Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2006, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 10.05.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 2006 Sveitamarkaður við Laxá í Leirársveit um helgar í sumar Sveitamarkaður verður opinn um helgar í sumar í gamla sláturhúsinu við Laxá í Leirársveit. Sem kunnugt er var slíkur markaður haldinn á sama stað einn sunnudag í ágúst í fyrra og tókst hann það vel að nú hefur verið ákveðið að halda starf- seminni áfram. Það var Jóhanna Harðardóttir sem átti frumkvæðið að sveitamarkaðnum í fyrra og hún vinnur nú að skipulagningu sumars- „Þama mætti handverksfólk og bændur með ffamleiðsluvöru sína og seldi vel. Markaðurinn var feiki- vel sóttur af þeim þölmörgu sem áttu leið um Vesturlandsveg og menn fóru út klyfjaðir brauðum, sultum, garðplöntum, fiski, skraut- og nytjamunum, fatnaði og græn- meti“ segir Jóhanna í samtali við Skessuhom. Talið er að um 2.500 manns hafi komið að markaðnum þerman eina dag í fyrra. „Margír höfðu á orði að svona markaður þyrfri að vera stað- bundinn og alltaf opinn og margir hafa spurt um markaðinn í vor“ seg- ir Jóhanna og bætir við að nú hafi verið ákveðið að hafa markaðinn op- inn írá klukkan 13-18 alla laugardaga og sunnudaga í júní, júlí og ágúst. „Þessi sumaropnun er tilraun sem mun skera úr um það hvort markað- urinn sé kominn til að vera um ókomna ffamtíð á þessum stað. Hér er kjörið tækifæri fyrir alla þá sem eiga ffamleiðsluvörur að koma þeim á ffamfæri á hentugan hátt. Eins og nafnið gefur til kynna er markaður- inn hannaður til að vera boðspallur fyrir vörur sem framleiddar eru heima og þar verður aðstaða til að selja bæði hluti og matvæfi. Hér er því til dæmis kjörinn vettvangur fyr- ir hverskyns vörur „beint ffá bónda“ og hægt er að vera með alla dagana eða hluta þeirra ef vöruframboðið er lítið“ segir Jóhanna. Ekki er að efa að sveitamarkaðn- um verður vel tekið af ffamleiðend- um og neytendum og þeir sem á- huga hafa á að taka þátt eða vantar ffekari upplýsingar geta nálgast þær hjá Jóhönnu í Hlésey í síma 566- 7326 eða á johanna@hlesey.is. HJ ms. Dreginn í land Garpur SH-95 fékk ískrúfuna þegar hann var á beitukóngsveiðum skammt frá Stagley á Breiðafirði sl. þriðjudag. Skipverjar þurftu að bíða í klukku- stund þar til Sproti SH-51 kom og dró skipið til hafnar í Stykkishólmi. f^etuútui'-^,. Afpólitískmn hrossakaupum Hvert er bæjarstjóraefni Sam- fylkingarinnar? Þessi spurning hef- ur hljómað nokkuð títt í eyrum Samfylkingarfólks undanfarið. Svarið er einfalt og hefur alla tíð verið ljóst: Samfylkingin býður ekki fram sérstakan bæjarstjóra! Stefna okkar er að auglýsa starfið og ráða hæfasta umsækjandann. Tilefhi þessara skrifa, er hið sér- stæða útspil Sjálfstæðisflokksins að veita tilteknum einstaklingi emb- ættið nú fyrir skemmstu. Að vísu sáu þeir enga ástæðu til að stunda góða stjórnsýsluhætti, þótt ekki verði fundið að smekkvísinni hér. Þeir vita nefhilega hvar afburða- manna er von og leituðu í raðir Samfylkingarinnar, til varaþing- manns sem ekki hafði fengið áhugavert djobb ffá því að hann missti