Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2006, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 10.05.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. MAI2006 iSSBSSHWfttSH f^eHHÍHH~~s Byggjum betra samfélag Miklar breytingar verða í sveit- arstjórnarmálum í Borgarfirði, á Mýrum og í Kolbeinsstaðahreppi þegar þessi sveitarfélög sameinast nú í vor. I fyrsta skipti gerist það að sveitarfélög eru sameinuð yfir þrjár sýslur og þó þessi sveitarfé- lög myndi heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði þá er margt ólíkt með þeim. Þess vegna leggja Framsóknarmenn mikla áherslu á það að strax frá upphafi verði menn meðvitaðir um ólíka upp- byggingu og að stjórnsýslan taki mið af þessum mun. Það verður að tryggja að okkar ágæta samfélag finni sig í einni heild frekar en að hlutar þess upplifi sig sem afgangs- stærð. Vinni menn markvisst út frá þessari stefnu strax frá upphafi eru allar líkur á að þetta takist. Framsóknarmenn eru nú að kynna áherslur sínar fyrir kosning- ar í vor. Skilvirk og opin stjórn- sýsla er þar ofarlega í áhersluröð ásamt því að byggja upp fjöl- skylduvænt samfélag þar sem fólki finnst gott að búa. Við stefnum að leikskólarýmum fyrir öll okkar börn frá 18 mánaða aldri og við ætlum að standa vörð um grunn- skólastarfið eins og það er rekið nú. Við vitum að þar er unnið gott starf og þó auðveldlega megi sýna fram á hagræðingu í skólastarfi þá miðast allir þeir útreikningar við stöðu dagsins í dag en taka ekki til- lit til þeirrar þróunar sem er á svæðinu. Hún mun ráða miklu meiru um framhaldið en stundar- hagsmunir. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins fagna skoðanaskiptum við kjósendur og óska eftir að þeir hafi samband þannig að hægt verði að ræða áherslur og framtíðarsýn. Sjálfur hef ég verið að setja hug- renningar mínar á blað á bloggsíðu minni sveinbjorne.blog.is og hvet ég ykkur til að lesa þær. Þar má einnig leggja fram spurningar og skal ég svara þeim eins og kostur er. Framsóknarmenn eru tilbúnir að takast á við framtíðina. Við leggjum fram skýrar áherslur og við trúum að með þeim takist okk- ur saman að byggja upp betra sam- félag. Sveinbjörn Eyjólfsson 'etiHiHH^ Frá Eiríksjökli til Hajjjarðarár Bráðtun mtmum við búa í sveit- arfélagi sem aldrei áður hefur verið til. Hvað það heitir veit nú enginn en víst er að í það hefur verið spáð. íbúar svæðisins sendu inn tillögur þess efnis. Úr þeim voru valin nokkur nöfh sem send voru suður til umsagnar á æðri stöðum. Síðan munum við geta tekið þátt í skoð- anakönnun á sjálfan kosningadag- inn um hvert af þessum nöfhum við viljum helst nota á nýja sveitarfé- lagið okkar. Brátt mun ég ekki eiga heima í Hvítársíðuhreppi en sem betur fer þá verður Hvítársíðan að öllum lík- indum enn um sinn á sínum stað. Það sem breytist er að við þurfum að hugsa frá Eiríksjökli til Haffjarð- arár þegar við hugsum um sveitar- félagið okkar. Fyrstu mánuðir eru mikilvægir og mótandi hjá þeim sem nýfæddir eru. Það er nauðsynlegt að okkur takist að móta sveitarfélag sem er fyrir alla íbúana hvort sem þeir búa við fjöll eða fjöru, í þorpi eða sveit eða jafnvel í miðpunktinum sjálfum - Borgarnesi. Vissulega hlýtur það að vera styrkur sveitarfélagsins okk- ar nýja hversu fjölbreytt atvinnulíf- ið er og búsetan margvísleg. Það kallar að vísu á sveigjanleika í þjón- ustu sveitarfélagsins þannig að hún standi undir nafni. Á móti kemur að svæðið er vænlegri kostur til bú- setu vegna þess að flestir geta fund- ið þar, það sem þeim helst hentar. Eg er þess fullviss að okkur tekst að hugsa út fyrir gömul hreppa- og sýslumörk og ég held að ágætt væri að taka einn eða tvo sunnudaga í sumar til þess að skoða sveitarfélag- ið þannig að auðveldara verði fyrir hvern og einn að setja sig í spor sveitunga sinna. Ingibjörg Daníelsdóttir, Fróðastöðum. Höf. skipar 5. sæti Borgarlistans. ~PettHiHH^f Málejni eldrafólks íslendingar eru sífellt að eldast og lífslíkur með því besta sem