: Eng-
inn framboðslisti kom fram í
Helgafellssveit fyrir svéitar-
stjórnarkosningarnar "■*,« vor.
Kosningin verður því óbundin.
I núverandi sveitarstjórn sitja
Brynjar Hildibrandsson, Magn-
ús Valdimar Vésteinsson, Ásta
Sigurðardóttir, Sævar Ingi
Benediktsson og Benedikt
Benediktsson.
Óbundin
kosning
EYJA- OG MIKLAH.HR:
Enginn framboðslisti kom fram
í Eyja- og Miklaholtshreppi
vegna sveitarstjórnarkosning-
anna þann 27. maí. Kosning í
hreppnum verður því óbundin,
það er kjósendur rita nöfn
fimm samborgara sinna sem
þeir vilja að taki sæti í hrepps-
nefnd. I núverandi hreppsnefnd
sitja Ástþór Jóhannsson, Eggert
Kjartansson, Guðbjartur
Gunnarsson, Halldór Jónsson
og Högni Gunnarsson.
-hj
Óbundin
kosning
REYKHÓLAHREPPUR:
Enginn framboðslisti barst
kjörstjórn Reykhólahrepps
vegna kosningu til sveitar-
stjórnar í vor. Verður því kosn-
ingin óbundin líkt og gerðist í
síðustu kosningum. Þá hlum
kosningu Egill Sigurgeirsson,
Gústaf Jökull Ólafsson, Mál-
fríður Vilbergsdóttir, Þórður
Jónsson og Bjarki Stefán Jóns-
son.
-hj