sæti sitt á þingi. Vissulega eru fyrrum þingmenn alls ekki óhæfir til að gegna krefjandi störf- um. Þvert á móti getur sú fjöl- breytta reynsla sem þingmanns- starfið veitir, vegið jafn þungt og menntun. Fyrrverandi þingmenn eiga því að geta sótt um þau störf sem þeir hafa áhuga á að vinna á sama grundvelli og allir aðrir. Tími pólítískra hrossakaupa á að vera lið- inn og hefur sem betur fer ekki ver- ið stundaður hér á Akranesi um langt árabil við mannaráðningar. Eiginlega varð ég hálf hissa á að vera svo þráspurður um bæjar- stjóraefni. Samfylkingin hefur barist fyrir opinni stjórnsýslu og talað gegn þeim hrossakaupum sem sjálfstæðismenn hafa ítrekað stund- að hvar sem þeir eru við völd. Fyrstu merkin sjáum við nú fyrir kosningar, allir vita að eina ástæða þess að íhaldsmenn leituðu til Gísla er að þeir telja sig hafa tímabundin hag af því makki, ekki flóknari en það. Akurnesingar eiga skilið það besta og ekkert annað þegar kemur að vali á bæjarstjóra. Hagsmunapot hefur aldrei og verður aldrei það besta sem í boði er. Þegar gengið verður til kosninga laugardaginn 27. maí verður kosið um fulltrúa til bæjarstjómar en ekki um starf bæjarstjóra. Samfylkingin býður ffam kröftugan hóp, ungt og ffamsækið fólk í bland við eldra og reyndara. Allt fólk sem fordæmir pólítísk hrossakaup og mun ástimda heiðarleg og fagleg vinnubrögð við stjórnun bæjarins. Hrafnkell A. Proppé Höf. skipar 5. sæti á lista Samjylk- ingarinnar og óháðra á Akranesi. Jafntefli í leik Víkings og IR Síðastliðinni laugardag, í ein- kepptu liðin sín á milli í fótbolta. muna veðurbhðu tóku kapparnir úr Leikar fóra þannig að liðin skyldu Víkingi Olafsvík á móti IR-ingum á jöfii, eitt mark gegn einu. íþróttavellinum á Hellissandi og MM/ Ljósm. SA Björtjramtíð Faxaflóahafiia Eitt af stefnumálum Framóknar- flokksins á Akranesi fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar var samein- ing hafna við Faxaflóa í eitt fyrir- tæki. Þetta markmið náðist eins og flestir vita og aðild Akurnesinga að fyrirtækinu Faxaflóahafnir sf. gefur Skagamönnum tækifæri til að taka þátt í mótun ffamtíðarstefnu og uppbyggingu hafnanna á Akranesi, Borgarnesi, Grundartanga og í Reykjavík. Mörg stór verkefni eru framundan í hafnamálum svæðisins en nú þegar eru verkin farin að tala. Smábátalægi hefur nýlega verið stórbætt á Akranesi og einnig fengu Faxalóahafhir sf. nýlega úthlutað lóð til að byggja á nýtt hús fyrir fiskmarkað við höfnina á Akranesi. Samkvæmt nýsamþykktu aðal- skipulagi Akraneskaupstaðar er stefnt að mikilli uppbyggingu hafn- arsvæðisins frá því sem nú er. Gert er ráð fyrir nýjum hafnargarði við Skarfavör og nýjum uppfyllingum út frá á Sementsgarði. Tekið er mið af þeirri framtíðarsýn sem er í stofnsamþykkt Faxaflóahafna sf. þar sem segir að Akraneshöfn skuli byggjast upp sem fiskihöfn. Við Skagamenn höfum sett ffam skýr markmið um uppbyggingu hafnarsvæðisins á Akranesi sem miðstöð fiskiskipa og landvinnslu og að sú höfh skipi sér í ffemstu röð fiskihafna á norðanverðu Atl- antshafi. Að því munum við ffam- sóknarfólk vinna í góðri samvinnu við meðeigendur okkar í Faxaflóa- höfnum sf.. Guðni Tryggvason, skipar 3. sati á lista Framsóknar- flokksins á Akranesi. 