gerist í heiminum. Þessi þróun hefur gert það að verkum að vaxandi hópur fóks tilheyrir nú eldri kynslóðinni. Sú kynslóð sem nú er komin á eftir- launaaldur hefur skilað sínu til sam- félagsins. Samfélagið á og getur með margvíslegum hætti komið til móts við hana og þar með sýnt henni virðingu og raunverulegan skilning á stöðu hennar Eitt af meginatriðum er að gera þessu fólki kleift á að búa sem lengst í eigin húsnæði á eigin forsendtun. Með því að lækka fasteignagjöld gefst eldra fólki raunverulegt val um að vera eins lengi heima og hægt er. Við vitum að lífeyrisgreiðslur margra eru ekki háar og duga skammt til reksturs húsnæðis. Það er því alveg augljóst mál að hér verður sveitarfélagið að koma til móts við þennan hóp eins og kostur Þeir sem af einhverjum ástæðum geta ekld búið í eigin húsnæði eiga að hafa raunverulegt val um aðra búsetukosti þar sem þeirra þörfum er sinnt af alúð og nærgætni. Dval- arheimih aldraðra í Borgamesi er dæmi um slíkan stað. Því miður uppfylhr það ekki lengur þær kröfur sem gerðar em til slíkra stofiiana hvað varðar fyllsta aðbúnað. Að- staða dvalarheimilisins er engan veginn fullnægjandi og því þarf að gera úrbætur sem allra fyrst. Starfið er hinsvegar til mikillar fyrirmyndar og starfsfólk á mikinn heiður skilinn fyrir sitt starf. Það er vilji okkar sjálfstæðismanna að beita okkur fyr- ir því að öll aðstaða þar uppfylli þær kröfur sem gerðar em til slíks rekst- urs. Það er mikilvægt að málefni aldr- aðra og málefni fatlaðra verði sem fyrst færð alfarið til sveitarfélag- anna. Málaflokkar sem snúa að nán- ustu þjónustu við íbúa eiga að mínu mati að heyra undir verksvið sveit- arfélaga. Við höfum sýnt það í rekstri skólanna að sveitarfélög sinna vel allri þjónustu sem er næst íbúunum. Þessi mál em nú reyndar í ákveðnum farvegi þar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa ósk- að eftír viðræðum við Félagsmála- ráðuneytið um yfirtöku málefna fatlaðra og trú mín er sú að málefhi aldraðra fylgi þar fast á eftir. Það sem við sjálfstæðismenn vilj- um gera í málefnum eldri borgara er að stofna sérstakt öldungaráð þar sem þeirra skoðanir og sjónarmið fái að heyrast. Við teljum það gríðar- lega mikilvægt í íbúalýðræði að raddir sem flestra heyrist. Þannig er hægt að vinna með íbúum sveitarfé- lagsins í að móta samfélagið og gera þannig gott samfélag enn betra. Skoðanir okkar sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru skýrar hvað varðar þennan mála- flokk. Eldra fólk á að hafa raunveru- legt val um búsetuform. Við viljum gefa aðilum tækifæri til byggingar þjónustuíbúða í sveitarfélaginu. Þetta ætlum við að gera ásamt ýmsu öðru ef við fáum umboð ffá kjós- endum til að stýra sveitarfélaginu næsta kjörtímabil. í mínum huga er það einungis einn flokkur sem getur sýnt það í verki að allir íbúar sveitar- félagsins skipta máli og það er sjálf- stæðisflokkurinn. Sýnum metnaö, kjósum X-D. Ingunn Alexandersdóttir skipar þriðja sæti lista sjdlfstæðisflokksins í Borgarflrði. T*eHHÍHH—, Leikvellir, loforð og hin skrum skælda umræða Hinn 26. apríl sl. skrifar Björn Bjarki Þorsteinsson bæjarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins í Borgarbyggð grein í Skessu- hornið. Þar kemur m.a fram að stefnt skuli að uppbyggingu göngustíga og leik- og útivistar- svæða. Þetta hljómaði ágætlega í fyrstu, en þegar verk sitjandi bæj- arstjórnar hvað áðurnefnda þætti varðar eru skoðuð, verður hljómur bæjarfulltrúans vægast sagt holur, svo ekki sé fastara kveðið að. Fyrst skal telja; tilraun bæjarstjórnar tíl að taka opið svæði við Granastaði sem m.a. er ætlað til útivistar sam- kvæmt gildandi aðalskipulagi und- ir íbúðabyggð, en þeim fyrirætlun- um var blessunarlega hrundið. Síð- an er gerð atlaga að gamla íþrótta- vallarsvæðinu, núverandi tjald- svæði bæjarins, sem er nánast eina opna svæðið í öllum neðri hluta bæjarins sem gefur möguleika á frekari uppbyggingu leik- og útí- vistarsvæðis. Þegar hefur verið mælt út