'f^etuútui^l. Fáeinar athugasemdir við grein Arinbjöms Haukssonar Borgarland ehf hefur undanfarin fjögur ár unnið að uppbyggingu á Borgarbraut 59 í Borgamesi. Ymsar hugmyndir hafa verið viðraðar varðandi þessa uppbyggingu m.a. nú síðast íbúðabygging. Borgarland ehf leitaði efrir kaup- um á húsinu á Borgarbraut 57 og kynnti hugmyndir um skipulag Borgarbrautar 55-57 og 59. Ekki var áhugi á þeim tíma hjá eigendum þessara lóða að selja á því verði sem Borgarland ehf taldi eðhlegt verð. Því komst þessi hugmynd ekki í ffamkvæmd. Það er því ekki í neinu samræmi við raunveruleikan að keyrt hafi verið á skipulagsbreyt- ingar með einhverju offorsi. Blekkingar á íbúafundi? A íbúafundi kynnti Richard Briem sýnar hugmyndir um skipu- lag miðbæjarins. Við það er ekkert að athuga axmað en að byggingar- magn á lóðinni var jafh mikið eða meira en Borgarland ehf gerir ráð fyrir og ekki var séð hvernig leysa ætti bílastæðamál. I kynningu sinni gerði Richard m.a. ráð fyrir fjög- urra hæða blokk við Kveldúlfsgötu þ.e. íbúðarblokk sú sem Borgarland ehf hefur hug á að byggja er tveim hæðum hærri. Ekki var annað að sjá í kynningu Richards að hann notaði mismunandi stærðarhlutföll til þess að láta sína hugmynd koma betur út. Skipulagslög höfð að engu? I bréfi Skipulagsstofnunar út af auglýstu skipulagi Borgarbrautar 59 kemur skýrt fram að það er al- geng venja að skipuleggja eina lóð þegar ekki er fyrirhugað að byggja á stærri reit. Þegar Borgarland ehf fór af stað með sitt verkefni þá lá ekkert annað fyrir en aðeins yrði byggt á þessari einu lóð. Það er því algjör rangfærsla hjá Arinbirni að skipulagslög hafi ekki verið höfð að leiðarljósi, enda segir í niðurlagi bréfs Skipulagsstofnun- ar: „Akveði bæjarstjórn hinsvegar að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þarf hún áður að svara á fullnægjandi hátt frarn- komnum athugasemdum og senda svörin þeim er gerðu athugasemd- ir. Stofnunin þarf að fá afrit af nýj- um svörum bæjarstjórnar." Skv. þessu er ekkert því til fyrirstöðu að svara athugasemdum með eðlileg- um hætti og auglýsa deiliskipulag- ið. Meginatriði bréfs Skipulags- stofnunar er það að ófaglega hefur verið staðið að málum hjá Borgar- byggð en ekki ólöglega. Borgar- land ehf er búið að vera í fjögur ár að vinna að uppbyggingu á lóðinni að Borgarbraut 59 og það er óá- sættanlegt fyrir fyrirtækið að málið skuli ekki klárað nú þegar. Fjöldi einstaklinga hafa verið í stöðugu sambandi sl. eitt og hálft ár og leit- að eftir kaupum á íbúðum í vænt- anlegu húsi. Ibúðarhúsnæði vant- ar í Borgarnesi eins og kunnugt er. Því er það skoðun forsvarsmanna Borgarlands ehf að niðurstaða Borgarbyggðar í málinu sé ekki á- sættanleg. Það er búið að sam- þykkja deiliskipulag fyrir þessa lóð og ætti að vera einfalt mál fyrir Borgarbyggð að klára málið, enda er Borgarland ehf með bréf upp á samþykkt þessa skipulags. Borgamesi, 8. maí 2006 f.h. Borgarlands ehf Guðsteinn Einarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.