fyrir byggingu á umræddu svæði og fyrsta skóflustungan tek- in; án þess að íbúar hafi átt þess kost að tjá sig um fyrirhugaða breytingu á gildandi aðalskipulagi. Þannig er fólki stillt upp frammi fyrir orðnum hlut. Eúalegt! Leik- völlurinn á horni Böðvarsgötu og Borgarbrautar lenti undir blokk - horfinn! Nýjasta dæmið um inni- haldsleysi orða bæjarfulltrúans í málaflokknum er í fullum gangi við Brákarpoll þessa dagana. Sam- kvæmt deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir leiksvæði upp af Litlu-bryggju og framan við vænt- anlega íbúðabyggð við pollinn. Bæjarráð hefur samþykkt án um- fjöllunar umhverfis- og skipulags- nefndar að taka svæði sem ætlað var fyrir leiksvæði undir bílastæði og eru framkvæmdir nú í fullum gangi, þrátt fyrir að ákvörðun bæj- arráðs hafi ekki hlotið staðfestingu bæjarstjórnar. Með þessum fram- gangi er enn og aftur brotið gegn gildandi lögum og á réttíndum íbúa, í þessu tilviki með ótrúlega ósvífnum hætti þar sem markmiðið er að ljúka framkvæmdum áður en ákvörðunin kemur til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn - og áður en nokkrum vörnum verður við komið. Þetta flokkast undir ein- beittan brotavilja. Af gjörðunum skulu þeir þekkjast Framantalin atriði sýna að fyrir- heit bæjarfulltrúans í leiksvæða- málum eru þvaður eitt og skrum sem ekkert mark er á takandi. Trú- lega einsdæmi að kosningaloforð séu svikin með þessum hætti fyrir kosningar. Loforð um stíga, úti- vistar- og leiksvæði hafa fram til þessa verið vel endurnýtanleg í bæklinga flokkanna og verða það ef að líkum lætur enn um sinn og hljóma áfram sem hver önnur klisja á reynda kjósendur. Það er þó öllu sorglegra að allir flokkar í Borgarbyggð hafa síðasta kjör- tímabil verið sammála um öll framantalin atriði og í raun flest önnur mál. Kjörtímabilið hefur einkennst af hrossakaupum og baktjaldamakki meiri- og minni- hluta bæjarstjórnar, þar sem hags- munir þeirra er fjármagninu ráða eru alltaf settir skörinni ofar en hagsmunir almennings. Leiðir til skoðanaþagnar Afleitt er þegar vörpulegustu menn eru farnir að afsaka sig í skrifum fyrir það eitt að tjá sig op- inberlega um mál sem stjórnvöld- um eru ekki þóknaleg á hverjum tíma. Þetta er vond þróun sem stafar einkum af þeim aðferðum sem stjórnmálamenn nota til að þagga niður umræðu. Aðferðir þeirra eru þekktar; snúið er út úr, farið með hálf -sannleik, mönnum jafnvel gerðar upp annarlegar hvatir og reynt að gera menn tor- tryggilega með einhverjum hætti. I ljósi þessa er eðlilegt að meirihluti fólks hætti sér ekki út á bersvæði opinnar umræðu. Nútíma stjórn- mál ganga sjaldnast út á rökræðu - því miður! Dæmi um þetta er að þeir sem tjáðu sig og voru á móti íbúða- byggð við Granastaði voru sagðir á móti uppbyggingu og framförum. Þeir sem ekki vilja að byggt verði á gamla íþróttavellinum eru sagðir á móti menntun og menntaskóla, þó að bent verði á aðra kosti verður það að engu haft. Þeir sem eru á móti rútustæðum inni á skipu- lögðu leikvallarsvæði eru þá vænt- anlega sagðir á móti rútum. Þá mætti alveg eins fullyrða að þeir sem vilja láta leggja rútum á skipu- lögðum leiksvæðum séu á móti börnum! Þeir sem gera athuga- semdir við skipulagstillögur eru sagðir berjast gegn framförum og standa í vegi fyrir góðum málum. Þetta hefur því miður verið ein- kennandi fyrir viðbrögð stjórn- enda og kjörinna fulltrúa í Borgar- byggð við málefnalegri gagnrýni á kjörtímabilinu. Þessum viðhorfum þarf að breyta í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Almenningur má aldrei beygja sig fyrir slíkum kúg- unaraðferðum valdhafanna. Hér með er skorað á Borgfirðinga að berjast gegn öllum tilraunum til skoðanaþagnar og halda á lofti lýð- ræðislegri og málefnalegri um- ræðu. Það er okkar íbúanna sjálfra að standa vörð um lýðræðið og tj áningarfrelsið; stj órnmálamönn- um einum og sér er alls ekki treystandi til þess. Ingimundur Einar Grétarsson Borgamesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.